Morgunblaðið - 26.10.1999, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
íslensk gjöf mun skipa heiðurssess í skrifstofu Bandaríkjaforseta
Hlakkar til að lesa
óðinni og sagði að hann *T~ 1 • • •
zg&r'- Islendmgasogurnar
BILL Clinton Bandaríkjaforseti
tðk í liðinni viku á móti íslend-
ingasögunum á ensku frá ís- ^
lensku þjóðinni og sagði að hann
hlakkaði
arar dásamlegu gjafar.
TH£
WHiTU
H0U5E-
•jSÍGMOfOD 2»
Þarna geturðu lesið allt um það hvers konar svaka gæjar við íslendingar erum.
Níu frétta-
menn ráðnir
til RÚV
Landssíminn ákveður að setja
harðkornadekk undir bfla sína
Gatnamálastjóri fagn-
ar ákvörðun Símans
ÚTVARPSSTJÓRI hefur nýlega
ráðið níu fréttamenn til starfa hjá
Ríkisútvarpinu. Koma þeir í stað
annarra sem horfið hafa til nýrra
starfa eða eru í leyfí frá störfum.
Anna Kristín Jónsdóttir og
Kristján Kristjánsson voru fastráð-
in. Þau starfa á fréttastofu Sjón-
varpsins. Lausráðin til afleysinga
þar voni ráðin Valgerður Jóhanns-
dóttir og Sigmar Guðmundsson.
Óiafur Teitur Guðnason og
Pálmi Jónasson voru fastráðnir og
starfa á fréttastofu Útvarpsins.
Lausráðin til afleysinga þar voru
ráðin Jóhann Hlíðar Harðarson,
Sigríður Hagalín Björnsdóttir og
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir.
Útvarpsráð fjallaði um umsókn-
irnar og mælti með þessum um-
sækjendum. Alls voru umsækjend-
ur um fréttamannastörfin 51 tals-
ins.
SIGURÐUR Skarphéðinsson,
gatnamálastjóri í Reykjavík, fagn-
ar því að forráðamenn Landssím-
ans hafi ákveðið að setja harð-
kornadekk undir bílaflota íýrir-
tækisins til þess að draga úr meng-
un.
Forráðamenn fyrirtækisins hafa
tekið þá ákvörðun að setja harð-
kornadekk í stað nagladekkja und-
ir þær bifreiðar, sem eru í notkun á
höfuðborgarsvæðinu. Sigurður
segist ekki vita til þess að fleiri
stórfyrirtæki sem ráða yfir umtals-
verðum bflafiota ætli að feta í fót-
spor Landssímans en telur það
vera æskilega þróun. „Það er ljóst
að harðkornadekkin hafa marga
kosti fram yfir þau negldu. Þau
slíta malbikinu minna og valda því
minni mengun og hávaða. Þau
valda heldur ekki eins mikilli ryk-
mengun og nagladekkin. En þetta
eru þættir sem menn eru farnir að
líta til i auknum mæli.“
Hvetur til notkunar
harðkornadekkja
Sigurður segir að það hafi komið
til tals að borgaryfirvöld standi
fyrir áróðri um notkun harðkorna-
dekkja yfir veturinn. „Þó að harð-
kornadekkin hafi þann galla að þau
séu sóluð henta þau í flestum tilvik-
um vel í innanbæjarakstur þó að
yfír háveturinn geti komið upp að-
stæður þar sem negldu dekkin
duga betur. Þess vegna er mjög
líklegt að borgaryfirvöld verði með
kynningu á kostum harðkorna-
dekkja á næstunni og hvetji borg-
arbúa til þess að nota þau.“
Tré-
rimlagluggaj
25mm og 50mm
meö og án boröa
Margir litir
Frábært verð
Ráðstefna Barnaheilla um stöðu barna
Skyldur okkar
við öll börn
Kristín Jónasdóttir
MORGUN verður
haldin á Grand
Hóteli við Sigtún
ráðstefna á vegum
Barnaheilla í tilefni af tíu
ára afmæli samtakanna.
Yfirskrift ráðstefnunar
er: Börn af erlendum
uppruna hér á landi -
staða þeirra - skyldur
okkar. Kristín Jónasdótt-
ir er framkvæmdastjóri
Barnaheilla. Af hverju
skyldi þetta efni hafa ver-
ið valið?
„I umræðum um hvaða
efni skyldi valið var rætt
um að bamasáttmáli Sa-
meinuðu þjóðanna er líka
tíu ára og þess vegna
þótti eðlilegt að fjalla um
efni sem tengist grund-
vallarsjónarmiði sáttmál-
ans; Engu barni má sýna
mismunun og það sem er barninu
fyrir bestu skal ávallt hafa for-
gang. Við vitum að fleiri og fleh'i
böm fæðast hér sem ekki eru af
íslensku bergi brotin eða hafa
fæðst erlendis og flutt hingað til
lands af ýmsum ástæðum. Það
var okkar mat að við vissum
alltof lítið um stöðu þessara
bama. Því fannst okkur við hæfi
núna, á tíu ára afmæli okkar og
sáttmálans, að draga fram í kast-
ljósið kjör allra bama á Islandi -
líka þeirra sem áður vora nefnd.
Þess má geta að við eram að end-
urútgefa barnasáttmála Samein-
uðu þjóðanna í litlum bæklingi og
verður honum dreift sem víðast
eftir afmælið."
- Hvað á að fara fram á ráð-
stefnunni?
„Hún er í raun tvískipt.
Snemma um morguninn munum
við fai’a stuttlega yfir sögu sam-
takanna á þessum tímamótum.
Erindi Arthurs Morthens for-
stöðumanns sem hann kallar
Bamsskór Barnaheflla er af þeim
toga. Þá mun Einar Gylfi Jóns-
son, formaður Bamaheilla, kynna
nýtt merki samtakanna en
Bamaheill eru hluti af alþjóða-
samtökum sem heita
International Save the Children
Alliance. Af því tilefni kemur
framkvæmdastjóri alþjóðasam-
takanna Burkhard Gnarig og
flytur erindi um alþjóðastarfið.
Síðan hefst hin eiginlega dag-
skrá. Þar munum við reyna að
draga fram stöðu þessara bama
út frá ýmsum sjónarhomum, svo
sem séð frá heilsugæslunni og fé-
lagsþjónustunni. Við fjöllum um
kjör barna sem eru ættleidd er-
lendis frá eða koma hingað sem
flóttafólk. Einnig mun á ráðstefn-
unni Grazyna María Gunnarsson
hjúkrunarfræðingur
ræða um reynslu for-
eldris bams af erlend-
um uppruna. Ekki má
þá gleyma skólamál-
unum og hinni póli-
tísku sýn stjómmálamannanna á
skyldur samfélagsins við öil börn.
Ráðstefnan er öllum opin en fólk
þarf að skrá sig til þátttöku hjá
Bamaheillum og er ráðstefnu-
gjald 3.500 krónur."
- Eru margir fyrirlesarar?
„Já, þeir eru ellefu eftir hinn
sögulega aðdraganda um morg-
uninn. I raun hefðum við getað
haft þetta tveggja daga ráð-
stefnu en umfangið hefði hvort
eð er orðið of mikið ef málin
hefðu verið skoðuð frá öllum
sjónarhornum. Inngangserindi
flytur dr. Rannveig Traustadótt-
ir félagsfræðingur og talar hún
um menningarlegan margbreyti-
leika á íslandi. Hún fékk nýlega
styrk frá Rannsóknarsjóði
►Kristín Jónasdóttir fæddist 7.
febrúar 1958. Hún lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1978 og mastersprófi
í félagsfræði og kvennafræðum
frá háskólanum í Minnesota
1988. Hún hefur lengst af starf-
að hjá Barnaheillum cn auk
þess sinnt ýmsum öðrum verk-
efnum. Kristín á tvær dætur.
Barnaheilla til þess að kanna
stöðu asískra bama á Islandi.
Kristín Njálsdóttir félagsráðgjafi
ræðir um upplýsinga- og menn-
ingarmiðstöð nýbúa. Einnig má
sem dæmi geta um erindi Rutar
Magnúsdóttur kennara um ný-
búafræðslu og Valgerður Bald-
ursdóttir geðlæknir ræðir um
sérstöðu ættleiddra bama af er-
lendum uppruna."
-Er auðvelt að kanna stöðu
þessara barna hér?
„I þessum málaflokki, eins og
sumum öðrum sem varða börn,
gætir þess að upplýsingar eru
brotakenndar. Hægt er að fá
sumar upplýsingar á Hagstof-
unni, aðrar hjá skólunum m.a.
um gengi bamanna þar, en
reynst getur erfitt að fá heil-
stæða mynd af stöðu þeirra því
skráning um það efni fer ekki
fram á kerfisbundinn máta.
Þetta á raunar við um öll íslensk
börn. Þetta torveldar alla upp-
lýsingaöflun og rannsóknir á
þessu sviði, sem öðrum er varða
böm, þarf að stórefla."
- Gera ráðstefnur af þessu
tagi mikið gagn?
„Já, eins og ég kom inn á í upp-
hafi er það hlutverk Barnaheilla
að vekja athygli á högum barna
og ráðstefnur em eitt af tækjun-
um til þess. Þegar við voram að
byrja vorum við með
tvö til þrjú málþing á
ári sem ætlað var að
mæta þeim vanda
sem m.a. upplýsinga-
öflunin er, það er að
leiða þá saman sem búa yfir þess-
um upplýsingum í kerfinu og síð-
an gefum við þessi erindi út í rit-
röð Barnaheilla og í raun má líta
svo á að þetta hafi að nokkra
leyti bætt úr skorti á rannsókn-
um á Islandi á stöðu barna. Við
héldum t.d. málþing um innflytj-
endabörn 1992 og reyndum þá að
draga athygli að högum þeirra og
skyldum okkar við þau. Þetta
ætlum við að gera aftur nú á
þessari ráðstefnu sem leiðir von-
andi til aukinna umræðna, við-
horfs- og stefnubreytinga og
nýrrar lagasetningar þar sem
þess er þörf.“
í lok ráðstefnunnar verður
móttaka í boði félagsmálaráðu-
neytisins.
Skortir rann-
sóknir á stöðu
barna