Morgunblaðið - 10.10.1999, Síða 35

Morgunblaðið - 10.10.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ ALÞJOÐLEGI GEÐHEILBRIGÐISDAGURINN SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999 35'' I 1 Fountain House-klúbbar eru reknir í 23 löndum, þar á meðal á fslandi Einblínt á heil- brigði frekar en sjúkleika Alþjóðlegu samtökin Fountain House aðstoða fólk sem á við geðræn vandamál að stríða að fóta sig á vinnumarkaðnum. Birna Anna Björnsdóttir ræddi við Kristiinu Nikkola, geðlækni frá Finnlandi, sem rekur Fountain House-klúbb þar í landi. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Kristiina Nikkola er geðlæknir frá Finnlandi og sér um rekstur Fountain House-klúbbs í bænum Kotka í suðurhluta Finnlands. SAMTÖKIN Fountain House voru stofnuð ár- ið 1947 í New York og er markmið þeirra að aðstoða fólk sem á við geðræn vandamál að stríða, meðal annars við að fóta sig á vinnu- markaðnum. Starfsemin var smá í sniðum fyrst í stað og byrjaði með rekstri eins húss í New York. Nú vinna um 220 starfsmenn í því húsi og eru félagar þess mörg þúsund talsins. Auk þess er búið að koma upp fleiri slíkum húsum, eða svokölluðum klúbbum, í borginni og einnig í flestum öðrum stórborgum Banda- ríkjanna. Fountain House hefur líka haslað sér völl í Evrópu og eru klúbbar í fjölmörgum Evrópulöndum, þar á meðal á öllum Norður- löndunum að Islandi meðtöldu, en alls starfa um 320 klúbbar í 23 löndum eftir hugmynda- fræði Fountain House. Islenski klúbburinn heitir Geysir og hófst undirbúningur að stofnun hans fyrir um tveim- ur árum. Fyrsta september var opnuð bráða- birgðaaðstaða í Hátúni 10 þar sem opið er dag- lega frá 10 til 16.1 október fær Geysir svo að- stöðu í húsi sem Reykjavíkurborg hefur fest kaup á í Hafnarstræti 16. Allir klúbbamir eru hluti af alþjxóðlegum samtökum Fountain House og lúta alþjóðavið- miðunaireglum. Þegar nýir klúbbar hefja starf- semi koma fulltrúar frá Fountain House og meta hvort klúbburinn standist kröfur samtakanna. Meðlimir sýna frumkvæði Kristiina Nikkola er geðlæknir frá Finnlandi og er formaður stjórnar sem sér um rekstur Fountain House-heimilis í bænum Kotka í suð- urhluta Finnlands. „Það sem mér finnst áhugaverðast og sér- stakast við kerfi Fountain House er að þar er einblínt á heilbrigði frekar en sjúkleika. Ein- staklingarnir eru skoðaðir með tilliti til þeirrar manneskju sem þeir eru og þess heilbrigðis sem þeir búa yfir í stað þess að áherslan sé lögð á sjúkdóminn sem þeir bera.“ Kristiina segir að reynt sé að virkja meðlim- ina til að sýna frumkvæði. Það séu þeir sem sjái um að byggja upp húsin og klúbbana og að starfsfólkið sé í raun meira til aðstoðar. I Kotka hafi meðlimir klúbbsins gert upp gam- alt hús fyrir starfsemina og stóðu þau fyrir fjáröflun til verksins, sáu um að safna hús- gögnum og húsmunum og tóku ákvarðanir um hvernig húsið ætti að líta út bæði að innan sem utan. Fyrir vikið segir hún að meðlimirnir beri mjög sterkar taugar til hússins og líti á það sem sitt eigið hús. Húsið er opið hvenær sem meðlimirnir hafa þar eitthvað að gera. Tveir starfsmenn eru við alla virka daga en meðlimir geta samt komið um helgar ef þeir vilja og er einn með- limur þá ábyrgur fyrir því að opna og loka húsinu. „Eina vikuna voru báðir starfsmennirnir meira að segja fjarverandi og sáu meðlimirnir um húsið alfarið upp á eigin spýtur og gekk það mjög vel. Meðlimirnir sýna mikla ábyrgð- artilfinningu gagnvart húsinu því þetta er þeirra eigið hús.“ Að komast út í atvinnulífíð er gífurlega mikils virði Þegar húsin eru tilbúin og öll sú vinna sem tengist því að koma þeim í gang er að baki, er lögð áhersla á að finna vinnu handa meðlimun- um úti á vinnumarkaðnum. Kristiina segir að það að komast út í atvinnulífið sé að sjálfsögðu gífurlega mikils virði íyrir fólk sem hafi kannski þurft að gera hlé á vinnu til lengri eða skemmri tíma. Gerður er samningur við at- vinnurekendur þar sem samtökin ábyrgjast fulla mætingu til vinnu og ef starfskraftur get- ur ekki mætt finna samtökin honum stað- gengil. Einnig fer mikið starf fram innan húsanna. Þar eru unnin verkefni sem klúbbunum hafa verið falin og þar læra meðlimir líka hverjir af öðrum. Hjá þeim í Kotka er einn meðlimurinn til dæmis mjög góður kokkur og sér hann um að elda matinn og kennir öðrum meðlimum hitt og þetta í matargerð í leiðinni. Annar kann vel á tölvur og læra hinir meðlimirnir undirstöðu- atriði í tölvuvinnu af honum. Kristiina segir að starf í klúbbum af þessu tagi geri fólki mjög gott því það sé svo hvetjandi. Fólk verði sjálfstæðara og fái ábyrgðartilfinningu með því að taka þátt í mótun og starfi klúbbanna og einnig við það að fara út á vinnumarkaðinn. Hún segir skemmtilega þróun eiga sér stað þegar klúbbarnir vaxa úr grasi og að í elstu klúbb- unum séu margir af starfsmönnunum sjálfir fyrrverandi meðlimir. Af margra ára starfi sínu sem meðlimir hafi þeir lært hvað sé þýðingamikið í starfi klúbbanna og hvers konar stuðning og aðstoð meðlimirnir þurfa og því séu þeir oftast fyrirmyndarstarfs- menn. „Það er mjög stórt atriði í hugmyndafræði Fountain House að ekki sé lögð áhersla á sjúk- leika. Það er ekki litið á meðlimi sem sjúklinga og mikilvægt er að litið sé á alla sem jafningja. Þegar haldnar eru alþjóðlegar ráðstefnur þar sem starfsmenn og meðlimir Fountain House koma saman er ekki gerður greinarmunur á starfsmönnum og meðlimum heldur ræða þar allir saman á jafnréttisgrundvelli. Reynt er að einblína á manneskjurnar sem eiga í hlut, en ekki stöðu þeirra.“ an í nokkur atriði helstu tillögur er varða geðheilbrigði aldraðra. • Sett verði á laggirnar öldrunar- geðdeild með 25 rúmum annað- hvort við geðdeild Landspítala eða geðsvið Sjúkrahúss Reykja- víkur. • Stofnaður verði dagspítali fyrir aldraða með geðkvilla aðra en heilabilun á sama stað og öldr- unargeðdeildin verður starf- rækt. • Heilsugæsluþjónusta við aldraða geðsjúka verði efld, t.d. með ráðningu geðhjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöðvar. • Menntun heilbrigðisstétta í öldr- unargeðlækningum og geðhjúkr- un verði efld, sem og menntun félagsráðgjafa og sálfræðinga. • Stuðlað verði að skilvirkara sam- starfi öldrunarsviða og geðsviða sjúkrahúsanna, svo og hjúkrun- arheimila og geðsviðanna. • Hafist verði handa við mælingar á þjónustuþörf aldraðra einstak- linga með geðkvilla. • Stofnaður verði samstarfshópur á vegum heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytis um geðheil- brigðismál aldraðra, sem saman- standi af aðilum frá geðheil- brigðisþjónustunni, öldrunar- þjónustunni og heilbrigðisráðu- neytinu. Allir hljóta að vera sammála um að hinir öldruðu njóti bestu heil- brigðisþjónustu sem völ er á. Hægt er að bæta þjónustuna og mikil- vægt er að stuðla að og tryggja geðheilbrigði þessa hóps. Notum alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn 10. október til að hvetja stjórnvöld til að koma áðurnefndum stefnumál- um í framkvæmd. Höfundur er yfirlæknir á geðdeild Lnndspítala og formaður Geðvernd- arfélags íslands. 10. október 1999 ÞAÐ er engin heilsa án geðheilsu. Þetta eru slagorð alþjóða heil- brigðismálastofnunar- innar (WHO) í geð- heilsuátaki stofnunar- innar. í dag er alþjóð- legur geðheilbrigðis- dagur og því rétt að undirstrika merkingu og sannleiksgildi þess- ara orða. Sýna fram á hve vel þau eiga við, í dag sem alla daga. Geðheilbrigðisdagur- inn var fyrst haldinn hátíðlegur á Islandi ár- ið 1996. Uppákomur dagsins hafa á þessum þremur árum að mestu leyti verið skipulagðar af Geðhjálp og aðalinntak þeirra verið hags- munabarátta geðsjúkra. En geð- heilbrigði er ekkert einkamál þeirra er glíma við geðsjúkdóma. Geð- heilsa snertir alla. Geðheilsa er flókið fyrirbæri sem fjölmargir þættir hafa áhrif á; fé- lagslegir, líffræðilegir, sálfræðilegir og umhverfisþættir. Því er sýn Al- þjóða heilbrigðisstofnunarinnar tímanna tákn. Atak þeirra beinist að áhrifum geðraskana í samfélag- inu. Beinist að öllum í samfélaginu, ekki bara geðsjúkum. Hvernig geð- raskanir hafi áhrif á allt samfélagið. Hvernig minnka megi notkun geð- lyfja og stuðla að aukinni umræðu og fræðslu um geðheilbrigðismál. Hér á landi hefur umræða dags- ins takmarkast við okkur, okkur hin sem eigum og höfum átt við alvar- legar geðraskanh að stríða. Geð- klofa, geðhvörf og þunglyndi. Lang- vinna geðsjúkdóma. Umræða dags- ins hefur verið jákvæð en umfjöll- unin og fallegu fyrir- heitin um átak í geð- heilbrigðismálum hafa að mínu viti ekki náð mikið lengra en út fyrir daginn, 10. október. Þessu þarf að breyta. Það er nauðsynlegt að ráðamenn þjóðarinnar og þjóðin átti sig á því að með eflingu geðheil- brigðisvitundar getum við bætt samfélagið. Geðheilbrigðið er þeim sem ekki hafa veikst á geði jafti mikilvægt og okkur hinum sem höf- um veikst. En e.t.v. er munurinn sá að sá sem ekki hefur tapað geð- heilsu gerir sér ekki jafngóða grein fyrir mikilvægi hennar og hinir sem vita hversu ómetanlegt það er að fá að búa við hugarró. Hugarró er undirstaða alls árangurs og því er stillt geð vænlegt til framfara. Hug- arró er samfélaginu til heilla. Því má ætla að heilbrigt geð sé undir- staða samfélagsframfara. En hvað er heilbrigt geð? Til þess að þekkja jafnvægið er nauðsynlegt að kynna sér öfgarnar og öfgamar liggja í geðsjúkdómum. Því er það mín tillaga að heilbrigðisyfirvöld sinni því forvarnarstarfi er felst í umhyggju geðheilbrigðis meðal allr- ar þjóðarinnar, ekki bara geðsjúkra og ekki bara á þessum degi heldur alltaf. Sinni því með því t.d. að hrinda af stað forvarnar- og upplýs- ingaverkefni um geðheilbrigði með- al landsmanna. Stuðli að þjóðar- átaki. Standi að umræðum um mik- ilvægi geðheilbrigðis o.s.frv. Bak við fræðslu- og auglýsingaherferðir þyrftu ekki einungis að standa full- Geðheilbrigði Sinna verður geðheils- unni jafn vel og líkam- legri heilsu, segir Héðinn Unnsteinsson. Hætta að grafa holur og fela viðkvæm málefni geðsins. trúar geðheilbrigðiskerfisins og fag- fólk í geiranum heldur einnig full- trúar jaðarhópa mannlegs litrófs, geðsjúkir og samtök þeirra. Full- trúar jaðarhópanna er nauðsynlegir til að miðla öfgunum svo fólk geti áttað sig á því hvað það er að vera heill á geði. Attað sig á öllum þeim hlutum sem herja á geðið en flokk- ast ekki beint undir sjúkdóm. Ýmis atriði sem hafa með geðheilbrigði að gera og snerta hinn almenna borg- ara sem ræða má meira, s.s. sjálfs- víg, taugaáfóll, átraskanir, stress og depurð. Nú er lag fyrir ráðherra heilbrigðismála að standa undir nafni og stuðla að framforum í mannvemd og um leið að heilbrigð- ara samfélagi. Það er engin heilsa án geðheilsu. Við getum gert svo miklu betur. Sinna verður geðheilsunni jafnvel og líkamlegri heilsu. Hætta að grafa holur og fela viðkvæm málefni geðs- ins. I þessum málefnum eiga starfs- menn heilbrigðisgeirans að vera í forsvari og upplýsa og kveða niður fordóma. Hjálpa okkur að kasta skikkjum smáborgaralegrar hræsni og fordóma sem gerir okkur að ein- Héðinn Unnsteinsson hverju öðru en við í raun og vem er- um. Það er slæmt að vera málsvari opinnar nálgunar geðsjúkdóma og tala frá eigin reynslu þegar einstak- lingar úr heilbrigðisgeiranum eru þeir einu sem letja mann til verks- ins. Hvetja mann aftur á móti til að pakka reynslunni niður í mal og minnast aldrei nokkur tímann á hana þegar stofnað er til nýrra kynna. Reiðin gerir vart við sig en óneitanlega sannfæra svona orð mann um það að enn sé margt óunnið. Margt óunnið í að opna umræð- una, samfélaginu til heilla. Það ná sennilega aldrei allir að kasta skikkjum sínum og sumir kunna að gera það aðeins er þeim hentar en við hin er stöndum óhulin í þessum málaflokki eigum þá ósk að geðheil- brigði verði ekki einungis klisja sem upphafin er á þessum degi heldur eign almennings sem haldið er uppi hvern einasta dag. Það er því von mín að sem flestir landsmenn sjái sér fært að halda geðheilbrigðisdag- inn hátíðlegan í dag. Til hamingju með daginn, ís- lenska þjóð. Höfundur er kennaranemi. BIODROGA snyrtivörur *Q-10* húðkremið Bankastræti 3, sími 551 3635. Póstkröfusendum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.