Morgunblaðið - 21.10.1999, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 21.10.1999, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Krafa um ný almannatryggingalög UNDANFARIÐ hefur Tryggingastofn- un og starfsemi henn- ar verið meira í um- ræðunni en venjulega vegna skýrslu Ríkis- endurskoðunar um líf- eyristryggingasvið stofnunarinnar. Pessi stjórnsýsluendurskoð- un er vissulega tíma- bær því þeir sem gerst þekkja almannatrygg- ingarnar og starfsemi lífeyristrygginganna hafa löngum vitað hversu víða er þar pottur brotinn. Flókið og óréttlátt kerfi Ekkert í skýrslu Ríkisendur- skoðunar kemur mér á óvart. Kerf- ið er of flókið, tekjutengingar út og suður mismuna lífeyrisþegum, s.s. eftir fjölskyldustöðu og eftir því hvaðan tekjur þeirra koma. Ekk- ert kemur af sjálfu sér, menn verða að þekkja rétt sinn mjög vel til þess að fá úr almannatrygging- unum það sem þeim ber. Ekki er við Tryggingastofnun að sakast í flestum gagnrýnisatriðun- um. Upplýsingagjöf og fræðsla eru gagnrýnd, en það eru verkefni sem stofnuninni ber að sinna sam- kvæmt lögum. Þau má sífellt bæta. Tryggingastofnun hefur sinnt því hlutverki vel eða eins og fjárveit- ingar hafa leyft og nýtt sér nýjustu tækni við það. Heimasíðan er til fyrirmyndar, uppfærð reglulega og handbókin ómetanleg þeim sem vinna í heilbrigðisþjónustunni, fyr- ir aldraða, öryrkja og sjúka. Bækl- inga þarf að þróa stöðugt enda hef- ur það reynst óhjákvæmilegt vegna sífelldra breyt- inga á lögum og reglum, sem hafa ver- ið landlægar í þessum málaflokki. Eðlilegt er og sjálf- sagt að félög aldraðra og öryrkja annist einnig kynningu á tryggingamálum, eins og verkalýðsfé- lög gera hvað varðar réttindi á vinnumar- kaði. Vanrækt regluverk - gatslitið og stagað Undanfarin ár hafa stjórnvöld brugðist velferðarkerf- inu. Almannatryggingar hafa ekki verið teknar til gagngerrar endur- skoðunar í 28 ár, en núgildandi lög eru að grunni til frá 1971. A þessum lögum hafa verið gerðar mörg hundruð breytingar án þess að litið sé á löggjöfina í heild. Lögin eru eins og gatslitin, stagbætt flík, sem ekkert lag er lengur á. Tryggingastofnun og starfsfólki hennar er vissulega vorkunn að þurfa að búa við þann vinnuramma sem þessi úrelta lög- gjöf er. Ekki er það síður bagalegt fyrir lífeyrisþega. Almannatrygg- ingalögin, reglurnar í velferðar- kerfinu, verða að vera í takt við tí- mann og taka breytingum í takt við breytingar í samfélaginu. Stjórnvöld hristi af sér slenið Pað hlýtur því að vera skýlaus krafa almennings og allra þeirra sem þurfa að treysta á almanna- tryggingarnar til framfærslu að stjórnvöld hristi af sér slenið í má- Löggjöf Starfsfólki Trygginga- stofnunar er vissulega vorkunn að þurfa að búa við þann vinnuramma sem þessi úrelta löggjöf er, segir Ásta R. Jó- hannesdóttir, og ekki síður lífeyrisþegum. lefnum velferðarkerfisins og hefji strax þá miklu vinnu sem heildar- endurskoðun almannatrygginga- laga er. Skipun nefndar í verkið sem síðan er ekki kölluð saman nema í tvígang - eins og ríkis- stjórnin gerði á síðasta kjörtíma- bili - er ekkert nema sýnda- rmennska. Nú verða menn að ganga í verkið. Yfirmenn og starfsfólk Trygg- ingastofnunar mun örugglega eins og áður reyna að ti-yggja að þjón- ustan verði eins góð og á verður kosið. Pað sýnir m.a. nýstofnuð þjónustudeild, sem kemst í gagnið á næstunni og gagngerar breyting- ar á starfseminni. En þótt menn þar á bæ leggi allt af mörkum til að bæta þjónustuna dugir það ekki til - úrelt lög hamla. Endurskoðuð réttlátari löggjöf er forsenda þess að sátt náist um lífeyristryggingarnar og aðra þá málaflokka sem heyra undir Tryggingastofnun ríkisins. Höfundur er alþingismnður. ÁstaR. Jóhannesdóttir FIMMTUDAGUR 21. OKTOBER 1999 41 Vagnhöfða 17 ■ 112 Reykjavík 3 Sími: 587 2222 wm Fax: 587 2223 Gerið verðsamanburð JC Tölvupdstur: sala@hellusteypa.is I Iættu% að hrjóta „Stop Snoring“ Hættu að hrjóta tryggir hijóðiátan nn ítnmrrifaaran c\/nfn Telenor vísindaverðlaun 2000 Þema fyrir norrænu rannsóknaverðlaun Telenors árið 2000 er eftirfarandi: "Tækni sem hæfir háþróaðri Upplýsinga- og sambandstækniþjónustu" Verðlaunin veitast einstaklingum eða rannsóknahópum á Norðurlöndum og eru að þessu sinni N.kr. 250.000,- ásamt verðlaunaskjali. Frestur til að skila tillögum um hæfa þátttakendur er 7. febrúar árið 2000. Við vísum á heimasíðu okkar http://www.fou.telenor.no þar sem hægt er að finna nánari upplýsingar um verðlaunin og ýtarlegri upplýsingar um útnefningu verðugra aðila. Verðlaunahafinn verður síðan kynntur á fundi í Sandefjord 22. júni árið 2000 og heldur þá erindi byggt á verkinu. Tillögur um verðuga aðila, með útskýringum og meðmælum á ensku, sendist til: Telenor FoU v/Annie Liholt Postboks 83, 2027 Kjeller Norge Bréfsími: 63 80 05 11 E-post: annie.liholt@telenor.com Telenor Róttæk stefnubreyting í sauðfjárframleiðslunni? FYRIR stuttu var viðtal á Stöð 2 við for- mann landbúnaðar- nefndar, Hjálmar Jónsson, þar sem hann viðraði óljósar skoðanir sinar um breytingu á stuðningi ríkisins við sauðfjár- bændur. Kynning á fréttinni vai- á þá leið að for- maður landbúnaðar- nefndar ætlaði að kynna rótttækar upp- stokkanir hvað sauð- fjárræktina í landinu varðaði. Ekki lýsti for- maður landbúnaðar- nefndar þessum hugmyndum sín- um í smáatriðum en greinilegt var að hann vildi að sauðfjárræktin ætti einungis að vera á ákveðnum svæðum á landinu. Þannig skildi hann eftir í upptalningu allt Suður- land, Borgarfjörð og Austur-Húna- vatnssýslu og reyndar fjölmörg önnur svæði. Hjálmar sagði í viðtalinu: „Það er eðlilegt að tilfærsla verði á sauð- fjárræktinni. Það er alls ekki óeðli- legt, þar sem eru margir aðrir at- vinnumöguleikar að þeir sæki þar á. En ég vil sérstaldega horfa til þeirra sauðfjársvæða þar sem best er að hafa sauðfé, á vel grónum löndum og heiðum, þar er eðlilegt að auka sauðfjárræktina en jafnvel að draga úr henni á öðrum stöðum. Þetta gerist auðvitað með þróun og við þurfum auðvitað að stuðla að þeirri þróun.“ (Tilvitnun lýkur). Það er í raun erfitt að ráða í þessi orð þingmannsins og erfitt að átta sig á hvert hann er að fara. Hug- myndir hans um að halda sauðfé á grónum svæðum eru allra góðra gjalda verðar og sjálf- sagt allir sammála þeim. Hins vegar er ég mjög ósammála þing- manninum, þegar spyrillinn, Kristinn Hrafnsson, vitnar í þau svæði sem þing- maðurinn nefnir sem sauðfjáiTæktarsvæði, að þá sleppir hann t.d. Suðurlandi. Þýða þessar róttæku breyt- ingar t.d. að útiloka eigi sauðfjárrækt á Suðurlandi? Það má gjarnan minna þingmanninn á að hvorki Rangár- vallasýsla né Vestur-Skaftafells- sýsla njóta neins varðandi kvóta- kerfi til sjávar, þó svo að gjöful fiskimið séu þar undan landi. Sauð- fjárrækt er einn stærsti atvinnu- vegur í Vestur-Skaftafellsýslu. Hún er einnig mjög mikil í Arnes- og Rangárvallasýslum. í þessum sýslum eru einnig afurðasölumál bænda í hvað bestu lagi í landinu. Ætlar formaður landbúnaðar- nefndar ef til vill að gera tillögur um ákveðin svæði á landinu þar sem fram á að fara t.d. nautgripar- ækt, mjólkurframleiðsla, kartöflu- rækt og önnur garðyrkja, ylrækt, framleiðsla á hvítu kjöti, eggja- framleiðsla o.fl. o.fl? Ég skora á formann landbúnað- arnefndar að skýra í smáatriðum þessar róttæku breytingar á sauð- fjárrækt og hugsanlega öðrum bú- greinum. I hverju eru þessar hug- myndir nákvæmlega fólgnar? Hvaða svæði eru það sem á að úti- loka frá styrkjum? Hvað á að koma í staðinn? Eru það hugmyndir for- manns landbúnaðarnefndar að Búpeningur Á að útiloka sauðfjár- rækt á Suðurlandi? spyr ísólfur Gylfí Pálmason formann landbúnaðar- nefndar Alþingis. skipta landinu í ákveðin framleiðslusvæði? Ég geri mér mæta vel grein fyrir því að stutt sjónvarpsviðtöl eru knappt form. I því getur verið erfitt að koma frá sér djúphugsuðum hugmyndum. Hins vegar hlýtur áhugamönnum um landbúnað að leika fomtni á að heyra meira um hugmyndir formanns landbúnaðar- nefndar um róttækar stefnubreyt- ingar í sauðfjárframleiðslunni. - Ég er einn þeirra. Höfundur er þingmaður Framsókn- arflokksins. ARBQNNE INTERNATIQNAL Jurtasnyrtivörur án ilmefna fyrir húð og hár. Útsölustaðið um land allt. ísólfur Gylfi Pálmason CLINIQUE 100% ilmefnalaust uperfit makeup Hann passar fullkomlega Kynnum nýja SuperFit-farðann Frá því augnabliki sem þú prófar nýja SuperFit-farðann þá finnur þú muninn. Fivernig hann hentar húð þinni fullkomlega. Hreyfir sig með þér. Andar með þér. Endist allan daginn. Gefur olíulausa, hæfilega þekju sem sameinar langa endingu og þægilega notkun. Aldrei of mikill. f staðinn, þyngdarlaust undur með mjúkri náttúrulegri áferð. Farði hannaður ekki aðeins til að þú lítir vel út heldur munt þú njóta þess að bera hann. SuperFit-farði 30 ml. Clinique Ofnæmisprófað. 100% ilmefnalaust. www.clinique.com
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.