Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 13 FRÉTTIR UiillgÞíia Ikilgi San*S HáJegisverður ~~~* lýkur um kl Upp komst um fjársvik með greiðslukortum PAR á þrítugsaldri hefur viður- kennt hjá lögreglu að hafa svikið út vörur hjá fyrirtækjum á höfuðborg- arsvæðinu fyrir á aðra milljón króna. Á laugardag náðist að end- urheimta vörur s.s. hljómflutnings- tæki, skrautmuni og húsgögn, að andvirði um 1,3 milljónir króna. Að sögn Ómars Smára Armanns- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns verður reynt að koma mununum til skila í þessari viku. Vörurnar voru sviknar út úr fyr- irtækjunum með þeim hætti, að maður hringdi í fyrirtækin og lagði inn pöntun á tiltekna vöru. Gefið var upp greiðslukortanúmer og til- tekinn staður, sem senda átti vör- una á. Þar var hún móttekin án þess að móttakandinn gerði grein fyrir sér. Að sögn Ómars Smára þarf lög- reglan að fást við mörg áþekk tilvik og hvetur lögreglan því verslunar- fólk til aðgæslu í þeim tilvikum þegai’ verslað er símleiðis, vaming- ur pantaður og greitt er fyrir með greiðslukortum. Auðvelt sé fyrir hvern sem er að gefa upp greiðslu- kortanúmer annarra og með því að taka á móti pöntunum í gegnum síma án tryggingar fyrir því að um sé að ræða eiganda kortsins, sem gefið er upp er ekki öruggt að fram fari heiðarleg viðskipti. Þyrfti a.m.k. að fá símanúmer greiðand- ans, kanna hvort það standist og hringja síðan í hann til að fá stað- festingu viðskiptanna. Komi upp vafi eða upplýsingai' stemmi ekki á a.m.k. að gera þá kröfu að greið- andinn sæki vöruna sjálfur í versl- unina og framvísi nauðsynlegum gögnum. I því tilviki sem kom upp um helgina hafði maðurinn aðgang að greiðslukortakvittunum fólks, sem áður hafði keypt vaming í tiltekinni verslun í borginni og notaði númer þeirra síðan í sínum viðskiptum. Sagði Ómar Smári að þegar vör- urnar hafi verið afhentar úti í bæ hafi maðurinn, eða einhver annar, kvittað fyrir móttökunni með nafni þess kortaeiganda, sem notað hafði verið. Hann eða aðrir hafi aldrei sjálfir verið spurðir um skilríki eða staðfestingu þess að þeir væru sá, sem pantað hafði vöruna. Aðgæsla starfsfólks kom upp um svik Ómar Smári sagði mikilvægt fyrir verslunarfólk að vera á varð- bergi til að draga úr möguleika sem þessum, en það hafi einmitt verið fyrir aðgæslu starfsfólks eins fyrirtækisins sem um ræddi, að upp komst um manninn. Hafði starfsfólkið samband við lögregl- una þegar það varð efins um karl- kaupanda, sem hringdi og gaf upp tiltekið nafn og kortanúmer er reyndist tilheyra kvenmanni. Ómar Smári sagði lögregluna nýlega hafa upplýst annað fjársvikamál þar sem vörur voru teknar út á kortanúmer fýrirtækja með sömu aðferð. Um var að ræða umtalsverð verðmæti, verkfæri, byggingavörur og heimilistæki, sem tekist hafði að svíkja út. „Það er spurning hvort ekki þyrfti að skerpa reglur sem gilda eiga um þessi viðskipti," sagði Ómar Smári. „Annar möguleiki er sá að notuð verði einhvers konar pin-númer samhliða símaviðskipt- um með greiðslukort eða á annan hátt reynt að gera ráðstafanir til að minnka möguleika á svikum sem þessum.“ Ómar Smári sagði þó ljóst, að þrátt fyrir að starfsfólk hefði uppi eðlilegar varúðarráðstafanir og færi í einu og öllu eftir reglum, reyndu óprúttnir aðilar eftir sem áður að svíkja út vörur, en ástæðulaust væri að auðvelda þeim það. Skoðanakönnun Gallups Samfylking og Fram- sókn með svipað fylgi FRAMSÓKNARFLOKKUR og Samíylking mældust með nánast sama fylgi eða rúmlega 17% í nýrri skoðanakönnun Gallups. Fylgi Framsóknarflokksins eykst frá könnun í síðasta mánuði, en fylgi Samfýlkingarinnar minnkar lítil- lega. Breytingar á fylgi annarra flokka eru óverulegar frá síðustu könnun. Sjálfstæðisflokkurinn er með 48,7%, Vinstri hreyfíngin - grænt framboð er með 13,3% og Frjálslyndir með 2,3%. Þá minnkar stuðningur við ríkis- stjómina samkvæmt könnuninni annan mánuðinn í röð og hefur nú minnkað um 10 prósentustig frá því í júlí og er rúm 64%. Stuðning- ur við stjórnina er mun meiri á meðal þeirra sem hafa hærri laun. Þannig styðja rúmlega 42% þeirra sem eru með tekjur undir 100 þús- und krónum stjórnina en tæplega 76% þeirra sem hafa meira en 300 þúsund krónur í heimilistekjur á mánuði. Könnunin var framkvæmd dag- ana 28. september til 10. október í gegnum síma. Urtakið var 1.125 manns af landinu öílu á aldrinum 18 til 75 ára. Næstum 26% voru óá- kveðin eða neituðu að svara og rösklega 6% sögðust ekki myndu kjósa eða skila auðu. Svarhlutfall var rúm 72% og eru vikmörk 2-4%. , Morgunblaðið/Ásdís Erla Hulda Halldórsdóttir (t.h.), forstöðumaður Kvennasögusafns Islands, tekur við fundagerðarbókum Kvenréttindafélags íslands úr höndum formanns félagsins, Áslaugar Dóru Eyjólfsdóttur. Kvennasögusafni íslands afhent gögn á kvennafrídeginum Merkilegar heimildir um kvennabaráttu á öldinni 11 mál til kæru- nefndar jafnréttis- mála Á ÁRINU 1998 bárust kæru- nefnd jafnréttismála 11 kæru- mál. Fram kemur í árskýrslu frá skrifstofu jafnréttismála að nefndin hafi lokið efnislegri afgreiðslu sjö þeirra mála sem kom á borð hennar. Málin eru lík þeim sem hafa verið að koma til kasta kærunefndar- innar undanfarin ár. Sjö mál vörðuðu stöðuveitingar, tvö vörðuðu launamisrétti, eitt kynferðislegri áreitni og ann- að mismunun. I öllum tilvikum nema einu voru kærendur konur. Kærunefnd lýkur málum með álitsgerð og komist nefndin að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á kæranda beinir hún tilmælum til hins brotlega um viðunandi lausn á málinu. Fram kemur í skýrsl- unni að nokkuð hafi borið á því að ekki sé farið eftir þess- um tilmælum og mál því farið fyrir dómstóla. I skýrslunni er sú spurning reifuð hvort ekki sé orðið tímabært að breyta lögum þannig að þeir sem ger- ast brotlegir verði skyldugir að fara eftir tillögum nefndar- innar. Af þeim þremur málum sem nefndin kom að og fóru fyrir dómstóla kváðu þeir tvisvar upp dóm sem var í samræmi við niðurstöður kærunefndar. Þing VMSÍ hefst í dag 20. ÞING Verkamannasam- bands íslands hefst í Reykja- vík í dag með setningarræðu Björns Grétars Sveinssonar, formanns sambandsins. Kjaramál verða helstu mál þingsins, en samningar VMSÍ- félaga renna út í vetur. Á þinginu verða kynntar niður- stöður könnunar sem VMSÍ hefur látið gera á kjörum fé- lagsmanna og viðhorfum þeirra til þjónustu og starf- semi stéttarfélaga og samtaka þeirra. Rétt til setu á þinginu eiga 179 fulltrúar frá 46 aðildarfé- lögum VMSÍ um allt land. Þinginu lýkur á fimmtudag með kjöri stjórnar. Næstkom- andi föstudag verða haldnir aðalfundir deilda VMSÍ. KVENNASOGUSAFNI Islands voru afhent gögn Kvenréttindafé- lags fslands og Menningar- og minningarsjóðs kvenna á sunnu- daginn var. KI afhenti fundar- gerðarbækur frá 1907 til 1987 og ýmis önnur gögn sem snerta kvennabaráttu á íslandi á þessari Framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs Sex sóttu um starfíð EMBÆTTI framkvæmdastjóra Rannsóknarráðs íslands var auglýst laust til umsóknar hinn 15. septem- ber sl. Sex einstaklingar sóttu um starfið. Umsækjendur eru: Eyjólfur Pétur Hafstein forstöðumaður, Guðrún Pétursdóttir forstöðumaður, Her- mundur Sigmundsson, fræðimaður við rannsóknir í Oxford, Loftur Alt- ice Þorsteinsson framkvæmdastjóri, Vilhjálmur Lúðvíksson fram- kvæmdastjóri og Þórður Jónsson vísindamaðm-. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra hefur vikið sæti við meðferð og töku ákvörðunar um veitingu embættis framkvæmdastjóra Rann- sóknarráðs íslands sökum skyld- leika við einn umsækjanda á grund- velli 2. tölul. 1. mgr. 3. gr. stjórn- sýslulaga nr. 37/1993. Geir H. Haarde fjármálaráðherra hefur ver- ið settur til að fara með framan- greint stjórnsýslumál og taka ákvörðun í því. Stjórn Rannsóknar- ráðs íslands hefur fengið umsókn- irnar til umsagnar. öld. Menningar- og minningar- sjóður afhenti m.a. fundargerðar- bækur, mcrkjasölubækur og styrkjabók sem nær aftur til 1946 þegar fyrst var úthlutað úr sjóðn- um. Aðspurð sagði Erla Hulda Hall- dórsdóttir, forstöðumaður Kvennasögusafnsins, afar mikil- vægd; fyrir safnið að fá inn öll gögn sem varða sögu kvenna. „Gögn Kvennréttindafélagsins og Menningar- og minningarsjóðs eru sérlega mikilvæg þar sem þau snerta sögu kvennabaráttunnar á tuttugustu öld.“ Kvennréttindafélagið, sem stofnað var árið 1907, áður en konur fengu kosningarétt og kjör- gengi til alþingis og sveitar- sljórna og áður en þær fengu full- an rétt til menntunar og embætta, barðist fyrir lögfestingu þessara réttinda og að þau næðu fram að ganga, að sögn Erlu. „Þessi gögn eiga eftir nýtast fræðimönnum og öðrum nijög vel því þau eru afar merkileg og góð heimild um sögu kvennabaráttunnar.“ FerSaskrifstofa stúdenta naar: og lau. 30. okt. kl. 12.00,'sýningin hefst kl. 12.20 og í. 12.50. Mlðaverð með mat 1.450 kr. Leikarl: Stefán Karl Stefánsson Lelketjórn: Magnús Geir hórðarson Miðasölusími 5 30 30 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.