Morgunblaðið - 10.10.1999, Page 36

Morgunblaðið - 10.10.1999, Page 36
> 36 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Eisenhower var injög farsæll forseti (1952-1960) og treysti Truman- kenninguna í sessi með sinum harðsækna utanríkisráðherra, John Foster Dulles. Eisenhower lauk Kóreu-stríðinu í forsetatíð sinni og beitti sér fyrir afvopnun, þótt hann stæði jafnframt fast gegn út- þenslustefnu Sovétríkjanna. Roosevelt forseti (1934-1945) og Truman varaforseti nokkru fyrir andlát forsetans. Roosevelt barðist gegn einangrunarhyggju landa sinna og leiddi Bandaríkin til sigurs í síðari heimsstyrjöldinni. En Roosevelt áttaði sig ekki á Stalín fremur en ýmsir helstu samstarfsmenn hans í ríkisstjórninni. Einn af þeim var Henry A. Wallace, viðskiptaráðherra, sem er á myndinni með Roosevelt og Truman. Truman gerði sér á hinn bóginn strax ljóst hvað Stalín ætlaði sér og snerist hart gegn útþenslustefnu Sovétríkjanna eftir að hann varð for- seti. Wallace gagnrýndi hann þá óspart og var rekinn úr stjórninni í september 1946. Ásamt utanríkisráð- herrum sínum, Marshall hershöfðingja og Dean Acheson, lagði Truman (forseti á árunum 1945-1952) grund- völlinn að utanríkisstefnu Bandaríkjanna á eftirstríðsárunum. Utanríkisstefna á traustum grunni Frá því í síðari heimsstyrjöldinni hafa Bandaríkin gegnt lykilhlutverki á alþjóða- vettvangi. Utanríkisstefna Bandaríkjanna á eftirstríðsárunum hefur byggst á svokall- aðri Truman-kenningu, en í aldarlok er ýmsum spurn hvort sú kenning sé í fullu gildi. Hefur jafnvel verið haft á orði að Truman-kenningin hafí vikið fyrir annarri, kenndri við Clinton. Jakob F. Asgeirsson segir frá stærstu dráttunum í utanríkis- stefnu Bandaríkjanna á eftirstríðsárunum. HEIMSSTYRJÖLDIN síð- ari og Truman-kenningin frá 1947 markaði þáttaskil í sögu bandarískra utan- ríkismála. Fram að þeim tíma einkenndist bandarísk utan- ríkisstefna af einangrunarhyggju gagnvart því sem gerðist utan heimshluta Bandaríkjanna. í fyrstu var einangrunarhyggjan raunar al- ger, samanber fræg ummæli Geor- ge Washingtons um að það gæti leitt til endaloka Bandaríkjanna ef þau létu ginnast til bandalags með öðrum ríkjum. En 1823 var Mon- roe-kenningin sett fram til að tryggja forræði Bandaríkjanna á vesturhveli jarðar, þ.e. í norður-, riiið- og suður-Ameríku. Allt fram að síðari heimsstyrjöldinni var það því í stuttu máli stefna Bandaríkj- anna í utanríkismálum að hafa nær engin afskipti af málefnum ríkja ut- an vesturhvelsins. Það kostaði mikil átök í banda- rískum stjórnmálum þegar Banda- ríkin ákváðu á endanum að taka þátt í heimsstyijöldinni síðari. Strax að lokinni styijöldinni af- vopnuðust Bandai-íkin, eins og kunnugt er, og þótt þau hefðu að líkindum aldrei horfíð að einangr- unarstefnu fyrirstríðsáranna, vegna breytts valdahlutfalls stórveldanna og stofnunar Sameinuðu þjóðanna, var það stefnan að draga stórlega úr umsvifum Bandaríkjanna er- lendis. En þegai- Stalín fór sínu fram í Austur-Evrópu og hunsaði samþykktir leiðtogafundanna í Potsdam og Yalta, var ljóst að Bandaríkin gætu ekki dregið sig inn í sína skel. Evrópuveldin voru í sárum eftir styrjöldina og höfðu ekki bolmagn til að rísa upp gegn útþenslu Sovétríkjanna. En þótt ráðamenn Bandaríkj- anna á þessum árum gerðu sér grein fyrir nauðsyn þess að Banda- ríkin sýndu mátt sinn á alþjóðavett- vangi til varnar hinum frjálsa heimi vestrænna lýðræðisríkja, var það alls ekki ætlan þeirra að Bandaríkin yrðu einskonar heimslögregla. Truman-kenningin var í raun sett fram fyrst og fremst til að auka fylgi í þinginu í Washington við beiðni um sérstakan stuðning Nixon forseti (1968-1974) og Kissinger öryggismálaráðgjafi (síðar utanríkisráðherra) á fundi í Hvíta húsinu í desember 1970 með gömlum kempum úr hópi þeirra sem mótuðu utanríkisstefnu Bandaríkjanna á eftir- stríðsárunum. Á myndinni eru frá vinstri: Lucius Clay, hershöfðingi, Thomas E. Dewey, fyrrv. forsetafram- bjóðandi, Dean Acheson, fyrrv. utanríkisráðherra, Nixon, John J. McCloy, aðstoðar-hernaðarmálaráðherra í seinni heimsstyijöldinni, og Kissinger. Kissinger sótti þá Acheson og McCloy mjög að ráðum. Nixon og Kiss- inger bundu enda á Víetnam-stríðið, tóku upp samband við Rauða-Ki'na og stuðluðu að þíðu í samskiptum austurs og vesturs. Bandaríkjanna við Grikkland og Tyrkland. Borgarastyrjöld blasti við í báðum ríkjum, valdarán kommúnista vofði yfir og Bretar voru ófærir um að bregðast við til hjálpar á hefðbundnu áhrífasvæði sínu. Truman forseti vissi að hann fengi ekki stuðning fyrir afskiptum Bandaríkjanna í öðrum löndum á „friðar“-tímum ef ástandið í Grikk- landi og Tyrklandi væri ekki sett í víðara samhengi. Af þeim sökum komst forsetinn svo að orði: „Það hlýtur að vera stefna Bandaríkjanna að styðja frjálst fólk sem stendur frammi fyrir valdaráni vopnaðs minnihluta eða utanaðkom- andi þrýstingi." Með þessum orðum var Truman í raun að gefa loforð um að allir sem væru órétti beittir mættu búast við hjálp frá Banda- ríkjunum! Samkvæmt Truman-kenningunni varð það þungamiðjan í utanríkis- stefnu Bandaríkjanna að byggja upp herveldi sem væri þess um- komið að halda Sovétríkjunum í skefjum, styðja við bakið á ríkjum sem töldust í hættu fyrir valdaráni kommúnista og koma í veg fyrir að Sovétríkin gætu hreiðrað um sig á svæðum sem voru þýðingarmikil fyrir öryggishagsmuni Bandaríkj- anna. En jafnframt varð það mark- miðið að sýna Sovétmönnum fram á að friðsamleg sambúð kommún- ískra og kapítalískra ríkja væri möguleg og telja þá á að taka þátt í alþjóðastarfi á forsendum sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það var því innbyggður sveigjanleiki í Truman- kenningunni sem skýrir lífsmátt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.