Morgunblaðið - 26.10.1999, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Níu mánaða uppgjör borgarsjóðs Reykjavíkur
Skatttekjur 500 millj-
ónir umfram áætlun
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Undarleg hornmynd-
un á lambhrúti
í NÍU mánaða uppgjöri borgar-
sjóðs kemur fram að skatttekjur
verða um 500 milljónum meiri og
afkoma borgarsjóðs betri en áætl-
anir gerðu ráð fyrir. Stofnanir og
fyrirtæki borgarinnar standast
áætlanir í öllum meginatriðum og
stefnt verður að því að greiða
skuldir borgarsjóðs niður um 610
milljónir á árinu. Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir borgarstjóri segist
vera mjög sátt við þessa útkomu
og segir mikilvægt að útgjöld
borgarinnar virðist ætla að verða
innan ramma fjárhagsáætlunar.
ENGIN gögn benda til annars en
að þeir peningar sem Kommúnista-
flokkur Sovétríkjanna sendi öðrum
stjórnmálaflokkum hafi skilað sér í
sjóði þeirra. Þetta var haft eftir
Sven G. Holtsmark fræðimanni við
norsku Varnarmálastofnunina í
fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi en
Holtsmark er sá sem fann upplýs-
ingar um fjárframlög til Sameining-
arflokks alþýðu - Sósíalistaflokks-
ins í sovéskum skjalasöfnum og
Stöð 2 birti fréttir um fyrir helgi.
Holtsmark hefur sent frá sér út-
tekt um peningatengsl norska
kommúnistaflokksins og þess sov-
éska og hefur undir höndum skjöl
Hálka veld-
ur slysum í
Reykjavík
SJÖ umferðaróhöpp urðu í morgun-
umferðinni í Reykjavík frá því
skömmu fyrir klukkan 9 í gærmorg-
un til klukkan 11, án þess þó að slys
á fólki yrðu umtalsverð.
Að sögn lögreglunnar mátti rekja
ástæður óhappanna til hálku á göt-
um af völdum vatns sem lekið hafði
út á götur vegna sprunginna vatns-
æða eða vatnsdælingar úr brunni.
Til óhappanna sjö töldust tvær
bflveltur, þar sem í báðum tilvikum
varð að flytja laskað ökutæki á brott
með kranabifreið.
Var einn maður fluttur á slysa-
deild með minniháttar meiðsl eftir
veltu á Miklubraut við Skeiðarvogs-
brú skömmu fyrir klukkan 9 og um
klukkustund síðar varð önnur velta
á aðrein frá Miklubraut inn á
Reykjanesbraut án þess að meiðsl
hlytust af.
Borgarstjóri segir skýringuna á
auknum skatttekjum vera hin
svokölluðu góðærisáhrif, sem nú
eru að skila sér inn í borgarsjóð.
„Ég hefði þó viljað sjá meiri tekju-
aukningu miðað við það sem skilar
sér í ríkissjóð. Góðærisáhrifin skila
sér miklu meira í ríkissjóð heldur
en til sveitarfélaganna. Hins vegar
sýnist mér að okkur takist jafnvel
betur en ríkinu að halda okkur
innan þeirra ramma sem menn
settu sér í fjárhagsáætlun,“ segir
Ingibjörg Sólrún. Þá segir hún að
rekstrarútgjöld séu komin niður í
þar sem meðal annars er að finna
lista yfir hvaða flokkar fengu fjár-
framlög frá honum og hversu mikil.
Holtsmark segir sovésku forsætis-
nefndina hafa fengið tilkynningu
um að peningamir hafi verið af-
hentir og finnst honum ólíklegt að
þeir sem hafi verið flæktir í málið
hafi stungið þeim í eigin vasa. Hon-
um finnst því afar litlar líkur á því
að peningamir sem komu til Sósíal-
istaflokksins á Islandi hafi farið til
annaiTa félaga eins og MIR eða
Máls og menningar. í frétt Stöðvar
2 kom einnig fram að kvittanir fyrir
móttöku peninganna hafi hins vegar
ekki fundist.
80% af skatttekjum, sem hafi verið
stefnunjið borgarstjórnar lengi.
Að sögn borgarstjóra virðist
sem allar stofnanir borgarinnar
ætli að halda sig innan ramma
fjárveitinga. „Sem mér finnst vera
mikill árangur og er auðvitað
mjög sátt við það. Þessari ramma-
fjárhagsáætlun fylgir mikið frjáls-
ræði og mér sýnist að menn hafi
kunnað vel að fara með þetta
aukna frelsi. Þeir eru mjög ábyrg-
ir fyrir því sem þeir eru að gera
og nýta sínar fjárveitingar betur
en áður.“
Samkvæmt uppgjörinu em
aukafjárveitingar færri en verið
hefur undanfarin ár. Árið 1997
námu aukafjárveitingar 5,70% af
skatttekjum og í fyrra vom þær
2,87%. I ár verða þær 1,16% af
skatttekjum. Ingibjörg Sólrún
segir aukafjárveitingar hljóða upp
á 220 milljónir og þar af séu 140
milljónir vegna starfs í skólum og
leikskólum.
Skattprósenta
ekki lækkuð
Ingibjörg Sólrún segir auknar
skatttekjur létta róðurinn við
rekstur borgarinnar, en ekki sé þó
ætlunin að lækka skattprósentuna.
Hún segir þá staðreynd blasa við
að í gangi séu mikil fjárfestinga-
verkefni. Þar sé um að ræða ein-
setningu gmnnskólanna og bygg-
ingu nýrra skóla í nýjum hverfum
og segir borgarstjóri að þetta séu
verkefni upp á 5 milljarða króna.
Þar að auki sé ennþá talsverð upp-
bygging eftir í leikskólum og stór
verkefni framundan í vegafram-
kvæmdum.
Laxamýri. Morgunbladið.
HORNALAG er með ýmsum
hætti á sauðfé, en ekki er vana-
legd' að horn vaxi með þeim hætti
sem hér sést. Svo virðist sem
annað hornið vaxi að hluta til
upp úr andliti lambhrútsins og er
hornmyndunin alveg fram á nas-
ir. Auk þessa standa bæði hornin
einkennilega upp í loftið sem
ekki telst vanalegt. Á myndinni
er Helga Sigríður Kristjánsdótt-
ir, bóndi á Einarsstöðum í
Reykjahverfi, með þennan ein-
kennilega lambhrút.
Upplýsingar í nýútkominni bók um njósnir Sovetrikjanna
KGB kom hler-
unarbúnaði fyr-
ir í Reykjavík
LEYNIÞJÓNUSTA Sovétríkj-
anna samþykkti árið 1970 að
koma fyrir hlerunarbúnaði í
Reykjavík. Þetta kemur fram í
bók Christopher Andrew og Vasfli
Mitrokhin um sögu KGB, leyni-
þjónustu Sovétríkjanna, en bókin
hefur vakið mikla athygli m.a.
vegna uppljóstrana um njósnara
sem störfuðu á vegum KGB í
Bretlandi.
í bókinni kemur fram að 15.
maí árið 1970 samþykkti Yuri
Andropov, þáverandi yfirmaður
KGB og síðar leiðtogi Sovétrílg-
anna, tillögu um að setja upp hler-
unarbúnað í 15 borgum utan Sov-
étríkjanna. Þetta voru Wash-
ington, New York, Montreal,
Mexíkó, Tókýó, Peking, Teheran,
Aþena, Róm, París, Bonn, Salz-
burg, London, Reykjavík og
Belgrad. Fram kemur í bók þeirra
Andrews og Mitrokhin að þegar
þessi ákvörðun var tekin hafi þá
þegar verið búið að koma fyrir
hlerunarbúnaði í sumum þessara
borga. Ennfremur kemur þar
fram að þessi búnaður skilaði
þeim árangri að á árinu 1971
höfðu starfsmenn KGB tekið á
móti 62 þúsund dulmálsskeytum
sem höfðu að geyma diplómatísk-
ar eða hemaðarlegar upplýsingar
frá 60 löndum, auk um 25 þúsund
skeyta með ýmiss konar öðrum
skilaboðum.
Sovétríkin hafa lengi legið undir
grun um að hafa stundað hleranir
á íslandi. í september árið 1973
fundu kafarar fjölmörg fjarskipta-
tæki á botni Kleifarvatns. Reynt
hafði verið að afmá merkingar á
tækjunum, en við rannsókn á
tækjunum kom í ljós að þau voru
flest af rússneskri gerð.
Árið 1990 kom út bók um KGB
eftir Andrew og Oleg Gordíevsk-
íj, fyrrum foringja í sovésku
leyniþjónustunni. I viðtali sem
Morgunblaðið átti við Gordíevskíj
um útkomu bókarinnar segir
hann að snemma á áttunda ára-
tugnum hafi KGB komið hlerun-
arbúnaði fyrir í sovéska sendiráð-
inu á Islandi og hleranir hafi ver-
ið stundaðar þar í nokkur ár.
Gordíevskíj sagði að GRU, leyni-
þjónusta hersins, hefði áður verið
búin að koma sér upp hlerunarað-
stöðu í sendiráðinu og hún hefði
leitast við að hlera fjarskipti sem
fóru um Island eða snertu Island
með einhverjum hætti. Gordíevsk-
íj sagði að KGB hefði ekki náð
jafngóðum árangri og GRU og
þess vegna hefðu forráðamenn
KGB ákveðið að draga úr fjár-
veitingum til þessarar starfsemi á
íslandi.
Fræðimaður við norsku Varnarmálastofnunina
Féð skilaði sér í
sjóði flokkanna
öð í dag
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.is
Á ÞRIÐJUDÖGUM
Heimili
Uni Arge gerði tveggja ára
samning við Skagamenn / B2
»•••••••••••••••••••••••••••••••
Kanu gerði þrennu á
fimmtán mínútum / B8