Morgunblaðið - 21.10.1999, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 13
FRÉTTIR
Deilurnar um kjarnavopn á Islandi hafa staðið í áratugi
Þáttur Williams Arkins
fyrirferðarmikill
EINN þriggja höfunda greinarinnar
um kjarnorkumál sem varð frétta-
efni bandarískra fjölmiðla í gasr er
William Arkin. Nafn hans hefur oft
borið á góma í umræðum um það
hvort kjarnorkuvopn séu geymd hér
á landi. Hér á eftir verður rakinn
þáttur Arkins í umræðunum.
Deilur um hugsanlega staðsetn-
ingu kjarnavopna á Islandi voru
áberandi í fjölmiðlum og á Alþingi
árið 1980.
Hinn 20. maí það ár átti Ríkisút-
varpið viðtal við William Arkin,
starfsmann Center for Defence In-
formation, sem taldi allar líkur á að
kjarnorkuvopn væru geymd á ís-
landi. Benti Arkin m.a. á að í opin-
berum gögnum um Keflavíkurstöð-
ina væri vísað til handbókar sjóhers-
ins um kjarnorkuöryggismál, sem
væri í notkun í Keflavíkurstöðinni.
Kom til snarpra orðaskipta við ut-
andagskrárumræðu um málið á AI-
þingi 22. maí. Þar sagði Eiður
Guðnason, Alþýðuflokki, að það væri
orðinn árviss viðburður hér á landi
að íslenskir kommúnistar þyrluðu
upp moldviðri áróðurs og blekkinga
og héldu því fram að geymd væru
kjarnorkuvopn á íslandi.
Ólafur Ragnar Grímsson, þáver-
andi þingmaður Alþýðubandalags-
ins, sagðist ekki draga í efa yfirlýs-
ingar íslenskra utanríkisráðherra
um þessi mál en teldi í ljósi sögunnar
fyllstu ástæðu til að draga í efa að
bandarísk stjórnvöld hefðu sagt all-
an sannleikann. Ólafur Ragnar sagði
að komið hefði skýrt fram í útvarps-
viðtalinu við William Arkin að hann
teldi að kjarnorkuvopn væru stað-
sett á Islandi. Tók Ólafur Ragnar
málið upp í utanríkismálanefnd og
fór fram á að aflað yrði ýmissa upp-
lýsinga um málið.
Ólafur Jóhannesson, þáverandi ut-
anríkisráðherra, sagðist ekki telja
nein líkindi til þess, að kjarnorkuvopn
væru á Islandi en lofaði að afla allra
fáanlegra gagna um málið. Utanríkis-
ráðuneytið sendi frá sér yfirlýsingu í
tilefni þessara umræðna þar sem
greint var frá því að bandarísk stjóm-
völd hefðu upplýst að í umræddri
handbók sjóhersins væri um að ræða
almennar leiðbeiningar sem föst
venja væri að senda öllum mikilvæg-
um stöðvum á vegum flotans um allan
heim, óháð því hvort þar væru geymd
kjamorkuvopn eða ekki.
31. maí 1980 sendi Center for
Defence Information frá sér yfirlýs-
ingu um kjarnorkuvopnamál og Is-
land, þar sem stofnunin skýrði
hvernig hún hefði komist að þeirri
niðurstöðu, að ýmislegt benti til þess
að kjarnorkuvopn hefðu verið stað-
sett á íslandi. Voru tilgreind ýmis
atriði sem styddu þetta, m.a. tilvist
P-3C Orion-kafbátavarnaflugvéla á
íslandi, sem hefðu venjulega kjarn-
orkuvopn til taks til nota á stríðstím-
um og F-4 Phantom orrustuvéla,
Margsinnis hefur komið til umræðna og
deilna á Islandi á undanförnum áratugum
um það hvort kjarnorkuvopn hafí verið
. ■ - ——— t
geymd í Keflavíkurstöðinni. I umræðum
um þessi mál hin síðari ár hefur nafn Willi-
ams Arkins verið áberandi.
sem teknar voru í notk-
un í Keflavíkurstöðinni
1973, sem stofnunin
segir að eigi venjulega
kost á því að geta notað
kj arnorkueldflaugar,
sem unnt sé að skjóta á
skotmörk á flugi. „Ofan-
greint bendir til þess, að
kjamorkuvopn kunni að
vera á Islandi eða að
þau kunni að verða flutt
til Islands á hættu- eða
stríðstímum,“ segir í yf-
irlýsingu stofnunarinn-
ar.
Játa hvorki né neita
11. ágúst 1980 lagði
Ólafur Jóhannesson utanríkisráð-
herra fram skriflega yfirlýsingu sem
borist hafði frá sendiherra Banda-
ríkjanna á íslandi, Richard A. Eric-
son, um þessi mál. Svar Bandaríkja-
manna var þríþætt: í fyrsta lagi er
tekið fram að það hafi lengi verið
stefna Bandaríkjanna að játa hvorki
né neita tilvist kjarnavopna nokkurs
staðar. I öðru lagi sé staðsetning
kjamorkuvopna háð samþykki þeirra
ríkja sem beinan hlut eigi að máli í
samræmi við ákvörðun leiðtogafund-
ar NATO frá árinu 1957 og í þriðja
lagi sé þetta í samræmi við 3. grein
varnarsamnings Islands og Banda-
ríkjanna um að það sé háð samþykki
íslands með hvaða hætti vamarliðið
hagnýti sér aðstöðuna á íslandi sem
veitt er með samningnum.
„Ég vona, að þetta nægi öllum
þeim, sem ekki eru íyrirfram ákveðn-
ir að hafa þá trú, að hér muni leynast
kjarnorkuvopn. Yfirlýsingin útilokar
algjörlega staðsetningu kjarnorku-
vopna hér á landi, svo vel sem unnt er
að útiloka nokkuð," sagði Ólafur Jó-
hannesson utanríkisráðherra á frétta-
mannafundi sama dag.
Samhliða þessum yfirlýsingum var
lögð fram greinargerð sem Öryggis-
málanefnd hafði unnið vegna umræðu
og skrifa um kjarnorkuvopn á íslandi
og var niðurstaða hennar sú, skv. frá-
sögn Morgunblaðsins, að allar yfírlýs-
ingar erlendra aðila um kjamorku-
vopn í tengslum við ísland ættu ræt-
ur að rekja til greinar sem Barry
Schneider, starfsmaður CDI, birti ár-
ið 1975. Frá því að sú grein birtist
virtist ekki hafa verið um neinar sjálf-
stæðar athuganir á þessu að ræða.
Fram kom í greinar-
gerð Öryggismála-
nefndar að Gene La
Rocque, forstjóri CDI,
og Bertram Gorwitz,
aðstoðarforstjóri stofn-
unarinnar og fyrrver-
andi hershöfðingi,
hefðu í samtölum við
starfsmann Öryggis-
málanefndar tekið mun
ákveðnari afstöðu til
spurningarinnar um
hvort kjarnorkuvopn
væru á Islandi en fram
kæmi í yfirlýsingu CDI
31. maí og haldið því
beinlínis fram að á ís-
landi væru staðsett
kjarnorkuvopn. Var meginröksemd-
in sú, að það væri fost regla hjá
bandaríska flotanum að staðsetja
vopnin þar sem áætlað væri að nota
þau. „Að vísu sagðist La Rocque
ekki vera alveg 100% ömggur vegna
þess að flotinn gæti auðveldlega flutt
vopnin burtu á mjög skömmum tíma
og kynni að hafa gert það nú þegar,“
segir í greinargerðinni.
Einnig vora fræðimenn á sviði ör-
yggismála hjá Brookings Institute
og Congressional Research Service
spurðir álits á því hvort tilvist hand-
bókar fyrir landgönguliða um örygg-
isgæslu kjarnorkuvopna á Keflavík-
ui-flugvelli sannaði að hér væra stað-
sett slík vopn. Vora þessir aðilar á
einu máli um að sennilega væri gert
ráð fyrir flutningi kjarnorkuvopna til
íslands á hættu- eða ófriðartímum
en töldu ólíklegt að hér væra stað-
sett slík vopn.
William Arkin kemur
aftur til sögunnar
Þætti Williams Arkins í umræðu
um kjarnavopn á íslandi var þó ekki
lokið, en í byrjun desember árið 1984
kom Arkin til íslands í boði félasvís-
indastofnunar Háskóla íslands.
Hann kvaðst nú hafa haft rangt fyrir
sér árið 1980 þegar hann hélt því
fram að kjarnorkuvopn væru geymd
á Islandi en sagðist hins vegar hafa
aflað upplýsinga um að kjarnorku-
vopn yrðu flutt til íslands á ófriðar-
tímum. Arkin gekk á fund Geirs
Hallgrímssonar, þáverandi utanrík-
isráðherra, og afhenti honum afrit,
sem hann sagði vera af bandarískum
skjölum og sýndu að Gerald Ford,
William Arkin
þáverandi forseti Bandaríkjanna,
hefði veitt heimild, fjárlagaárið 1975,
fyrir flutningi 48 kjarnorkudjúp-
sprengna til Keflavíkurstöðvarinnar
í ófriði og ekki væri gert ráð fyrir að
leitað yrði samþykkis íslenskra
stjórnvalda. Kvaðst hann hafa aflað
þessara upplýsinga hjá ónefndum
bandarískum embættismanni.
Fékkst listinn aldrei birtur opinber-
lega. Síðar viðurkenndi Arkin að
framkvæmd þessarar heimildar væri
háð samþykki íslenskra stjórnvalda.
Geir Hallgrímsson lýsti yfir af
þessu tilefni að það væri óbreytt
stefna Islands að hér yrðu ekki stað-
sett kjarnorkuvopn, hvorki á friðar-
né stríðstímum. Geir kvaðst, við ut-
andagskráramræðu, sem fram fór
um málið á Alþingi, hafa krafíð yfir-
mann bandaríska sendiráðsins hér
skýringa á málinu, þegar Arkin hefði
fært sér ljósrit af meintum gögnum
um þetta efni, en nauðsynlegt væri
að kanna áreiðanleika þessa plaggs,
m.a. í ljósi þess að fyrri fullyrðingar
sama aðila um kjarnorkuvopn hér á
landi hafi reynst rangar.
„Aðeins að fengnu samþykki
íslensku ríkisstjórnarinnar“
19. desember barst utanríkis-
ráðuneytinu svar frá bandaríska
sendiráðinu vegna málsins. „Sér-
hver heimild til Bandaríkjahers til
þess að flytja kjarnavopn til íslands
mundi aðeins verða veitt að fengnu
samþykki íslensku ríkisstjórnarinn-
ar,“ segir í bréfinu. Þar var ítrekað
að Bandaríkin hefðu í einu og öllu
farið eftir og muni halda áfram að
fara eftir ákvæðum varnarsamn-
ingsins við ísland og samþykkt
NATO varðandi staðsetningu kjarn-
orkuvopna. í fréttatilkynningu sem
íslenska utanríkisráðuneytið sendi
frá sér segir að skv. bréfi banda-
ríska sendiráðsins sé ljóst að heim-
ild til geymslu kjarnavopna á Is-
landi á ófriðartímum hafi ekki verið
veitt. Geir Hallgrímsson og Stein-
grímur Hermannsson, þáverandi
forsætisráðherra, töldu svar Banda-
ríkjastjórnar fullnægjandi, en
nokkrir þingmenn stjórnarandstöð-
unnar vora á öðru máli við utandag-
skrárumræður sem fram fóra á Al-
þingi 20. desember og vildu þeir
láta knýja á um fyllri svör.
13. febrúar 1985 birti bandaríska
dagblaðið The New York Times frétt
á forsíðu um að bandarísk stjórnvöld
hefðu látið gera áætlun um flutning
kjaraorkuvopna til íslands, Kanada,
Bermúda og Puerto Rico, ef séi-stak-
ar aðstæður sköpuðust. Blaðið sagði
að flutningur vopnanna væri hins
vegar háður samþykki viðkomandi
ríkisstjórna. Fyrir þessu bar blaðið
ónafngreinda embættismenn og vitn-
aði þar að auki í leyndarskjal, sem
það sagði William Ai’kin, sérfræðing
um vígbúnaðarmál, hafa komið á
framfæri.
Hugsanleg
kaup á rafveitu
Hveragerðis
Hag-
kvæmnis-
sjónar-
mið ráða
ORKUVEITA Reykjavíkur
hefur lýst áhuga á að leigja eða
kaupa Rafveitu Hveragerðis.
Að sögn Alfreðs Þorsteinsson-
ar, formanns stjórnar veitu-
stofnana, ræður hagkvæmnis-
sjónarmið áhuga Orkuveitunn-
ar en stærri veita gæti leitt til
lægri orkugjalda.
„Þetta er í raun það sama og
á sér stað víðast hvar erlendis,
að stærri orkufyrirtæki kaupa
upp minni rafveitur og sjá þá
hagkvæmni stærðarinnar í því,
sem gæti leitt til betri veitna,
sem aftur skilaði sér í lægri
orkugjöldum,“ sagði Alfreð.
„Það er kannski fyrst og fremst
það sem réði áhuga Orkuveit-
unnar þegar fréttist af því að
Hvergerðingar hefðu áhuga á
að selja sína rafveitu. Við send-
um þeim bréf og óskuðum eftir
viðræðum um annaðhvort kaup
á rafveitunni eða þá langtíma
leigu. Það er augljóslega hag-
kvæmt fyrir bæjarstjóm
Hveragerðis að ræða við fleiri
aðila en Rafmagnsveitu ríkisins
um kaup á rafveitunni og geta
þannig betur gert sér ljóst
hvaða verðmæti þeir era með í
höndunum.“
Alfreð benti á að Orkuveita
Reykjavíkur seldi nú þegar
þjónustu sína til annarra sveit-
arfélaga svo sem Kópavogs,
Mosfellsbæjar, Seltjarnamess
og hluta Garðabæjar.
Járnblendið
Ofninn er
enn bilaður
EKKI hefur enn tekist að
komast að orsökum bilunarinn-
ar í Járnblendiverksmiðjunni á
Grandartanga sem olli því að
mikinn kísilreyk lagði upp úr
skorsteini verksmiðjunnar um
helgina.
Bjami Bjarnason fram-
kvæmdarstjóri Islenska Járn-
blendifélagsins sagði að ekki
væri hægt að segja hversu
langan tíma það tæki að kom-
ast að rót vandans og lagfæra
hann. Bilunin er í búnaði
tengdum þriðja ofninum í verk-
smiðjunni. Enginn reykur kom
frá honum í gær vegna þess að
lækkað hefur verið á álagi á
ofninum meðan á viðgerð
stendur.
þvottavél 1000 sn.
L1041
Tekur 5 k'
13 þvottalcerfi
Flýtiþvottur
UÍIarþvottakerfi
Hitastillir o.m.fl.
q. af þvotti
1K€
Þvottavél á frábœru verdi!
39.900.
Verðádur 52.900.
Þú sparar kr. 13.000.-
ROFTffKJflUERZLUM ISLflMDS If
- ANNO 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
cc
CE
o