Morgunblaðið - 10.10.1999, Page 39

Morgunblaðið - 10.10.1999, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999 39 > i ■'J 8 í + Ástdís Gísla- dóttir fæddist í Reykjavík 24. apríl 1926. Hún iést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 30. septem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gísli H. Gísla- son, trésmiður, f. 14.7. 1883, d. 3.8. 1973, og Kristbjörg Herdís Helgadóttir, húsmóðir, f. 1.11. 1888, d. 23.11. 1963. Systkini Ástdísar eru: Helgi Gíslason, f. 24.4. 1909, d. 1.4. 1988, Svava Gísladóttir, f. 16.11. 1910, d. 27.6. 1920, Hannes Gíslason, f. 4.4. 1912, d. 3.5. 1997, Sigur- berg Gíslason, f. 10.2. 1916, d. 10.6. 1984, Halldór Gíslason, f. 10.9. 1918, Svava Gísladóttir, f. 5.2. 1922, d. 25.9. 1996, og hálf- systir, samfeðra, Gíslína Gísla- dóttir (látin). Hinn 29. maí 1948 giftist Ást- dís Kristmundi Jakobssyni, loft- skeytamanni, f. 4.7. 1923. Börn þeirra eru: 1) Þórdís, lyQafræð- Að eiga góða og ánægjulega æsku er gott veganesti fyrir lífið. Þetta veganesti gáfu foreldrar mín- ir okkur systkinunum. Mamma hafði sjálf alist upp í stórum systk- inahópi. Hún fæddist í Reykholti við Laufásveg (sem nú heitir Vatns- mýrarvegur), litlu timburhúsi sem afi byggði skömmu áður en hún fæddist. Hún var yngst af sjö systkinum. Þau eru nú öll látin nema Halldór, sem dvelur á Hrafn- istu. Mamma lauk hefðbundinni skóla- göngu og fór síðan í Húsmæðra- skóla Reykjavíkur ásamt Svövu systur sinni. Dvölin í húsmæðra- skólanum var þeim systrum eftir- minnileg og það kom alveg sérstak- ur glampi í augun á þeim þegar þær ræddu um þann tíma er þær dvöldu þar. Þar eignuðust þær einnig góðar vinkonur sem fylgdu þeim gegnum allt lífíð. Efth’ að mamma giftist föður mínum, Kristmundi Jakobssyni, bjuggum við fyrstu árin í Reykholti en þá vann pabbi á sjónum sem loftskeytamaður. Þar fæddumst við þrjár systurnar. Reykholt var sannkölluð paradís fyrir okkur, en þar bjuggu einnig afi og amma, svo og þrjú systkini mömmu, þau Hannes, Svava og Siggi. Reykholt var nafli alheimsins að okkar mati. Þar var gjarnan gest- kvæmt og ættingjar utan af landi höfðu þar jafnan viðdvöl er þeir komu í bæinn. En þegar við vorum orðin fimm í fjölskyldunni fór að þrengja að okk- ur en við bjuggum í tveimur her- bergjum í kjallai’anum í Reykholti. Þá hófu þau byggingu á húsi við Austurbrún 23 og meðan á bygging- unni stóð bjuggum við í Engihlíð 16. Það var svo um haustið 1958 að við fluttumst í nýja húsið í Austurbrún- inni. Við vorum öll ánægð í nýja húsinu, en ég held að móður minni hafi fundist hún aðeins einangruð að búa svona í útjaðri Reykjavíkur, en á þeim tíma var Laugarásinn og Laugarnesið í útjaðri byggðar. Þremur áram eftir að við fluttum inn fæddist bróðir minn Hannes. Við áttum góða daga í Austurbrún- inni og mamma var alltaf heima- vinnandi húsmóðir og það var okkar gæfa. Það var gott að koma heim úr skólanum og fá rjúkandi kakóbolla. Árið 1980 varð fjölskyldan fyrh’ áfalli en þá lést Hannes bróðir minn eftir tveggja ára veikindi aðeins 19 ára gamall. Fráfall hans markaði djúp spor í líf foreldra minna. Það er einkennileg tilviljun að mamma er jarðsungin á dánardegi Hannes- ar, 11. október. Mamma var handlagin kona og það liggja margir fallegir munh’ eft- ir hana. ingur, f. 13.11. 1948, gift Eiríki Erni Arnarsyni, sál- fræðingi, f. 19.7. 1949. Dætur þeirra eru Hildur, f. 13.4. 1978, og Kristín Björk, f. 19.3. 1984. 2) Auður, kennari, f. 26.5. 1951, gift Magnúsi Kjartans- syni, framkvæmda- stjóra, f. 25.10. 1948, d. 29.3. 1995. Börn þeirra eru Margrét, f. 15.7. 1974, og Krist- mundur, f. 1.9. 1979. Sambýlis- maður Auðar er Jón S. Knúts- son, framkvæmdastjóri, f. 23.7. 1957. 3) Kristín, félagsráðgjafi, f. 22.5. 1954, gift Eyjólfi Einari Bragasyni, arkitekt, f. 19.2. 1953. Börn þeirra eru Pétur Örn, f. 12.2. 1980, og Elísabet Björt, f. 19.6. 1986. 4) Hannes, f. 25.4. 1961j d. 11.10. 1980. Útför Ástdísar verður gerð frá Áskirkju á morgun, mánu- daginn 11. október, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það var jafnan stutt í hlátur og glens hjá henni og hún hafði unun af söng og dansi og oft vora tekin létt dansspor á eldhúsgólfinu í Austur- brúninni. En hún gat líka verið ákveðin og ef henni mislíkaði fór það ekki framhjá neinum. Hún veiktist af alzheimer-sjúk- dómnum fyrir nokkrum áram. Það var erfiður tími fyrir hana og föður minn, svo og okkur öll. Það má segja um sjúkdóminn að viðkomandi hverfur inn í sig og verður fangi í eigin líkama. I raun var hún fyrh’ löngu farin frá okkur án þess að við fengjum tækifæri til að kveðja hana. Sjúkdómurinn er einnig mjög erfiður fyrir aðstand- endur, en ég get ekki látið hjá líða að minnast á hvað faðir minn tók þessum erfiðleikum á aðdáunar- verðan hátt. Hann hugsaði um hana af einstakri blíðu og natni uns ekki varð lengur umflúið að hún færi á sjúkrastofnun. Síðustu árin dvaldi móðir mín á hjúkranarheimilinu Skjóli. Verðmæti hvers vinnustaðar er fólgið í því starfsfólki sem þar vinn- ur. Starfsfólkið á 3. hæðinni þar sem móðir mín dvaldi síðustu fjögur árin vinnur starf sitt ekki einungis af dugnaði heldur og einnig af ein- stakri umhyggju og hjartahlýju. Eg og fjölskylda mín viljum þakka þeim frábæra umönnun móður minnar og góða viðkynningu. Það er ætíð erfitt að kveðja móð- ur sína, sama hversu gamall maður er sjálfur. Hún lagði granninn að lífi okkar og mai’kaði sín spor í það. Eg vil að lokum þakka henni allt það sem hún var mér og vona að mér lánist að vera börnum mínum jafn góð móðir og hún var mér. Auður Kristmundsdóttir. Amma Ástdís bar nafn með rentu því hún var dís ástanna með stórt, sterkt hjarta. Nú er sterka hjartað hennar ömmu hætt að slá eftir margra ára baráttu við erfiðan sjúkdóm. Upp í hugann koma allar góðu stundirnar sem ég átti sem lítil stelpa hja ömmu á Austurbrúninni. Ég kom til hennar snemma á morgnana og svo eyddum við dög- unum saman, ýmist heima að spjalla, syngja, fórum í göngutúra út a róló, komum svo við í sjoppunni og keyptum okkur uppáhaldssæl- gætið. Amma var alltaf ofsalega þakklát fyrir þá hjálp sem ég veitti við heimÓisstörfin, hversu lítil sem hún var, og núna geri ég mér grein fyrir að ég gerði lítið annað en að þvælast fyrir. Seinna byi’jaði ég svo í skóla og þá var amma boðin og búin að hlusta á mig læra stafina og stagl- ast fram úr setningum, hlusta á tón- stigana á blokkflautu og horfa full aðdáunar á ballettspor sem ég taldi á heimsmælikvarða en vora aðeins litlar æfingar. Alltaf var amma til- búin að fylgjast með því sem ég var að gera og hvetja mig til dáða. Þegar ég byrjaði í menntaskóla var sjúkdómurinn farinn að segja til sín og í stað þess að heimsækja ömmu á Austurbrúnina færðust heimsóknirnar inn á Eir og síðar á Skjól. Þar héldum við áfram að spjalla og hlusta á tónlist á meðan ég lakkaði neglurnar á henni svo hún liti vel út. Undir það síðasta hafa heimsóknirnai’ líklega ein- kennst af einræðum mínum því mér var mikið í mun að amma vissi hvað hefði á daga mína drifið og hvernig aðrir í fjölskyldunni hefðu það. Það er sárt að kveðja en ég veit að núna kvelst amma ekki lengur. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessari sterku, ástnku og heiðarlegu konu sem amma Ást- dís var og er ennþá í hugum þeirra sem hana þekktu. Hildur. Þegai’ við setjumst niður til að skrifa nokkur kveðjuorð til þín kemur svo mai’gt upp í hugann. Þú varst svo stór þáttur í lífi okkar að okkur finnst nánast óhugsandi að þú sért ekki lengur til staðar. Reyndar olli sjúkdómur þinn því að þú varst að sumu leyti horfín á braut, en þú brostir aíltaf svo fal- lega til okkar þegar við komum að heimsækja þig að við erum viss um að þú þekktir okkur. Þú varst mamman hennar mömmu og tókst alltaf stóran þátt í öllu sem gerðist í okkar lífi. Ég man að pabbi sagði okkur að þegar Mai’grét var að fæðast og hann beið með þér og afa heima í Austurbrúninni eftir að hringt væri af fæðingardeildinni þá hafir þú nánast tekið út fæðingarhríðirnar líka og hálfskammað hann fyiir að láta mömmu ganga í gegnum þetta. Það var líka gott að fá að koma og gista í Austurbrúninni og oft mátti afi víkja úr rúminu sínu þegar við voram bæði búin að troða okkur upp í til þín. Én lífið hagaði því þannig eftir að pabbi dó og þú fórst á Skjól að afi fluttist í Eiðismýrina og við flutt- umst í Austurbrúnina. Okkur fannst við öll vera komin heim, því Austur- brúnin er hluti af lífi okkar. Við munum alltaf minnast fallega brossins þíns og hvað það var stutt í hláturinn. Elsku amma, við kveðjum þig og biðjum góðan guð að geyma þig og styrkja afa í sorg sinni. Margrét og Kristmundur. Ástdís Gísladóttir ólst upp í Reykholti við Laufásveg sem var lítið hús við Reykjavíkurflugvöll. Hún var yngst sjö barna þeirra Gísla H. Gíslasonar trésmiðs og Kristbjargar H. Helgadóttur hús- móður. Ein systir Ástdísar, Svava eldri var þó látin er Ástdís fæddist. Alltaf var mikið um að vera í Reykholti, fjölskyldan var stór og gestkvæmt var á heimilinu og sér- stök ánægja þegar ættingjai’ eða sveitungar frá Mjóafirði eða Norð- fii’ði gistu er þeir vora í bæjarferð. Eldri bræður hennar fjórir fóra snemma að vinna fyrir sér við smíð- ar og önnur störf eins og faðirinn og þær systumar Ástdís og Svava yngi’i, aðstoðuðu húsmóðurina við heimilsstörfin. Nauðsynlegt var að allir tækju til hendinni á vinnusömu og stóra heimili. Fólk varð að hafa mikið fyrir hlutunum á áranum fyr- ir stríð og einkenndist lífið af nýítni og vinnusemi. Snemma kom í ljós að heimilis- störf féllu henni vel úr hendi, hvort um vai’ að ræða saumaskap eða matargerð. Natni, smekkvísi og glaðværð einkenndu Ástdísi við heimilisstörfin enda kom á daginn að hún kaus sér starf húsmóðurinn- ar sem sitt hlutskipti í lífinu og gekk hún í Húsmæðraskóla Reykja- víkpr til að fullnema sig til starfans. Árið 1948 giftist Ástdís eftirlif- andi eiginmanni sínum Kristmundi Jakobssyni loftskeytamanni og stofnuðu þau heimili í Austurbrún 23 í Reykjavík. Þau eignuðust fjög- ur börn, þau Þórdísi, Auði, Kristínu og Hannes en hann lést árið 1980. I Austurbrún byggðu þau hjón myndarlegt hús og bjó Ástdís fjöl- skyldu sinni gott heimili. Glaðværð, ábyrgðartilfinning, samviskusemi og smekkvísi ein- kenndu Ástdísi í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún bar hag og heilsu fjölskyldunnar fyrir brjósti og var hún nánast í daglegu sam- bandi við vini og vandamenn. Hún vissi manna best alla afmæl- isdaga og ekki kom annað til greina en að halda upp á afmælið og var þá bakstur settur í gang í Austurbrún- inni. Þær eru ófár hnallþórarnar sem hafa verið bornar þaðan út til „afmælisbarna" vina og ættingja. Ástdís var músíkölsk og á árum áður var hún bæði í dans og steppi og ef rétta lagið hljómaði í útvarp- inu, var ósjaldan sem hún tók eitt dansspor í takt við húsverkin eða tók undir með söngnum og skemmti sér manna best. Handlagin var hún enda fingranett og ber heimili þeh-ra Kristmundar þess gott vitni, hvort sem er í skermasaumi eða annarri handavinnu. Þar vora vand- virkni og nákvæmni i fyrirúmi svo aðdáun vakti. Þegar barnabörnin fóru að fæð- ast eitt af öðra þá urðu þau öll ömmubörn og var það svo á tímabili að foreldrarnir voru í tíðum flutn- ingum með sængur því öll vildu þau gista hjá ömmu sinni og afa. Nú þegar Ástdís hefur kvatt þetta jarðneska líf finn ég enn betur hversu mikilvægu hlutverki hún gegndi innan fjölskyldunnar, þ.e. að hlúa að velferð hennai’ og vellíðan. Með virðingu kveð ég þessa sómakonu. Hvíli hún í friði. Eyjólfur E. Bragason. Það var haustið 1943 sem ég hitti Ástdísi fyrst eða Öddu eins og hún var alltaf kölluð. Við voram báðar að hefja nám í Húsmæðraskóla Reykjavíkur og lentum saman í númeri. Svo skrítið sem það var lentu þær yngstu saman og þar sem ég kom tveimur dögum eftir að skóli byrjaði var mér bætt við þær og við alltaf kallaðar barnanúmerið. Þessai’ stúlkur hafa allar verið vin- konur mínar síðan. Við höfðum bæði gagn og gaman af dvöl okkar í skólanum og þar sem við voram í heimavist fór ekki hjá því að margt væri sér til gamans gert í frítímum á kvöldin og var danslistin í háveg- um höfð, mikið tjúttað. Stundum lenti ég nú upp á kant við hana þeg- ar hún sagði að þessi eða hinn væri sveitó. Þá reyndi nú sveitapían að verja sitt lið. Ádda var yngst sjö systkina og var Svava systir hennar einnig í skólanum. Við fórum oft á böll sam- an og á einni dansæfingunni í Kenn- ' araskólanum hittum við báðar verð- andi eiginmenn. Hennar var Krist- mundur Jakobsson frá Isafirði, þá í Loftskeytaskólanum. Þau giftu sig í maí 1948 og eignuðust fjögur börn, þrjár stúlkur og einn son, sem var yngstur, en urðu fyrir þeirri sára sorg að missa hann 19 ára gamlan úr hvítblæði, sem hann barðist við í tvö ár. Það var erfiður tími fyrir þau öll. Hann var í menntaskóla er hann lést. Árið 1959 fluttust þau í nýtt hús er þau byggðu í Austurbrún 23 og bjuggu þar, þar til Adda fór á spít- ala vegna veikinda sinna, sem hrjáð hafa hana nokkur undanfarin ár. Mennii-nir okkar áttu smátrillu ásamt vini sínum og kom það fyrir að við Adda fórum tO fiskjar með þeim, en mest kom það þó í okkar hlut að gera mat úr aflanum og helst voru það fiskibollur sem við voram aldeilis búnar að fá nóg af. Okkar menn eru saman í Oddfellow og áttum við þar margar glaðar stundir, eins í ferðalögum sem við höfum farið saman í, meðal annars Þýskalandsför, tókum bílaleigubíl og keyrðum um allt Þýskaland, sem var mjög fróðleg ferð. Adda lagði metnað sinn í uppeldi barna sinna og átti fallegt og vel hirt heimili. Um leið og við Guð- mundur sendum Kristmundi og fjölskyldu innilegai- samúðarkveðj- ur þökkum við Öddu samfylgdina. Ingunn Erla Stefánsdóttir. Faðir minn, AXEL HÉLM, er látinn. Fyrir hönd aðstandenda, Ragnar Ágúst Axelsson. + LÁRUS H. BLÖNDAL fyrrverandi bókavörður, verður jarðsunginn frá Ftáteigskirkju þriðju- daginn 12. október kl. 13.30. Fyrir hönd tengdabarna og afkomenda, Halldór Blöndal, Haraldur Blöndal, Ragnhildur Blöndal. + Þökkum þann mikla hlýhug og hluttekningu sem okkur hefur verið sýnd vegna fráfalls elskulegrar sambýliskonu minnar, móður okkar, dóttur, systur, mágkonu og barna- barns, GUÐRÍÐAR ERNU GUÐMUNDSDÓTTUR, sem lést föstudaginn 24. september sl. Helge Rise, íris Hödd, Lena Mist, Guðmundur Sigurgeirsson, Ágústa Traustadóttir, Trausti Guðmundsson, Ingibjörg Aradóttir, Sigurgeir Guðmundsson, Soffía Kjartansdóttir, Sigurgeir Ingvarsson. ÁSTDÍS GÍSLADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.