Morgunblaðið - 10.10.1999, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. OKTOBER 1999
hennar.
Rauði þráðurinn í utanríkisstefnu
Bandaríkjanna frá stríðslokum hef-
ur síðan verið að vinna saman með
öðrum þjóðum hafi þess verið kost-
ur en láta hart mæta hörðu þegar
nauðsyn hefur krafið.
ikil samstaða ríkti um utan-
ríkisstefnu Bandaríkjanna
meðal demókrata og
repúblikana allt frá því á eftirstríðs-
árunum og fram á miðjan sjöunda
áratuginn. Báðir flokkar,
Demókratar og Repúblikanar,
studdu Truman-kenninguna, Mars-
hall-áætlunina, stofnun Atlants-
hafsbandalagsins og forystu Banda-
ríkjanna í Kóreu-styrjöldinni. En
með Víetnam-stríðinu komu brestir
í samstöðuna og hefur utanríkis-
stefnan síðan sætt harðri gagnrýni
frá áhrifamiklum hópum innan
beggja flokka. Hinn opinberi
ágreiningur um utanríkisstefnuna
hefur endurspeglast í mikilli tog-
streitu milli forsetaembættisins og
þingsins í Washington um forræði í
utanríkismálum. Samkvæmt
ákvæðum stjómarskrárinnar á
þingið þess kost að taka stjórn ut-
anríkismálanna í sínar hendur.
Fulltrúadeild þingsins hefur fjár-
veitingavaldið, aðeins öldungadeild-
in getur staðfest milliríkjasamn-
inga, og báðar þingdeildir geta haf-
ið rannsókn á athöfnum fram-
kvæmdavaldsins og starfsemi
bandarísku leyniþjónustunnar.
Breytingar á kosningahegðun
leiddu ennfremur tO þess að þingið
vildi styrlq'a stöðu sína gagnvart
forsetaembættinu, en um aldar-
fjórðungsskeið (1968-1991) mátti
segja að repúblikanar hafi verið
nær samfellt við völd í Hvíta húsinu
en demókratar í þinginu.
Skoðanakannanir undanfarna
áratugi sýna að meirihluti kjósenda
hefur í raun ekki verið fyllilega
sáttur við þá utanríkisstefnu sem
stjórnmálamennirnir í Washington
hafa fylgt. Bandaríkjamenn virðast
skiptast í fjórar meginfylkingar í af-
stöðu til utanríkismála. Nær helm-
ingur þjóðarinnar kveðst andvígur
alþjóðahyggju og því aðeins hlynnt-
ur beinum afskiptum af alþjóðamál-
um að hagsmunum Bandaríkjunum
sé ógnað með ótvíræðum hætti og
vilja þá einvörðungu tímabundin af-
Bandaríkjanna og telja Vesturveld-
in ekki síður hafa átt sök á átökum
kalda stríðsins en Sovétríkin.
En þrátt fyrir þessar skiptu
skoðanir hafa hófsemdarmenn í
báðum flokkum ráðið ferðinni í ut-
anríkismálum. Meirihluti lands-
manna var vissulega andvígur
auknum afskiptum Bandaríkjanna
á alþjóðavettvangi, en gerði sér
engu að síður grein fyrir að heimur-
inn var breyttur og aðrar kröfur
væm gerðar til Bandaríkjanna en
áður. Hófsemdarmenn í báðum
flokkum hafa gætt þess að rök-
styðja vandlega alla íhlutun Banda-
ríkjanna á alþjóðavettvangi í því
skyni að afla stuðnings meirihluta
manna. Rauði þráðurinn í rök-
semdafærslunni hefur jafnan verið
að sýna fram á að hagsmunir
Bandaríkjanna krefðust íhlutunar.
Ekki bar mjög á óánægjuröddum
meðan utanríkisstefnan sýndist
vera árangursrík. En vandræði
Bandaríkjanna í Víetnam-stríðinu
leiddu til trúnaðarbrests milli hins
almenna kjósanda og þeirra sem
fóru með forræðið í utanríkismál-
um. Það kom í ljós að almenningi
var ekki sagt satt um gang mála.
Herforingjarnir töluðu digurbarka-
lega og hver ný aðgerð átti að binda
enda á stríðið - en samt dróst það á
langinn og mannfallið jókst. Ráða-
mennirnir í Washington höfðu anað
út í kviksyndi þar sem þeir höfðu
enga stjórn á gangi mála og orð
þeirra og heitstrengingar í utanrík-
ismálum höfðu orðið holan hljóm í
eyrum almennings. Afleiðing er sú
að einstakir atburðir heima fyrir og
almenningsálitið hafa síðan á stund-
um virst vega þyngra við ákvarðan-
ir í utanríkismálum en staðfesta við
fyrirframákveðna og heildstæða
stefnumörkun.
I kjölfarið voru hagsmunir
Bandaríkjanna skilgreindir þrengra
en áður hafði verið gert frá því
Truman-kenningin var sett fram.
Jafnframt var tekið með í reikning-
inn að heimurinn hafði breyst mjög
frá því á eftirstríðsárunum. Þjóðir
heims höfðu mun meiri samskipti
sín á milli, gömlu Evrópuveldin
voru búin að jafna sig, arabaríki
Mið-Austurlanda voru orðin að olíu-
veldum og hin nýfrjálsu þriðja
heims ríki höfðu styrkst í sessi og
mannréttindi í utanríkisstefnu
sinni, samanber Helsinki sáttmál-
ann 1975 og máflutning Carters
fyrstu tvö árin í forsetatíð hans
(1976-1978). En þegar Sovétstjórn-
in lét sem Helsinki-sáttmálinn væri
marklaust pappírsplagg og réðst
síðan inn í Afganistan 1980, var öll-
um ljóst að kalda stríðið var langt
frá þvi á enda. Carter-stjórnin sneri
við blaðinu, stórjók framlög til her-
mála og sýndi Sovétstjórninni fulla
hörku. Þíðan var á enda.
tanríkisstefna Reagan- og
Bush-stjómanna (1980-1992)
var í samræmi við það sem á
undan var gengið. Reagan vildi
endurvekja bjartsýni sjötta áratug-
arins og sýna að Bandaríkin væru
ótvíræð forystuþjóð hins frjálsa
heims í baráttunni gegn kúg-
unaröflum hverju nafni sem þau
nefndust. En á sama tíma hélt
Reagan-stjórnin áfram viðræðum
um bætta sambúð austurs og vest-
urs og takmörkun vopnakapp-
hlaupsins. Sumir hafa haldið því
fram að Reagan hafi gengið lengra
en forverar hans í að hemja Sovét-
ríkin og að utanríkisstefna Banda-
ríkjanna hafi breyst úr varnar-
stefnu í árásarstefnu. En það er
enginn eðlismunur á afskiptum
Bandaríkjanna í öðrum löndum á
árunum 1950-1980 (í Kóreu, á
Kúbu, í Víetnam, Kambódíu, Chiie,
Iran, stuðningi við herforingja-
stjórnir í Suður- og Mið-Ameríku
og Asíu, stuðningi við uppreisnar-
menn í Angólu og Afganistan, leyni-
legum aðgerðum bandarísku leyni-
þjónustunnar, CIA, í ýmsum lönd-
um) og á afskiptum Bandaríkjanna
á Reagan-tímanum (1980-1988) í
Níkargúa, E1 Salvador, Grenada og
Líbanon.
Bandarisk utanríkisstefna hefur
alls ekki breyst frá því Truman-
kenningin var sett fram. Þíðan var í
fullu samræmi við Truman-kenn-
inguna, tilraun til að sýna að komm-
únísk og kapítalísk ríki gætu búið
við frið sín á milli. Bandaríkin sætt-
ust á skiptingu Evrópu í austur og
vestur, Sovétríkin mættu fara sínu
fram í Austur-Evrópu (sbr. Ung-
verjaland 1956, Berlínarmúrinn
1961 og Tékóslóvakíu 1968). Sovét-
stjórnin brást vinsamlega við þíðu-
stefnunni í orði, en hélt uppteknum
una um að láta hart mæta hörðu.
Þegar Gorbachev kom til valda
varð hins vegar grundvallarbreyt-
ing á utanríkisstefnu Sovétríkj-
anna. Smám saman fóru Sovétríkin
að nálgast utanríkismál á svipuðum
forsendum og Vesturlönd. Mikil-
vægir samningar um takmörkun
vopnakapphlaupsins fylgdu í kjöfar-
ið. Engar breytingar þurfti að gera
á utanríkisstefnu Bandaríkjanna
vegna þessara breyttu aðstæðna því
það var frá fyrstu tíð grundvöllur
Truman-kenningarinnar að Sovét-
ríkin myndu einn daginn samsam-
ast þeim reglum um alþjóðasam-
skipti sem sáttmáli Sameinuðu
þjóðanna kveður á um.
A Bush-árunum ríkti einstæð
samstaða meðal stórvelda heims,
svo sem kom fram þegar Irakar
réðust inn í Kúveit. Á tímabili virt-
ist sem þjóðir heims viidu taka
höndum saman í anda sáttmála
Sameinuðu þjóðanna. Engar breyt-
ingar höfðu orðið á utanríkisstefnu
Bandaríkjanna sem kölluðu fram
þessar breytingar. Óvænt fall
kommúnismans hafði hins vegar
haft það í fór með sér að harð-
stjórnarríkin treystu sér ekki til að
fara sínu fram og stigu um stund í
takt við leikreglur vestrænna lýð-
ræðisríkja og sáttmála Sameinuðu
þjóðanna. En undireins og harð-
stjórnarríkin fundu styrk sinn á ný,
tóku þau upp fyrri hætti.
rá því Clinton varð forseti 1992
hefur heimurinn breyst á verri
veg og segja má að Clinton-
stjórnin hafi misst trú á að Samein-
uðu þjóðirnar geti gegnt lykihlut-
verki við stjórn öryggismála heims-
byggðarinnar. Clinton hefur sætt
óréttmætum árásum fyrir að hunsa
Sameinuðu þjóðimar í hinum meiri-
háttar málum. Enginn forseti á
liðnum áratugum, að Carter undan-
skildum, var líklegri til að gera veg
Sameinuðu þjóðanna sem mestan
en Clinton. En það tók Clinton ekki
langan tíma að átta sig á því að
þvermóðska Rússa, óbilgimi Kín-
verja, minnimáttar-kennd Frakka
og óraunsæi ýmissa nýfrjálsra ríkja
í Afríku og Mið-Austurlöndum ger-
ir Sameinuðú þjóðirnar að ónot-
hæfu verkfæri til að framfylgja
skynsamlegi'i stefnu í alþjóðamál-
um.
37A
alls ekki undir því að vera talin
„kenning". Clinton hefur aldrei þótt
hafa skýra sýn á utanríkismál og
stefna hans hefur einkennst af við-
brögðum við því sem gerst hefur
fremur en stefnumarkandi aðgerð-
um til að hafa áhrif á framvindu
mála. Hin svokallaða Clinton-kenn-
ing á að felast í því að Bandaríkin
virði ekki lengur sjálfsákvörðunar-
rétt þjóða og telji sig hafa rétt til
hernaðaríhlutunar hvenær og hvai'
sem er til að þjóna hagsmunum
Bandaríkjanna. Er þá gjarnan vísað
til hins vanhugsaða lofthernaðar í
Serbíu. En eins og rakið hefur verið
hafa Bandaríkin ekki skirrst við að
beita hei-valdi innan landamæra
„sjálfstæðra“ ríkja frá því Truman-
kenningin var sett fram, ef meiri
hagsmunir en virðingin fyrir sjálfs-
ákvörðunarrétti þjóða hafa verið í
veði. Hér er því ekki um neina eðlis-
breytingu að ræða. Ekki getur það
heldur talist breyting að Banda-
ríkjastjórn réttlæti afskipti sín af
alþjóðamálum með skírskotun til
mannréttinda og lýðræðisumbóta.
Það hefur jafnan verið gangurinn,
þótt áherslan á mannréttindi hafi
um tíma verið meiri hjá Carter og
Clinton en öðrum forsetum. Clinton
hefur því í engu vikið frá grundvelli
bandarískrar utanríkisstefnu frá
stríðslokum.
umir fræðimenn halda því fram
að fall Sovétríkjanna muni
smám saman hafa það í fór með
sér að miðdepill bandarískrar utan-
ríkisstefnu færist frá Evrópu til As-
íu. Bandaríkin eru stórt ríki og á
vesturströndinni má segja að mál-
efni Asíuríkja setji mestan svip á
umræður um utanríkismál, en á
austurströndinni ei*u málefni Evr-
ópuríkja og Atlantshafsbandalags-
ins náttúrlega enn í fyrirrúmi. Þótt
þarna megi greina togstreitu verða
Bretar að líkindum áfram helstu
bandamenn Bandaríkjamanna á al-
þjóðavettvangi, Bandaríkin munu
áfram gegna lykihlutverki í Atlants-
hafsbandalaginu, herir Bandaríkj-
anna sitja fastir í Bosníu og Kósóvó
og auk þess munu Bandaríkjamenn
áreiðanlega finna áfram til mestrar
samkenndar með þeim þjóðum sem
þeim eru rótskyldar og búa við
sömu vestrænu lýðræðishefð. Það
er því fátt sem raunverulega bendir
til þess að utanríkisstefna Banda-
ríkjanna á nýrri öld muni taka
stakkaskiptum og einkennast af af-
skiptaleysi gagnvart Evrópu en
miklum áhuga á þróuninni í Ásíu.
Vissulega breytast áherslur við
breytta heimsmynd, en Truman-
kenningin er svo almennt orðuð að
líklegt er að hún muni ná yfir öll af-
skipti Bandaríkjanna af alþjóðamál-
um í fyrirsjáanlegri framtíð. Kjarni
Truman-kenningarinnar er að rétt-
læta afskipti Bandaríkjanna af mál-
efnum annarra ríkja með skírskot-
un til hagsmuna Bandaríkjanna,
lýðræðis og verslunarfrelsis. Þótt
Truman-kenningin víki sérstaklega
að kommúnisma er það hin almenna
skírskotun kenningarinnai' til harð-
stjórnar sem gildir - og fall komm-
únismans hefur því enga eðlisbreyt-
ingu í för með sér, enda þótt harð-
stjórnarríkjum hafi sannarlega
fækkað við það.
Truman-stefnan er sá grunnur
sem bandarísk utanríkisstefna hvíl-
ir á. Það er traustur grunnur sem
stendur óhaggaður eftir miklar
sviptingar á umbrotatímum. Ef ein- ^
angrunarhyggjan nær ekki tökum á
bandarískum stjórnmálum munu
Bandaríkin áfram stefna að frið-
samlegri sambúð við önnur ríki þar
sem því verður við komið, stuðla að
auknu viðskiptafrelsi meðal þjóða,
útbreiða fagnaðarerindið um gildi
mannréttinda og lýðræðisumbóta,
en láta hart mæta hörðu þegar
þurfa þykir. En jafnframt munu
Bandaríkin áfram að ýmsu leyti
verða ósamkvæm sjálfu sér; í utan-
ríkismálum getur ekkert ríki, ekki
einu sinni stórveldi, verið að öllu
leyti samkvæmt sjálfu sér. Þótt
samskipti þjóða fari um sumt batn-
andi, og gagnkvæmur skilningur
milli þeirra hafi aukist, er óhjá-
kvæmilegt að alþjóðasamskipti ein-
kennist áfram af hagsmunatog-
streitu og valdabaráttu, sögulegum
forsendum um óuppgerðar sakir og
óbilgjörnum kröfum almenningsá-
litsins innan einstakra ríkja.
2. október 1963: Maxwell Taylor, hershöfðingi, og Robert McNamara, varnarmálaráðherra, gera
Kennedy forseta (1960-1963) grein fyrir þróun mála í Víetnamstríðinu. Hernaður Bandaríkjanna
í Víetnam dróst á langinn og hafði afdrifarík áhrif á bandarísk stjórnmál og afstöðu almennings
t.il utanríkismála.
skipti en ekki langtíma skuldbind-
ingar. Einungis um þriðjungur
þjóðarinnar hefur hins vegar stutt
utanríkisstefnuna dyggilega og telj-
ast hófsemdarmenn í báðum flokk-
um til þessarar fylkingar. Síðan eru
nokkrir háværir litlir hópar, bæði
til hægri og vinstri. Til hægri eru
m.a. þeir sem aðhyllast algera ein-
angrunarstefnu og svo hins vegar
þeir sem vilja enn meiri afskipti
Bandaríkjanna af málefnum heims-
ins í baráttunni fyrir lýðræðisum-
bótum og frelsi og gegn kommún-
isma, kúgun og harðstjóm. Til
vinstri eru m.a. þeir sem eru and-
vígir öllum hernaðai'afskiptum
voru ekki lengur reiðubúin að taka
við fyrirmælum frá stóru ríkjunum.
Þíðustefna Nixons og Kissingers í
samskiptum austurs og vesturs var
tilraun til að koma til móts við
breyttan heim en jafnframt bjó að
baki þeirri stefnu óskhyggja um að
skeið „eftirstríðsáranna“ væri á
enda runnið.
Ekki var samt um það að ræða að
horfið væri írá Truman-kenning-
unni. Þvert á móti var það kjarni
Truman-kenningarinnar að stuðla
að sem mestum og bestum sam-
skiptum ríkja heims jafnt og staðið
væri fast gegn ágangi kúgunarafla.
Bandaríkin lögðu nú rneiri áherslu á
hætti á borði. Helsinki-
sáttmálinn var hunsaður,
áfram var ýtt undir
valdarán kommínsta í
þriðja heims ríkjum, ráð-
ist inn í Afganistan og
þaggað niður í Samstöðu-
hreyfingunni í Póllandi.
Þar með varð Banda-
ríkjamönnum ljóst að
þíðustefnan var í hugum Rússa
merki um veikleika, að þeir gætu
farið sínu fram. Harkan sem Carter
sýndi í samskiptum við Sovétríkin
síðustu tvö ár sín í embætti og
Reagan áréttaði var ennfremur í
fullu samræmi við Truman-stefn-
Tveir ólíkir forsetar, Ronald Reagan
(1980-1988) og Jimmy Carter (1976-1980).
Carter hugðist nota þíðuna til að liefja mann-
réttindi til vegs og virðingar í heiminum.
Sovétríkin brugðust við með því að hunsa
Helsinki-sáttmálann og ráðast inn í Af-
ghanistan. Carter sneri þá við blaðinu, sýndi
Sovétmönnum fulla hörku og stórjók útgjöld
til hermála. Reagan hélt áfram á sömu braut.
Hann vildi endurvekja bjartsýni sjötta ára-
tugarins og sýna að Bandaríkin væru ótví-
ræð forystuþjóð hins frjálsa heims í barátt-
unni gegn kúgunaröflum. Staðfesta Reagans
átti mikinn þátt í falli kommúnismans.
Ýmsir hafa haldið því fram að ut-
anríkisstefna Bandan'kjanna hafi í
grundvallaratriðum breyst í tíð
Clintons og tala um að Clinton-
stefnan hafi vikið Truman-stefn-
unni til hliðar. Þetta er mjög orðum
aukið. Utanríkisstefna Clintons rís