Morgunblaðið - 21.10.1999, Side 30

Morgunblaðið - 21.10.1999, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Líður vel innan um myndir Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðar- maður velur myndverk á sýninguna „Þetta vil ég sjá“ sem opnuð verður í Gerðubergi í kvöld kl. 20.30. Orri Páll Ormarsson fór Partur af einu verkanna á sýningunni, Boðorðunum tíu eftir Sigurð Guðmundsson. MÉR finnst einhvem veg- inn að myndlistarmenn eigi að fá okkur til að skynja heiminn upp á nýtt, það sé þeirra hlutverk," segir Friðrik Þór Friðriksson og upp- lýsir, við upphaf yfirferðarinnar um sýninguna í Gerðubergi, að hann hafi frá blautu barnsbeini haft áhuga á myndlist. „Myndlistin var aldrei langt undan í minni æsku. Afi minn, séra Bjarni Hjal- tested, málaði myndir og kona hans, sem var dönsk, var systir listmálara. Það var því mikil myndlist á mínu heimili og ég kynntist ungur verkum margra málara.“ Það er svo í kringum 1970 að Friðrik Þór fer að sækja sýningar af þrótti. „Ég kynntist Steingrími Eyfjörð myndlistarmanni á þess- um tíma og hann fór að draga mig á sýningar. SUM-aramir vom þar ofarlega á baugi en ég varð snemma alæta á myndlist — og er enn. Mér líður alltaf vel innan um myndir." — Það lætur því nærri að þú hafir orðið fyrir áhrifum af myndl- ist í þínu starfi sem kvikmynda- gerðarmaður? „Já, miklum áhrifum.“ A ofanverðum áttunda áratugn- um stofnaði Friðrik Þór meira að segja gallerí í félagi við nokkra listamenn, Gallerí Suðurgötu 7. Sýndi hópurinn, sem menn á borð við Bjarna Þórarinsson, Steingrím Eyfjörð, Ingólf Öm Arnarspn, Eggert Pétursson og Halldór As- geirsson heyrðu til, víða um lönd og gaf jafnframt út fjöllistatímari- tið Svart á hvítu. Segir Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur í grein í sýningarskrá þessa menn hafa gengið út frá hugmyndafræði Flúxus-hreyfingarinnar, þar sem myndlistin var meðal annars skil- greind sem „tilviljunarkennd, fá- brotin og fyndin". Á mynd í Listasafni fslands — Fiktaðir þú aldrei sjálfur við myndlist á þessum tíma? „Jú, reyndar," svarar Friðrik Morgunblaðið/Sverrir Friðrik Þór Friðriksson á sýningunni í Gerðubergi. í bakgrunni má sjá eitt verka Harðar Ágústssonar. Þór og lítur í kringum sig, flótta- legur á svip. — Kom ekki til greina að hygla þeim verkum hér? Fiskarnir í sjónum MYNDLIST Sjóminjasafnið MÁLVERK SVEINN BJÖRNSSON Sýningin er opin frá 13-17 um helg- ar og lýkur 31. október. SVEINN Bjömsson (1925-1997) fór ávallt sínar eigin leiðir, hvort heldur var í starfi eða leik, og í mál- verkinu þroskaði hann með sér stíl sem túlkaði hans eigin lífssýn og hugmyndaheim, án tillits til tískust- rauma myndlLstarinnar. Þó var Sveinn langt frá því nokkur einfari í lífi sínu eða list. Myndir hans túlk- uðu veruleikann, náttúmna eða reynsluheim sjómannsins, og á síð- ustu sýningum sínum fjallaði Sveinn af öryggi um heim litanna sjálfra, þann heim sem málarinn kynnist og ferðast um í starfi sínu. Sveinn stundaði framan af sjó og gerði sjómennskuna að myndefni sínu um langt skeið. I meðföram hans urðu veiðamar að eins konar helgisögu og sjómennimir sem hann málaði að helgum mönnum sem unnu ekki aðeins af nauðsyn heldur af innblæstri, umluktir sjáv- arlöðri og sveipaðir guðdómlegri birtu þar sem þeir stóðu á dekkinu og tóku inn netin. Barátta þeirra við sjóinn og veðrið varð í myndum Sveins að eins konar hetjusögu, hó- merískri frásögn þar sem allir hlut- ir hafa líf og sál og hvert handtak er liður í örlagasögunni. í þessari sögu era fiskamir líka helgar verur og þeir komu oft fyrir í myndum Af sýningu á verkum Sveins Björnssonar í Sjóminjasafni íslands. Sveins eftir að hann hætti að mála sjómenn og sjómennsku. Þá sáust þeir stundum fljóta um myndflötinn í óræðu litrófi eða innan um aðrar þær vættir sem byggðu myndheima Sveins, huldufólk eða náttúraanda og sálimar sem hann greindi í sjálf- um litunum og formunum sem hannfékkstvið. Fiskurinn í myndlist Sveins Bjömssonar er viðfangsefni sýn- ingar sem nú má skoða í Sjóminja- safninu í Hafnar- firði. Það er tekið á verkum Sveins frá ýmsum sjón- arhornum og fer vel á því að sýn- ing af þessu tagi sé sett upp í þessu safni þótt auðvitað eigi list Sveins ekki síður erindi á listasöfn þar sem hún enda sést oft. Sjó- minjar era ekki aðeins þau amboð og tól sem beitt hafur verið við sjósókn, heldur líka minni og minningar þeirra sem sjóinn hafa sótt. Þar er því túlkun lista- mannsins snar þáttur í vaðnum sem bindur okkur við sjóinn og líf fiskimannanna. Túlkun Sveins Bjömssonar mun alltaf verða mikilvægur hluti af þeirri átakasögu sem sjómennska Islendinga hefur verið. Jón Proppé „Nei, þetta er það sem ég vil sjá,“ svarar hann ákveðinn. Síðan skellir hann upp úr. Þess má geta að Friðrik Þór hef- ur afrekað að selja Listasafni ís- lands myndverk eftir sig. Fékk hann þá Áma Pál ljósmyndara til að taka myndir af sér við útlistun íslenskra málshátta og spakmæla og var afraksturinn sýndur við ým- is tækifæri. Listasafnið keypti ljós- myndina Að renna blint í sjóinn en þar sést Friðrik Þór skeiða út í sjó með bundið fyrir augu. Allt um það. Þá er það sýningin. Hörðm- Ágústsson leggur kjallara Gerðubergs undir sig með nokkuð stórum myndverkum. Eru verk hans sjaldséð í seinni tíð. „Hörður er í miklum metum hjá mér. Þessi verk era öll af sýningu sem hann hélt á Kjarvalsstöðum 1977 og hef- ur verið greipt inn í mig allar götur síðan. Objektív áhrif þessara verka era hrífandi og það er synd að Hörður skuli ekki sýna meira en raun ber vitni. En hann er auðvitað mjög upptekinn af sínum fræðist- örfum,“ segir Friðrik Þór og bend- ir blaðamanni sérstaklega á verkin Kvik I og Kvik II, sem era eins- konar óður til kvikmyndarinnar. Þegai- upp á efri hæðina er kom- ið blasa fyrst við fleiri verk eftir Hörð á kaffistofu. Þau eru af svip- uðum toga en smærri í sniðum. Þá verða á vegi okkar tvö stór olíu- málverk eftir Tolla. „Þessar mynd- ir eru báðar af fyrstu sýningu Tolla, Eyrarbakkasýningunni svokölluðu, 1985 að mig minnir," segir Friðrik Þór, þar sem hann stendur við aðra myndina, Bækur í ís. „Þessa hérna valdi ég af því hún tengist kvikmyndinni Bömum náttúrannar. Viðfangsefnið er Straumnesfjall." Friðrik Þór minnist Eyrar- bakkasýningarinnar með hlýju en „hún varð til þess að fordómarnir sem ég hafði gagnvart málverkinu á þessum tíma hurfu. Auðvitað voru Steingrímur og Helgi Þorgils að mála en þar fyrir utan var fátt getur að líta verkin sem hafa haft mest áhrif á hann - í leik og starfí. um sali í fylgd Friðriks Þórs en þarna sem heillaði - þar til Tolli kom til sögunnar". Þar sem Tolla sleppir taka SÚM-arar við. Fyrst Magnús Páls- son. „Ég lít á Magnús sem guðföð- ur nýlistar í landinu," segir Friðrik Þór. „Hann leiddi nýlistadeildina og svo var hann bara svo hjálpleg- ur við okkur í Galleríi Suðurgötu 7. Ef eitthvað bjátaði á leituðum við til Magnúsar.“ Verkin í Gerðubergi era frá sjöunda áratugnum. „Ég hefði kos- ið nýrri verk en Magnús vinnur mikið með viðkvæma skúlptúra í seinni tíð og þeir passa illa inn í þetta húsnæði." Næst blasa við myndverk bræðranna Sigurðar og Kristjáns Guðmundssona. „Þessi verk Sig- urðar era mér kær en þau era frá því snemma á áttunda áratugnum, þegar ég byrjaði að sækja mynd- listarsýningar í einhverjum mæli. Síðan eru hérna línumyndir eftir Kristján. Ég myndi segja að þær væra skyldastar myndum Harðar, nema hvað þær era heimspeki- legri. Hörður er meira í forminu." Á ekkert verkanna sjálfur Á sýningunni verður einnig eitt verka Steingríms Eyfjörðs en það var ekki komið upp, þegar Friðrik Þór lóðsaði blaðamann um sali. „Það er mjög fallegt verk, í eigu Listasafns íslands," segir Friðrik Þór og blaðamaður notar tækifær- ið og spyr hvort eitthvað af þessum verkum sé í hans eigu. „Nei, því miður.“ Bjarni Þórarinsson „lokar hringnum“, eins og Friðrik Þór kemst að orði, í setustofu Gerðu- bergs. Þar fáum við okkur sæti, eins og lög gera ráð fyrir, og sýn- ingarstjórinn dáist að verkum Bjarna, Vísirósum, sem meðal ann- ars gat að líta á sýningu í Ný- listasafninu fyrir tveimur áram. „Þetta eru svakalega falleg verk.“ — Er þetta allt sem þú vildir sjá? „Já, ætli það ekki. Ég á að vísu marga myndlistarmenn að vinum, þannig að valið var erfitt." — Era þá jafnvel móðgaðir menn út um allan bæ? „Alveg örugglega," segir Friðrik Þór og hlær. „En þegar allt kemur til alls eru þetta þau myndverk sem hafa haft mest áhrif á mig.“ — Þú ert þá ánægður með af- raksturinn? „Mjög ánægður." Þar með er þessari leiðsögn listamannsins lokið en blaðamaður getur þó ekki stillt sig um að spyrja Friðrik Þór frétta af nýj- ustu kvikmynd hans, Englum al- heimsins, sem byggð er á samn- efndri verðlaunabck Einars Más Guðmundssonar, áður en hann hverfur á braut. „Það er allt gott af henni að frétta. Ég er að klára að klippa hana - reyndar hefur þessi sýning tafið mig aðeins - og stefnt er að framsýningu um jólin. Þeir í Há- skólabíói vilja að vísu hafa hana fyrstu mynd nýrrar aldar en ég vil frekar framsýna hana á jólunum.“ Sýningin í Gerðubergi stendur til 14. nóvember. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.