Morgunblaðið - 10.10.1999, Page 28
28 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
hafðist í gegn umræddur afsláttur.
Síðan hófst ferli sem endaði með
samningi er gefa mun góðan afslátt í
framtíðinni. Taxtar fyrir læknis- og
sjúkrahúsþjónustu í Bandaríkjunum
eru oft ofurháir miðað við okkar að-
stæður.“
- Er í gildi „þak“ á slíkum greiðsl-
um hér, er einhvern tíma sagt að að-
gerð til að hjálpa barni sé of dýr fyr-
ir ríkissjóð?
„Nei, það gerum við ekki. Hér er
þjóðarsátt um að greiða slíkan
kostnað. Hins vegar verðum við að
hafa til þess burði að semja við þá
aðila utanlands sem geta veitt þjón-
ustuna, við eigum ekki alltaf að
greiða einfaldlega það sem upp er
sett.
Við höfum breytt skipuriti okkai-,
mótað alveg nýtt skipulag. Þar leggj-
um við áherslu á að öll þjónusta við
þá sem hingað leita verði liprai-i og
aðgengilegri. Eitt af markmiðunum
er að sífellt færri þurfí að koma til
okkar á skrifstofurnar en að við not-
um tölvuvæðinguna til að fara sjálf
til fólksins. Við munum notfæra okk-
ur nýju upplýsingatæknina þar sem
kostur er á því og fjármunirnir leyfa.
Einnig stefnum við að því að setja
okkur svonefndan þjónustustaðal.
Fólk sækir kannski um örorkubæt-
ur, síðan hringir það hingað margoft
til að spyrja hvernig þetta gangi,
hvort von sé á svari, er með vænting-
ar um hraða afgreiðslu og rekur á
eftir. Ef við vinnum eftir slíkum nýj-
um staðli munum við heita að af-
greiða málið innan ákveðinna tíma-
marka og fólk getur gengið út frá því
sem vísu að við ioforðið verði staðið.
Reyndar hefur afgreiðslutíminn þeg-
ar styst verulega.
Við erum að vinna að þessu máli
og staðallinn kemst í gagnið innan
tíðar. Þetta mun merkja að slegið
verður á óraunhæfar væntingar hjá
skjólstæðingum um afgreiðsluhraða.
Eg geri mér vonir um að þjónustan
verði auðveldari og þá getum við
jafnframt varið meiri tíma í annað en
að svara hvers kyns eftirrekstri sem
nú fer eðlilega mikill tími í. Fjöldi
skjólstæðinganna er svo mikill og
öllum þarf að sinna.
Að príla upp stiga - og villast
Þetta er ný hugsun hjá okkur. Nú
erum við að breyta og láta endurnýja
húsnæðið hér við Laugaveginn, gert
er ráð fyrir því að starfinu ljúki eftir
tæpan mánuð. Fólk þurfti að príla
upp allar hæðir til að fá afgreiðslu
hjá hinum ýmsu deildum. Eg tók við
starfinu hér 1993 og lét gera könnun
á því ári síðar hvaða erindi þeir ættu
sem litu inn hjá læknadeild Trygg-
ingastofnunai-. I ljós kom að 50%
þeirra höfðu vilist í húsinu!
Breytingarnar munu meðal ann-
ars hafa í för með sér að við komum
allri þjónustu fyrir í svokaliaðri þjón-
ustumiðstöð á fyrstu hæð. Bak-
vinnsla verður á hinum hæðunum en
allir sem hingað þurfa að leita fá af-
greiðslu á fyrstu hæðinni. Við stefn-
um að því að koma í veg fyrir að
starfsmenn vísi hver á annan eins og
verða vill hjá stórum stofnunum, að
fólk þurfi ekki að fara frá Heródesi
til Pfiatusar eins og sagt er. Þetta er
nú orðið mun fátíðai’a en áður.“
- Var skrifræðisblær yfír starfínu
eins og margir segja að sé yfírleitt
hjá opinberum stofnunum?
„Margir sögðu að Tryggingastofn-
un væri grimmasta pappírstígrisdýr
landsins! Ailir eru börn síns tíma og
það er ekki réttlátt að meta störf
þeirra sem hér hafa áður unnið á
mælikvarða nútímans. En við erum
að breyta ýmsu og ég tel að við séum
að ná vopnum okkar í þeirri viðleitni.
Nú skal ég nefna dæmi. Við höfum
dregið mjög úr vottorðafarganinu og
á síðasta fundi Tryggingaráðs var
samþykkt að draga einnig gríðarlega
úr kröfum um vottorð vegna hjálpar-
tækja. Vinnan við öll þessi vottorð er
að mestu óþörf að mínu mati og
margra annarra. Sjálfur hef ég lagt
mig fram um að sannfæra fólk um að
ekki þurfi að sanna með vottorði á
hverju ári að fótur hafí ekki vaxið
aftur á mann sem missti hann svo að
ég skáldi upp ýkt dæmi.
Nýlega fór ég í banka og ætlaði að
fá mér ávísanahefti. Eg reyndi að
finna eyðublöð til að útfylla vegna
umsóknar um hefti en fann engin
slík. Þá fékk ég að vita að þau væru
ekki notuð lengur. Vinnan sem áður
fór í þessar umsóknir er horfin, er
talin óþörf.
Öll þurfum við að gera okkur far
Morgunblaðið/Kristinn
„Með frumkvæði er átt við að Tryggingastofnun bendi stjómvöldum á það sem betur mætti fara, hún leysi sjálf mál
en bíði ekki eftir því að einhverjir aðrir geri það.“
Frumkvæði í
stað afgreiðslu
Almannatryggingar
voru á sínum tíma
eitt helsta baráttu-
mál vestrænna jafn-
aðarmanna og smám
saman tókst þeim
víðast hvar að koma því í höfn.
Skapa átti fátækum frelsi frá örbirgð
vegna elli, sjúkdóma eða slysa. Nú
eru þær orðnar að sjálfsögðum hlut í
augum flestra Islendinga þótt því
fari fjarri að þær séu það annars
staðar í heiminum. Hér á landi var
Tryggingastofnun ríkisins stofnuð
1936 og þar er nú verið að breyta
ýmsum áherslum, draga úr skrif-
finnsku og auðvelda viðskiptavinum
aðgang. Umfangsmiklar endurbætur
á húsnæðinu við Laugaveg, þar sem
um 160 manns starfa, munu meðal
annars hafa sitt að segja í þeim efn-
um en einnig er ljóst að ný upplýs-
ingatækni getur breytt mörgu til
batnaðar.
Aldraðir íslendingar fá ákveðinn
grunnlífeyri en síðan er tekjutrygg-
ing hugsuð sem eins konar afkomu-
trygging fyrir alla, á henni er ákveð-
ið hámark. Hafi menn tekjur um-
fram ákveðin mörk skerðist tekju-
tryggingin sem þeim nemur. Einnig
fá margir heimilisuppbætur og sér-
stakar heimilisuppbætur. Fullar ör-
orkubætur eru af svipaðri stærð-
argráðu og eftirlaunin og öryrkjar
og aldraðir fá afsláttarkort vegna
læknis- og lyfjakostnaðar.
Frá því um 1970 hafa lífeyrissjóðir
vaxið mjög, mest á síðari árum
vegna uppsöfnunaráhrifa eftir að
verðbólgan missti flugið. Fram að
Skipuleg samhjálp hefur verið lengi við
-------7-------------------------------
lýði á Islandi, dæmi eru um slík ákvæði í
Grágás. En almannatryggingar nútímans
urðu fyrst mikilvægur þáttur þegar Trygg-
ingastofnun ríkisins hóf störf 1936. Þar
segja sumir að sé vagga velferðar í landinu
en stofnunin er að breytast í samræmi við
breytta tíma. Kristján Jónsson ræddi við
Karl Steinar Guðnason, forstjóra hennar.
þeim tíma voru að vísu til lífeyris-
sjóðir en að lífeyrissjóði opinberra
starfsmanna undanskildum voru þeir
yfirleitt mjög veikburða. Því meiri
greiðslur sem fólk fær frá lífeyris-
sjóðunum þeim mun minni verður
greiðslubyrði ríkissjóðs vegna tekju-
tryggingarinnar, útgjöld vegna
hennar dragast saman.
Ljóst er að aldurssamsetning
þjóðarinnar er að breytast hér sem
annars staðar á Vesturlöndum. Nú
eru meira en sex einstaklingar í
starfi á hvern eftirlaunaþega en
verða líklega 3-4 um árið 2030, ef
marka má spár. Stjórnvöld leggja
þess vegna æ meiri áherslu á að fólk
beri sjálft aukna ábyrgð á eftirlaun-
um sínum, leggi fyrir á starfsævinni
með þeim hætti sem það kýs en
treysti ekki á framlög af almannafé.
Gera má ráð fyrir að hlutverk ríkis-
ins í eftirlaunagreiðslum flytjist
smám saman yfir til lífeyrissjóðanna
en eftir verði einkum hjá Trygginga-
stofnun þeir sem njóta örorkubóta
eða eiga við einhvers konar fótlun og
sjúkdóma að stríða.
Breytileg verkefni
eftir tíðaranda
Ríkisendurskoðun hefur nýlega
bent á að lífeyrisspamaður fólks leiði
til minni réttinda í almannatrygg-
ingakerfinu en annar sparnaður og
mælt með því að þetta verði lagfært.
Fjármagnstekjur eru til dæmis ekki
dregnar jafn harkalega frá tekju-
tryggingu og lífeyrissjóðsgreiðslurn-
ar. Karl Steinar Guðnason, forstjóri
Tryggingastofnunar, segir að í þessu
efni sé um pólitíska ákvörðun að
ræða sem ekki sé tekin í stofnuninni.
En hvemig hefur Tryggingastofnun
breyst í takt við tímann og hvað er á
döfinni núna?
„Umfangið starfsins hefur aukist
og hugsunarháttur í þjóðfélaginu
breyst mikið síðan 1936,“ segir Karl.
„Það má segja að enginn íslendingur
komist í gegnum lífið án þess að hafa
einhvern tíma á ævinni samband við
Tryggingastofnun. Hér eru ekki að-
eins greidd út eftirlaun heldur einnig
sjúkra- og slysabætur hvers konar
og stór hluti kostnaðar vegna lyfja
og ýmiss konar hjálpartækja.
Stofnuninni hafa í áranna rás ver-
ið falin geysilega mörg og margþætt
verkefni. Þau hafa verið breytileg
eftir tíðarandanum hverju sinni. Með
nýjum lögum hefur nú verið hugað
að því að stofnunin verði í minna
mæli en hingað til afgreiðslustofnun
en taki í vaxandi mæli að sér að sýna
írumkvæði um breytingar til endur-
bóta.
Með frumkvæði er átt við að
Tryggingastofnun bendi stjórnvöld-
um á það sem betur mætti fara, hún
leysi sjálf mál en bíði ekki eftir því
að einhverjir aðrir geri það. Ég get
nefnt sem dæmi að sl. vetur gerðum
við sérstaka samninga við erlend
sjúkrahús um að það tæki að sér að-
gerðir. Við fengum þannig mikinn af-
slátt af þjónustunni. Þetta þýddi svo
að dæmi sé nefnt að reikningur upp
á 50 milljónir vegna barns sem fékk
þar aðstoð sem ekki var talið hægt
að veita hér heima lækkaði um tíu
milljónir króna og munar um minna.
Við höfðum áður fengið lækni sem
hafði stundað þarna nám til að
hringja út og með þessu eina símtali