Morgunblaðið - 21.10.1999, Síða 66
66 FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MYNDBÖND
- Vændi eða
hjónaband
Hennar eigin örlög
(A Destiny of Her Own)
U r a m a
★★
Leikstjóri: Marshall Herskovitz.
Handrit: Jeannine Dominy. Byggt á
skáldsögu Margaret Rosenthal. Aðal-
hlutverk: Catherine McCormack,
Rufus Sewell og Jacqueline Bisset.
(107 mín) Bandarísk. Skífan, 1999.
Öllum leyfð.
HENNAR eigin örlög lýsir karl-
rembusamfélagi í Feneyjum á
sextándu öld, þar sem heiðvirðar
konur gátu valið
milli þess að
verða ráðstafað
af föður sínum í
hjónaband sem
gerði þær að
eign eigin-
mannsins eða að
verða vændis-
konur. Sú staða
gaf konum
ákveðið frelsi, þær urðu fjárhags-
| lega sjálfstæðar og fengu tækifæri
til að láta ljós sitt skína á samfé-
lagsvettvangi sem helgaður var
karlmönnum en voru um leið út-
skúfaðar.
Þetta eru örlög Veróníku
Frankó, söguhetju myndarinnar
sem velur stöðu vændiskonunnar
fremur en hinnar nauðbeygðu eig-
inkonu. Unnið er með þversagnir
þessa samfélagkerfís á skemmti-
legan hátt í myndinni, sérstaklega í
glaðlyndislegu og uppbyggilegu at-
- > riði sem sýnir undirbúning
Veróníku undir vændiskonuhlut-
verkið. Umgerð myndarinnar tek-
ur þó efninu fram, en þar er á ferð
sérlega vönduð endursköpun á
hinu íburðarmikla Feneyjasamfé-
lagi.
Heiða Jóhannsdóttir
Einmana
sál
Velkomin í dúkkuhúsið
(Welcome to the Dollhouse)_
Drama
★★★
Framleiðandi, leikstjóri og handrits-
höfundur: Todd Solondz. Aðalhlut-
verk: Heather Matarazzo, Daria Kal-
inina og Brendan Sexton Jr. (89 mín.)
Bandarisk. Háskólabio, 1999. Bönnuð
innan 12 ára.
LEIKSTJÓRINN og handrits-
höfundurinn Todd Solondz vakti
talsverða athygli hér á landi með
myndinni
„Happiness"
sem sýnd var á
síðustu kvik-
myndahátíð. Sú
gráglettna sýn á
veruleikann sem
þar birtist er
ekki síður áber-
andi í Velkomin í
dúkkuhúsið, sem
Solondz hlaut dómnefndarverlaun
fyrir á Sundance-kvikmyndahátið-
inni árið 1996.
Þar segir fra Dawn Wiener sem
er um það bil að sigla inn í kyn-
þroskaskeiðið. Dawn hefur útlitið
ekki með sér og er ekki aðeins lögð
í einelti af skólafélögum sínum
heldur einnig af sinni eigin fjöl-
^ skyldu. Myndin lýsir hinni kvala-
fullu tilveru stúlkunnar með
sposku og súrrealísku ívafi án þess
að reyna að fegra aðstæður á
nokkurn hátt. Utkoman verður
bæði forvitnileg og átakanleg end-
urspeglun á grimmúðuglegu einelti
og einmanaleika í lífi ung-
lingstúlku.
FÓLK í FRÉTTUM
Morgunblaðið/Kristinn
Kara og Jón Pétur stofnuðu dansskólann fyrir tíu árum og halda upp
á það á laugardaginn í Laugardalshöllinni.
JÓN PÉTUR Úlfljótsson og
Kara Amgrímsdóttir fagna
um þessar mundir tíu ára af-
mæii dansskóla síns og af því
tilefni verður haldin vegleg danshá-
tíð í Laugardalshöllinni næstkom-
andi laugardag. Hátíðin verður ein
sú metnaðarfyllsta og glæsilegasta
sem haldin hefur verið hériendis að
sögn Jóns Péturs og mun m.a. eitt
frægasta og eftirsóttasta danspar
heims, þau Marcus og Karen
Hilton, sem eru margfaldir heims-
meistarar frá Englandi, sýna dans.
„Sýningin verður gerð eins mikið
fyrir augað og hægt er og við mun-
um reyna að sýna alla þá breidd
sem er í dansinum," segir Jón Pét-
ur. „Börn frá fjögurra ára aldri,
unglingar og fullorðnir munu sýna
og keppa og má búast við að sterk-
ustu danspör landsins taki sporið."
Keppnin er opin öllum sem vilja
taka þátt í henni og eldri borgurum,
67 ára og eldri, er boðið ókeypis á
hátíðina sem verður sjónvarpað í
beinni útsendingu frá 17-19:30 á
sjónvarpsstöðinni Sýn.
Jákvæðari viðhorf
I dansskólanum æfir stór hópur
fólks á öllum aldri dans og eru hinir
almennu iðkendur fjölmennastir.
Dansskólinn einskorðar sig ekki við
höfuðborgarsvæðið heldur fara
kennarar á hans vegum út á land og
halda námskeið sem eru iðulega vel
sótt.
Þegar Jón Pétur lítur yfir síðast-
liðinn áratug telur hann margt hafa
breyst til batnaðar sem snýr að
dansíþróttinni. „Viðhorf til dansins
er almennt orðið jákvæðara í dag.
Fullorðið fólk er farið að æfa dans
að staðaldri sem afþreyingu og gam-
an er að sjá að hjón og pör eru farin
að stunda þetta saman í meira mæli
en áður.“ Hann segir það algengt að
fullorðnir séu að koma á námskeið
og læra dans í íyrsta skipti á ævinni.
Islenskir dansarar hafa náð góð-
um árangri í keppnum erlendis og að
sögn Jóns Péturs hafa íslendingar á
undanfömum árum oftast komist í
undanúrslit eða úrslit í þeim keppn-
um sem þeir hafa tekið þátt í. Þessi
frábæri árangur hefur mjög jákvæð
áhrif og gerir dansinn sýnilegri.
Dans er líka fyrir stráka
Dansinn byggist upp á þátttöku
beggja kynja og það er af sem áður
var að strákum finnist hallærislegt
að dansa við dömu. „Það heyrist
Dansinn eykur
þrek og þor
Jóns Péturs og Köru
Dansinn mun duna í
Laugardalshöllinni á
laugardaginn og jafnvel
einnig í stofum lands-
manna því danshátíð
Dansskóla Jóns Pét-
urs og Köru verður
sýnd í beinni út-
sendingu á Sýn.
Sunna Osk Loga-
dóttir ræddi við
Jón Pétur um
dansíþróttina og
gildi hennar
fyrir iðkendur
á öllum aldri.
Ililmir Jensson og Ragnheiður
Eiríksdóttir æfa dans í Dans-
skóla Jóns Péturs og Köru og
hafa náð frábærum árangri.
inn góður grunnur sem hægt verður
að byggja á í framtíðinni."
Dansinn er viðurkennd íþrótt inn-
an Iþróttasambands Islands sem
Jón Pétur telur hafa sitt að segja um
þá viðhorfsbreytingu sem átt hefur
sér stað í samfélaginu undanfarin ár.
„Dansinn getur hjálpað okkur á
margan hátt. Hvort sem fólk stund-
ar hann til að keppa eða ekki þá
veitir hann iðkendum aukinn styrk.
Líkt og í leiklist og söng þurfa dans-
orðið sjaldnar að dans sé ekki fyrir
stráka," segir Jón Pétur. „En það
er eins með dansinn og allt sem fólk
þekkir ekki, það hræðist það og
jafnvel hæðist að því.“
Enn sem komið er stunda fleiri
stúlkur en drengir dans og sérstak-
lega fer að fækka í hópi drengja eft-
ir tíu ára aldurinn. Dansinn er kom-
inn inn í aðalnámskrá grunnskól-
anna og vonast Jón Pétur til að það
hafi í för með sér aukna kynningu á
dansinum sem síðar skili sér inn í
dansskólana með auknum fjölda
drengja og virðingu fyrir dansí-
þróttinni. „Næstu fimm árin verða
þreifingar í skólunum með dans-
kennslu og hún mun mótast og þró-
ast. En eftir það ætti að vera kom-
arar að koma fram og þannig hjálp-
ar hann fólki að losna við feimni og
eykur því sjálfstraust. Krakkar
læra að bera virðingu hvert íyrir
öðru og hinu kyninu. Að dansa
snýst fyrst og fremst um að hafa
gaman af því, fá útrás, og líða vel.“
Dansinn veitir ákveðið aðhald og
aga sem er fljótt að skila sér til
barnanna sem hann stunda. „Þau
pör sem eru komin á toppinn í dag
hafa mörg hver byrjað að dansa
mjög ung. Það er þó mjög einstak-
lingsbundið og þeir sem byija síðar
geta einnig náð góðum árangri, það
fer mikið eftir því hversu mikla
hreyfingu þau fengu áður.“
Taktur lifsins
Takturinn er órjúfanlegur hluti af
lífinu. Fólk talar, gengur, skrifar og
les í takt að ónefndu hjartanu og
líkamsstarfseminni allri.
„I öllu sem við erum að gera er að
finna takt. Böm sem eru misþroska
þurfa oft þjálfun í að koma öllu í takt
til að auðvelda þeim að samhæfa
hreyfingar. Það er ekki spuming að
hreyfiþroski bama hefur góð áhrif á
bóklegt nám og þau böm sem eru í
dansi eða stunda aðra holla hreyf-
ingu búa vel að því til lengri tíma.“
En skyldu allir geta lært að
dansa? Jón Pétur svarar því óhik-
andi. „Já, það er ég sannfærður um.
Það er eins með dansinn og margt
annað að fólk er misjafnlega lengi að
læra. Ég hef aldrei fengið neinn
nemanda sem ekki hefur getað lært
að dansa, sumir ná því strax en aðrir
þurfa langan tíma. Sumir segja sig
vera taktlausa og þá er nauðsynlegt
að fara í gegnum tónlistina með þeim
til að þau finni taktinn því fólk hefur
misjafnt tóneyra. Samhæfing er lyk-
ilatriði í dansi og jafnvel þegar fólk
er orðið fullorðið fer ekki alltaf sam-
an það sem það heyrir og það sem
það gerir. En það geta allir lært að
dansa, það sem þarf er að finna sinn
eigin hraða og viðurkenna hann.“
Afmælishátíðin hefur verið í und-
irbúningi um nokkurt skeið og er
mikil tilhlökkun í herbúðum Dans-
skóla Jóns Péturs og Köra. „Okkur
er sérstaklega kært að geta boðið
eldri borgumm, 67 ára og eldri, á
hátíðina," segir Jón Pétur. „Við vit-
um að þetta er fólk sem hefur sér-
staklega gaman af því að dansa og
horfa á dans en auðvitað em allir
velkomnir og við vonumst til að sem
flestir sjái sér fært að mæta og upp-
lifa þetta með okkur.“
Harding aft-
ur á svellið
SKAUTADROTTNINGIN Tonya
Harding féll í ónáð þegar hún
stóð á bakvið hrottalega árás á
keppinaut sinn Nancy Kerrigan
fyrir vetrarólympíuleikana í
Noregi árið 1994. Þótt henni hafi
þá orðið hált á sveilinu er hún
mætt til leiks aftur og stóð sig
prýðilega í keppni í Huntington í
Bandaríkjunum á dögunum. Hún
féll í fyrri umferðinni og var í
fjórða sæti en eftir góða frammi-
stöðu í seinni umferð hafnaði
hún í öðru sæti.
Rokkari
í bíó
GÍTARLEIKARINN síungi
Keith Richards úr Rolling
Stones mætti með eiginkonu
sinni Patty Hanson á heims-
frumsýningu „Bringing Out
the Dead“ í Ziegfeld kvik-
myndahúsinu í New York. í
aðalhlutvcrkum myndarinn-
ar eru Nicolas Cage, Pat-
ricia Arquette og Ving
Rhames og má búast við að
myndin láti að sér kveða á
aðsóknarlistum vestanhafs
eftir helgi.
Heiða Jóhannsdóttir