Morgunblaðið - 10.10.1999, Síða 48

Morgunblaðið - 10.10.1999, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 10. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens GERfiU PAÐ, KOMUM A GOLF- VÖLLINN Smáfólk DIDN'T KNOW THAT D065 AREN'T | ALLOWEP IN THE DANCE 5TUDIO.. Ég vissi ekki að hundar mega ekki vera í dansskólanum. IT5T00BAD , BECAU5E THET RE HAVIN6 A FORAAAL DANCE NEXT WEEK Það var verri sagan því að það verður dansleikur í næstu viku. Kannski get ég fengið innborgunina á kjólfbtin endurgreidda. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Er sameining til bóta Frá Guðvarði Jónssyni: MIKIÐ hefur verið lagt upp úr því á síðustu árum að stofna stærri rekstrareiningar í þeim tilgangi að ná fram hagkvæmni í rekstri fvrir- tækja og sterkari stöðu félagasam- taka. Ef við hugsum okkur þjóðfélagið sem eina markaðsheild og tökum ekki tillit til annars í þjóðfélaginu en markaðsins, þá er þetta rétt stefna. Lítum við aftur á móti svo á að í þjóðfélaginu búi fólk með mannlegar þarfír, þá er svona stjórnsýslufyrirkomulag endalok á því að mannlegt þjóðfélag geti þrif- ist I sveitarfélögum þar sem mörg mismunandi stór sveitarfélög hafa verið sameinuð, leiðir sameiningin til þess að það sveitarfélag, sem var með sterkustu aðstöðuna íyrir sameininguna, dregur til sín vinnu- afl og atvinnutækifæri frá fámenn- ari svæðunum, á sama hátt og Reykjavík gerir á landsvísu. Stórt atvinnurekendasamband mun leggja aðaláherslu á hag- kvæmnis- og markaðssjónarmið stóru fyrirtækjanna. Smærri fyrir- tækin munu því þurfa annaðhvort að vera utan samtakanna eða inn- an þeirra og eiga það á hættu að tærast upp eða sogast inn í stærri einingarnar. Hvorugur kosturinn góður, hvorki fyrir smáu fyrirtæk- in né þjóðfélagið. Verkalýðsfélögin á höfuðborgar- svæðinu hafa verið að sameinast og fleiri eru á leiðinni í sameiningu. Þessi sameining hefur sömu áhrif í stéttarfélögunum og hjá öðrum samtökum að einstaklingurinn verður fjötraður inn í heildina og persónuleg vandamál hans, t.d. á vinnumarkaði, verða ekki leyst af samtökunum. Samskiptavandamál einstaklinga innan fyrirtækjanna hafa verið að aukast á undanförn- um árum, því atvinnurekendur vita hve staða einstaklingsins er veik innan stéttarfélaganna. Verði starfsmaður fyrir áreitni á vinnu- stað af yfirmanni á hann fáa góða kosti í stöðunni. Verði hann rekinn fyrir samskiptavandamál, getur verið erfitt fyrir hann að fá vinnu aftur vegna ummæla frá því fyrir- tæki, sem hann var rekinn frá. Segi hann sjálfur upp af sömu ástæðu, eru líkur á því að hann fái ekki at- vinnuleysisbætur fyrstu 40 dagana og sömu erfíðleikarnir við að fá vinnu, vegna ummæla um sam- skiptavandamál. Hann gæti því þurft að sætta sig við áreitnina, sé hann ekki rekinn. Gagnvart þessu er launþeginn sem einstaklingur varnarlaus. Því þó hann geti lagt málið fyrir úrskurðamefnd slíkra mála, þá eru það ummæli atvinnu- rekandans sem vega þyngra en launþegans, hvort sem þau eru rétt eða röng. Þetta vandamál og fleiri munu aukast eftir sameiningu stéttarfélaga og stækkun atvinnu- rekendasambandsins. Grunntónninn í þessu samein- ingarferli er sá, að vinna mannsins sé metin til jafns við vinnutæki og það sé jafn auðvelt að leggja niður starf manns og vélar. Það er ekki sjálfgefið að styrk- leiki stéttarfélaga aukist með því að fjölga félagsmönnum. Ef stjórn félagsins hefur verið veik á meðan félagið var fámennara, verður sama stjóm jafn veik áfram þó meðlimum fjölgi. Allir þekkja það vandamál að fámennir deildarhóp- ar innan stéttarfélaga era yfirleitt lægra launaðir en fjölmennari hóp- arnir og kennir forasta stéttarfé- laganna því um, að hóparnir séu svo fámennir að ekki náist fram nægur þrýstingur til þess að knýja fram hærri laun. Þetta er bara fyr- irsláttur til þess að þóknast at- vinnurekendum. Forsætisráðherra veit aftur á móti að styrkleikinn felst í forustunni og hefur sagt, að ástæðan fyrir því að embættis- menn geti fengið há laun sé sú, að um sé að ræða fámennan hóp og há laun þeirra hafi lítil áhrif á afkomu þjóðarbúsins. Þetta sýnir að sterk forusta ræður meira um það hver afkoma launþegans er, en með- limafjöldinn. Hugarfar verkalýðsforastunnar utan Vestfjarða kom vel í ljós þeg- ar Vestfirðingar vora í kjarabar- áttu og verkamenn utan Vestfjarða voru dregnir á asnaeyrunum til þess að beija á stéttarbræðram sínum að vestan. Varla geta menn komist nær hugsunarhætti rott- unnar í kjarabaráttu. Sumum þótti krafa Vestfirðinga nokkuð há að vilja fá 100 þús. kr. lágmarkslaun, en síðarmeir kom svo í ljós að þessi hækkun var ekki nema lítið brot af því, sem atvinnurekendur og ríkis- valdið vildu fúslega greiða þeim sem hærra vora launaðir. Það hef- ur líka komið í ljós að 100 þús. kr. laun gátu ekki einu sinni haldið í við það launaskrið, sem atvinnu- rekendur og ríkisvaldið hafa búið til á því samningstímabili, sem nú er að ljúka, með þeim sem hærra era launaðir. Ekkert bendir til þess að gerðar verði breytingar á launakerfinu, sem stemmi stigu við því að hærra launaðir fái verðbreytingar í þjóð- félaginu bættar margfaldar á við þá lægst launuðu, heldur virðist allt stefna í það að ríkisvaldið geti áfram státað sig af auknum kaup- mætti, með því að láta háu launin halda uppi háum heildarlaunum. Að vísu virðist vera töluverður vindur í forastumönnum stéttarfé- laga núna, en Þórarinn V. hefur yf- irleitt haft nokkuð góð tök á því að tappa lofti af verkalýðsforingjun- um, þegar komið er að samninga- borðinu. Hvað verður nú, skýrist síðar. Við státum af mannréttindnum og lýðræði, en era þessir þættir ekki fjötraðir í pólitískt vald? GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.