Morgunblaðið - 10.10.1999, Síða 38
38 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HALLDÓRA INGIMUNDARDÓTTIR,
Háahvammi 2,
Hafnarfirði,
lést fimmtudaginn 7. október.
Ingimundur Pálsson,
Erna Pálsdóttir
og fjölskyldur.
t
Faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir,
HÖRÐUR GUÐBRANDSSON,
Ravnafjellveien 7,
Egersund, Noregi,
lést í Stavanger, Noregi, miðvikudaginn
29. september sl.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapéllu
þriðjudaginn 12. október kl. 13.30.
Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á
Blindrabókasafn íslands.
Guðmundur Örn Harðarson, Þóra Jenný Hjálmarsdóttir,
Ingvi Þór Guðmundsson,
Therese S. Harðarson,
Atle Örn Harðarson,
Sverrir Guðbrandsson.
t
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
sonur og bróðir,
SIGURÐUR TORFI SIGURÐSSON,
Flétturima 1,
Reykjavík,
sem lést föstudaginn 1. október, verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn
12. októþer kl. 13.30.
Anna Árnadóttir,
Guðbjörg Torfadóttir,
Eva Björg Torfadóttir, Jón Þór Guðjónsson,
Theodóra Torfadóttir,
Thelma Torfadóttir,
Guðbjörg Fanndal Torfadóttir
og systkini.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
BÖÐVAR HERMANNSSON,
Þórsbergi 18,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
þriðjudaginn 12. október kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á
minningarsjóð Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.
Jóhanna Margrét Sveinsdóttir,
Magnús Jón Áskelsson, Brynja Haraldsdóttir,
Herdís Hanna Böðvarsdóttir, Sigurður Sigurðarson,
Ragnar Böðvarsson
og barnabörn.
t
Ástkær dóttir mín, systir okkar og mágkona,
SJÖFN SKÚLADÓTTIR,
Klapparstíg 8,
Keflavík,
sem lést á Landspítalanum þriðjudaginn
5. október, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kirkju föstudaginn 15. október kl. 15.00.
Unnur Pétursdóttir,
Kristín H. Skúladóttir, Per Nielsen,
Ásta M. Skúladóttir, Frank Jepsen,
Ingvar U. Skúlason, Oddný Ólafsdóttir,
Magnús Skúlason, Jóhanna S. Vilhjálmsdóttir.
SIGRUN
JENSDÓTTIR
+ Sigrún Jensddtt-
ir fæddist á
Veisu í Fnjóskadal 7.
febrúar 1915. Hún
lést á Dvalarheimil-
inu Hlíð 4. oktdber
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru
Signý Jdnasddttir og
Jens Oli Kristjánsson
Buch. Hún dlst þar
upp til átta ára ald-
urs, þá fluttist ijöl-
skyldan að Stærra-
Ársskdgi á Árs-
skdgsströnd. Systk-
ini hennar: Helga
Sölveig, f. 1916 og Krislján, f.
1930, d. 1977. Sigrún var tyígift,
fyrri maður hennar var Ólafúr
Eiríksson. Þau skildu. Böm
þeirra: Jens, f. 1936, d. 1998 og
Kristjana, f. 1937, d. 1975. Seinni
maður hennar er Dam'el Rdsant
Sigvaldason, f. 7. febrúar 1903, d.
1965 frá Neðri-Rauðalæk á Þela-
mörk. Þau bjuggu srn fyrstu bú-
skaparár á Hallfreðarstöðum í
Blómastofa
Friðfinns
Suðurlandsbraut 10,
108 Reykjavík, símí 553 1099.
Opið öll kvöld
til kl. 22 - einnig um helgar.
Skreytingar fyrir öll tilefni.
Gjafavörur.
Hörgárdal, en fluttu
að Ási á Þelamörk
1943. Þar bjuggu
þau til ársins 1964,
að þau flytjast til
Akureyrar. Böm
þeirra era; 1) Rdsa
Septína, f. 1941, bú-
sett á Akureyri. 2)
Reynir, f. 1942, bú-
settur á Akureyri. 3)
Fjdla, f. 1944, búsett
á Akureyri. 4) Signý
Björk, f. 1945, búsett
á Isafirði. 5) Benna
Stefanía, f. 1947, bú-
sett á Eskifirði. 6)
Helga Valgerður, f. 1948, búsett
á Akureyri. 7) Anna Árdfs, f.
1951, búsett á Akureyri. 8) Ami
Ragnar, f. 1953, búsettur í
Reykjavík. Afkomendur Sigrún-
ar eru í dag 105 talsins.
Utför Sigrúnar fer fram frá
Akureyrarkirkju mánudaginn
11. oktdber og hefst athöfnin
klukkan 13.30. Jarðsett verður i
Bægisárkirkjugarði.
Það er sunnudagskvöld, ég er
eitthvað óvenjulítið syfjuð, hátta
samt og fæ mér bók að líta í, er í
þann mund að sofna. Síminn hring-
ir og ég heyri rödd Helgu systur
minnar sem segir mér að mamma
okkar sé dáin. Eg hrekk við, þó að
við værum nokkuð lengi búin að
eiga von á þessu þá er það samt
erfitt að eiga ekki oftar eftir að
sitja við rúmið hennar og halda í
höndina sem var orðin svo ósköp
lítil. En í huga mínum er mikið
þakklæti fyrir að hafa átt hana að
öll þessi ár, þó sérstaklega árin
okkar níu sem við bjuggum á
Naustum 4. Ég man hvað ég hlakk-
aði til að flytja þangað, fyrst og
fremst vegna þess að mamma var
rétt hjá mér á Naustum 3. Ég leyfi
mér að efast um að nokkur dagur
hafi liðið þau ár að ekld færi ein-
hver úr fjölskyldunni til hennar og
mörg voru spor barna minna yfir
túnið.
Margan kaffibollann var ég búin
að drekka í eldhúsinu þar með
henni, Svenna og Inga. Fyrsta vet-
urinn okkar á Naustum urðum við
fyrir þeirri þungu sorg að missa
elsta bamið okkar, Daníel Jón, af
slysförum. Þá sem endranær
reyndist mamma okkur svo ein-
staklega vel, og mörg tárin var ég
búin að fella við hennar barm
þennan vetur og þótt ég síðar flytti
með fjölskylduna fram í Öxnadal
var sjaldan farið til Akureyrar án
þess að þiggja góðgerðir hjá henni
áður en haldið var heim. Henni
fannst gaman að fylgjast með bú-
skapnum sem hún hafði alla tíð
mikla unun af að tala um og áhug-
inn leyndi sér ekki.
Fyrsta búskaparár okkar hjón-
anna kom mamma flest haust til að
hjálpa til við sláturgerð, sem ég
kunni frekar lítið til, til að byrja
með. Þannig var hún, ætíð tilbúin
að rétta fram hjálparhönd væri
þess nokkur kostur. Hún vildi
fylgjast vel með stóra hópnum sín-
um og gladdist ætíð er nýr ættingi
leit dagsins ljós.
Rúnar minn, sem mamma hafði
svo miklar mætur á og bar svo
mjög fyrir brjósti, þakkar ömmu
sinni fyrir allt það sem hún hefur
fyrir hann gert í gegnum árin. Það
eru ekki margir dagar síðan hún
spurði mig hvort ég þyrfti ekki að
drífa mig heim til að láta hann hafa
eitthvað að borða. Að endingu vil
ég þakka starfsstúlkunum í Hlíð þá
miklu og góðu aðhlynningu sem
hún naut þar síðustu mánuðina.
Eg kveð, ó, mamma mín,
j)ín minning er kær.
Eg man svo vel verkin þín,
þín mynd er svo skær.
Þú blessun ætíð breiddir
á bamahópinn þbm,
þú trega og tárum eyddir,
þín tryggð var sérhvert sinn.
(Fjóla Rósantsdóttir)
Hafðu hjartans þökk fyrir allt.
Þín elskandi dóttir,
Fjóla.
Elskulega amman mín er dáin.
Þrátt fyrir að hafa vitað undir niðri
að ævidögum hennar færi að ljúka
er sárt tfl þess að hugsa að eiga
ekki eftir að hitta hana aftur. Ég
hugga mig við það að hún hafi ver-
ið hvfldinni fegin. Ég á margar
góðar minningar tengdar ömmu og
var svo heppin að eyða fyrstu ævi-
árum mínum í nánum samvistum
við hana. Við fjölskyldan fluttum
að Naustum 4, þegar ég var aðeins
nokkurra mánaða gömul, en amma
var þá ráðskona hjá Inga og
Svenna á næsta bæ, Naustum 3.
Ég var víst ekki gömul þegar ég
fór að venja komur mínar upp eftir
til hennar og þó svo ég væri sein tfl
gangs lét ég það ekki aftra mér, ég
skreið bara á hnjánum yfir túnið og
á hlaðinu tóku amma og Skuggi
vinur minn á móti mér. Oft voru
ferðimar margar á dag, það var
gott að koma þangað, þar gat ég
dundað mér í friði fyrir systkinum
mínum og snúist í kringum ömmu
meðan hún vann verkin. Ekki
spillti fyrir að í eldhúsinu var
nammiskúffa, þar sem amma
geymdi það sem hún kallaði bolsí-
ur, og í búrinu voru kökubox með
m.a. heimabökuðum snúðum.
Amma kenndi mér að spila á spil,
hún kenndi mér marías, lönguvit-
leysu og borðvist. Við sátum við
eldhúsborðið, spfluðum, hlustuðum
gjaman á miðdagssöguna og amma
drakk kaffi úr litla glasinu sínu.
Mér þótti einnig gaman þegar hún
sagði mér sögur frá því í „gamla
daga“ er hún og afi bjuggu í Asi
með „krakkaskarann“ sinn og frá
því hvernig sveitalífið var í kring-
um seinni heimsstyrjöldina. Amma
hafði nóg að gera, bæði innan húss
og utan, enda með stórt heimili.
Undanfarin ár hef ég verið bú-
sett í Noregi og því hafa samveru-
stundir okkar ekki verið eins
margar og ég hefði óskað, síðast
hitti ég hana fyrir tæpum tveimur
árum, er ég kom í heimsókn með
son minn Daníel Loga nýfæddan,
ég man hvað mér þótti vænt um
þegar hún sat með hann í fanginu,
strauk honum um vangann og
sagði „mikið er þetta myndarlegur
og vel gerður drengur og líkur
henni mömmu sinni“. Ég hef haldið
í vonina um að fá að hitta hana
þegar ég kem heim í lok næsta
mánaðar og sýna henni barnið sem
er væntanlegt í heiminn þ. 12. okt.
Því miður varð mér ekki að ósk
minni.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Dóra Heiða Halldórsdóttir.
Á sumardögum okkar var sól um blómstrað
engi.
Hve sárt ég hefi saknað þín, já saknað lengi
lengi.
En söngsins hörpu hljómur í hjarta mínu
býr.
Hn ást, þinn eigin strengur, þín elsku rödd
migknýr.
(Rósa B. Blöndal.)
Elsku amma er dáin.
Þegar mamma hringi til mín og
sagði að amma væri dáin fékk ég
hálfgert sjokk, jafnvel þó að ég
vissi að við þessu mætti búast. Það
er líka einhvern veginn erfiðara að
fá svona fréttir þegar maður er
svona langt í burtu, ég hafði verið
að tala um það deginum áður að ég
vonaðist til þess að geta kvatt hana
þegar við kæmum heim um jólin en
það má kannski segja að það sé
eigingjörn hugsun þar sem ég er
viss um að ömmu líður miklu betur
þar sem hún er núna. Ég ákvað því
að setjast niður og skrifa nokkur
orð þótt ekki sé auðvelt að koma
hugsunum í orð.
Fyrstu æviár mín bjuggum við,
við hliðina á ömmu á naustum og
var því ansi mikill samgangur á
milli. Það voru ófáar ferðirnar sem
ég var búin að hlaupa á milli á nátt-
fötunum til að fá mola úr skúffunni
eða tfl að spila. Það var alveg sama
hvað amma var að gera hún nennti
alltaf að setjast niður til að spila
við mig og má segja að hún hafi
kennt mér flest þau spfl sem ég
kann í dag og hef svo verið að
kenna syni mínum. Eftir að við
fluttum út í sveit fækkaði óneitan-
lega ferðunum á milli en mér er
minnisstætt hvað mér þótti alltaf
notalegt að koma tfl ömmu eftir að
ég stækkaði bara til að setjast nið-
ur og spjalla um alla heima og
geima. Eftir að eldri sonurinn
minn fæddist reyndi ég að fara
reglulega með hann til langömmu
tfl að hún gæti fylgst með hvað
hann stækkaði og nutu þau þess
bæði enda fékk hann yfirleitt eitt-
hvað góðgæti í munninn áður en
við fórum heim. Ég fékk ekki tæki-
færi til að leyfa þér að sjá litla Sig-
uijón en hann er líka alveg jafn
yndislegur og Halldór Darri.
Elsku amma mín, mig langar að
þakka þér fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig og vonandi hefur þú
það gott, umvafin ástvinum.
Þín dótturdóttir,
Dalrós Halldórsdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka
svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper-
fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á
netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem
viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd
greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.