Morgunblaðið - 21.10.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.10.1999, Blaðsíða 1
 STOFNAÐ 1913 239. TBL. 87. ARG. FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Elizabeth Dole á blaðamanna- fundi í gær ásanit eiginmanni sínum, Bob Dole. hætt við framboð Washington. AP. ELIZABETH Dole tilkynnti í gær að hún væri hætt við þátttöku í for- kosningum Repúblikanaflokksins vegna forsetakosninganna á næsta ári og sagði að tilgangslaust væri að halda baráttunni áfram. „Þegar upp er staðið snýst þetta um peninga," sagði Dole og benti á að keppinautar hennar, s.s. George W. Bush, ríkis- stjóri í Texas, og auðkýfíngurinn Steve Forbes, hefðu margfalt meira fé til umráða. Hún bætti við að hún hefði getað haldið áfram ef munurinn væri tvö- faldur og jafnvel tífaldur. Þegar svo væri komið að keppinautar hefðu 80 sinnum meira fé í sjóðum sínum væri vonlaust að standa í baráttu við þá. Eftir að Dole hefur dregið sig í hlé sækjast sjö frambjóðendur eftir til- nefningu Repúblikanaflokksins og er talið að þeir George W. Bush og John McCain, öldungadeildarþing- maður fí-á Arizona, eigi helst eftir að sækja fylgi í raðir stuðningsmanna Doles. Hún hyggst ekki lýsa yfír stuðningi við neinn frambjóðanda, að sögn samstarfsmanna hennar. Elizabeth Dole er lögfræðingur að mennt og gift Bob Dole, fyrrverandi forseta öldungadeildarinnar, en hann beið lægri hlut íyrir Bill Clint- on í síðustu forsetakosningum. Hún var samgönguráðherra í forsetatíð Ronalds Reagans og George Bush skipaði hana vinnumálaráðherra árið 1989. Hún lét af því starfí ári síðar til að taka við stjórn Rauða kross Bandaríkjánna. Heilsuveill múslímaleiðtogi kjörinn forseti Indónesíu á þingi landsins STUÐNINGSMENN stjórnarand- stöðunnar í Indónesíu gengu ber- serksgang um götm- Jakarta í gær eftir að leiðtogi þeirra, Megawati Sukarnoputri, beið lægri hlut í for- setakosningum á þinginu. Abdur- rahman Wahid, heilsuveill leiðtogi stærstu samtaka múslíma í Indónesíu, var þá óvænt kjörinn for- seti landsins efth- að B.J. Habibie ákvað á síðustu stundu að sækjast ekki eftir endurkjöri. Þúsundir manna tókust á við lög- reglumenn fyrir utan þinghúsið í Jakarta og bíll í eigu stjórnarflokks- ins, Golkar, var sprengdur í loft upp. Tvær aðrar sprengjur sprungu í höf- uðborginni og að minnsta kosti tveir menn biðu bana í tilræðunum. Fregnir bárust af mótmælaaðgerð- um og skemmdarverkum í að minnsta kosti tveimur öðrum borg- um landsins. Her- og lögreglumenn beittu táragasi og háþrýstivatnsdælum til að dreifa æstum stuðningsmönnum Megawatis sem höfðu áskoranir hennar, um að taka úrslitunum með stillingu, að engu og flykktust að þinghúsinu. Oeirðirnar í Jakarta héldu áfram fram á nótt. Hermenn hleyptu af byssum á mótmælendur og réðust inn í sjúkrahús þar sem tugir manna höfðu leitað aðhlynningar. Ekki var vitað um mannfall í átökunum. Varaforseti kjörinn í dag Ef marka má skoðanakannanir nýtur Megawati mests stuðnings meðal almennings í Indónesíu og ósigur hennar má rekja til pólitísks klaufaskapar af hennar hálfu. Mögu- legir bandamenn hennar á þingi kvörtuðu yfír því að hún hefði ekki sýnt nógu sannfærandi vilja til að mynda raunverulegt stjórnmála- bandalag með þeim. Stjórnvöld í Bandaríkjunum og grannríkjum Indónesíu fögnuðu úr- slitunum en höfðu miklar áhyggjur Reuters Stuðningsmaður Megawatis Sukarnoputris ræðst á indónesískan lögreglumann með barefli við þinghúsið í Jakarta eftir að hún beið ósigur í forsetakosningunum sem fram fóru á þinginu í gær. af pólitíska umrótinu í landinu. Stan- ley Roth, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að það gæti ráðist á næsta sólarhring hvort hægt yrði að koma á lýðræði í landinu. Ráðgert er að þingið kjósi varafor- seta í dag og úrslit þeirra kosninga gætu haft mikil áhrif á framvinduna. Wahid sagði íyrr í vikunni að hann myndi beita sér fyrii- því að Akbar Tandjung, leiðtogi Golkar, yrði kjör- inn varaforseti. Flokkur Wahids kvaðst hins vegar í gær ætla að styðja Megawati ef hún gæfi kost á sér í varaforseta- embættið en aðstoðarmenn hennar vildu ekki svara því hvort hún hygð- ist bjóða sig fram. Herinn, sem er mjög áhrifamikill í landinu, sagði að Wiranto yfirhers- höfðingi væri tilbúinn að taka við varaforsetaembættinu ef allir flokk- arnir óskuðu eftir því. Wahid sór embættiseið sem fjórði forseti Indónesíu skömmu eftir að úrslitin voru tilkynnt. Þetta er í fyrsta sinn sem forseti landsins er kjörinn í kosningum þar sem fleiri en einn eru í framboði. Wahid lofaði að beita sér fyrir ein- ingu meðal þjóðarinnar en margir óttast að hann sé of heilsuveill til að geta stjórnað landinu. Hann hefur ekki fulla sjón, hefur fengið heila- blóðfall og gat ekki gengið hjálpai'- laust á pall í þinghúsinu þar sem hann sór embættiseiðinn. Hann þurfti einnig aðstoð við að lesa ræðu sína og undirrita skjöl. ■ Mikils metinn/26 Óeirðir á götum Jakarta eftir ósigur Megawatis Jakarta. AFP, Reuters. Dole Hald lagl á gjafír í húsi Netanyahus Jerúsalem. AFP. Samið um viðskipti við Kínverja JIANG Zemin, forseti Kína, ræddi við frammámenn í breska viðskiptalífinu í London í gær og kvaðst fullviss um að stjórnvöld- um í Kína tækist að leysa efna- hagsleg vandamál landsins og tryggja 7% hagvöxt á árinu. I tengsluin við heimsókn kínverska forsetans til Bretlands var til- kynnt að bresk fyrirtæki hefðu gert viðskipta- og fjárfestingar- samninga við Kínverja að and- virði 250 milljarða króna. Jiang sagði ekkert um fá- menna hópa Tíbeta og útlægra Kínverja sem eltu hann hvert, sem hann fór í London til að mót- mæla mannréttindabrotum í Kina. Þeir sökuðu bresk stjórn- völd um að hafa gengið alltof langt í því að kveða mótmælin niður til að styggja ekki kín- verska forsetann. Nokkrir mótmælendanna sögðu að bresk stjórnvöld hefðu gerst sek um „hræsni“ með því að gera sér far um að heiðra kín- verska forsetann, sem bæri ábyrgð á grófum mannréttinda- brotum, á sama tíma og Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðis- herra Chile, væri haldið í fang- elsi í landinu. Jiang (annar frá hægri) skoðar hér Árþúsundahvelfinguna í London. LÖGREGLAN í Jerúsalem leitaði í gær á heimili og skrifstofu Benjam- ins Netanyahus, fyrrverandi forsæt- isráðherra ísraels, vegna gruns um að hann hefði haldið gjöfum, sem hann tók við á þriggja ára valdatíma sínum og tilheyrðu forsætisráð- herraembættinu. „Lagt var hald á tugi dýrgripa, meðal annars málverk, silfur- og gullmuni, sem haldið var í trássi við lög,“ sagði talsmaður lögreglunnar. Grunaður um spillingu Húsleitin var gerð eftir að lög- reglan hóf rannsókn á ásökunum um að Netanyahu hefði gerst sekur um spillingu á valdatíma sínum og reynt að þagga niður í vitnum og leggja stein í götu réttvísinnar. Meðal annars leikur grunur á að verktakinn Avner Amedi hafi séð Netanyahu fyrir ýmiskonar þjón- ustu, svo sem viðgerðum á húsi hans og húsgagnaflutningum, án þess að forsætisráðherrann hafí greitt fyrir hana. Verktakinn sendi forsætisráðuneytinu reikning fyrir þjónustu að andvirði sjö milljóna króna eftir kosningaósigur Net- anyahus í maí. Netanyahu hefur ekki verið ákærður vegna málsins. Hann neit- ar því að hafa óskað sjálfur efth- þjónustunni og segir að embættis- menn í forsætisráðuneytinu hafi gert það. Fyrir hálfum mánuði leitaði lög- reglan að skjölum í húsum tveggja samstarfsmanna Netanyahus sem era grunaðir um að hafa lofað að tryggja verktakanum samninga við ríkið fyrir þjónustuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.