Morgunblaðið - 10.10.1999, Síða 33

Morgunblaðið - 10.10.1999, Síða 33
32 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999 + Jlfagtnililiifeife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SK YN S AMLEGUR KOSTUR AMNINGURINN milli menntamálaráðuneytisins og Háskóla Islands um kennslu og fjárhagsleg sam- skipti sem undirritaður var í vikunni tryggir aukinn stöðug- leika í rekstri Háskólans en á hann hefur stundum nokkuð skort, ekki síst síðustu ár þeg- ar nemendum skólans hefur fjölgað mjög ört. Með samn- ingnum gefur menntamálaráð- herra út reglur um fjárveiting- ar til háskóla sem byggjast á því að ríkissjóður greiðir Há- skólanum ákveðna upphæð, svokallað nemendaframlag, með hverjum nemanda sem stundar nám til viðurkenndra námsloka. Er áætlað að fram- lög til skólans hækki um 246 milljónir á verðlagi fjárlaga 1999 en menntamálaráðuneyt- ið gengur á næstu vikum til samninga við aðra skóla á há- skólastigi um fjárveitingar á grundvelli þessara reglna. Framlög til Háskólans á hvern nemanda hafa verið nokkuð lægri en gerist og gengur í nágrannalöndunum og hafa stjórnvöld verið gagn- rýnd fyrir það en með þessari aukningu er ætlunin að rekstr- argrundvöllur skólans verði svipaður og hjá sænskum og dönskum háskólum með sam- bærileg hlutverk. Hinn nýi samningur veitir skólanum svigrúm þannig að hann getur brugðist við sveiflum í aðsókn án þess að skerða þjónustu sína eins og iðulega hefur komið fyrir á undanförnum ár- um. Eins og fram kom í máli Páls Skúlasonar rektors mun þetta framlag þess vegna gera það kleift að skipuleggja starf skólans til nokkurra ára í senn. Samningurinn er án efa framfaraskref í starfi Háskóla Islands og styrkir stöðu hans sem eina af mikilvægustu menntastofnunum landsins. Slíkt hið sama mun aukin fjár- veiting til rannsókna Háskól- ans gera en stefnt er að gerð sérstaks samnings þar um í tengslum við undirbúning fjár- laga fyrir árið 2001. Aukin áhersla á menntamál og rann- sóknir er skynsamlegur kostur í því alþjóðlega samkeppn- isumhverfí sem þjóðin tilheyr- ir. TILLÖGUR VESTUR- BYGGÐAR BÆJARSTJÓRN Vestur- byggðar óskaði eftir því fyrir skömmu, að fá að leigja hinn svonefnda byggðakvóta, sem kom í hlut sveitarfélagsins á þann veg, að kvótinn yrði leigður hæstbjóðanda og leigu- gjaldið yrði nýtt til þess að efla atvinnulífið í Vesturbyggð. Röksemd bæjarstjórnarinnar fyrir þessari ósk er m.a. sú, að það sé ómögulegt fyrir sveitar- stjórnir að standa að úthlutun byggðakvóta vegna þess, að um fjárhagsleg hlunnindi sé að ræða. Þessi afstaða bæjarstjórnar Vesturbyggðar er rétt. Byggðakvótinn er ekkert ann- að en fjárhagsleg hlunnindi og það er fáránlegt að úthluta slíkum hlunnindum samkvæmt geðþótta sveitarstjórna eða annarra hverju sinni. Eina réttláta aðferðin er sú, sem bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur lagt til. Bæjarstjórnin stóð frammi fyrir því, að 26 að- ilar höfðu sótt um 205 tonn, sem Vesturbyggð fékk úthlut- að. Bæjarstjórnin stefndi að því að stofna Atvinnuþróunar- sjóð Vesturbyggðar og skyldi leigugjaldið renna í þann sjóð. Peningana átti að nota til þess að veita styrki og lán og kaupa hlutafé í fyrirtækjum á svæð- inu. I greinargerð bæjarstjórnar Vesturbyggðar segir, að að- koma bæjarstjórnar að úthlut- un byggðakvóta sé vart til annars fallin en að veikja innri stoðir sveitarfélaga og jafnvel ala á tortryggni á milli þeirra, sem fá kvóta úthlutað og hinna sem ekkert fá. Allt er þetta rétt hjá bæjarstjórn Vestur- byggðar. Eins og Morgunblað- ið hefur áður bent á lýsir byggðakvótinn í hnotskurn vanda kvótakerfisins á lands- vísu. Einstök byggðarlög fá út- hlutað kvóta. Uthluti þau svo einstökum aðilum þeim kvóta fyrir ekki neitt er verið að skapa þeim hinum sama for- skot á aðra aðila í sjávarút- vegi. Þetta hafa forráðamenn bæjarstjórnar Vesturbyggðar séð og vilja ekki taka þátt í þeim leik. Með því að gefa öll- um sjávarútvegsfyrirtækjum í Vesturbyggð, smáum og stór- um, kost á að leigja kvótann er öllu réttlæti fullnægt og um leið gengur andvirðið í al- mannasjóð. Þessa sjálfsögðu aðferð gat Byggðastofnun ekki fallizt á og hefur hafnað tillögum bæjar- stjórnar Vesturbyggðar. Af- staða Byggðastofnunar ein- kennist af sjónarmiðum fortíð- arinnar. Bæjarstjórn Vestur- byggðar hefur hins vegar vísað veginn í rétta átt. Þessar endurminning- ar eru mér flestar sem ljúfur draumur, segir Gunnlaugur Scheving, en þó ber þar einn skugga á, því næsta haust brann húsið á Unaósi. Eg var svo ungur, að ég gerði mér raunverulega ekki grein fyrir, hvað var að gerast, en man þó glöggt eftir því, þegar ég horfði á eldinn éta upp þessa paradís æsku minnar. Það var um nótt og ég sá alltaf dökkan næturhimin á bak við húsið, sem logamir læstu sig um með óhugnanlegum þyt, braki og brestum. Að síðustu stóð grindin ein eftir, svo hrundi hún einnig. Daginn eftir komu menn með hesta, ég fluttur á næsta bæ og dvaldist þar nokkrar vikur, síðan hef ég ekki komið að Unaósi. M: Og hvert fóruð þið? G: Eftir þetta dvaldist ég með fósturforeldrum mínum á ýmsum stöðum austanlands, á Tjarnarlandi í Eiðaþinghá, ég held að sá bær sé nú í eyði, á Kolfreyjustað í Fá- skrúðsfírði, en þó lengst af á Seyðis- firði, þar sem fóstri minn var síldar- matsmaður. Áhugi minn á myndlistinni varð meiri eftir því sem ég varð eldri. Á þessum tímum var það almennt ekki í móð að vera lífsþreyttur og vand- látur, eða blaseraður sem kallað er nú á dögum. Maður var hrifinn, þakklátur og skoðaði allt það með bamslegri gleði, sem heitið gat list eða var henni skylt. Það var heil- brigð forvitni. Ég man glöggt, hvað ég hafði gaman af auglýsinga- myndunum utan á ávaxtadósum eða kaffi- bæti, að ógleymdum kössum með hrollvekj- andi tígrisdýramyndum eða yndis- fögrum konum. Þar við bættust stór- fenglegar myndir af sjóorustum eða friðsælum, gömlum húsum úti í skógi, af riddaraliði í fullum gangi, að ég ekki tali um þá dýrðlegu mynd sem hékk uppi á vegg hjá Jóni kenn- ara, en hún vai' af ljónaveiðum ein- hvers staðar úti í löndum. Ég hafði ekki verulega gaman af postulíns- hundum og ekki af dúkkum, jafnvel þó þær gætu lokað augunum, ég var, ef svo mætti segja, ekki nógu þrosk- aður í listinni. Mér þóttu postulíns- hundar ekki nógu líkir hundum, eins og ég hafði séð þá. Þegar ég löngu síðar kynntist abstaktlist og lærði þá kenningu nútímans, að listin ætti ekki að vera eftiröpun náttúrunnar, þá opnuðust augu mín fyrir ágæti postulínshunda, þ.e.a.s. gömlu teg- undinni, sem nú er löngu uppseld, en var í háu verði úti í Danmörku fyrir eitthvað sextíu árum. Mér finnst ennþá margt þessu líkt eins og smáenglamyndir, fallegt vegg- fóður, rósir og mynstur á klútum og taui, gerviblóm, skrítnar dúkkur, póstkort með gylltum snjókomum og englum og margt sem böm hafa sér til gamans, vera skemmtilegt. Það er eitthvað inspírerandi og pósitívt við þetta allt og laust við blýlóð hátíðleikans og vandfýsninn- ar. Skáldin skrifa sjaldan sögur af stómennum eins og Alexander mikla og Kristi, hvað þá af sjálfum himnaföðiu'num, en þau skrifa mik- ið um frekar venjulegt fólk; jafnvel fátæklinga eða marghrjáðar mann- eskjur. Skáldin hefja svo þessar umkomulausu persónur upp í æðra veldi og gera úr þeim merkisfólk, sem sómir sér vel á síðum þeirra bóka sem taldar era góðar bók- menntir, jafnvel heimslist. Þessu er líkt farið með myndlistina, hvers- dagslegum mótífum er oft lyft upp í æðra veldi og fer vel á því í verkum stóru meistaranna. Listinni er eðli- legt að gera mikið úr litlu, hitt er óeðlilegt að gera meira úr miklu. Til dæmis fmnst mér óeðlilegt að skrifa skáldsögu um Drottin. Picasso hef- ur sagt að dauðinn einn sé fullkom- inn. Ég álít að gleðin yfir þessu ófullkomna lífí okkar sé listamann- inum nauðsynlegri en fyrirlitning og lífsleiði vandlætarans. Það telst ekki viðburður, þegar neisti hrekk- ur úr stóru báli, hitt er meira, þegar lítill neisti kveikir bál. Sá sem á það ímyndunarafl, en jafnframt lítillæti og natni að sjá list í einhverju því sem öllu venjulegra fólki finnst nauðaómerkilegt, hann mun að síð- ustu reynast sterkari vandlætaran- um. Mér þykir dálítið vænt um Andrés önd og postulínshundinn, þeir era góðir félagar mínir og pró- fessorar. HELGI spjall MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999 33> EINATT VELTA MENN því fyrir sér hvemig verja skuli því fjánnagni sem það opinbera hefur yfir að ráða, þ.e. skatt- peningum fólksins í land- inu. Það virðist ríkja sátt um það, að hið opinbera sjái um velferð þegnanna, ef með þarf, og einkum lögð áherzla á tvo þætti, menntun og heilbrigðismál. Það þarf ekki að ganga í graf- götur um það, að Islendingar vilja að ríki eða sveitarfélög hafi forystu um uppbyggingu menntunar og heilsugæzlu og ætlast til að grandvöllur og uppbygging þessara þátta þjóðfélagsins séu kostuð af opinberu fé. Með- an svo er - og þá einnig sæmilega réttlát skattlagning - er augljóst að þegnamir sætta sig við hlut sinn í þessum fjárútlátum ríkis og sveitarfélaga, sem sagt þess er raunar kraf- izt af öllum þorra manna að hér ríki velferð- arþjóðfélag, með rætur í sáttargjörð borgar- anna eftir frönsku stjómarbyltinguna. Um þetta er sátt milli allra flokka og þarf á eng- an hátt að ganga í berhögg við þá stefnu, að einstaklingar vinni að menningar- og heil- brigðismálum, eins og þeir hafa bolmagn til. Þannig er þetta kerfi einnig í reynd því að margvíslegir þættir þessara nauðsynjamála era á vegum einstaklinga, bæði skólahald og heilsugæzla, þótt þeir einstaklingar sem að slíkri starfsemi standa geti sótt stuðning tO ríkis og bæja. Allt slíkt er eðlOegt og kemur heim og saman, þótt augljóst sé, að hið opin- bera hljóti að sjá um mestan hluta þess gífur- lega fjármagns, sem veitt er tO fyrmefndra tveggja velferðarþátta þjóðfélagsins. ÞANNIG HEFUR þetta raunar verið í gegnum aldimar, einkum á sviði menn- ingar og lista. Lista- starfsemi hefur æv- inlega notið mikOs stuðnings hins opinbera, ekki sízt meðan kóngar og furstar vora odd- vitar samfélagsins, enda höfðu þeir forystu um margvíslegar byggingar tO listastarfsemi og þá lögðu þeir ekki síður fram verulegan hlut skattgreiðenda í því skyni að styðja við bakið á listamönnum og starfsemi þeirra. Listsköpun hefur ævinlega þótt hin mesta prýði hvers þjóðfélags, hvort sem var í fomöld, á miðöldum eða seinni tímum og sjaldnast amazt við því, að fjármunir rfldsins renni til slíkrar starfsemi. Einstaka bæjarfélög eru þá einnig stolt af framlögum sínum til lista og menningai- og má benda á hin síðustu dæmi þess efnis hér á landi, nú hefur Hafnarfjarðarbær boðizt tfl að hýsa listháskólann, þó að ævintýrið um Korpúlfsstaði, sem var bæði glæsOegt og hefði verið ágætlega viðráðanlegt, færi í súg- inn vegna skammsýni úrtölumanna og tæki- færissinna. Eða - dettur einhverjum í hug að Korp- úlfsstaðir verði rifnir?! Þá var leitað annarrar lausnar og nú hefur verið unnið að list- og menningarhúsi við höfnina um margra mánaða skeið og sér eng- inn fyrir endann á þeim kostnaði. Ollum þyk- ir aftur á móti sjálfsagt að Hafnarhúsinu ver- ið breytt og lagt undir þá starfsemi sem að er stefnt; þá má einnig benda á hið nýja og glæsOega tónlistarhús í Kópavogi, en af því er bæjarfélagið bæði stolt og hreykið, enda efni tO. Engum hefur dottið í hug að einstak- lingai’ byggðu óperahallirnar í Evrópu, ekki heldur listasöfnin eða háskólana. Engum hef- ur heldur dottið í hug að einstaklingar hefðu átt að byggja Háskólann, Þjóðleikhúsið, RÚV eða Þjóðarbókhlöðina, svo að dæmi séu nefnd. Fólki hefur ekki þótt fremur ástæða tO þess að einstaklingar sæju um þessar byggingar en hið opinbera hlypi undan skyldum sínum í þeim efnum; ekki frekar en öllum þykir það sjálfsagður hlutur að Reykjavíkurborg eigi sér ráðhús og ríkið Al- þingishús. Það hefur enginn amazt við því að sundlaugar og íþróttahús séu byggð af al- mannafé, svo nauðsynlegur þáttur í samtíma- lífi sem slík athvörf eru. Það talar enginn um þenslu, þegar þessar byggingar eiga í hlut, en auðvitað er ástæða til þess að haga segl- um eftir vindi og ráðast í þær framkvæmdir, sem nauðsynlegar era, þegar efni standa til og nauðsyn krefur. Eða - hver átti að byggja Skálholtskirkju? Slíkt hús er hugsjón, guði tO dýrðar. Eng- inn sá í þá fjánnuni sem fóru á sínum tíma í þetta minnismerki yfir mikOvæga þætti ís- lenzkrar sögu og engum datt í hug að bænd- urnir í Skálholti og á Spóastöðum fjármögn- uðu slíkt guðshús sem nú hýsir m.a. stór- merkilega tónlistarstarfemi. Jón í Möðrudal byggði að vísu sína kirkju og var hálfrar ald- ar afmæh hennar haldið hátíðlegt ekki alls fyrir löngu. En sú smíð var einum manni við- ráðanleg og ekki til annars en minna á þá ör- fáu einstaklinga, sem enn þreyja þorrann þarna á heiðum uppi, þar sem flest býlin hafa nú verið yfirgefin og dæmigerð þróun, að nú hafa verið sumarveitingar í Sænautaseli þar eystra, en þar ekki alllangt frá stóðu Vetur- hús, sem era með vissum hætti fyrirmyndin að Sumarhúsum Bjarts og KOjans. Slíkt einstaklingsframtak eins og heimatil- búin bændakirkja er að sjálfsögðu góðra gjalda vert, en það dregur engin þung hlöss, það byggir hvorki Þjóðleikhús, Kjarvalsstaði, Þjóðminjasafn né Háskóla. Um þetta þarf ekki mörg orð og þeir, sem vOja ekki skilja svo einfalt mál, eiga að fá að vera í friði með sérvizku sína. Eða - hvað um íþróttamannvirki? Átti ein- hver stórlaxinn að byggja Laugardalsvöllinn, svo að dæmi sé nefnt?! Það er hvað sem öðru líður alvarlegt mál, þegar þess er krafizt, að slík sérvizka sem nefnd var sé einhvers konar stefnumörkun stjómmálaflokka, svo að ekki sé nú talað um, þegar krafan lýtur að stefnumörkun stærsta stjómmálaflokks landsins. það eru margar Listin þarf Ijósvakastöðvar á ís- ,, n landi nú um stundir. atnvarr Þær hafa vaxið eins og gorkúlur á mykju- haug. Þangað er ekki alltaf hægt að sækja mikla andlega næringu, þar eru ekki endi- lega þau verðmæti sem mikOvægust hafa þótt. Það má þakka fyrir meðan íslenzka er töluð í þessum húsum og arfleifðin birtist þar, þótt ekki sé nema í mýflugumynd. Einn þessara fjölmiðla er ríkisútvarpið og sem betur fer rís það að veralegu leyti undir nafni, enda vinsælt af öllum þoma manna, ekki sízt sú ágæta_ menningarviðleitni sem þar er haldið uppi. I forystugrein hér í blað- inu hefur verið bent á að sjónvarpið mætti efla innlenda innviði sína, en þar hefur sumt verið ágætlega gert, eins og allir vita. Það tók langan tíma að hýsa þessa mikilvægu starfsemi, þar sem íslenzk tunga á sér must- eri og arfleifðin er væntanlega í góðu skjóli, eins og vera ber. Það kostaði mikla peninga að reisa út- varpshúsið. Hvaðan komu þeir? Auðvitað frá skattgreiðendum. Og þótt ýmsir séu andvígir núverandi áskriftarfyrirkomulagi ríkisút- varpsins, er hitt engum vafa undirorpið, að meginþorri þjóðarinnar fagnar því, að starf- semi þess sé vel húsuð, svo mikilvæg sem hún er, ekki sízt í þeirri erfíðu baráttu að við- halda tungu okkar og rækta hana, eins og kostur er. Það hlýtur einnig að vera mai-kmið ýmissa annarra opinberra fyrirtækja, bæði Þjóðleikhússins, Borgai’leikhússins og ekki sízt bókasafna. Við höfum aftui- á móti ekki enn borið gæfu tO þess að hýsa íslenzka tón- listarstarfemi eins og verðugt væri. Við höfum átt stórmerkileg tónskáld, sin- fóníuhljómsveit, sem sækh' í sig veðrið á al- þjóðavettvangi, merka tónlistarmenn og söngvara. Allt þetta fólk hefur aukið á reisn íslenzkrar menningar, margir borið hróður hennar víða um heim. Engum dettur í hug annað en sjálfsagt sé að setja ný og fullkomin orgel í nútímakirkjur eins og Langholts- kirkju og Neskirkju og hafa þeir áfangar verið fagnaðarefni. En hví þá ekki tónlistarhús? Hvers vegna væri goðgá að byggja slíkt athvarf undir þennan einhvern mikflvægasta þátt íslenzkr- ar menningar? Þar er mikill vaxtai’broddur og þar eru mikil fyi'irheit. Við eigum ekki að tvínóna við að gefa sjálfum okkur þá glæsi- legu afmælisgjöf á tímamótum tveggja alda, sem slíkt hús gæti orðið, öllum til gleði, upp- byggingar og örvunar. Menn sóa ekki pen- ingum í listir. Menn sóa almannafé í flesta hluti aðra, ónauðsynlega. Margt sem á ekk- ert skylt við menningarverðmæti. Margt sem eru einungis tímabundnar uppákomur. Þeir, sem ekki skOja það, eiga að sjálfsögðu að hafa þröngsýni sína og forpokun í friði. En þeir eiga ekki að móta stefnu stjórnmála- flokka, þeir eiga ekki að stinga út kóssinn í pólitík. Þeir eiga ekki frekar að stjórna and- Stuðningur við menn- ingu og listir REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 9. október legu lífi íslendinga en þeir sem hafa ekki tO- finningu fyrir landinu eigi að hafa forystu um náttúravemd. Eftir ítrekaðar ályktanir er stjóm Sam- bands ungra sjálfstæðismanna áreiðanlega komin vel á veg með að sannfæra fjölda fólks um það, að í ungliðahreyfingu Sjálfstæðis- flokksins séu menningarfjandsamleg öfl með asklok fyrir himin. I tvígang hefur stjóm SUS með ályktunum sínum um tónlistarhús vegið að menntamálaráðherra Sjálfstæðis- flokksins, sem hefur með störfum sínum lagt áherzlu á menningarlegan metnað flokksins og aflað honum trausts og virðingar, og þá ekki sízt með afstöðu sinni til byggingar tón- listarhúss. I fyrri ályktun stjómar SUS er lýst megnri óánægju vegna áforma rfldsvaldsins og Reykjavíkurborgar að eyða fjóram mflljöðr- um króna af skattfé tO byggingar tónlistar- húss, eins og þar segir. Þama sé um að ræða undanlátssemi hins opinbera við „háværa þrýstihópa", virðingarleysi sumra stjóm- málamanna við skattgreiðendur. Það getur varla talizt tO virðingarleysis við skattgreið- endur að veija fjármagni þeirra tO að stuðla að menningarlegri reisn í landinu og bæta úr brýnni þörf sem einstaklingum væri að öllum líkindum ofraun að standa straum af. Það er rangt að það gangi gegn grandvall- arstefnu Sjálfstæðisflokksins að verja fjár- magni til lista og menningar, þvert á móti hefur flokkurinn staðið vörð um slíka star- femi - og þá m.a. með opinberam fjárfram- lögum. ■■■■■■■■■■ TONLIST ER MIK- Listvænt Ovægur þáttur í nú- «túnasamfélagi. Hún samieiag hefur raunar verið það frá fyrsta fari. Furstarnir sáu um Haydn og Mozart og aðra snillinga síns tíma, að öðram kosti hefðu þeir ekki getað séð sér farboða. Það vora skatt- greiðendur þess tíma sem stóðu straum af listrænni uppbyggingu í Evrópu og líklega sá enginn eftir því fjármagni sem tO þeirrar starfsemi rann. Þvert á móti hefur listræn starfsemi verið sá þáttur þjóðlífsins sem not- ið hefur hvað mestra vinsælda. Við eigum að rækta þennan garð. Við eigum að sjá til þess að listamenning blómstri og dafni. Við eigum ekki að horfa út um asklokið, þegar menning- arleg reisn þjóðarinnar er annars vegar. Það er dýrt að vera Islendingur, sagði nóbels- skáldið. Það er dýrt að rækta stolt sitt og metnað. Aumingaskapur kostar ekki neitt. List er samfélagsleg nauðsyn, hún ýtir undir þjóðemisvitund, blæs lífi í sjálfstæðisbaráttu sem á einatt undir högg að sækja. Arthur MOler öfundar Islendinga einungis af einu: Þjóðleikhúsinu. Hann virti Islendinga hálfu meira en ella vegna þeirrai’ starfsemi sem þar fer fram. Arfleifð okkar og bókmenntir era grundvöllur þjóðlífsins og það kostar sitt að rækta þennan dýrmæta garð. Það er ekk- ert sjálfsagðara en ríkið taki þátt í þessari ræktun, hafi forystu um hana, þegar þörf krefur. íslendingar eiga enga rokkefellara, þó að fyrirtæki eins og Eimskip og Islands- banki hafi Iagt fram álitlegan skerf til lista og menningar. En Ragnar í Smára er allur. En þetta getur víst breytzt, þótt skatt- skráin segi að stórlaxarnir séu á vinnukonu- launum! í síðari ályktun stjómar SUS, sem birt var 14. september sl., er vegið í hinn fyrra knérann. Sú ályktun er þó verri en hin fyrri að því leyti, að hún er á mun verri íslenzku og sýnir því miður afturför í þeim efnum. Nú er talað um að ráðamenn landsins hafi „gefið sig út fyrir að vilja“ og átt við það, sem allir vita, að nauðsynlegt sé að hafa aðhald og fyr- irhyggju, þegar landsfeðurnir úthluta skatt- peningum. Þeir fara einatt í verri hít en þá, sem tfl þess er ætluð að renna stoðum undir menningarlega reisn þjóðarinnar. Fimmtudaginn 16. september sl. birtist hér í blaðinu samtal við tvo stórsöngvara, sem báðir lýsa því yfir að þeir séu sjálfstæð- ismenn, þá bræðurna Guðbjöm og Gunnar Guðbjörnssyni. Þessir flokksbundnu sjálf- stæðismenn liggja ekki á skoðunum sínum, telja að stefna Sambands ungra sjálfstæðis- manna um byggingu tónlistarhúss sé ekki tO uppörvunar eða auki á bjartsýni þeirra sem hafa menningai'legan metnað. „Menn virðast halda að menningin reki sig sjálf eða að einkafjármagnið í þessu fámenna landi geti haldið henni uppi. Svo er ekki.“ Þeir bæta því Morgunblaðið/Ómar REGNBOGI YFIR ÖXARÁRFOSS við að „þessi andmenningarlegu viðhorf SUS era mjög skaðleg fyrir flokkinn", eins og Guðbjörn tekur fram. „Þetta kemur óorði á hann og gefur ranga mynd af honum. Ég held að viðhorf sem þessi eigi ekki upp á pall- borðið hjá mörgum kjósenda hans. Sú stefna sem ríkisstjóm Davíðs Oddssonar hefur haldið fram endurspeglar vilja þeirra miklu fremur þó að betur megi gera.“ Þetta era áreiðanlega orð að sönnu og þá ekki síður sú fullyrðing, að tónlistarhús verði ekki reist nema ríkið komi þar við sögu og Gunnar bætir við, að það sé hneisa að ekki sé tO almennilegt hús, t.a.m. undir starfemi Sin- fóníuhljómsveitarinnar „sem hefur ítrekað sýnt og sannað að hún er á heimsmæli- kvarða. Islenzkir tónlistannenn standa al- mennt mjög framarlega á sínu sviði og það er ótrúlegt að það skuli ekki vera betur hugsað um þá.“ Allt er þetta rétt og um það mætti stjóm SUS hugsa, áður en hún verður búin að sannfæra stóran hluta þjóðarinnar um það, að framtíð stærsta flokks landsins hljóti að vaxa af einhvers konar kaldri peningahyggju og hægri menn hafi engan áhuga á list eða menningu. Áram saman reyndu sósíalistai' að sannfæra fólk á Islandi um þessa firru. Borgaralegt þjóðfélag sækir þvert á móti afl sitt og næringu í sköpunarþrá einstaklings- ins, list hans og mannúðarstefnu. En nú er engu líkara en stjóm SUS ætli sér að sanna þá firra, sem vinstri menn tönnluðust á um og uppúr miðbiki aldarinnar, þegar reynt var að halda því fram, að þeir einir væru hið menningarlega afl íslenzks þjóðfélags, sjálf- stæðismenn hið dæmigerða úrhrak kapítal- ismans. Borgarastéttin hristi þessa atlögu af sér, en mikið hljóta gamlir marxistar að vera þakklátir og gleðjast yfir þeim ungu sam- herjum sínum í SUS sem ítrekað ganga fram fyrir skjöldu og reyna að sanna fullyrðingar þeirra frá því í kalda stríðinu! Góðir listamenn geta sem betur fer oft séð sér farboða, en það er síður en svo nein goð- gá að rétta listskapendum hjálparhönd, svo þeir geti sinnt list sinni, ýmist með öðram störfum eða ekki. Það fer eftir hverjum og einum. Mörg helztu tónskáld þjóðarinnar hafa t.a.m. unnið önnur störf með listsköpun sinni. Listamenn nærast á umhverfi sínu, rétt eins og annað fólk. Fflabeinsturninn er ekki ákjósanlegasta umhverfi listsköpunar. Það vissu bæði Páll Isólfsson, Sigfús Einars- son og Árni Thorsteinsson, svo að nokkur nöfn séu nefnd. Margir tónlistarmenn hafa verið kennarar, skólastjórar, sumir unnið í bönkum, aðrir við útvarp. Slíkt réð engum úrslitum um listsköpun þeirra. Stuðningur við listamenn er sjaldnast ann- að en einhvers konai' viðurkenning fyrir mik- ilvæg störf. Togstreita um tónlistarhús er annar handleggur. Það verður ekki reist fyr- ir einleikara eða aðra túlkendur tónlistar, heldur viðamikla starfsemi sem ekki er unnt að hýsa annars staðar, ef vel á að vera, t.d. óperar og sinfóníur. Slík hús byggir enginn nema hið opinbera eins og alltaf hefur tíðk- azt. Listsköpun og listtúlkun er eitt, en að- stæður til að flytja leikverk eða tónverk, eða halda yfírgripsmiklar myndlistarsýningar er annað. Það hlýtur að teljast í verkahring op- inberra aðila að skapa þessar aðstæður. Ónn- ur sköpunarverk era ekki í höndum hins op- inbera, heldur annarra; listsköpun er verk- efni einstaklinga. „Tónlist er mikil- vægur þáttur í nú- tímasamfélagi. Hún hefur raunar verið það frá fyrsta fari. Furst- arnir sáu um Haydn og Mozart og aðra snillinga síns tíma, að öðr- um kosti hefðu þeir ekki getað séð sér farboða. Það voru skatt- greiðendur þess tíma sem stóðu straum af list- rænni uppbygg- ingu í Evrópu og líklega sá enginn eftir því fjár- magni sem til þeirrar starfsemi rann.“ M.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.