Morgunblaðið - 26.10.1999, Page 4

Morgunblaðið - 26.10.1999, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ekkert gefíð upp um tilkynningar til þátttöku í útboði á hluta ríkisins í FBA Breytingar mög'iileg'ar fram á föstudag AÐ SÖGN Hreins Loftssonar, for- manns framkvæmdanefndar um einkavæðingu, verður fjöldi tilkynn- inga um þátttöku í útboði á 51% hlut ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins ekki gerður opinber fyrr en næstkomandi fbstudag. Að hans sögn verða þátttökuhópar endanlegir næstkomandi föstudag þegar frestur til lagfæringa á hópum rennur út. Að- spurður segir hann breytingar eða lagfæringar á hópum taka mið af at- hugasemdum eða ábendingum frá sérstökum trúnaðarmönnum sem far- ið hafa yfir þátttökutilkynningarnar. I þeim hópi eru Jón Sveinsson hrl. og Brypjólfur Sigurðsson prófessor, ásamt Hreini. Hann getur hvorki staðfest að þær þátttökutilkynningar sem borist hafa, uppfylli skilyrðin sem sett hafa verið fyrir sölunni, né að aðeins ein tilkynning hafi borist, eins og heimildir Morgunblaðsins herma. Ekki lagt mat á fjárhagslega stöðu Alls er krafist rúmra 9.700 millj- óna króna fyrir hlutabréf ríkisins í FBA, miðað við lágmarksgengið 2,8. Hver aðili eða skyldir aðilar innan þátttökuhóps mega ekki eignast meira en 6% eða 208 milljónir að nafnvirði. Miðað við lágmarksgengið 2,8 er söluverð 6% hluta rúmar 582 milljónir ki'óna. Aðspurður segir Hreinn mögulegt að þátttökuhópur sé samansettur af aðilum sem hver um sig hafi ekki fjárhagslega burði til að reiða fram sinn hluta þeirrar fjárhæðar sem krafist er. „Það er ljóst að ekki ér lagt mat á fjárhagslega stöðu til- boðsgjafa. Miðað er við að hluta- bréfin verði staðgreidd 15. nóvem- ber næstkomandi og það kemur okkiu- í sjálfu sér ekki við hvernig viðkomandi gerir það. Ég á ekki von á að slíkar aðferðir verði notaðar, það er meira en að segja það í tilviki sem þessu,“ sagði Hreinn Loftsson í samtali við Morgunblaðið. Þátttakendum hefur verið til- kynnt ef eitthvað vantar upp á að viðkomandi uppfylli skilyrðin sem sett voru fyrir sölunni, þ.e. um eignatengsl og skyldleika. Frestur er gefinn til næstkomandi föstudags til að endurskoða samsetningu þátt- tökuhópa ef einhverju er ábótavant. Næstkomandi mánudag mun þátt- takendum gert viðvart um hæfi til þátttöku og þeim afhent tilboðs- eyðublöð. Tilboðin verða opnuð föstudaginn 5. nóvember og þá verða nöfn tilboðsgjafa og tilboðs- gengi gert opinbert. Ekkert upplýst um þátttöku Orca Eyjólfur Sveinsson, stjórnarfor- maður eignarhaldsfélagsins Orca SA, sagðist í samtali við Morgun- blaðið hvorki vilja segja af né á um þátttöku Orca í útboði á hlut ríkisins í FBA. „Við höfum ákveðið að fylgja því ferli sem útlistað er í útboðs- gögnum varðandi FBA og vísum á Ríkiskaup og einkavæðingarnefnd hvað upplýsingagjöf varðar," segir Eyjólfur. Eignarhaldsfélagið Orca á sem kunnugt er um 28% hlut í FBA og hefur verið orðað við þátttöku í útboðinu. Eyjólfur vildi ekki upplýsa hvort viðræður stæðu yfir við hugs- anlega samstarfsaðila Örca. Eyjólfur telur sölu á 51% hlut rík- isins í FBA mikilvægan áfanga á þeirri leið að línur skýrist hvað bankann varðar. „Það er mikilvægt að FBA geti beitt sér af alefli í þeirri uppstokkun sem framundan er á fjármálamarkaðnum. Við væntum þess að FBA muni ná að gera mikið úr þeim tækifærum sem framtíðin ber í skauti sér.“ Þar vísar Eyjólfur til þess að hlutverkaskipan fjár- málafyrirtækja muni breytast og einnig sé líklegt að einhver þeui'a muni sameinast eða hefja náið sam- starf. Aðspurður segir Eyjólfur að fjár- festing Orca í FBA sé í eðli sínu langtímafjárfesting og engar við- ræður um sölu á eignarhlut félags- ins standi yfir. „Við hyggjumst vinna með bankanum og teljum spennandi tækifæri framundan á ís- lenskum fjármálamarkaði. Kaup- verð á hlutabréfum okkar yrði að fela í sér verðlagningu sem myndi endurspegla þau tækifæri. Þegar menn leggja út í fjárfestingu með arðsemissjónarmið í huga, felur það í sér að menn eru tilbúnir til að selja ef rétt verð fæst,“ segir Eyjólfur. Ödýrasta bensínið hjá Bens- ínorkunni VERÐ á bensínlítra er í dag hið sarna hjá olíufélögunum þremur en Ódýrt bensín og Bensínork- an bjóða lítrann á 4,50 til 4,60 krónum lægra verði en þau, þ.e. almennt verð. Ódýrastur er bensính'trinn á stöðvum Bens- ínorkunnar eða 81,50 kr. Eftir breytingar á bensín- gjaldi fyrii’ helgina kostar lítr- inn af 95 oktana bensíni 86,10 kr. á bensínstöðvum Olís, Olíu- félagsins og Skeljungs. Lítrinn af 98 oktana bensíni kostar 90,80 kr. Félögin bjóða ýmis af- sláttarkjör og tímabundin til- boð, m.a. fyrir þá sem dæla sjálfir á bíla sína og getur slíkur afsláttur verið frá 1,50 og allt upp í þrjár eða fjórar krónur lítrinn. Lægsta bensínverðið í dag er á stöðvum Bensínorkunnar sem eru þrjár í Reykjavík og ein á Akureyri. Þar kostar htrinn af 95 oktana bensíni 81,50 kr. og lítrinn af 98 oktana bensíni 85,10 kr. Ódýrt bensín býður lítrann af 95 oktana bensíni á 81,60 en þar er 98 oktana bens- ín ekki í boði. Stoðvirki við varnagarð í Neskaupstað Lægsta tilboðið um 172 milljðnir FYRIRTÆKIÐ R. Hannesson hf. fyrir hönd franska verktakafyrir- tækisins E.I. Montagne átti lægsta upplesna tilboðið í upp- setningu svokallaðs upptakastoð- virkis eða stoðvirkis í upptökum snjóflóða sem koma á fyrir í Drangagili í Neskaupstað í tengsl- um við snjóflóðavamagarð sem þar er verið að reisa. Tilboðið hljóðar upp á tæplega 172 milljón- ir króna en kostnaðaráætlun Rík- iskaupa gerir ráð fyrir að verkið kosti 207 milljónir króna. Stoð- virki eru byggð fyrir ofan varnar- garða til að koma í veg fyrir að snjóflóð fari af stað. Fjögur tilboð bárust í verkið og var franska verktakafyrirtækið CAN s.a. með næstlægsta tilboðið sem hljóðar upp á rúmar 182 millj- ónir króna. Sama fyrirtæki lagði aukinheldur fram þrjú svokölluð frávikstilboð, sem bjóða upp á öðruvísi útfærslu á verkinu, og eru þau á bilinu um 172 milljónir króna til um 185,5 milljónir króna. Áætluð verklok 2001 Verktakafyrirtækið ístak hf. lagði fram tvö tilboð í verkið, sem voru m.a. ólík að því leyti að stoð- virkin voru frá mismunandi fram- leiðendum. Hljóðar annað þeirra upp á um 340 milljónir króna og hitt upp á um 316 milljónir króna. í útboðsgögnum er gert ráð fyr- ir því að ákveðið verði innan átta vikna frá því tilboð voru opnuð hvaða tilboði verði tekið en í út- boðsgögnum kemur einnig fram að verklok séu áætluð haustið 2001, þótt búast megi við að fram- kvæmdum ljúki fyrir þann tíma. Þjónusta númer eitt! Nvwcr eJíí ( noívZvM l>(hM> Til sölu Opel Astra 1600. Nýskráður 22.07.1997. Ekinn 52.000 km. Beinskiptur, 4 dyra. Ásett verð kr. 1.090.000. Nánari upplýsingar hjá Bíla- þingi Heklu í síma 569 5500. Opnunartími: Mánud. - föstud. kl. 9-18 laugardagar kl. I2-I6 BÍLAÞING MEKLU Laugavegi \1A, I05 Reykjavílc sími 569-5500 Morgunblaoið/RAA Ákveðið hefur verið að Iengja Stórubryggju í Grundarfirði enda þröngt orðið um skip og menn þegar mikið er um að vera. Hér er verið að landa hörpuskel. Hafnarbætur fyrirhugaðar í Grundarfírði Stórabryggj a lengd um 100 metra ÁKVEÐIÐ hefur verið að ráðast í hafnarbætur í Grundarfirði með því að lengja Stórubryggju. Með því fæst viðlegupláss sem nú skortir vegna aukinna um- svifa í útgerð og fiskvinnslu á staðnum. í Grundarfirði er góð höfn frá náttúrunnar hendi, sú besta á Snæfellsnesi. Talsvert hefur verið unnið að hafnarbótum frá því um 1940. Fyrir hálfum öðr- um áratug var Norðurgarður lengdur en hann gengur í dag- legu tali undir nafninu Stóra- bryggja. „Það var mikil fram- kvæmd en gæfuspor fyrir byggðarlagið því hún var nauð- synleg forsenda fyrir þeirri framþróun sem hér hefur orðið í sjávarútvegi. Nú stöndum við aftur á tímamótum, aðstaðan dugar ekki lengur og við þurf- um að gera nýtt átak í hafnar- málunum," segir Björg Ágústs- dóttir, sveitarstjóri í Grundar- fírði, en hún er jafnframt hafn- arstjóri. Hún segir að útgerð hafi aukist svo og landanir að- komubáta og skipin stækkað. Því sé orðin þörf fyrir meira viðlegupláss og segir jafnframt að forsendur séu fyrir frekari framþróun í greininni. Ákveðið hefur verið að lengja Norðurgarð um 100 metra. Áætlað er að það kosti 175 millj- ónir króna og gerir ríkisvaldið ráð fyrir sínum hluta á hafnaá- ætlun fyrir næsta og þarnæsta ár. Til þess að standa undir hlut sveitarfélagsins þarf Grundar- fjarðarhöfn að auka tekjur sín- ar. Það er ætlunin að gera með því að markaðsseíja höfnina og, þá aðstöðu sem boðið er upp á. I þeim tilgangi tóku Grundar- fjarðarhöfn og nokkur þjónustu- fyrirtæki sameiginlega þátt í ís- lensku sjávarútvegssýningunni í Kópavogi í haust. Björg vekur athygli á góðri þjónustu Grundarfjarðarhafnar og öflugum fyrirtækjum sem bjóða fjölbreytta þjónustu. Nefnir hún fískmarkað, löndun- arþjónustu, flutningafyrirtæki, netaverkstæði, olíusölu, raf- eindavirlqun, vélsmiðju og ann- an iðnað, auk almennrar versl- unar og þjónustu og afþreying- ar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.