Morgunblaðið - 21.10.1999, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 25
ERLENT
AP
Sænskir nýnasistar bera mynd af Rudolf Hess, aðstoðarmanni Adolfs Hitlers, í göngu í bænum Trollhattan.
Vaxandi umsvif
sænskra nýnasista
valda áhyggjum
MORÐIÐ líkist aftöku skrifuðu
sænsk blöð 13. október eftir að 41
árs maður hafði fundist liggjandi
látinn í blóði sínu fyrir framan íbúð
sína á þriðju hæð í fjölbýlishúsi í út-
hverfí Stokkhólms. Morðið virtist
hið dularfyllsta, því maðurinn hafði
aldrei komist í kast við lögin og lifði
mjög rólegu lífi, hvorki reykti né
drakk, en skokkaði. Tveimur sólar-
hringum seinna voru þrír ungir
menn teknir fastir, grunaðir um
morðið. Þeir eru allir þekktir fyi-ir
tengsl sín við samtök sænskra
nýnasista.
Um leið virtist ljóst að morðið
ætti sér pólitískar ástæður.
I sumar voni tveir lögreglumenn
drepnir er þeir reyndu að hindra
bankarán. Þeir sem ákærðir hafa
verið fyrir ránið og morðið eru
nýnasistar og sýnt þykir að ránið
hafi átt að fjármagna nýnasista-
starfsemi. I vor sprakk sprengja í
bíl blaðamanns sem hefur skrifað
um umsvif nýnasistanna. Brotist
hefur verið inn í vopnabúr og
nýnasistar handteknir vegna þess.
Það eru umsvif af þessu tagi, sem
vekja ugg í Svíþjóð. í samtali við
Aftonbladet sagði einn formælandi
nýnasista: „Það er stríð og í stríði
deyr fólk.“ Þessi ummæli segja
nokkuð um hugarheim nýnasist-
anna.
Pólitísk aftaka
Sá sem myrtur var nú nýlega hét
Björn Söderberg og var 41 árs að
aldri. Hann hafði lengi verið virkur
í vinstrisinna-verkalýðsfélagi og
barist ötullega gegn kynþáttafor-
dómum. Hann hefur stundað ýmis
störf, en í sumar vann hann sem
lagermaður hjá fyrirtæki, þar sem
einnig vann 22 ára gamall maður.
Þegar sá var fenginn á vinnustaðn-
um til að gegna hlutverki fyrir
verkalýðsfélagið vakti Söderberg
athygli á nýnasískum skoðunum
mannsins, sem spilaði tónlist með
inntakinu „valdið til hinna hvítu“.
Þetta varð til þess að manninum
var ekki veitt verkefnið.
Þarna var þó ekki um að ræða
einhvern óbreyttann liðsmann
nýnasista, heldur einn af þeim
þekktari í Svíþjóð. Eftir að þeim
Söderberg og unga manninum lenti
saman hætti Söderberg að vinna
þarna. Vinir Söderbergs eru ekki í
vafa um að Söderberg galt fyrir
með lífinu að hann spyrnti við fram-
gangi mannsins á vinnustaðnum.
Vinnuveitandi mannsins tekur upp
hanskann fyrir þann 22 ára og vís-
bendingar eru um vaxandi áhrif
nýnasista í ýmsum smærri verka-
lýðsfélögum.
Lögreglan vinnur nú út frá þeirri
tilgátu að skýringarinnar á morð-
inu sé að leita í pólitískum skoðun-
um þremenninganna. Sá sem
Eftir morð á verkalýðs-
félagsmanni nýlega
þurfa Svíar að horfast í
augu við vaxandi umsvif
nýnasista, skrifar
Sigrún Davíðsdóttir.
Söderberg deildi við er ekki í hópi
hinna grunuðu, en einn þeirra er
honum nákunnugur og einlægur
aðdáandi hans
Fjár aflað með ránum
I sumar var framið bankarán í
sænskum smábæ. Tveir lögreglu-
menn, sem veittu ræningjunum við-
spyi-nu voru myrtir. Sýnt þykir að
um aftöku hafi verið að ræða, því
þeir voru skotnir aftan frá með eig-
in byssum. Fimm manns hafa verið
handteknir, þar af þrír grunaðir um
ránið. Einn þeirra er 26 ára sí-
afbrotamaður, Tony Olsson, sem
síðastliðinn vetur lék í leikriti eftir
Lars Norén, en það byggði Norén á
viðtölum við Olsson og fleiri fanga,
þar sem þeir léku sjálfa sig. Olsson
var að ljúka við að afplána fimm ára
dóm fyrir morðtilraun. Við réttar-
höldin yfir honum vakti það óhug
viðstaddra hve kaldrifjaður hann
var þegar hann ræddi glæp sinn.
Leikritið vakti miklar deilur, þar
sem mörgum þótti ósmekklegt að
Olsson og fleiri fengju að halda á-
róðursræður, sem hvergi var mót-
mælt. Eftir síðustu sýninguna fór
Olsson í helgarleyfi úr fangelsinu,
en kom ekki aftur. Daginn sem
hann hefði átt að koma aftur var
bankaránið framið og lögreglu-
mennirnir myrtir. Talið er að með
ráninu hafi átt að fjármagna frekari
umsvif nýnasista.
Höfðar til ungra karlmanna
Höfuðsamtök sænskra nýnasista
eru „Nationalsocialistisk front“,
NSF, með aðsetur í Karlskrona.
Markmiðið er að ganga af lýðræð-
inu dauðu og gera NSF að því sem
meðlimirnir kalla pólitíska járn-
hönd í Svíþjóð. Það er áberandi að
hreyfing nýnasista í Svíþjóð er bor-
in uppi af ungum karlmönnum.
Einn þremenninganna sem
handtekinn var íyrir morðið á
Söderberg er 23 ára forstjórason-
ur. Hann vinnur við tölvur en frá
því á menntaskólaárunum hefur
hann verið hallur undir hugmynda-
fræði nasista. Á yfirborðinu virðist
hann að sögn sænskra fjölmiðla
vera hinn prúðasti, en hefur þó oft
verið ákærður fyrir ofbeldi, meðal
annars gegn börnum og unglingum.
Hann hefur þó aldrei verið ákærð-
ur.
Meðan hann gegndi herþjónustu
þótti hann standa sig með prýði og
fékk því sérlegan aðgang að vopna-
geymslum og ýmsum leynibúnaði.
Á þessum tíma var brotist inn í
vopnabúr herdeildar hans og vopn-
um þaðan stolið. Hann var einn af
þeim sem sættu sérstakri rannsókn
en ekkert fannst sem leiddi til
ákæru. Tveir nýnasistar voru síðan
ákærðir fyrir þjófnaðinn, en vopnin
komu aldrei öll til skila.
Mál eins og þetta hefur beint at-
hyglinni að sænska hernum og
hvort hann hafi sérstakt dálæti á
ungum mönnum með öfgasinnaðar
hægriskoðanir. Þetta hefur orðið til
þess að herinn hefur hert eftirlit
með hermönnum og skoðunum
þeirra.
Leyniþjónusta nýnasista
Það vekur nokkurn ugg að Ijóst
er að NSF og skyld samtök halda
uppi viðamikilli upplýsingasöfnun,
sem sænskir fjölmiðlar hika ekki
við að kalla leyniþjónustu. Þegar
gerð var húsrannsókn hjá nýna-
sista 1994 fannst listi með 200 nöfn-
um og upplýsingum um fólk. Um er
að ræða myndir af fólki, upplýsing-
ar um hvar fólk vinni, hvar það búi,
fjölskylduhagi og hverja það um-
gangist Ljóst er að upplýsingum er
safnað um meðlimi verkalýðShreyf-
inga, lögreglumenn, stjómmála-
menn og blaðamenn, sem á ein-
hvern hátt hafa látið til sín taka í
baráttu gegn kynþáttafordómum
og nasisma. Hægt er að fá passa-
myndir hjá yfirvöldum af fólki og
um leið upplýsingai' um það. Komið
hefur í ljós að samtök nýnasista
hafa verið iðin við að panta myndir
og upplýsingar um lögreglumenn.
Nú hefur verið rætt hvort ekki sé
rétt að taka í taumana og hætta að
afhenda þessar upplýsingar.
Hver er uppspretta nýnasisma?
Félagsfræðingar velta því mjög
íyrir sér hvað það sé, sem fái unga
menn til að heillast svo mjög af
öfgahreyfingum eins og nýnasist-
um. Sterk samheldni hópsins og
ríkur agi virðist höfða til margra.
Æfingar og útivera í skógunum í
kringum Karlskrona og víðar tíðk-
ast í þessum hópi. Tónlistin, sem
þessir ungu menn hlusta á, er líka
sameiningartákn þeirra, en um er
að ræða kraftmikla og ágenga tón-
list, sem mikið er búið til af bæði í
Svíþjóð og víðar.
Norræn goðafræði og tákn þaðan
eru rík uppistaða í hugmyndafræði
nýnasista. Svo ríkt hefur kveðið að
þessu meðal sænskra ungmenna að
þessi tengsl hafa komið slæmu orði
á allt, sem fornnorrænt er. Það
þykir einfaldlega grunsamlegt að
bera til dæmis skartgripi og önnur
tákn sem tengjast þessu tímabili.
Á aö fara eitthvað út?
Síminn GSM hefur gert reikisamninga við yfir 100 far-
símafyrirtæki í meira en 50 löndum. Þannig er tryggt
að þú ert í aðeins símtalsfjarlægð frá þínum nánustu
á ferð þinni um heiminn.
Síminn GSM. í traustu sambandi erlendis.
SÍMINN-GSM
WWW.BSM.IS