Morgunblaðið - 26.10.1999, Side 12

Morgunblaðið - 26.10.1999, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuþátttaka eldri borgara er hæst á íslandi af Norðurlöndunum Símenntun eðlilegur hluti starfsævinnar Morgunblaðið/Ásdís Fundargestir á norrænu ráðstefnunni Eldra fólk og vinnumarkaðurinn. Norræna ráðstefnan Eldra fólk og vinnu- markaðurinn var hald- in á Hótel Loftleiðum í gær. Anna Sigríður Einarsdóttir hlýddi á fyrirlestrana og komst að því að atvinnuþátt- taka eldra fólks er mun algengari hér á Islandi en í flestum öðrum löndum. ÞAÐ voru Vinnumálastofnun og Landssamband eldri borgara sem stóðu fyrir ráðstefnunni. Markmið- ið með henni var að varpa ljósi á stöðu eldra fólks á vinnumarkaðin- um og vekja umræðu um þörf fyrir stefnu og aðgerðir sem aukið gætu atvinnuþátttöku eldra fólks. Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni var Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðing- ur ASI, og fjallaði hún um stöðu eldra fólks á vinnumarkaðinum á íslandi. Edda Rós benti m.a. á að Hún sagði þó að hér, líkt og erlendis, reyndist mun erfíðara fyrir eldra fólk að komast að á nýjum vinnu- stað en fyrir þá sem yngri eru. Ein hugsanleg ástæða þessa væru for- dómar, en dönsk könnun hefði sýnt fram á að einungis 10% fyrirtækja réðu frekar eldra fólk en yngra, væri um jafnhæfa einstaklinga að ræða. Símenntun mikilvæg I máli Eddu Rósar kom einnig fram að eldra fólk teldi mikiivægara en það yngra að verkalýðshreyfing- in beitti sér í starfsmenntamálum. Þeir sem eldri voru reyndust þó síð- ur sækja námskeið en þeir yngri og því sagði hún spumingu hvort hug- myndir um símenntun hefðu náð til þess hóps. „Símenntun á að vera eðlilegur hluti starfsævinnar," sagði Edda Rós og kvað bæði aukið sjálfstraust og vinnuhæfni fylgja í kjölfarið. Nauðsynlegt væri því t.d. að tryggja að ungt fólk í dag héldi áfram að leita sér símenntunar þeg- ar það eltist. Þá benti Edda Rós á viðhorfsmun eldra og yngra fólks til starfs síns. Þeir eldri mætu vinnu sína almennt meira, hefðu meiri hollustu gagn- vart atvinnurekanda og legðu meiri áherslu á að vinna vel óháð launum. Loks sagði hún þörf fyrir sveigjan- leg starfslok, þar sem hlutastörf kæmu meira inn í samninga fólks og að endurskoðun færi fram á sam- spili almannatrygginga og tekna. Þá væri ekki síður þörf á breyttri sjálfsímynd sem tengdist þannig jafnt félagsmálum og tómstunda- starfsemi sem og atvinnu. Uppsagnir aðalástæða atvinnuleysis Soffía G. Agústsdóttir starfsráð- gjafí kynnti fyrir viðstöddum nið- urstöður könnunar á viðhorfum at- vinnulauss fólks 60 ára og eldra. Viðtöl voru tekin, á vegum Vinnu- miðlunar höfuðborgarsvæðisins á árunum 1995 og 1999, við fólk á aldrinum 60-70 ára sem hafði verið atvinnulaust í eitt ár eða lengur. I máli Soffíu kom fram að erfíð- ara er fyrir fólk á þessum aldri að fá vinnu en aðra og situr hópurinn eft- ir þegar atvinnuleysi minnkar. Nokkur breyting í aldurshlutföllum innan hópsins átti sér þó stað milli árannna. 1995 voru flestir atvinnu- lausra á aldrinum 67-70 ára, en 1999 voru þeir á aldrinum 60-67 ára. Soffía sagði könnunina enn frem- ur sýna að ástæða atvinnuleysis meirihluta þátttakenda væri sú að fólki hefði verið sagt upp störfum. Astæður uppsagnanna voru svo m.a. samdráttur, skipulagsbreyt- ingar eða að fólk var of gamalt. Að- eins örfáir aðspurðra höfðu sagt sjálfir upp störfum. Meirihluti hópsins reyndist í virkri atvinnuleit, eða um 70%, árið 1999. Meirihluta, eða 61%, fannst þá yngra fólk eiga að sitja fyrir með vinnu, en hélt þó í flestum tilfellum áfram atvinnuleitinni. Að sögn Soff- íu var fólkið almennt ekki tilbúið að hætta að vinna þar sem því fannst aldurinn einn ekki eiga að skipta máli við starfsráðningu heldur líka hæfni, þekking og heilsa. Samnýting reynslu og snerpu Magnús Haraldsson, rekstarráð- gjafí hjá Ráðgarði, fjallaði um við- horf atvinnurekenda og sagði hann tækniþróun og nýjar aðferðir oft hafa það í för með sér að eldri starfsmenn þyrftu að hafa sig alla við að fylgjast með. Menn eiga eitt starfsæviskeið sem hefst eftir skóla, en konur tvö, sagði Magnús og kvað nokkuð um að fyrirtæki óskuðu eftir konum sem lokið hefðu bameignum. Minni hætta væri á að missa þær út af vinnustaðnum. Þá sagði Magnús töluverðan mun vera hjá fólki undir og yfír fertugu á viðhorfi til starfs síns. Yngri hópurinn leitaði að nýj- um og betri störfum á uppgangs- tímum, en sá eldri leitaði sjaldan eftir nýrri vinnu nema vegna upp- sagna. Endurmenntun er hins vegar lykillinn að möguleikum eldra fólks á nýju starfi, að mati Magnúsar, sem viðurkenndi að fólk fyndi ekki fyrir sömu hvatningu til menntun- ar eftir því sem liði á ævina. Slíkt hefði aftur í för með sér vissa hættu á úreldingu. Sjálfur sagðist Magnús vera sannfærður um að endurmenntun skilaði fólki oft til- ætluðum árangri. Magnús benti að lokum á hvernig þarfir fólks í vinnumálum gætu breyst með aldrinum. Hraði og erill gamla starfsins hentaði þá e.t.v. ekki jafn vel og áður. Þetta gæti valdið sálarkreppu hjá eldri starfs- mönnum, eins og stjómendum, sem væri jafnvel farið að líða illa í starfí löngu áður en þeir færu á eftirlaun. I þessu sambandi sagði hann vanta að eldra fólk gæti vikið úr anna- sömu starfi en haldið fullri reisn eft- ir sem áður. Samnýta þyrfti þannig reynslu þeirra eldri og snerpu og kraft hinna yngri því menning fyrir- tækja og þjóðfélaga þyrfti að gera ráð fyrir starfsmönnum á öllum aldri. Vinnan trygging fyrir tilverurétti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri fjallaði um breytta tíma í starfsmannamálum og benti á lífskjarabreytingu síðastliðinna ára- tuga. Könnun á högum aldraðra frá 1972 hefði t.d. sýnt að flestir unnu eins lengi og heilsan leyfði og fannst þeir hafa misst manngildi sitt þegar starfsævinni var lokið. Vinnan var trygging fyrir tilverurétti og fólk ekki vant að eiga eða njóta frí- stunda. Borgarstjóri benti enn fremur á þann sívaxandi hraða sem einkennir nútímaþjóðfélag, t.d. hvað varðar mennta- og atvinnumál. Það væri liðin tíð að menntun entist út ævina. Nú yrði fólk sífellt að laga sig að breyttum vinnuaðstæðum, annars væri hætta á að kunnátta þess úr- eltist. Hún sagði kröfur nútímans í vinnumálum vera þær að fólk lagaði sig að, lærði á og brygðist við nýjum kröfum. „Námið er lífstíðamám, grunnskólinn er fyrst og fremst til þess að leggja grunninn að því að maður geti byrjað að læra,“ sagði borgarstjóri. Stefna Reykjavíkurborgar í starfsmannnamálum varð borgai-- stjóra einnig að umræðuefni, en hana sagði hún byggjast æ meira á dreifístýringu; að hver starfsmaður hefði sem mest völd yfir verkum sínum. Þá fæli góð samvinna við starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar enn fremur í sér þreifingar í átt að ár- angurstengdu launakerfí auk þess sem starfsmenn væru hvattir til að auka frumkvæði sitt til að takast á við ný verkefni og flytjast milli starfa. Þannig mætti búa starfs- menn undir tilfærslur í störfum þegar leitað væri leiða til hagræð- ingar í rekstri stofnana og fyrir- tækja. Loks sagði borgarstjóri það starfsmannastefnu Reykjavíkur- borgar að starfsmenn ættu kost á símenntun innan sem utan stofnana borgarinnar. Þeir gætu með því móti aukið þekkingu sína og faglega hæfni. Slíkt þjónaði hagsmunum borgarinnar sem þjónustufyrirtæk- is ekki síður en starfsmönnunum sjálfum. Jón Kalmansson, verkefnastjóri siðfræðistofnunar, fjallaði síðan um heimspekilega sýn á stöðu og hlut- verk eldra fólks í samfélaginu, Pertti Linkola greindi frá atvinnuá- standi og stöðu eldri borgara á vinnumarkaðinum í Finnlandi og Leif Christian Hansen, frá Arbejds- markedsstyrelsen í Danmörku, lýsti almennu atvinnuástandi og stöðu eldri borgara á vinnumarkaði þar í landi. Þá kynnti Páll Pétursson fé- lagsmálaráðherra stefnu hérlendra stjómvalda og framtíðarsýn í vinnu- málum eldra fólks. IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefúr veitt tveimur íslenskum fyrirtækjum leyfí til rannsókna á hveraörverum í samræmi við lög sem sett voru í íyrra og reglna út frá þeim lögum sem ákvarðaðar voru í samráði við um- hverfisráðuneyti í apríl á þessu ári. Með lagaákvæðinu, og reglunum, hefur „óheft sýnataka verið stöðvuð og lagður grunnur að því að rann- sóknir á íslenskum örverum og erfða- efnum þeirra nýtist íslensku vísinda- samfélagi betur en verið hefur,“ eins og segir í fréttatilkynningu iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis. Samkvæmt ákvörðun ráðuneytisins fá Islenskar hveraörverur ehf. leyfí á 28 svæðum og Bláa lónið hf. á tveim- ur svæðum. Þrjú fyrirtæki sóttu um Doktor í erfðafræði • SNÆBJÖRN Pálsson varði dokt- orsritgerð í erfðafræði við Uppsala- háskóla 11. október sl. Heiti ritgerð- arinnar er „On the Evolutionary Ef- fects of Linkage and Deleterious Mutations in Sm- all Populations“. í ritgerðinni er greint frá athug- unum sem gerðar voru með tölvu- líkönum og lýsa áhrifum skað- legra stökkbreyt- inga á erfðabreytileika innan sama litnings og á hæfni lífvera, sem má meta í frjósemi eða lífslíkum. Þessi áhrif voru rannsökuð með tilliti til stofnstærðar, uppskiptingar stofna og æxlunarmynsturs. Að auki var at- hugaður erfðabreytileiki hjá vatnaflóategundinni Daphnia pulex, sem fjölgar sér ýmist kynlaust eða með kynæxlun. Leiðbeinandi Snæbjamar var Pekka Pamilo, prófessor í náttúru- vernd og erfðafræði við Uppsalahá- skóla. Andmælandi við doktorsvöm- ina var Michael Lynch, prófessor við Háskólann í Oregon í Bandaríkjunum. Snæbjörn Pálsson er fæddur árið 1963. Hann er sonur Guðrúnar Haf- steinsdóttur og Páls Aðalsteinsson- ar sem búa í Bjarkarholti 1 í Mos- fellsbæ. Eiginkona Snæbjarnar er Þdrdís Gísladóttir sem stundar framhaldsnám í deild norrænna mála við Uppsalaháskóla. Þau eiga tvo syni, Véstein og Jökul. -------♦-*-*.----- Akureyri Erilsöm helgi hjá lögreglu ÓVENJU erilsamt var hjá lögreglu á Akureyri um helgina. Talsverð ölv- un og mikill pirringur í fólki eins og varðstjóri lögreglunnar orðaði það. A laugardagsmorgun vora tvær líkamsárásir kærðar til lögreglu, stúlka kærði pilt fyrir að hafa lagt á sig hendur og þá barst kæra frá karlmanni sem barinn var með flösku í höfuðið, en hann var fluttur á slysadeild eftir atvikið. Þrír vora handteknir í kjölfar fíkniefnaneyslu, en lögregla stóð þá að verki þar sem þeir voru að reykja hass í miðbænum. Smávægilegt magn fíkniefna fannst á þeim. Ovenjumörg útköll voru til lög- reglu á laugardagskvöld vegna fólks sem var öðrum til ama á skemmti- stöðum bæjarins. Þar var m.a. um að ræða minniháttar líkamsárásir og al- menna ölvun. rannsóknarleyfi á örverum á 30 af- mörkuðum svæðum, sem er helming- ur þeirra 60 svæða sem skilgreind eru samkvæmt reglunum, og tvö of- angreindu fyrirtækin skiluðu um- beðnum gögnum en farið var fram á vel skilgreinda rannsóknaráætlun og glögg markmið. I fréttatilkynningu ráðuneytis kemur fram að veitt leyfí leggi grann að því að unnt verði að fjármagna nýjar vísindarannsóknir með inn- lendu og erlendu áhættufé en leitt er líkum að því að það hefði ekki fengist án þess. Með lögunum og leyfisveitr ingunni er ennfremur stigið skref því að tryggja lagalegt umhverfi líftækni- iðnaðar á íslandi, eins og segir í til- kynningunni. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti veitir leyfí til rannsókna á hveraörverum Óheft sýna- taka stöðvuð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.