Morgunblaðið - 10.10.1999, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999 25
SMS-Smáskilaboð
þeir séu að brjóta lög. Þeir séu
þeirrar trúar að í netheimum séu
engar takmarkanir og eigi því oft á
tíðum erfitt með að skilja að það eru
reglur í takmarkalausa heiminum.
Stuedahl segir að lögreglumaður
hafi sagt henni frá vanda sínum við
að kenna unglingum muninn á því að
endurgera skjal á harða disknum í
einstakiingstölvu sinni og því að
endurgera skjai inni á vef eða tölvu-
kerfi fyrirtækis. Stuedahl segir að
einn hluti vandans sé áreiðanlega sá
að hvort tveggja líti alveg eins út á
skjánum. Hún segir að það þurfi að
koma inn í hugbúnaðarkerfí sjáan-
legum mun á skjánum eftir því um
hvers konar skjal er að ræða.
Þá tekur Stuedahi sem dæmi
vanda sem stjórnendur olíufélags í
Noregi standa frammi fyrir og segir
hann vera svipaðs eðlis. Starfsfólk
olíufélagsins á erfitt með að aðskilja
tölvupóst fyrirtækisins frá sínum
eigin tölvupósti. Það virðist ekki
gera sér fullkomlega grein fyrir því
að tölvupóstur sem skrifaður er í
nafni fyrirtækisins verði að vera
með formlegu málsniði líkt og gert
er með venjuleg bréf. En það sé al-
gengt þegar starfsfólkið skrifi tölvu-
póst fyrir hönd fyrirtækisins að þá
verði útkoman eitthvað á þessa leið.
„Hæ, Anna. Hvað segir þú? Hvernig
var heigin hjá þér? Heyrðu, meðan
ég man, áttu sextíu milljónir handa
mér?“ Stuedahl segir fólk eiga erfitt
með að greina á milli annars vegar
sviðs hins staðbundna og alheimsins
og hins vegar milli einkasviðs og op-
inbers. Hún telur meginvandann
liggja í því hvernig þetta lítur út á
skjánum. Tölvupósturinn lítur alveg
eins út á skjánum hvort sem hann er
einkabréf eða fyrir hönd fyrirtækis-
ins.
Kynferðisbrot og rógburður
Háttsettur maður sem vann fyrir
eitt af stærstu netfyrirtækjunum í
Bandaríkjunu, Infoseek, var nýlega
handtekinn fyrir að ferðast yfir fylk-
ismörkin með það að markmiðið að
hafa kynmök við stúlku undir lög-
aldri sem hann hafði kynnst á spjall-
rás á Netinu. Stúlkan, sem sagðist
vera þrettán ára, reyndist lögreglu-
maður sem hafði fylgst með spjall-
rásum. Svipuð mál hafa komið upp á
Islandi en lögreglan í Reykjavík hef-
ur haft til rannsóknar nokkur kæru-
mál sem varða kynferðisbrot og
nauðganir gegn 14-18 ára stúlkum,
sem rekja má beinlínis til samskipta
þeirra við eldri karlmenn sem hafa
byrjað á spjallrásum á Netinu.
Ekki er langt síðan lögreglunni í
Reykjavík fóru að berast kvartanir
um rógburð og sögusagnir sem
ganga á irkinu. Björgvin Björgvins-
son lögreglufulltrúi segir lagaum-
hverfið ekki vera orðið nógu mark-
visst svo hægt sé að taka á þessu.
Hann óttast að málum af þessu tagi
eigi eftir að fjölga það mikið að erfitt
verði að eiga við þau. Björgvin segir
að í mörgum tilvikum sé um að ræða
unglinga á aldrinum 13-15 ára og
þeir séu ekki nógu þroskaðir til að
átta sig á að rógburður er alvarlegt
mál. Þess vegna hafi löggjafinn til-
hneigingu til að vera mildur.
Björgvin segir ennfremur að lög-
reglunni hafi borist kvartanir af
svipuðu tagi vegna SMS-skilaboð-
anna í GSM-símunum. Ýmist sé um
að ræða skilaboð sem særi blygðun-
arkennd fólks eða þá hótanir. Skila-
boðin eru stundum „þú ert fífl“ eða
eitthvað álíka. Þá séu þau jafnvel að
hóta því að viðkomandi verði komið
fyrir kattarnef af því að hann hafi
gert eitthvað. Sumar kvartanir eru
vegna þess að blygðunarkennd fólks
hefur verið særð með klámfengnum
texta eða myndum. Björgvin segir
að löggjafinn hafi ekki tekið á því
hvort það sé eitt og hið sama að
skrifa hótun í tæki eða hóta berum
orðum.
Hvað ber að varast?
Það hefur talsvert aukist í Evr-
ópu og Bandaríkjunum að þau mál
þar sem grunur leikur á höfundar-
réttarbroti á Netinu séu sótt fyrir
dómstólum. I mörgum tilvikum er
um að ræða unglinga sem virðast
ekki gera sér grein fyrir að þeir hafi
brotið höfundarrétt. Gunnar
Thoroddsen lögfræðingur segir að
hafa verði í huga að á Netinu gilda
FJÖLDI notcnda SMS-skila-
boða (Short Message Service) í
GSM-símum jókst umtalsvert í
sumar. Stærsti notendahópur-
inn er fólk á aldrinum 14-20
ára. Ekki er mögulegt að nota
alla íslensku stafina í skilaboð-
unum og þó nokkuð um að fólk
stytti orð eða bregði fyrir sig
enskum skammstöfunum.
Um 100.000 manns hafa
möguleika á að senda og taka
við SMS- skilaboðum. Bæð Tal
hf. og Landssíminn taka tíu
krónur fyrir sendingu skila-
boðanna hjá þeim GSM-notend-
um sem hafa almenna áskrift.
Ólafur Stephensen, forstöðu-
maður upplýsinga- og kynning-
armála Landssimans, tekur
sem dæmi að á einum sólar-
hring hafi notendahópurinn
Qórfaldast og nú séu 2% af
tekjum Landssímans af GSM-
kerfinu af sendingum SMS-
skilaboða. Tal hf. bauð GSM-
notendum upp á ókeypis send-
ingu SMS-skilaboða frá mai til
ágústmánaðar. Jónfna Birna
Björnsdóttir aðstoðarmark-
aðassljóri segir að við þetta
hafi notkun skilaboðanna
margfaldast.
Sendingu skilaboðanna eru
settar ákveðnar skorður. Hægt
er að koina 160 táknum fyrir í
cinum skilaboðum. Þá er ekki
hægt að skrifa þ, ð og ý.
almennt sömu reglur og annars
staðar um einkarétt höfundar til
birtingar og dreifingar á hugverk-
um sem hann hefur sjálfur skapað.
Því verði yfirleitt að gera ráð fyrir
því að það þurfl sérstakt leyfi höf-
undar til þess að taka efni af vefn-
um og dreifa því svo upp á nýtt lítil-
lega breyttu eða óbreyttu. Margir
virðast gera ráð fyrir því að höfund-
ar efnis, t.d. tónlistar, texta, mynda
eða hugbúnaðar, hafi með því að
setja efnið á Netið afsalað sér öllum
höfundarrétti. Það er hins vegar al-
rangt og gildir einu þótt ©-merkið
eða aðrar viðvaranir komi ekki fram
á vefsíðunni.
Bjarni Rúnar Einarsson á ráð
handa þeim sem vilja forðast vand-
ræði á irkinu. Hann segir að mestu
skipti að sýna kurteisi og háttvísi.
Þá séu ýmsar einfaldar varúðarráð-
stafanir mikilvægar eins og að gefa
ekki upp símanúmer, heimilisfang
eða jafnvel netfang án þess að
hugsa sig vel um. Ef fólk vill losna
við daður á irkinu ætti það að halda
kynferði leyndu. Þá segir Bjarni að
rétt sé að varast að keyra upp forrit
sem maður fær sent í tölvupósti eða
í gegnum irkið nema sendandanum
sé fullkomlega treystandi.
Bjarni segir að ef einhver verði
fyrir ofsóknum eða áreitni á Netinu
sé besta ráðið að safna eins miklum
upplýsingum og tök eru á um við-
komandi einstakling og senda síðan
kvörtun til kerfisstjóra netþjónust-
unnar og netþjónustu þess sem sá
tengist sem áreitninni veldur.
Bjarni segir að ef kerfisstjórar fái
nokkuð nákvæma tímasetningu með
upplýsingum um hvaðan aðilinn
tengdist, þá séu miklar líkur á að
hann finnist.
Ef brotið er alvarlegt hefur fólk
möguleika á því að fara með upplýs-
ingarnar til lögreglu og leggja fram
kæru. Lögreglan getur fengið að-
gang að símtalaskráningu Lands-
símans og þá, segir Bjarni, er ljóst
að viðkomandi aðili finnst, jafnvel
þó hann hafi verið að misnota að-
gang einhvers annars til þess að
hryggja fólk.
Orðabók SMS
TALSVERT er um að notendur SMS-skilaboða stytti orð. Einnig þurfa
þeir að finna leiðir til að komast hjá notkim þeirra íslensku stafa sem
SMS-skilaboðin bjóða ekki upp á en þeir eru ð, þ og ý. Sumt af þessu eru
orð sem tekin eru upp af spjallrásum á Netinu (iridnu) og sumt er ensku-
slettur. Þá er einnig þónokkuð um tákn- eða myndasendingar. Listinn
hér á eftir er samansafn nokkun-a menntaskólastúlkna í Reykjavík.
Islenskar styttíngar:
thúst (lesið þúst)
stytting: „þú veist“
gekt stytting: „geð-
veikt“ (mjög já-
kvætt!)
eretta stytting: „er
þetta“
kurru? (stundum
ákúrru?) stytting:
„afhverju?"
náttla! stytting
„náttúrulega“
nebbla stytting:
„nefnilega"
& í staðinn fyrir
„og“, sparar pláss!
x ks (lox í staðinn
fyrir loks o.s.frv.)
alltílæ stytting:
„allt í lagi“
ó aftan við orð (d.
frímó, Austó,
Kvennó o.s.frv).
ettir eftir
hvad segist hvað
segirðu gott?
hvad segirru? hvað
segirðu?
Enskuslettur:
GN good night
btw by the way
np no problem
b be
r are
u you
y why?
CM call me
thanx thanks
somel someone
what4? what for?
‘cos because
gomia goingto
brb be right baek
OK allt í lagi
gtg got to go
Svipbrigði:
:) broskall, happy
:( fýlukall
;) blikkandi
:/ vonbrigði
:p ullandi kall
:* koss (kemur öðru-
vísi út á SMS!)
q:p ullandi kall með
derhúfu
q;p blikkandi, ull-
andi kall með der-
húfu
:o hissa
:# segi það aldrei!
my lips are sealed!
••4:
Eins og útivistarfólk veit hefur íslensk náttúra einstakt lag á að koma á óvart. Fegurð landsins birtist
okkur þegar minnst varir. En íslenskt veður er líka óútreiknanlegt. I einu vetfangi breytist hlýr andvari
í hávaðarok og dökk ský dregur fyrir sólu. Ertu til?
^»4
HANOQ>