Morgunblaðið - 21.10.1999, Side 24

Morgunblaðið - 21.10.1999, Side 24
24 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Morgunblaðið/Ármann Agnarsson Góð kolmunnaveiði KOLMUNNAVEIÐAR hafa geng- ið vel hjá íslensku skipunum að undanförnu en þau hafa verið við veiðar norður og norðaustur af Færeyjum. Börkur NK landaði 1.700 tonnum af kolmunna í Nes- kaupstað í fyrradag og Beitir NK 1.200 tonnum í gærkvöldi. „Það hefur verið ágætis kropp og það besta sem við höfum séð í haust,“ sagði Ragnar Guðmundsson, stýrimaður á Beiti NK, við Morg- unblaðið í gær. „Verðið fyrir kolmunnann er samt enn mjög lágt. Við fengum rúmar 5 krón- ur fyrir kflóið í Færeyjum en Iík- Iega er það eitthvað lægra hér heima,“ sagði Ragnar. A mynd- inni eru skipveijar á Beiti NK að taka flottrollið á kolmunnamið- unum við Færeyjar. íjóttu augmbliksins Carpe Diem hefur opnað aftur eftir gagngerar breytingar. Nýir rekstraraðilar hafa tekið við og er áherslan lögð á nýja glæsilega matseðla og notalegt umhverfi. Meðal þeirrar ja 'ætm / / Hádegismatseðill Mánudag-föstudags 11.30- 14.00 Súpa og helmabakað brauð Kjötréttur eða fiskiréttur Kaffi Verðkr. 950.- Smáréttaseðill súpa og kaffi inniíalið Opnmartími á kvöldin Sunnudag- flmmtudags 18.00 - 22.00 Föstudag-laugardags 18.00-23.00 þjónustu sem veitt verður er aðstaða til veislu- og fundar- halda auk veisluþjónustu. Hér fyrir neðan má sjá brot af matseðlum Carpe Diem. Verið velkomin. wn matseðla Aðalmatseöill Forréttir Humar Trocadero með hvflauksbrauði Nauta carpacdo með grænmeti julienne Aðalréttir Piparsteikt smálúða Dijon Blandaðir sjávarréttir f hvítvlnssósu Hvítlauksristaðir Humarhalar Lambafillet gljáð hunangi og dijonsinnepi Gljáð andarbringa með appelsfnusósu Piparostfyllt grísalund með shenybættri rjómasósu Eftirréttir Djúpsteiktur camenbert Biandaðir ostar Carpe Diem terta | s Carpe Diem • Rauðarárstíg 18 • Sími: 552 4555 Byggðakvóta úthlutað á tveimur stöðum Övissa tefur aðra úthlutun BYGGÐAKVÓTA sem sveitarfélög- um á Bakkaiirði og Borgarfirði eystri var ráðstafað fyrr í haust var úthlut- að á stjórnarfundi Byggðastofnunar í gær. Utgerð á Þórshöfn fær stóran hluta byggðakvóta Bakkfirðinga og á Borgarfirði eystri er hluti byggða- kvótans eymamerktur nýliðum. Óvissa með starfsemi burðarása í at- vinnulífi nokkurra byggðarlaga hafa tafið úthlutun byggðakvótans á við- komandi stöðum. Borgarfjörður eystri fékk 112 tonn af byggðakvóta til ráðstöfunar. A stjórnarfundi Byggðastofnunar í gær var samþykkt að skipta kvótan- um í þrennt. Einn hluti kvótans, um 40 tonn, skiptist jafnt á smábáta í sveitarfélaginu og koma 6 tonn í hlut hvers báts. Fiskvinnslan á staðnum fær álíka stóran hluta og mun hún gera samning við bát til að fiska heimildirnar gegn því að útgerðin leggi til heimildir á móti, einkum á þeim tíma sem trillurnar eiga erfitt með að leggja vinnslunni til hráefni. Afgangnum, um 20 tonnum, verður úthlutað til þeirra sem eru að hefja útgerð eða nýliðum. Þeir geta þá sótt í þennan pott og fengið allt að tvö- faldan trillukvótann, eða 12 tonn í stað 6, til að koma undir sig fótunum. Bakkafjörður fékk 72 tonn af byggðakvóta til ráðstöfunar og er um 40 úthlutað til fiskvinnslunnar á staðnum, Gunnólfs ehf. Auk þess mun Geir ÞH frá Þórshöfn veiða hluta kvótans en leggja í staðinn upp hluta af eigin kvóta á Bakka- firði. Þá fá 9 bátar frá Bakkafirði út- hlutað 3,5 tonnum af byggðakvótan- um hver. Stjóm Byggðastofnunar hefur þá úthlutað um helmingi þess byggða- kvóta sem sveitarfélög fengu til ráð- stöfunar í ágúst sl. Auk Bakkafjarð- ar og Borgarfjarðar eystri hefur verið gengið frá úthlutun á byggða- kvóta Seyðisfjarðar, Hofsóss og Isa- fjarðabæjar. Enn á eftir að ganga frá úthlutuninni á Breiðdalsvík, Fá- skrúðsfirði, Stöðvarfirði, Kaldrana- neshreppi, Grímsey og Vestur- byggð. Upphaflega var áætlað að úthlut- un kvótans yrði lokið fyrir 1. septem- ber að sögn Egils Jónssonar, for- manns stjórnar Byggðastofnunar, hefur óvissa með starfsemi burða- rása í atvinnulífi nokkurra byggðar- laga orðið til þess að úthlutunin hef- ur tafist svo mjög. „Þar höfum við lagt til ráðgjafa til að reyna að hjálpa til við að greina vandamálin og gera tillögur til úrbóta. A meðan þær liggja ekki íyrir treystum við okkur til að úthluta byggðakvótanum Egill segir að væntanlega muni úthlutun byggðakvótans ljúka á næsta fundi stjórnarinnar eftir hálf- an mánuð. Úr lausu lofti gripið Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur óvissa með starfsemi fiskvinnslufyrirtækja á Breiðdals- vík, Stöðvarfirði og Drangsnesi tafið fyrir úthlutun byggðakvótans í byggðarlögunum, enda hafi þessi fýrirtæki hug á að hætta eða flytja starfsemi sína frá plássunum. Út- gerðarfélagið Njörður ehf. gerði sl. vetur samning til tveggja ára við sveitarfélagið á Breiðdalsvík um öfl- un hráefnis sem byggðist á því að sveitarfélagið útvegaði kvóta á móti. Hafliði Þórsson, framkvæmdastjóri Njarðar, segir að ekki hafi verið annað rætt en að staðið verði við samninginn og ekkert liggi íyrir hvað taki við að honum loknum. Hann vill því ekki kannast við að Njörður hætti starfsemi á Breið- dalsvík. Gunnlaugur Sighvatsson, framkvæmdastjóri Hólmadrangs hf., sem rekur fiskvinnslu á Drangs- nesi, segir vangaveltur um að fyrir- tækið flytji starfsemi sína þaðan einnig úr lausu lofti gripnar. Snæfell hf. gerir út togara og rekur fisk- vinnslu á Stöðvarfirði og segir Magnús Gauti Gautason, fram- kvæmdastjóri Snæfells, að ekki standi til að breyta þar nokkru um. „Við höfum sóst eftir þessum byggðakvóta og sagt að hann færi þá til vinnslu á Stöðvarfirði. Við get- um hins vegar ekki skuldbundið okkm- til að gera engar breytingai' á starfseminni næstu 5 árin, eins og gerð er krafa um. Við einfaldlega getum ekki gert slík,“ segir Magnús. Aukin loðna í Barentshafí LOÐNUSTOFNINN í Barents- hafi er í vexti, en þó ekki eins ör- um og talið var eftir seiðaleið- angur fyrr á árinu. Nýjustu mæl- ingar norskra fiskifræðinga benda til þess að stofninn sé nú um 2,8 milljónir tonna en í fyrra mældist hann 2 milljónir tonna. Þá var leyft að veiða 48.000 tonn, sem eingöngu mátti nýta til manneldis. Ekki er ljóst enn hver kvótinn verður á komandi vertíð, en líklega verður hann aukinn eitthvað. Engar loðnuveiðar voru leyfðar í Barentshafinu um tíma vegna bágs ástands stofnsins. Lagnamenn athugíð Heimeier námskeið Thomas Heising frá fyrirtækinu Heimeier Metallwerk GMBH mun halda námskeið í uppsetningu og stillingu á hitastýrðum ofnlokum. Haldin verða 2 námskeið á Grand Hótel Reykjavík, hið fyrra mánudaginn 25. október og hið seinna þriðjudaginn 26. október. Þau hefjast kl. 18:00 báða dagana. Þeir sem hafa áhuga á að sækja námskeiðið eru vinsamlegast beðnir að skrá sig sem fyrst [ síma 564-1088. Allir eru velkomnir, ekki síst lagnamenn af landsbyggðinni. Aðgangur að námskeiðinu er ókeypis. Heimeier

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.