Morgunblaðið - 26.10.1999, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.10.1999, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR H0gni Hoydal, ráðherra sjálfstæðismála í Færeyjum, ávarpaði landsfund Vmstrihreyfíngarinnar Viðræður um sjálfstæði gætu hafist í næsta mánuði Morgunblaðið/Kristj án Hegni Hoydal og Steingrímur J. Sigfússon ræða málin á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboð. Formaður Vinstri grænna segir landsfundinn á Akureyri hafa heppnast vel Framboð fyrir sveitarstjórn- arkosningar undirbúið H0GNI Hoydal, þingmaður Þjóð- veldisflokksins og ráðherra sjálf- stæðismála, ávarpaði landsfund Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um helgina en hann ræddi um fullveldisbaráttu Færeyinga og einnig um samstarf þjóða við Norð- ur-Atlantshaf. Hogni sagði Færeyinga nú eiga sögulega möguleika á að verða sjálf- stætt ríki, þeir sem tekið hefðu niður heimastjórnargleraugun eygðu nú þann möguleika úti við sjóndeildar- hringinn. Landsstjórnin vinnur nú ötuilega að málinu og reynir að fá liðsmenn Jafnaðarflokksins til að taka undir sjónarmið stjórnarflokk- anna um að fara í samningaviðræður við Dani um sjálfstæði Færeyja. Flokkurinn hefur fram til þessa ekki léð máls á því að fara í slíkar viðræð- ur. Meirihluti er hins vegar iyrir sjálfstæðismálinu í þinginu en reynt er að ná sem breiðastri samstöðu á Færeyska Löggjafarþinginu um málið. Færeyingar hafa búið við heima- stjómai'lög í rúm 50 ár og hafa á þeim tíma orðið æ háðari efnahags- stuðningi frá Danmörku. Árlegt framlag Dana til Færeyja er um tíu milljarðai- króna. Hogni kvaðst von- ast til að viðræður við dönsk stjóm- völd hæfust þegar á þessu ári um breytta réttarstöðu Færeyja. Sátt- máli sá sem út úr þeim viðræðum kemur og hugsanlega stjómarskrá fullvalda Færeyja myndi svo verða borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslu sem vonir standa til að geti orðið á næsta ári. Hpgni sagði að í kjölfar efnahag- skreppunnar miklu sem reið yfir Færeyjar í kringum 1990 hafi um- ræður um sjálfstæði eyjanna orðið háværaiá. Efnahagslífið var í molum, sama hvert litið var og þá hafi dansk- ir peningar verið notaðir til að skapa vitlaus atvinnutækifæri. Miiljarðar hafi verið notaðir til að kaupa togai'a og byggja upp ýmsan iðnað en örlög- in orðið þau að öll þessi fyrirtæki urðu gjaldþrota. „Færeyingar hafa nú verið að borga vegna þessarar vit- leysu í langan tíma,“ sagði Hpgni. Ólukka verði samningurinn felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu Löggjafarþingið samþykkti fyrir réttu ári að stefna að sjálfstæði Færeyja og hefur verið unnið að því markmiði síðan. I síðasta mánuði kom út svonefnd Hvítbók um sjálf- stæðismál Færeyja og er henni ætlað að vera grundvöllur frekari umræðu um málið meðal Færeyinga. Næsta stig em formlegar viðræður við dönsk stjórnvöld og sagði Hpgni að þær gætu jafnvel hafist strax í næsta mánuði. Viðræðurnar sem snúast munu um breytta réttarstöðu Færeyinga munu hafa dansk-ís- lenska sambandslagasamninginn frá 1918 að fyrirmynd. Eftir að gengið hefur verið frá sáttmála milli Færey- inga og Dana og hann samþykktur í Löggjafaþinginu verður hann borinn undir þjóðaratkvæði og sagði Hpgni að sú atkvæðagreiðsla færi vonandi fram árið 2000. Hogni sagði að ef til vill yrði reynt að stöðva samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu og ef svo yrði sæi hann fram á ragnarök í færeysk- um stjómmálum. „Það yrði mikil ólukka fyrir Færeyinga,“ sagði hann. Jafnframt verður samið um að ár- legt fjárframlag Dana til Færeyja muni minnka í áföngum á ákveðnu tímabili. „Við sjáum nú fram á þann sögulega möguleika að Færeyjar verði sjálfstætt ríki og við komust undan því að taka við dönsku pen- ingunum," sagði Hpgni. Hann benti á að á tímabilinu fyrir 1989 hafi neysla Færeyinga verið um 15% yfir framleiðslu, en eftir 1990 hafi orðið umskipti, neysla og fjárfestingar séu nú um 7% undir landsframleiðslu. Greiðslujöfnuður hefur því verið já- kvæður um nokkurra ára skeið. „Svo nú er möguleikinnsagði hann. Hogni ræddi einnig um mikilvægi smáþjóða i ríkjasamfélagi heimsins og sagði smáþjóðir hafa ýmsa mögu- leika á þeim vettvangi. Menn ættu að draga lærdóm af sögu þeirrar aldar sem senn rynni sitt skeið með blóð- ugum styrjöldum og fjármálakrepp- um. Slíkt væri ekki góður grundvöll- ur að bjartri framtíð. Heiminn skorti ekki mat, olíu, ísskápa eða peninga, heldur væri skorturinn fremur á sviði lífsgæða, lýðræðis, réttvísi og kærleika sem og virðingu fyrir nátt- úrunni og umhverfinu. íslendingar, Færeyinga og Grænlendingar ættu að hafa samstarf um að byggja upp samfélög með þessi atriði að leiðar- ljósi. „Við verðum að leggja áherslu á umhverfisvernd, það er stærsta málið sem þessar þjóðh’ verða að berjast fyrir. Við sem byggjum lönd- in við Norður-Atlantshafið verðum að ganga á undan með góðu fordæmi á þessu sviði. Það er lykillinn að okk- ar framtíð," sagði Hogni og benti á að það ætti ekki síst við um verndun fiskimiðanna. LANDSFUNDUR Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs telur mik- ilvægt að hefja þegar undirbúning að framboði fyrir næstu sveitarstjórn- arkosningar og segir m.a. í sam- þykkt fundarins að markmiðið verði að hreyfingin geti látið til sín taka með „myndariegum hætti á vett- vangi stjórnmála eftir atvikum með framboði í eigin nafni eða í samstarfi við aðra“. Um hundrað kjörnir fulltrúar sátu iandsfundinn, sem lauk á Akureyri á sunnudag, auk fjölda annaiTa gesta. Segir Steingrímur J. Sigfússon, for- maður flokksins, í samtali við Morg- unblaðið að fundurinn hafi verið kraftmikill og ánægjulegur. Meðal annars var á fundinum farið yfii- ýmsa þætti flokksstarfsins og sam- þykktar tillögur til að mynda um að flokkstjórn gangist nú þegar fyrir stofnun starfshóps ungs fólks sem móti tillögur um starf á vettvangi ungs fólks í flokknum. Samþykkt var stjórnmálaályktun þar sem m.a. kemur fram að Vinstrihreyfingin vilji beita sér fyrir róttækum þjóðfélags- umbótum almenningi til hagsbóta, hefja vemd náttúra og umhverfis til vegs á ísiandi og treysta byggð um allt land. Aukinheldur segir í stjórn- málaályktuninni að Vinstrihreyfingin sé samstarfsvettvangur og baráttu- tæki þeiira, sem vilja útrýma kynja- misrétti og tryggja jafnrétti og jöfn- uð í samfélaginu. Undir lok fundarins var Stein- grímur J. Sigfússon alþingismaður endurkjörinn í embætti formanns flokksins, án mótframboða, og stjórnin sömuleiðis sjálfkjörin nema hvað Kristín Halldórsdóttir, fyrrver- andi alþingismaður, tók við emætti ritara í stjóm í stað Jóhönnu Harð- ardóttur sem baðst undan endur- kjöri vegna anna. Þegar Steingrímur er spurður nánar um þá samþykkt fundarins að hefja undirbúning fyrir næstu sveit- arstjórnarkosningar segir hann að hvort tveggja verði haldið opnu að flokkurinn bjóði fram í eigin nafni eða í samstarfi við aðra. „Þarna að baki liggur auðvitað sá vilji okkar að vera fullgildir aðilar í slíku sam- stai-fi. Það þýðir m.ö.o. að í aðdrag- anda næstu sveitarstjórnarkosninga myndu menn væntanlega setjast nið- ur og ræða um slíkt samstarf og semja um það á nýjum granni í ljósi breyttra aðstæðna. Ljóst er að það flokkakerfi sem stóð að sveitar- stjórnarkosningunum síðast er að hverfa og annað er að koma eða er þegar komið í staðinn. Vinsti’ihreyf- ingin - gi-ænt framboð er komin til sögunnar og væntanlega tekst Sam- fyikingunni á endanum að gera sig að eiginlegum stjórnmálasamtökum. Þar með yrði iíka til nýr aðili sem myndi koma að slíkum samningum," segir Steingrímur og benti m.a. á að á fundinum hefði fólk úr Reykjavík nefnt Reykjavíkurlistann og mögu- leikana á því að hann gæti orðið til á nýjum grunni. „Allir vora þó sam- mála um að við hlytum þá að koma sem fullgildir aðilar að slíku sam- starfi," ítrekar Steingrímur. Stjórn Vinstri grænna I nýkjörinni stjóm Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs sitja auk Steingríms J. Sigfússonar, formanns flokksins, Svanhildur Kaaber sem er varaformaður, Tryggvi Friðjónsson gjaldkeri og Kristín Halldórsdóttir ritari. Meðstjórnendur eru Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Birgir Frið- bertsson, Drífa Snædal, Stefanía Traustadóttir og Þórhallur Þor- steinsson. Þingmenn Samfylkingar leggja fram á Alþingi lagafrumvarp um samkeppnismál Vilja styrkja stöðu samkeppnisyfirvalda í UMRÆÐUM um frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum, sem Samfylkingin hefur lagt fram á Alþingi, kom fram að Samfylkingin telur að virk samkeppni sé besta leiðin til að tryggja almenningi sem lægst vöruverð og besta þjónustu. Vilja þingmenn Samfylkingar með lagabreytingum gera samkeppnisyf- irvöldum auðveldar fyrir að ná markmiðum samkeppnislaga. I framsöguræðu sinni rifjaði Lúð- vík Bergvinsson, fyrsti flutnings- maður lagafrumvarpsins, upp mark- mið núgildandi samkeppnislaga en í lögunum segir að unnið skuli gegn óhæfílegum hindranum og takmörk- unum á frelsi í atvinnurekstri, sem og gegn óréttmætum viðskiptahátt- um, skaðlegri fákeppni og sam- keppnishömlum og loks að auðvelda skuli aðgang nýrra keppinauta að markaðnum. Kom fram í máli Lúðvíks og Bryndísar Hlöðversdóttur, þing- manns Samfylkingar, að til að þess- um markmiðum mætti ná þyrfti að gera mikilvægar breytingar á þeim samkeppnisreglum sem í gildi væru á íslandi. Taka þyi’fti upp svokallaða bannreglu, en hún felur í sér að nær allar samkeppnishömlur séu bann- aðar, í stað misbeitingaraðferðarinn- ar, sem felur í sér að samkeppnisyf- irvöld hafi heimild til að hindra sam- keppnishömlur í einstökum tilvikum séu þær taldar skaðlegar. Rannveig Guðmundsdóttir, Sam- fylkingu, vakti athygli á því að þing- menn Sjálfstæðisflokks væru fjar- verandi umræðuna um frumvarp Samfylkingar, sem fram fór á fimmtudag í liðinni viku, og sagði hún það umhugsunarefni hversu lít- inn áhuga sjálfstæðismenn virtust hafa á umræðunum. Lagði Rannveig áherslu á að sam- keppnisyfirvöldum yrði gert kleift að sinna skyldum sínum og sagði hún að á þessu hefði oftar en einu sinni verið misbrestur, þannig hefði Sam- keppnisstofnun jafnvel lent upp á kant við stjórnvöld í landinu í til- teknum málum þegar hún þó var að- eins að beita þeim tækjum sem hún hefur til að stuðla að eðlilegri sam- keppni í landinu. Vísaði Rannveig hér m.a. til þess úrskurðar sam- keppnisyfirvalda að Landssíminn skyldi aðskilja GSM-þjónustudeild sína öðrum deildum fyrirtækisins og málefna Myllunnar. Efi um hæfi starfsmanna Samkeppnisstofnunar Halldór Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokks og fyrrverandi sam- gönguráðherra, lýsti hins vegar við umræðuna efasemdum um að Sam- keppnisstofnun væri þess trausts verð, sem Samfylking virtist hafa á henni, og taldi hann starfsmenn hennar jafnvel á stundum vanhæfa til að fjalla um mál sem inn á borð til þeirra kæmu. Fram kom í máli Finns Ingólfssonar viðskiptaráð- herra að frumvarp Samfylkingar væri þarft innlegg í umræðu um samkeppnismál, og sagði hann lík- legt að ýmsir þættir þess myndu rata inn í frumvarp sem hann hyggst leggja fram til breytinga á sam- keppnislögum, jafnvel fyrir áramót. Þessi viðbrögð ráðherrans vöktu athygli Lúðvflcs Bergvinssonar en Guðmundur Arni Stefánsson, Sam- fylkingu, lagði hins vegar áherslu á að gjörólíkt Davíð Oddssyni forsæt- isráðherra, sem vildi þrengja vald Samkeppnisstofnunar, vildi Sam- fylking auka vald samkeppnisyfir- valda. Sagði Guðmundur Arni að ef viðskiptaráðheraa væri sannarlega hlynntari afstöðu Samfylkingar en samstarfsflokks framsóknarmanna í ríkisstjórn væri eðlilegt að Samfylk- ing byði honum stuðning sinn í bar- áttunni við íhaldið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.