Morgunblaðið - 21.10.1999, Side 54

Morgunblaðið - 21.10.1999, Side 54
^54 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR + Yndisleg eiginkona mín, móöir okkar, tengda- móðir og amma, HULDA GUÐRÚN GUÐRÁÐSDÓTTIR, Ásgarði 77, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstu- daginn 22. október kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Minningarsjóð hjúkrunarþjónustunnar Karitas, sími 551 5606. Garðar Sigurðsson, Rannveig Lilja Garðarsdóttir, Valgeir Ásgeirsson, Sigurður Garðarsson, Ingveldur Magga Aðalsteinsdóttir, Þórey Garðarsdóttir, Hjörtur Blöndal og barnabörn. t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför okkar ást- kaeru móður, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, UNNAR FJÓLU JÓHANNESDÓTTUR, Framnesvegi 63, Reykjavík. Þorgeir Þorsteinson, Tanja Þorsteinsson, Jóhannes Þorsteinsson, Anabela Martins Pereira, Oddfríður Halla Þorsteinsdóttir, Christopher Evans, barnabörn og barnabarnabarn. + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÁSTRÓSAR FRIÐBJARNARDÓTTUR, Hraunprýði, Hellissandi. Sveinbjörn Benediktsson, Óttar Sveinbjörnsson, Guðlaug íris Tryggvadóttir, Friðbjörn Jón Sveinbjörnsson, Erla Benediktsdóttir, Benedikt Bjarni Sveinbjörnsson, Eggert Þór Sveinbjörnsson, Soffía Dagmar Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. KRISTÍN STURL UDÓTTIR + Kristín Sturlu- dóttir fæddist í Fljótshólum í Gaul- verjabæjarhreppi 6. október 1928. Hún lést á heimili sínu 1 Reykjavík 2. októ- ber siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Laugar- neskirkju 8. októ- ber. Látin er æskuvinkona mín, Kristín Sturludóttir frá Fljótshólum í Gaul- verjabæjarhreppi. Kynni okkar Krist- ínar hófust árið 1939, þegar foreldrar mínir, Kristín og Sighvatur, ásamt okkur átta systkinunum fluttust að Ragnheiðarstöðum sem er næsti bær við Fljótshóla. Fljótlega kom í ljós að á þessum bæjum voru álíka stórir bamahópar og ekki var verra að öll- um þótti gaman að syngja. A þessum árum fór bamakennsla fram á þremur stöðum í sveitinni. Einn þessara staða voru Fljótshólar og var kennt á heimili foreldra Krist- ínar, Sturlu og Sigríðar. Gengum við yngri systk- inin þangað í skóla og lenti ég í bekk með Kristínu. Þessi ár em mér ógleymanleg, Guð- mundur Frímannsson kennari kenndi okkur allt sem við þurftum að læra, t.d. fór hann út á tún með okkur og lét okkur teikna íjöllin o.fl. Mikið var gaman þegar hann tók fiðluna upp og lét okkur syngja. Arangur þess varð stúlknakór sem við skírðum Engjarósir. I kómum vomm við syst- umai', ég, Ester og Bjamey Sighvats- dætur, Kristín og Guðrún Sturludæt- ur ásamt Jónu Sigríði Tómasdóttur frá Fljótshólum vestri. Á þessum tíma stofnaði Guðlaug Narfadóttir bamastúku og vom haldnir fundir og skemmtanir í sveit- inni. Vomm við þá oft beðnar að syngja. Þá spilaði Guðmundur iðulega á fiðluna eða ég á gítarinn. Löngu eftir að við Engjarósimar eignuðumst börn og bú, vorum við fengnar til að syngja á stórafmæli kvenfélags Gaulverjabæjarhrepps. Var yndislegt að rifja upp skemmti- legu lögin sem við sungum sem börn og unglingar. Mikið var gengið á milli bæja, t.d. á jólum og um áramót. Þá skiptust fjöl- skyldur okkar Kristínar á að heim- sækja hvor aðra. Sturla spilaði á org- elið og það var sungið og dansað fram eftir nóttu. Allir aldurshópar tóku þátt í því. I huga mínum em þessar bemskuminningar tengdar Kristínu Sturludóttur ásamt foreldrum hennar og systkinum ljúfar. Við vomm bjart- sýn og fannst sólin skína alia daga. Eg þakka Kristínu fyrir ógleyman- lega samvem í söng og starfi á bemsku- og unglingsámm okkar. Eiginmanni hennar, Gunnari Svan- berg, og bömum þeirra votta ég sam- úðmína. Margrét Sighvatsdóttir. SIGURLAUG DAVÍÐSDÓTTIR + Signrlaug Davíðsdóttir fæddist á Hvammstanga 31. október 1906. Hún Iést á Hrafn- istu í Reykjavík 12. október síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykja- vík 18. október. Kynni mín og elskulegrar tengda- móður minnar hófust um það bil sem ég og dóttir hennar Þórdís fómm að draga okkur saman, og hafa sam- skipti okkar alla tíð verið ánægjuleg og lærdómsrík. Sigurlaug var sterk og vel greind kona sem hafði góða kímnigáfu. Hún var hafsjór af skemmtilegum sögum og hafði sannarlega lifað tímana tvenna og oft við kröpp kjör með stóra fjölskyldu. Hún var mikill verkalýðssinni og þekkti vel til þeirrar baráttu sem verkafólk þurfti að heyja til þess að bæta afkomu sína og komast af. Sú þekking mótaði mjög ákveðnar skoð- anir hennar um á hvern máta mætti jafna lífskjör og auka velferð í land- inu. Ekki fóru skoðanir okkar alltaf saman en ekki var hægt annað en að dást að krafti og eldmóði þessarar konu sem hafði frá unga aldri unnið hörðum höndum við að sjá sér og sínum farborða og lagði nótt við dag við að bjarga verðmætum við land- burði af demantssíld þegar vel veiddist fyrir norðan. Viðbrugðið var hversu fljót og vandvirk hún var við síldarsöltun og gilti þá einu hvort um var að ræða fyrsta eða þriðja sólarhring við sölt- unarborðin. Við upprifjun þessa tíma var gam- an að vera hlustandi og reyna að skilja við hvers konar aðbúnað og kjör fólk bjó á fyrri hluta aldarinnar. Eftir að Sigurlaug flutti heimili sitt til Reykjavíkur ásamt manni sínum Jóni Þorkelssyni síldarmatsmanni var enn unnið hörðum höndum og nú við afgreiðslu- og veitingastörf, lengst af við veitingarekstur Silla & Valda. Með mikilli eljusemi eignaðist fjölskyldan íbúð á Miklubraut 80 þar sem Sigurlaug bjó meðan hún hafði heilsu til. Frá 1992 bjó hún á Hrafnistu í Reykjavík, lengst af í einbýli, en síð- ustu árin naut hún umönnunar hjúkrunarfólks Hrafnistu og eru stjórn og starfsmönnum þessa ágæta dvalarheimilis færðar þakkir fyrir umhyggju og umönnun Sigurlaugar til hinstu stundar. Sigurlaug Davíðsdóttir var höfð- ingi heim að sækja og kunni vel að taka á móti gestum sínum. Hún var viðræðugóð og skemmtileg. Hún virti skoðanir annarra þó ekki léti hún sinn hlut. Við leiðarlok er henni þökkuð samfylgdin, traustið og stuðningur- inn. Það er ómetanlegur lærdómur að hafa fengið að kynnast lífsreynslu og viðhorfum þessarar merku konu. Dætrum hennai' og fjölskyldum þeirra er vottuð samúð. Blessuð veri minning Sigurlaugar Davíðsdóttur. Haukur Hjaltason. + Hjartkæri sonur minn, am ÖRVAR PÁLMI PÁLMASON, fc e sem lést á heimili sínu, Grenihlið 17, Sauðár- i íjs ff - króki föstudaginn 15. októbersl., verður jarð- sunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn A /L 23. október kl. 14.00. f X Fyrir hönd allra aðstandenda, \\ | p Svala Jónsdóttir. ATVINNUAUGLÝSINGAR Utkeyrsla Morgunblaðið óskar eftir að ráða starfsmann í útkeyrslu og dreifingu á morgnana. Unnið er frá kl. 6 til 11 þriðjudaga til laugardaga auk tilfallandi aukavinnu. Viðkomandi þarf að vera stundvís, röskur og þjónustulipur og þarf að vera á eigin bíl. | Umsóknum skal skila til afgreiðslu ► Morgunblaðsins, Kringlunni 1, 1. hæð, á umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir 27. október nk. Nánari upplýsingar um starfið gefur Elísabet Bjarnadóttir í síma 569 1122. Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru i Kringlunni 1 í Reykjavik þar sem eru yfir 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins. Sportvöru- og reiðhjólaverslun Afgreidsla. Óskum eftir að ráða duglegan og hressan starfsmann til afgreiðslu í verslun okkar. Umsækjandi þarf að hafa áhuga á reið- hjólum, skíðum og öðrum sportvörum. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Góð laun eru í boði fyrir góða starfs- menn. Umsóknareyðublöð liggja frammi í verslun okkar að Armúla 40. . Iferslunin T /VMRKK) Smiðir — verkamenn Okkur vantar smiði og verkamenn í ýmiss verk- efni, bæði inni og úti. Vinnustaður er Borga- og Staðahverfi í Grafarvogi. Upplýsingar í síma 861 6797 eða 861 3797. TSH byggingaverktakar. Tollskýrslugerð — birgðaumsjón Starfsmann vantar í innflutningsfyrirtæki í Reykjavík til að sjá um tollskýrslugerð og um- sjón birgðakerfis í Navision Financials tölvu- kerfi. Vinnutími er frá kl. 8:30 til 17:00 mánu- daga til fimmtudaga, og 8:30 til 14:00 á föstu- dögum. Um er að ræða framtíðarstarf og við- komandi þarf að geta byrjað fljótlega. Áhugasamir sendi upplýsingar til afgreiðslu Mbl., merktar: „IS — 01", fyrir 28. okt. nk. Konditor — bakari Starfsmenn óskast sem fyrst til starfa í bakaríi Café Konditorí Copenhagen. ★ Bakari. ★ Aðstoðarmaður bakara. Upplýsingar gefur Þormar í síma 899 7973. Sölumanneskja Starfskraft vantar í nýja verslun í Kringlunni. Um er að ræða hálfsdags- eða heilsdagsstarf. Helst vön sölumanneskja. Upplýsingar sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir mánudaginn 25. október merktar: „V — 8858".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.