Morgunblaðið - 21.10.1999, Síða 52

Morgunblaðið - 21.10.1999, Síða 52
MORGUNBLAÐIÐ 52 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 *----------------------------- * ARMANN REYNIR TÓMASSON + Ármann Reynir Tómasson fæddist á Reynifelli á Rangárvöllum 18. febrúar 1943. Hann lést á gjörgæslu- deild Landspítalans 13. október síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Hennesína Kristín Einarsdóttir, f. 24. júlí 1904, d. 16. nóvember 1990 og Tómas Sigurðsson, f. 21. júní 1890, d. 6. janúar _ 1983. Systkini Ármanns Sigurður, f. 9. des. 1925, Ásg-eir, f. 29. mars 1929, Guðjón, f. 30. okt. 1933, Guðrún, f. 29. aprfl 1935, Trausti, f. 31. maí 1939, Unnur, f. 22. des. 1940, og Birgir, f. 11. sept. 1944. Ármann var ókvæntur og barn- laus. títför Ármanns verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- eru átta: höfnin klukkan 13.30. Elsku bróðir. Aðeins nokkur kveðjuorð. Við eigum erfitt með að trúa því að þú sért horfinn úr þessu lífi. Við erum þakklát fyrir að þú skyldir ekki vera einn þegar þessi hastarlegu veikindi bar svo brátt að og þú fluttur á gjörgæslu, þar sem þú lést nokkrum klukkutímum síð- ar. Þegar hlutimir gerast svo hratt sem raun ber vitni setur okkur hjóð og hugurinn reikar til hins liðna. Þá opnast augun fyrir því hversu minningarnar eru okkur mikilvæg- ar sem eftir lifum. Við lítum til baka, minningamar hrannast upp. Góðar minningar um kæran bróður, um bróður sem okk- ur þótti öllum vænt um. Ekki bara okkur systkinunum, engu að síður var væntumþykjan hjá systkina- börnunum hans. Armann var þeim öllum einstaklega góður og fylgdist vel með þroska þeirra og uppvexti. Alltaf tilbúinn að gefa þeim tíma og gleðja með gjöfum. Armann var félagslyndur mjög, enda þótt örlögin yrðu þau að hann byggi einn. Við höfum svo margs að minnast. Allt sem Armann gerði lék í hönd- um hans og í því námi sem hann fór í gekk honum mjög vel. Það var sama hvar Armann var, alltaf hafði hann samband við systkini sín og spurði um þeirra hagi. Já, sannarlega koma minning- arnar upp í hug okkar systkina hans. Góðar minningar, m.a. um ótal ferðir, sem við fórum saman. Alltaf var Armann tilbúinn að koma með kátur og hress. Armann naut þess að ferðast um landið og þeirrar náttúrufegurðar sem það hefur upp á að bjóða. Hann var góður söngmaður og kunni mik- ið af sögum, ljóðum og bröndurum og hafði yndi af því að syngja og segja frá í góðra vina hópi. Okkur eru efstar í huga hjartans þakkir fyrir allar skemmtilegu stundimar sem við áttum saman. Þær munu ylja okkur um ókomin ár. Gakktu á Guðs vegum. Hjartað bæði og húsið mitt heimili veri, Jesús, þitt, hjá mér þigg hvíld hentuga, þó þú komir með krossinn þinn, kom þú blessaður til mín inn, fagna ‘eg þér fegins huga. (Hallgr. Pét.) Systkinin. Góður drengur er horfinn á braut. Hinn 12. október síðastliðinn veiktist Áramann móðurbróðir minn skyndilega og var fluttur með neyðarbíl á görgæsludeild Land- spítalans þar sem hann lést nokkr- um klukkustundum síðar. Armann ólst upp í stórum systkinahópi. Hann var næstyngstur níu systkina, ókvæntur og bamlaus. Hann lagði stund á ýmis störf, s.s. skógrækt, byggingarvinnu og sjómennsku. Ár- mann var mjög fjölskyldurækinn. Hann hafði mikið samband við systkini sin og fylgdist vel með fjöl- + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ J. ÞÓRARINSDÓTTIR, (Dúný), hjúkrunarheimilinu Eir, áður til heimilis á Hellissandi, lést á Vífilsstaðaspítala mánudaginn 18. október sl. Jarðarförin auglýst síðar. Sigurjóna Óskarsdóttir, Kristín Ingólfsdóttir, Guðrún Þ. Ingólfsdóttir, Jónína Ingólfsdóttir, Eðvarð Ingólfsson, Inga Ingólfsdóttir, Guðný Úlla Ingólfsdóttir, Haraldur Lorange, barnabörn og barnabarnaböm. Birgir Sigurðsson, Vignir J. Jónasson, Agnar B. Jakobsen, Bryndís Sigurjónsdóttir, Stefán S. Svavarsson, + Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar og amma, GUÐBJÖRG ÁSTVALDSDÓTTIR, Breiðholti, Garðabæ, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 15. október. Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 22. október kl. 15.00. Gunnar Ingvason, Grétar Mar Jónsson, Kári Jónsson, Steinunn Jónsdóttir og barnabörn. MINNINGAR skyldum þeirra. Ég minnist Ár- manns með mikilli hlýju. Fyrstu ár mín á Skjólbrautinni og Digranes- veginum eru tengd minningu um Armann frænda. Hann kom oft í heimsókn, hress í bragði. Við sett- umst niður og fórum að spjalla sam- an. Það skipti ekki máli á hvaða aldri ég var, alltaf hafði Armann frændi tíma og áhuga á að heyra hvað mér lá á hjarta. Hann kom gjaman með sniðugar athugasemd- ir og hló svo innilega að allir í kring smituðust. Ogleymanlegar eru leikhúsferð- irnar. Armann kom gjarnan á síð- ustu stundu. Við biðum öll með önd- ina í hálsinum um að nú kæmi hann alltof seint og okkur yrði ekki hleypt inn. Nei, hann náði alltaf á síðustu sekúndunni og hafði stund- um ótrúlegustu afsakanir. Ein er mér sérstaklega minnisstæð: „Ég bara skrapp rétt aðeins í bað og dottaði!" Svo hló hann og smitaði okkur hin þannig að eftirmálin urðu engin. I mínum augum sem barns var leiksýningin ekki aðalatriðið þegar Armann frændi var með í för, nei heldur hitt að fá ánægjuna af að hlusta á Armann endursegja leik- sýninguna. Það var ótrúlegt, hann kunni stóran hluta leiksýningarinn- ar utanbókar og hermdi eftir leikur- unum á stórkostlegan hátt. Þá fyrst var verulega skemmti- legt, þetta var hápunktur leikhús- ferðarinnar. Nokkrar fjölskylduferðir fórum við saman. í þeim var Armann ómissandi hrókur alls fagnaðar með sína miklu söngrödd og aragrúa af sögum og bröndurum. Ferðirnar hefðu ekki verið nema svipur hjá sjón fyrir bam eða ungling að hafa ekki „brandara“-frænda með. Armanni var fleira til lista lagt. Hann var mjög handlaginn. Síðustu árin gerði hann gjaman fagra gripi sem hann gaf ættingjunum af sinni alkunnu gjafmildi. Síðustu árin átti Armann við ýmis veikindi að stríða. Þrátt fyrir það var hann alltaf jafn kátur og hress þegar við hittumst og fylgdist vel með öllu í fjölskyldunni. Armann óskaði öllum alls hins besta og vifdi vel við alla gera. Ég votta ykkur systkinum, fjöl- skyldu hans og vinum mína dýpstu samúð. Ég veit að þið voruð honum öll náin og saknið hans sárt en við eigum eitt sameiginlegt: ljúfa minn- ingu um góðan dreng. Far þú í friði, friðurGuðsþigblessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Kristín Hanna. Armann er allur. Segja má með sanni að farinn sé öðlingsdrengur. Kynni mín af Armanni hófust fljót- lega eftir að ég kynntist frænku hans. Hann hafði sérstakt dálæti á systkinabömum sínum og virtist fylgjast af áhuga með hvernig þau fetuðu fyrstu sporin inn á fullorð- insbrautina. Einkennandi var að hann virtist umgangast þau meira sem lítil systkini en sem ættmenni. Hann átti mjög auðvelt með að um- gangast fólk og tók aðra fljótt í sátt. Við ókunnugan mann eins og mig var hann bæði skrafhreifinn og ein- lægur frá fyrstu stundu. Jafnvel þótt hann ætti við heilsuleysi að stríða síðustu árin var hann ætíð skapgóður. Aldrei gerði hann flugu mein og vildi ekki nokkurri mann- eskju annað en gott. Allt hans fas bar vitni um óeigin- gjama hjálpsemi við sitt fólk og ef einhvem vantaði hjálp var Armann venjulega fystur á staðinn. Aldrei kom til tals hjá honum að hann ætti „hönk upp í bak“ einhvers eða að nú væri komið að mótgreiða. Minnisstætt er þegar við vomm einu sinni að hjálpa til við gróður- setningu að vori til í kalsarigningu og strekkingi. Þá hafði hann lag á að láta okkur gleyma hryssingsleg- um aðstæðunum með sífelldu létt- lyndi og skopsögum. Það var ekki fyrr en að kvöldi dags að það rann upp fyrir okkur að við vomm blaut og dmllug upp fyrir haus, en þá var okkur nokkuð sama, okkur var hlýtt í sálinni. Ætíð virtist Armann vinna öH störf og verkefni með stakri alúð og vandvirkni, það var ekki í hans eðli að kasta höndum til neins. Þessi eiginleiki var alltaf til staðar hjá honum þótt starfsþrekinu hafi hrak- að síðustu árin vegna sjúkdóma og bæklunar. Ég kem til með að minnast Ár- manns fyrir skemmtilegan félags- skap og hjálpfýsi. Það var alltaf létt að vera í návist hans og tíminn leið hratt. Brynjólfur Jónsson. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR, Kópavogsbraut 59, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju á morg- un, föstudaginn 22. október, kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra í Kópa- vogi. Ólafur Guðmundsson, Lilja Ólafsdóttir, Sigríður Ólafsdóttir, Ólöf Ólafsdóttir, Guðmundur Ólafsson. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐMUNDA BERTA ALEXANDERSDÓTTIR, Gullsmára 9, Kópavogi, sem lést á líknardeild Landspitalans sunnu- daginn 17. október, verður jarðsungin frá l— Kópavogskirkju föstudaginn 22. október kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknardeild Landspítalans. Þórir Daníelsson, Margrét Þórisdóttir, Magnús Jónsson, Daníel Þórisson, Guðrún Jónasdóttir, Helgi Þórisson, Ingibjörg Þorkeisdóttir, Alexander Þórisson, Oddný Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Ég ætla með þessu fáu orðum, að kveðja þig, elsku Manni minn. Ég vil þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum saman, allt sem þú kenndir mér, fyrir trú þína á mér og allt traustið sem þú ávallt sýndir mér. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst þér og fengið að vera vinur þinn. Nú ertu farinn og ég sit hér og rifja upp allar minningarnar um þig, kallinn minn, þegar ég kom í heimsókn til þín á Kársnesbrautina, þú bauðst mér eina diet eða pilla og við ræddum hin ýmsu málefni svo klukkutímum skipti. Þegar við fór- um að veiða saman í Elliðavatni og þú fékkst tvo og misstir tvo með til- heyrandi látum og svipbrigðum sem áttu engan sinn líka. Þegar við fór- um í ber á Snæfellsnes og keyrðum fram hjá afleggjaranum og enduð- um langleiðina á Akureyri, og þú al- veg klár á að Snæfellsnes væri al- veg á næsta leiti. Það var ekki að ræða annað, þangað vorum við komnir um myrkur og ekki ber að sjá. Svo þegar þú bónaðir bílinn þinn með gamla góða Mjallabóninu sem var besta bón sem völ var á að þinni sögn en þurrkaðir það svo ekki af, heldur lést það bara standa á, og settir svo upp svip aldarinnar þegar ég sagði þér að þurrka það af og spurði þig hvað þú værir eiginlega að pæla. Þetta endist best svona sagðir þú og bættir svo við, ég skil nú ekki af hverju í ósköpunum menn eru alltaf að maka bóninu á ef þeir þurrka það svo strax af aft- ur.(Þama var ekkert verið að grín- ast!) Þegar við unnum saman hjá Hag- virki og allar „brilljant" lausnimar þínar á öllu, eins og við kölluðum þær alltaf. Þú hafðir nú oft rétt fyrir þér í mörgu, og skilaðir öllu því sem þú tókst þér fyrir hendur vel og sam- viskusamlega, þú varst ákveðinn og röggsamur, stundum þrjóskari en allt en alltaf skemmtilegur og fynd- inn. Þegar þú kenndir mér nýjar og nýjar vísur og sagðir mér skemmti- legar sögur um allt milli himins og jarðar sem ég man alltaf. Þegar við tveir máluðum stofuna á Kársnesbrautinni. Farið var til Kalla í Álfhól og keyptar rúllur og penslar, mögulegir og ómögulegir, málningarband, glersköfur, máln- ingin að sjálfsögðu og ýmislegt sem þurfa þótti. Mazdan góða var fyllt og haldið heim með viðkomu í Nóa- túni. Er heim kom vildi ég byrja á að færa húsgögn og annað nothæft úr stofunni og gera þetta eins og menn. Nei, tekur of langan tíma, sagðir þú. Þetta er spurning um hagræðingu. Svo færðir þú stóla og annað rétt svona aðeins frá veggnum. Málning- arband og annað hjálpardót var skyndilega fyrir treggáfaða menn og klaufa. Við enduðum svo þessa nótt með hvíta veggi og hvítt loft, sem var jú meiningin, en sófasett og aðrir munir urðu óvart í stfl. Otal margar góðar minningar á ég og mun alltaf eiga um þig, Manni minn. Ég kveð þig með söknuði vin- ur og ég vona og veit að þú hefur það gott núna. Éarðu vel með þig þarna uppi og ég sé þig svo seinna. Þinn vinur Hermann Isidórsson. Ég minnist Armanns sem góðs og glaðværs drengs þann tíma sem við áttum samleið. Oft fórum við saman í gönguferðir og hafði hann þá gjaman ljóðmæli á vörum og frá- sagnir af því sem á daga hans hafði drifíð. „Nú er svanurinn sunginn.“ Ég kveð vin minn Ármann með söknuði um leið og ég votta að- standendum hans samúð. Egyrkiuraþigvinur, því ævin er sera niður í miljónanna tal. Hverjum klukkan glymur og hver skal falla í val. Geyrai guða kliður góðan dreng í dal. Gunnar Ólafur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.