Morgunblaðið - 21.10.1999, Síða 53

Morgunblaðið - 21.10.1999, Síða 53
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 53 , NANNA INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR + Nanna Ingi- björg Einars- dóttir fæddist á Brekku á Bæ í Lóni í Austur-Skafta- fellssýslu 7. nóvem- ber 1919. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 5. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaða- kirkju 15. október. Það er skrítin tilfinn- ing sem fer um mig þegar ég keyri fram hjá húsinu þínu við Digranesveginn. Það er skrítið að við fjölskyldan skulum ekki stoppa við á leiðinni heim úr vinnunni eða um helgar og þiggja hjá þér kaffi og spjalla. Eg man alltaf eftir því þegar Nanna kynnti mig fyrst fyrir þér, við komum í heimsókn og Nanna var búin að vara mig við að amma sín væri nú ábyggilega ekkert allt of hrifin af því að það væri kominn einhver peyi sem væri um það bil að stela litlu stúlkunni hennar. En frá fyrstu stundu áttum við vel saman og þær eru víst óteljandi stundirnar og staðimir sem við höfum sótt og átt skemmtilegar stundir. Það var sér- stakt hversu ung þú varst alltaf í anda. Jafnvel þótt aldurs- munur okkar væri meiri en hálf mannsævi, sóttum við í að vera nálægt þér, þú hafðir alltaf svo mikið að gefa hvort sem um til- finningar eða hluti var að ræða. Eg man eftir því að ef maður sagði að hinn eða þessi hluturinn væri falleg- ur þá brást það ekki að þú vildir gefa manni hann. Ég var fljótur að sjá að það væri best að tala sem minnst um hlubinn því annars end- aði hann heima hjá okkur. Umhyggja þín fyrir okkur var sérstök og mun ég alla mína ævi muna eftir því hversu stórt hjarta þitt var, hversu innilegt faðmlagið var er við komum til þín og þú tókst á móti okkur og er við kvöddum stóðstu alltaf úti á tröppum og vinkaðir þar til við höfðum keyrt í burt. Ólafur Friðrik skipaði stóran sess í hjarta þínu og var víst að litla drengnum fannst gott að koma til þín, hann rataði um alla skápana þína og vissi vel hvar gotteríið og dótið var geymt sem þú hafðir keypt til þess að eiga fyr- ir hann. Það var auðsótt fyrir okk- ur að leita til þín þegar þurfti að láta passa litla drenginn og ég man eftir einu skipti þegar þið sátuð saman og horfðuð á sjónvarpið og litli kúturinn sofnaði sitjandi við hliðina á þér. Þar fann hann fyrir hlýjunni og örygginu sem streymdi frá þér. Elsku Nanna, þakka þér fyrir að leyfa okkur að vera svo stór hluti af lífi þínu. Minningin um þig mun aldrei deyja. Jón Kristinn Laufdal. stjórastöðu í útibúi Samvinnubank- ans við Höfðabakka og bætti við: „Það var meðal annars fyrir áhrif frá þér, þú sagðir alltaf að við kon- ur ættum að sækja um þær stöður sem við hefðum áhuga á, því að það myndi enginn bjóða okkur þær.“ Svo hitti ég hana stöku sinnum í bankanum sínum og ég heimsótti þau Marinó einu sinni í Mosfells- bæinn. Hún vildi að ég færi til Flórída í sumarfríinu og kynnti mér sumardvalarstaðinn sinn þar. Svo að ég lét verða af því og var ekki svikin af hennar leiðbeining- um í þeim efnum eða öðrum. Þetta er sagan af því hvemig við Inga Ömólfs snertum líf hvor ann- arrar þótt samskiptin væra ekki mikil. Að lokum vil ég þakka henni fyrir þau góðu kynni og bið fyrir henni í nýjum heimkynnum. Inni- legar samúðarkveðjur til eigin- manns, dætra og annarra aðstand- enda. Kristrún M. Waage. skiptavinir inn á ávísanareikning sinn og ég hringdi inn upphæðina. Svo sendi ég peningana með næsta kaupfélagsbíl í bæinn. Við spjölluð- um stundum saman í smá stund og ég man að henni fannst sum nöfn innleggjenda sérstæð og sagði mér þá jafnframt að maðurinn sinn væri ættaður úr Dölunum. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN BJARNHEIÐUR GÍSLADÓTTIR, Garðvangi, áður til heimilis á Hringbraut 70, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugar- daginn 23. október kl. 14.00. Gíslína S. Farnsworth, William W. Farnsworth, María S. Weiner, Norman G. Weiner, Ómar Steindórsson, Guðlaug Jóhannsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Jón Axel Steindórsson, Brynja Sigfúsdóttir, Guðrún Dóra S. Cabrera, Pete Cabrera, barnabörn og barnabarnabörn. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningai'- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, ÞÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR, til heimilis í Skjóli við Kleppsveg, andaðist á Borgarspítalanum laugardaginn 16. október síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Emil Róbert Karlsson, Eva S. Johannesen, Einar Ingvi Einarsson, Ingibjörg Sverrisdóttir, Ásta Árný Einarsdóttir, Erla Kristjánsdóttir, Emil Kristjánsson, Axel Kristjánsson og aðrir vandamenn. INGILEIF ÖRNÓLFSDÓTTIR + Ingileif Örnólfs- dóttir fæddist í Reykjavík 31. júlí 1940. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 4. október síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Langholtskirkju 14. október. Við Inga kynntumst í gegn um símann. I tvö ár talaði ég við hana nánast á hverjum degi og bað þá jafnan um Ingu í millifærslum. Ég þekkti röddina hennar löngu áður en ég sá hana sjálfa. Þá vann ég hjá Kf. Hvammsfjarðar í Búðardal og sá um innlánsdeild og samskiptin við Samvinnubankann. Þar lögðu við- Svo einhvem tím- ann þegar ég átti leið til Reykjavíkur fór ég sérstaklega í Sam- vinnubankann í Bankastrætinu til að sjá hana Ingu Örnólfs. Það var ekki fyrr en seinna að ég komst að því að hún hét Ingileif. Hún tók mér vel og bauð í mat í mötuneyt- inu sínu og við héldum áfram að hafa sam- band. Svo hitti ég hana á Laugaveginum, þar sem hún var á gangi og ég man að hún var í fal- legum stuttum pels. Þá sagði hún mér að hún væri tekin við útibú- + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKAR B. PÉTURSSON gullsmiður, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 10. október sl. Útförin hefur farið fram. Ásta B. Óskarsdóttir, Þórður Henriksson, Sigríður Óskarsdóttir og barnabörn. + Elskuleg dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA HÖSKULDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstu- daginn 22. október kl. 15.00. Guðbjörg Þórðardóttir, Sveinn Þór Hrafnsson, Deborah Hrafnsson, Jóhann Hrafn Sveinsson, Guðbjörg Hrafnsdóttir, Ólöf Hrefna Hrafnsdóttir, Daníel Gribb Hrafnsson, Ingvar Árelíusson, barnabörn og barnabarnabarn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS MAGNÚSSON skipasmiður, frá Söndum, Krókatúni 6, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstu- daginn 22. október kl. 14.00. Guðmunda Stefánsdóttir, Magnús Magnússon, Halla Bergsdóttir, G. Magnea Magnúsdóttir, S. Hafsteinn Jóhannesson, Guðríður Ó. Magnúsdóttir og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR, Mörtungu á Síðu, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Klausturhólum á Kirkjubæjar- klaustri mánudaginn 18. október. Útför hennar fer fram frá Prestsbakkakirkju á Síðu laugardaginn 23. októ- ber kl. 14.00. Júlíus Oddsson, Margrét Einarsdóttir, Ólafur Oddsson, Guðríður S. Jónsdóttir, Sigurveig Oddsdóttir, Skúli Oddsson, Þuríður Pétursdóttir, barnabörn og langömmubörn. + Útför eiginmanns míns og föður okkar, INGÓLFS SIGURÐSSONAR, Kleppsvegi 6, fer fram frá Áskirkju föstudaginn 22. október kl. 15.00. Þeir, sem vilja minnast hans, láti Hjartavernd njóta þess. Sesselja Guðmundsdóttir, Margrét Ingólfsdóttir, Elín Lára Ingólfsdóttir, Sigurður Ingólfsson. + Hjartans þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, stjúpmóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR GUÐMUNDSDÓTTUR frá Fagrahvammi. Börn, tengdabörn, stjúpbörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.