Morgunblaðið - 21.10.1999, Qupperneq 42
42 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Stamar barnið þitt?
> Á MORGUN, 22.
október, er Alþjóðleg-
ur upplýsingadagur
um stam, „Interna-
tional Stuttering
Awareness Day“. Af
því tilefni hefur Mál-
björg, félag um stam,
opið hús í dag á
Tryggvagötu 26.
Talið er að fjögur til
fimm af hverjum
hundrað börnum byrji
að stama snemma á
lífsleiðinni. Mörg
hætta því af sjálfsdáð-
um, áður en þau kom-
ast á fullorðinsár.
Hlutfall fullorðinna
sem stama er um einn af hundraði.
Það má því áætla að um 2.700 full-
orðnir Islendingar stami.
Það er staðreynd að árangur af
meðhöndlun á stami er þvi meiri
sem börn koma fyiT í viðeigandi
meðhöndlun. Ég tel að allir sem
stama og fara í meðferð hjá tal-
meinafræðingi fái einhverja bót og
yfir 90% ungra barna fá mikla bót.
Enda þótt talmeinafræðingar geti
státað af miklum framförum hjá
skjólstæðingum sínum er árangur-
inn ekki eingöngu þeirra verk. Þeir
^ leiðbeina og miðla af þekkingu sinni
en það er sá sem stamar sem verð-
ur að leggja á sig vinnuna, sem leið-
ír til minna stams. Ái’angurinn er í
hlutfalli við þá vinnu og elju sem
hinn stamandi leggur á sig. Hann
þarf að þvinga heilann til að fram-
kvæma það sem heilanum finnst
erfitt.
Málbjörg styður
foreldrahóp barna
sem stama. Þessi for-
eldrahópur varð tO
síðastliðinn vetur
meðal barna sem
stunduðu talþjálfun
hjá Jóhönnu Éinar-
sdóttur, en hún hefur
sérhæft sig í meðferð
á stami og náð miklum
árangri. Krakkamir
sem mynda þennan
hóp eru á ýmsum aldri
frá 5-12 ára og hafa
sum hver búið við
mikla félagslega ein-
angrun vegna stams-
ins. Þetta hópstarf
hefur létt þessum börnum lífið og
gert þau mun opnari og viljugri til
tjáningar en áður. Þessi hópur hef-
ur einnig hjálpað foreldrum, sem
gjarnan eru ráðvilltir og hafa þörf
fyrir að ræða við aðra foreldra. í
þessum hópi má gjarnan fjölga
mikið og stofna fleiri fyiir ýmsa al-
durshópa.
Það er erfitt fyrir börn sem
stama að tala við aðra. Það er líka
erfitt að hlusta á þann sem stamar.
Við sem stömum eigum nokkur ráð
sem geta hjálpað upp á sakirnar.
• Ekki aðstoða við að ljúka
setningum.
• Ekki geta upp á því sem þú
heldur að viðmælandinn ætli að
segja.
• Ekki láta þér líða iOa. Hlust-
aðu á hvað er sagt, ekki hvernig.
• Ekki horfa flóttalega út í blá-
inn. Mjög mikilvægt er að horfa í
Stam
/
Arangur af meðhöndlun
á stami, segir Björn
Tryggvason, er því
meiri sem börn koma
fyrr í viðeigandi með-
höndlun.
augu þess sem talað er við, ekki síst
ef hann stamar.
• Ekki segja þeim sem stamar
hvernig hann á að tala (rólega, yfir-
vegað). Sýndu það frekar í verki
með því að gefa þér tíma til að segja
öll orðin þín fremur rólega, en þó
eðlilega, og horfðu í augu viðmæl-
anda.
• Ef þú skilur ekki það sem
sagt er segðu þá rólega frá því, svo
að sá sem stamar finni að þú hafir
áhuga á því sem hann segir.
Þeim sem hafa áhuga á að kynn-
ast barnastarfi Málbjargar eða fé-
laginu almennt er bent á heimasíðu
félagsins, www.ismennt/vefir/mal-
bjorg, netfangið benedikt@is-
mennt.is eða póstfangið pósthólf
10043,130 Reykjavík.
Einnig eru allir velkomnir á
kynningu félagsins í kvöld frá
klukkan 16-19 á Tryggvagötu 26 í
tilefni af Alþjóðlega upplýsinga-
deginum um stam.
Höfundur er kerfisfræðingur og
varaformaður Málbjargar.
Björn
Tryggvason
Að hleypa refnum
að kanínunni
STUNDUM virðist
sem stjórnvöldum sé
algerlega óljóst hvaða
þýðingu lög og reglur
hafa. Þau halda að með
því að setja lög og/eða
reglur þá hætti tiltekið
óeðlilegt háttemi og
þar með sé málinu lok-
ið. Svo er nú víst því
miður ekki.
Að læra
af lögum
Lagaleg sagnfræði
er afar fróðlegt svið
mannkynssögu. Þegar
menn skoða lagatexta
tiltekinna landa og
ríkja þá kemst nefnilega eitt og
annað upp um gerð samfélagsins.
Meðal elstu rituðu lagatexta sem
enn finnast eru lög Hammúrabís en
hann var uppi um jafnlengd ára fyr-
ir Krist og ég er að rita þetta eftir
Krist. Þ.e. fyrir um 4.000 árum. I
þeim textum koma vel fram viðhorf
er sýna að eignarréttarhugtakið var
við lýði því ekki mátti stela. Sama
~ fékk Móse að vita hjá Guði 700 ár-
um síðar. Hammúrabí hafði hom í
síðu líkamsárása, þess að menn
svikju gæði vinnu sinnar og hann
bannaði tilefnislausa glæpi, morð
auk framhjáhalds svo nokkuð sé
nefnt.
Svipuð lagaleg viðhorf hafa
reyndar gengið í gegnum réttlætis-
hugsun flestra, a.m.k. vestrænna
samfélaga, frá því sem elstu heim-
ildir geta upplýst okkur um. Meira
að segja ýmis framstæð samfélög
sem gerðu sér grein fýrir eignar-
réttarhugtakinu og því með hvaða
,'hætti börn komu undir byggja á
þessari hugsun.
Samt virðist eitthvað illa ganga
þegar að því kemur að halda niðri
þessari ónáttúra að stela, nauðga,
misþyrma, myrða, halda framhjá og
svíkjast um. Hver sem nú ástæðan
er.
^ Þetta gengur að vísu misvel milli
'samfélaga þannig að lagahlýðni
mun vera nokkuð mis-
jöfn. Þannig eru Hol-
lendingar afar löghlýð-
ið fólk en besta leiðin
þar er samt sú að ein-
falda skilning manna á
hugtakinu glæpir, sem
aftur stórlega dregur
úr glæpum. Þannig er
það glæpur þar á bæ
að dreifa fíkniefnum
og selja en ekki að eiga
lítilræði til eigin nota
eða að nota þau. I
Finnlandi telja menn
sig afar löghlýðna og
reglufasta en þó mun
örla á fyrrtöldum
glæpum þar í landi. I
Bandaríkjunum er mikið um reglur
en nokkur samfélagsklofningur er
uppi milli stétta um hversu beri að
Reykingar
Það að banna fíknina,
segir Magnús Þorkels-
son, er eins og að banna
lömuðum manni að vera
lamaður.
hlýða þeim. Þannig munu menn í
sumum fylkjum telja brýnna að
reglum sé beitt á lágstéttir en há-
stéttir, frekar á litaða en ólitaða
o.s.frv. og það sama gildir á stund-
um í Bretlandi. Þar hefur það verið
afar misjafnt um langt skeið hvem-
ig menn herma refsingar við glæp-
urn upp á fólk.
Á Nýja Sjálandi munu menn
beita reglum eftir hentugleikum og
ráða óskrifaðar reglur mun meira
en þær skrifuðu eftir því sem
heimamenn þar hafa tjáð mér. í
Japan eiga menn að fylgja reglum
af festu og t.d. bar eiginmönnum og
feðrum fyrr á öldum að refsa börn-
um sínum og konum grimmilega ef
svo bar undir, jafnvel með dauða.
í Ástralíu er viðhorfið þannig að
setji menn lög þá leggja aðnr sig
eftir því að brjóta þau og á Islandi
hefur það tíðkast í um 1.000 ár að
menn verði ekki að fylgja reglum
nema hætta sé á að upp um þá kom-
ist. Þetta ákvað Þorgeir Ljósvetn-
ingagoði líklega árið 1000 frekar en
árið 999.
Er glæpur
alltaf glæpur?
Annar angi þessa máls er að líta
með mismunandi hætti á eðli glæps-
ins. Með því t.d. að segja sem svo að
glæpamanni sé ekki sjálfrátt eða
hann svo sviptur dómgreind að
hann geti ekki metið eðli glæpsins
þá má t.d. læsa hann inni varanlega
ef ekkert verður við gert eða þá
taka hann í meðferð ef slíkt er
möguleiki. Þannig er t.d. ljóst að öl-
óður maður er ekki sjálfráða gerða
sinna en með því að láta renna af
honum og halda honum þurrum þá
er bæði hægt að leiða honum í ljós
eðli gerða hans og jafnvel að fá
hann til að gera aldrei svona aftur.
Því er ég að velta þessu upp?
Til hvers að setja lög?
Það var einmitt málið í upphafi,
nefnilega að Tóbaksvamarráð og
heilbrigðisráðuneytið gáfust upp á
tóbaksvörnum og ákváðu að setja
reglur um að það væri bannað að
reykja. Og það lukkast líklega jafn-
vel og bann Hammúrabís við fram-
hjáhaldi.
Nú vill svo til að sem (vonandi)
fyrrverandi reykfíkill þá veit ég það
nokkuð gjörla að reykurinn er fíkn
svona rétt eins og áfengisfíkn og
fíkniefnaneysla. Það að banna fíkn-
ina er eins og að banna lömuðum
manni að vera lamaður.
Hvað er þá til lausnar? Við gæt-
um meðhöndlað reykfíklana eins og
við meðhöndlum byttur og fíkn-
iefnahausa. Sett þá í meðferð aftur
og aftur og aftur og . . . Líklega
myndi nú samfélagið tæplega telja
fjármunum sínum vel varið í það.
Hæpið er að bæta þeim kostnaði of-
Magnús
Þorkelsson
Félagsráðgjöf -
hvað er nú það?
Ella Kristín
Karlsdóttir
Félagsráðgjöf er
ung starfsgrein sem
hefur vaxið á þessari
öld sem nú er að líða.
Ástæða þess að við
setjumst niður til að
setja þessar línur á
blað er sú að við telj-
um að margir hafi ólj-
ósa mynd af því hvað
felst í félagsráðgjöf og
hvar félagsráðgjafar
starfa. Við teljum
nauðsynlegt að varpa
skýrara ljósi á þessa
starfs- og fræðigrein.
Félagsráðgjöf á
rætur að rekja til
sjálfboðastarfs á síð-
ustu öld. Ein ástæða þess að félags-
ráðgjöf þróaðist á þeim tíma var
hin mikla breyting á samfélaginu.
Hlutverk í fjölskyldum, sem áður
höfðu verið nokkuð einföld og skýr,
fóru að verða fjölbreytilegri og
flóknari.
Jafnframt eru viðfangsefni fjöl-
skyldunnar að öllum líkindum fjöl-
breytilegri í dag en áður var og
fleiri áhrifavaldar verða nú á vegi
okkar. Það er sífellt að verða sjald-
gæfara að foreldrai- séu heimavinn-
andi. Nú eru ömmurnar gjarnan
útivinnandi eins og mæðurnar, feð-
urnir og afarnir og því eru tengslin
við barnabörnin með öðrum hætti.
Þessi þróun leiddi til þess að fjöl-
skyldan hefur þurft að koma sér
Eyrún
Jónatansdóttir
Þjónusta
an á þann kostnað sem reykingar
kalla þegai- yfir samfélagið og munu
kosta meira en tekjurnar. En hvað
er þá til ráða? Reykingareglugerðin
gerir vitaskuld lítið gagn því fólk
hættir því miður ekki að stunda tó-
baksmökkinn út á hana eina. Enda
er málið líklega tvíþætt þegar upp
er staðið. Það þarf að fá fólk sem
byrjað er að reykja til að hætta og
skynja hversu hallærislegt það er.
Tæplega gerist það þó með refsing-
um eða banni af því tagi sem hér var
nefnt. Ástæða þess er sú að annars
vegar mun verða erfitt að fá fólk til
að klaga vini og samstarfsfólk til
reykingaeftirlitsins svo það geti
sektað það. Hins vegar að stofnanir
munu ekki hafa mannskap til að elt-
ast við fíklana. Nógu erfitt er að
manna skóla og viðlíka stofnanir
samt. Það mætti kannski bjóða það
út? Og hver á að kosta þetta? Sem
stendur horfa framhaldsskólar t.d.
upp á það að menn fara að þrasa um
hvar lóðarmörk liggi og traðka á
rósum og blómabeðum nágrann-
anna til að finna sér landamörk fyr-
ir fíkn sína á miðjum skóladegi.
Hvers vegna kanínur
og refir?
Stóra málið er þó að stöðva eftir-
spurnina. Það er nefnilega svo að
þar sem er eftirspum þar er fram-
boð. Þess vegna er áfengis-, fíkn-
iefna- og tóbakssala blómleg hér á
landi og án efa vændi líka þó stund-
um sé því pakkað inn í listdans. En
það er einmitt þarna sem grípa þarf
inn í. Það þarf að sjá til þess að það
sé engin kanína fyrir refínn að elt-
ast við. Ef það væri hægt þá myndi
draga úr útbreiðslu tóbaksvandans
og það snarlega. Þangað til er efalít-
ið miklu einfaldara að læsa reyking-
arfíklana inni í þar til gerðum klef-
um og hafa góða loftræstingu með
reyksíu þar við. Það að sekta stór-
lega leiðir til þess að fíklarnir fara
neðanjarðar með starfsemi sína og/
eða að engum heilvita manni dettur
í hug að eltast við slíkt sem einungis
kallar á upplausn og óvináttu á
vinnustað. Það að hækka verðið
þýðir í okkar lítt löghlýðna landi að
eftirspurnin fer á svartan markað
og smygl stóreykst.
Það er vandlifað í veröld. En
maður bannar ekki vandamálin.
Maður leysir þau . . .
Höfundur er kennari.
Félagsráðgjafar veita
þjónustu, segja Elia
Kristín Karlsdóttir og
Eyrún Jónatansdóttir,
sem einfaldar daglegt líf
og bætir samskipti í fjöl-
skyldu.
upp nýjum leiðum til að sinna verk-
efnum sínum.
Mörg hlutverk sem fjölskyldan
sinnti áður hafa að einhverju leyti
flust til stofnana og hafa því fag-
menn á ólíkum sviðum tekið við
þeim. Samhliða þessum þjóðfélags-
breytingum hefur félagsráðgjöfin
verið að vaxa og eflast.
I þjóðfélaginu í dag er hjá mörg-
um erfitt að komast yfir að gera allt
sem þarf að gera og því er mikil-
vægt að nýta sér alla þá þjónustu
sem hægt er að fá til að einfalda sér
hlutina. Félagsráðgjafar geta veitt
þjónustu sem byggist á því að ein-
falda daglegt líf og bæta samskipti í
fjölskyldum og stuðla þannig að
aukinni vellíðan í þjóðfélaginu.
Félagsráðgjafar veita einstakl-
ingum og fjölskyldum sem eiga í fé-
lags- og tilfinningalegum erfiðleik-
um stuðning með ráðgjöf og með-
ferð, svo sem vegna veikinda,
fjárhagserfiðleika, dauðsfalla, of-
beldis og skilnaða. Félagsráðgjafar
hafa heildarsýn yfir félagsleg úr-
ræði í samfélaginu, veita upplýsing-
ar, leiðbeina og aðstoða almenning
við leita réttar síns, svo sem vegna
atvinnu- og húsnæðismála.
Félagsráðgjafar beita sér einnig
fyrir eflingu félagslegra úrræða.
Éélagsráðgjöf er starfsgrein sem
byggist á virðingu fyrir mikilvægi
og reisn hverrar manneskju, án til-
lits til uppruna, starfs, aldurs, kyns
eða litarháttar. Félagsráðgjafar
eru bundnir trúnaði varðandi allar
upplýsingar um málefni einstakl-
inga er til þeiraa leita. Starfsheitið
félagsráðgjafi er lögverndað. Þeir
einir mega kallað sig félagsráðgjafa
sem hafa starfsleyfi frá heilbrigðis-
ráðheraa.
Félagsráðgjafar starfa á ýmsum
stöðum í þjóðfélaginu. Þar má með-
al annars nefna Félagsþjónustu
sveitarfélaga, á sjúkrahúsum, hjá
Tryggingastofnun ríkisins, við
heilsugæslu, í skólum, í ráðuneyt-
um, á einkafyrirtækjum og hjá fé-
lagasamtökum.
Við teljum að víðar þurfi að bjóða
þjónustu félagsráðgjafa en nú er.
T.d. í skólum, þar sem mikið af erf-
iðleikum sem börn eru að glíma við
eru félagslegs eðlis. Einnig geta fé-
lagsráðgjafar veitt mikilvæga að-
stoð í tengslum við skilnaði, þar
sem mikilvægt er að koma á fót
skilnaðarráðgjöf, til að tryggja sem
besta úrvinnslu í skilnaðarmálum.
Af ofangreindu er ljóst að félags-
ráðgöf er fyrir alla og mikilvægt er
að leita sér aðstoðar í tíma ef þörf
krefur.
Höfundar eru félagsráðgjafar.