Morgunblaðið - 26.10.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 26.10.1999, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís Haldið upp á afmæli SAMTÖKIN Barnaheill fögnuðu 10 ára afmæli sínu á sunnudaginn og í tilefni dagsins var haldin skemmt- un fyrir börn og foreldra þeirra í Ráðhúsi Reykjavík- ur. Böm af íslensku og erlendu bergi brotin stóðu fyrir fjölbreyttri skemmtidagskrá og var meðal ann- ars sungið, dansað, leikið á hljóðfæri og lesið upp. Gjöld sveitarfélaga jukust meira en tekjurnar milli áranna 1997 og 1998 3,5 milljarða kr. útgj aldaaukning vegna fræðslumála TEKJUR sveitarfélaga jukust um 7,1 milljarð króna milli áranna 1997 og 1998 eða um 10,8% að raungildi og er helsta ástæða aukinna tekna rúmlega 5% hagvöxtur á árinu 1998. Hins vegar hækkuðu gjöld sveitar- félaga meira en tekjumar eða sem nemur 8,1 milljarði króna eða 11,6% að raungildi. Vegur þar þyngst um 3,5 milljarða króna aukning út- gjalda vegna fræðslumála, sem jafngildir um 18,3% að raungildi og kemur hún til viðbótar mikilli út- gjaldaukningu til fræðslumála milli áranna 1996 og 1997, en þá nam út- gjaldaaukningin til fræðslumála þremur fimmtu af aukningu heild- arútgjaldanna. Þetta kemur fram í frétt frá Hag- stofu íslands um sveitai’sjóðareikn- inga ársins 1998, en samkvæmt þeim nam halli sveitarfélaga 4,5 milljörð- um króna í fyrra sem svarar til 7,1% af heildartekjum þeirra. Árið 1997 var hallinn einum milljarði króna minni eða 3,5 milljarðar króna sem svarar til 6,3% af heildartekjum þeirra. Fram kemur að niðurstöðu- tölumar um fjármál sveitarfélaga sýni bæði aulrinn tekjuhalla og láns- fjárþörf samanborið við árið á undan. A höfuðborgarsvæðinu var hall- inn á hvem íbúa 11 þúsund krónur og hafði lækkað um 24% að raun- gildi frá árinu áður. í Reykjavík var hallinn um átta þúsund kr. á hvern íbúa og hafði lækkað enn meir eða um rúm 36% að raungildi frá árinu 1997. Hins vegar var hallinn meiri í kaupstöðum með yfir 3.000 íbúa eða tæpar 30 þúsund krónur á hvern íbúa og hafði vaxið að raungildi um tæp 88% milli ára. Sem fyrr var hallinn minnstur á sveitarfélögum með undir 400 íbúum eða rétt rúm- ar 6 þúsund krónur sem er 80% raunaukning frá árinu 1997. Olafur Jdhann Olafsson ráðinn yfírmaður hjá TimeWarner Digital Media Er ætlað að móta stefnu í margmiðlun Olafur Jóhann Olafsson, rithöfundur og forstjóri Advanta fjármálafyrirtækisins í Bandaríkjunum, hefur verið ráðinn vara- stjórnarformaður Time Warner Digital Media en það er nýtt margmiðlunarfyrir- tæki í eigu bandaríska fjölmiðlunar- fyrirtækisins TimeWarner. VERKEFNI Ólafs Jóhanns Ólafsson- ar hjá Time Wamer Digital Media verður að móta stefnu fyrirtækja samsteypunnar í margmiðlun en þar er átt við netþjónustu, kapalkerfi, breiðband og útgáfú efnis á mynd- böndum og geisladiskum svo nokkuð sé nefnt. Olafur á einnig að leiða fyrir- tækið í miðlun efnis með nýrri tækni. „Þetta kom nú til þannig að nú þegar ég er búinn að koma í verk miklu af því sem ég ætlaði mér hjá Advanta, að móta framtíðarstefnu og koma því á betri braut eru þar ákveð- in kaflaskipti," sagði Ólafur Jóhann Ólafsson í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þar er nú bjart framundan í rekstrinum og minni umbyltingar fyrirsjáanlegar. Menn frá Time Warner, þar sem ég þekki marga, hafa verið í sambandi við mig að und- anförnu og verið að ámálga það við mig að koma til þeirra og vera með í yfirstjórn þessa nýja fyrirtækis því þar er mikið í húfí fyrir TimeWarner. Ef maður hefur áhuga á þessum vettr vangi þá er að ég held varla til skemmtilegra fyrirtæki að starfa við og þess vegna sló ég nú til.“ Ólafur verður annar yfirmanna fyrirtækisins, vara- stjórnarformaður, en Richard Bressler, sem var fjármálastjóri Time- Warner, er stjómarfor- maður og sinnir einkum fjármálastjóm. Bressler sagði þegar ráðning Ólafs var kynnt, er hlutabréfamarkaðir vora opnaðir vestan hafs í gærmorgun, að hann yrði góð viðbót við yfirstjórn TimeWarner Digital Media þar sem sæti fólk með fjölþætta reynslu. „Ólafur hefur sýnt hæfíleika á því sviði að rýna í framtíð- ina og sjá fyrir ákveðna þróun,“ sagði Bressler og sagði feril Ólafs, meðal annars hjá Sony, hafa sýnt það. Starfsmenn TimeWarner 77 þúsund talsins Ólafur Jóhann sagði ákvarðanir sem þessa erfíða en viðskilnaðurinn við Advanta væri góður, hann sæti þar áfram í stjórn og kvaðst hann hafa eytt morgninum í gær í að ræða við hluthafa og fjármálaráðgjafa til að sýna þeim fram á að allt væri í lagi hjá Advanta, hann væri í raun ekki að yfírgefa íjrirtækið og því ættu hlutabréf fyrirtækisins ekki að líða fyrir slík mannaskipti. „Menn vilja fá staðfest að allt sé í lagi, við búnir að ná ákveðnum markmiðum í fyrirtæk- inu og að ég sé ekki að hlaupa frá því vegna þess að eitthvað sé að.“ TimeWarner samsteypan er fjöl- miðlarisi, stærsta fjölmiðlunarfyrir- tæki heims, með um 77 þúsund starfsmenn og var veltan á síðasta ári sem svarar tvö þúsund milljörð- um íslenskra króna. Fyrirtækið sinnir útgáfu bóka, tímarita og tón- listar, sjónvarpsrekstri, rekstri kap- al- og breiðbandskerfa og kvik- myndagerð. Yfirstjórn TimeWarner ætlar nýja fyrirtækinu, sem stofnað var á síðasta sumri, að einbeita sér að stjórnun á allri miðlun efnis á raf- rænu formi og alla nýja miðlun Ti- meWarner og dótturfyrirtækja. Sem dæmi um umfang má nefna að fyrir- tækið hefur yfír að ráða dreifingar- rétti á 5.700 kvikmyndum, 32 þúsund sjónvarspmyndum og þáttum, og einni milljón laga, um einn milljarð- ur manna í um 212 löndum hefur daglegan aðgang að sjónvarps- efni frá CNN, um 120 milljónir manna lesá Time og önnur tímarit fyrirtækisins, í fyrra vom 23 hljómdiskar frá fyrirtækinu meðal 100 mest seldu diskanna og yfír 20 milljón heimila hafa aðgang að kapal- kerfi Time-Warner. Hlutverk Ólafs verður sem fyrr segir í megin- dráttum að móta stefnu þess í margmiðlun. „Ti- me-Warner á stærstu kvikmynda- og tónlistarfyrirtækin og dreifíng á því efni mun breytast mjög mikið með tilkomu breiðbandsins. Þá þarf að gæta að allri útfærslu þess. í annan stað er mikil bylting að gerast á sviði miðlunar á Netinu og á ég þar bæði við frétta- og fræðsluefni en ekki síður skemmtiefni og það er mik- ið í húfí fyrir þetta stærsta fjölmiðl- unarfyrirtæki heims að efninu sé komið rétt til skila, fyi-irtækið verðui- að vera þar í fremstu röð. Þá er TimeWarner með stærsta kapalfyrir- tæki í Bandaríkjunum og dreifíng mun í auknum mæli fara inn í hús um kapalkerfi sem em afkastameiri en símalínur. Þetta spannar því nánast allt margmiðlunarsviðið,“ segir Ólaf- ur. Sinnir áfram ritstörfum Aðsetur Ólafs verður í Rockefeller Center á Manhattan í New York þar sem aðalstöðvar TimeWarner era til húsa en Ólafur hefur ásamt fjöl- skyldu sinni búið í New York og því varið talsverðum tíma í ferðir til vinnustaðar síns hjá Advanta. En hvernig fer með rithöfundinn? „Það verður áfram tími fyrir rit- störf. Eg hef alltaf komið því þannig fyrir að svo geti verið og það verður áfram, það er alveg skilningur milli mín og TimeWarner fyrir því að svo verði áfram,“ segir Ólafur og leggur áherslu á að hann ætli ekki að hætta að skrifa. „Það mun allt annað þurfa að víkja áður en það gerist,“ segir hann en í næsta mánuði er væntan- leg hér ný bók hans sem Vaka- Helgafell gefur út. Ólafur Jóhann Ólafsson. Lánsfjárþörfin jókst Hallareksturinn gerði það að verkum að lánsfjárþörf sveitarfé- laga jókst og nam hún 9,7 milljörð- um króna í fyrra samanborið við 7 milljarða árið 1997 og 5 milljarða króna 1996. Heildarskuldir sveitar- sjóða námu 47,6 milljörðum króna um síðastliðinn áramót, sem jafn- gildir 82% af heildártekjum ársins. Til samanburðar námu skuldir sveit- arsjóða 55% af heildartekjum árið 1991. Skuldir sjálfstæðra fyrirtækja í eigu sveitai-félaganna era ekki taldar með í þessum tölum en þær námu alls 34 milljörðum króna. Þar af námu skuldir vegna félagslegra íbúða 13 milljörðum króna, hita- veitna um 8 milljörðum króna og hafnasjóða um 4 milljörðum króna. Skuldir sveitarsjóða jukust um 12% milli áranna 1997 og 1998, en skuldir sjálfstæðra fyrirtaskja um 29%. ---------------- Flugæfíng’ kom fram á jarð- skjálftamælum NOKKUÐ var um að fólk á höfuð- borgarsvæðinu teldi sig finna jarð- skjálfta í gærmorgun milli klukkan tíu og ellefu. Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofu Islands stafaði óróleikinn þó ekki af jarðhræringum heldur af flugæfingu vamarliðsins yfír Reykjanesi. Við ákveðin veðurskil- yrði, til dæmis þegar kyrrt er í lofti eins og var í gær, getur fundist nokkur titringur á jörðu niðri þegar herþotur fai’a í gegnum hljóðmúrinn. Titringur kom fram á mælum á höfuðborgarsvæðinu og víða á Suð- urlandi. Fólk þaðan hringdi mikið á Veðurstofuna í gær og sagðist hafa fundið skjálfta og sumir sögðu muni jafnvel hafa hreyfst í hillum á heim- ilum sínum. ---------------- Djúpvegur Myllan efh. með lægsta tilboð FYRIRTÆKIÐ Myllan ehf. á Egilsstöðum átti lægsta tilboð í Djúpveg á Vestfjörðum, en tilboð í uppbyggingu vegar milli Laufskála- gils og Eyrarhlíðar voru nýlega opnuð hjá Vegagerðinni. Atta fyrirtæki buðu í verkið, en tilboð Myllunnar ehf. nam tæplega 138 milljónum króna. Kostnaðará- ætlun Vegagerðarinnar hljóðaði upp á tæplega 166 milljónfr króna. Helmingur tilboðanna var undir kostnaðaráætlun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.