Morgunblaðið - 26.10.1999, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Morgunblaðið/Kristinn
Ólafur Erlingsson, verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen, kynnir kjörtillögur samvinnunefndar um
svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið.
Tvær tillögur að svæðisskipulagi fyrir höfuðborgarsvæðið
Tekist á um byggð til
norðurs eða suðurs
Reykjavík
SAMVINNUNEFND um
svæðisskipulag fyrir höfuð-
borgarsvæðið hefur kynnt
tvær kjörtillögur að skipulagi
fyrir svæðið og gerir önnur
þeirra ráð fyrir að byggðin
þróist um 70% til norðurs og
um 30% til suðurs en hin til-
lagan gerir ráð fyrir að um
70% byggðar verði til suðurs
og um 30% til norðurs. Þá eru
ennfremur til skoðunai’ tvær
tillögur að þéttingu byggðar.
Að sögn Sigurðar Einars-
sonar, formanns samvinnu-
nefndar, er gert ráð fyrir að á
næstu mánuðum muni nást
samstaða um eina heildartil-
lögu fyrir allt svæðið. „Þetta
er stórt og umsvifamikið verk-
efni og margar skoðanir eru á
lofti,“ sagði hann. „Meðal ann-
ars þarf að meta kosti um-
ferðamannvirkja og annan
kostnað en sex vinnuhópar eru
starfandi um mismunandi efni
er varða skipulagið og verður
niðurstaða hópanna kynnt á
opinni ráðstefnu í byrjun nóv-
ember.“
Umferð eykst um
40-50% á 20 árum
Báðar kjörtillögurnar gera
ráð fyrir miðborg Reykjavíkur
sem meginkjarna og að í Mos-
fellsbæ, Smáranum og í Hafn-
arfirði verði stuðningskjarnar.
Hvað atvinnutækifæri varðar
er gert ráð fyrir þróaðri störf-
um í miðborginni og að lág-
marksfjöldi nýrra starfa verði
á Seltjarnarnesi. Að sögn
Ólafs Erlingssonar, verkfræð-
ings hjá Verkfræðistofu Sig-
urðar Thoroddsen, en hann er
einn af ráðgjöfum nefndarinn-
ar, er gert ráð fyrir að íbúum
fjölgi á höfuðborgarsvæðinu
um 56 þús. eða um 70%-75%
fram til ársins 2030 og að með
aukinni bifreiðaeign muni um-
ferð aukast um 40%-50% á
næstu 20 árum.
Flugvallarsvæðið skoðað
„Við munum aðeins taka á
flugvallarsvæðinu en það
svæði er bundið fram til ársins
2016 samkvæmt skipulagi og
verður skoðað hvaða áhrif
byggð, hvort sem um íbúða-
byggð eða atvinnusvæði verð-
ur að ræða muni hafa,“ sagði
hann. „En byggð á þessu
svæði mun hafa mikil áhrif
bæði á umferð og fram-
kvæmdaröð á svæðinu og
hvert við stefnum fram að
þeim tíma.“
I drögunum er ákvörðun um
Geldinganes sett til hliðar en
þar er gert ráð fyrir hafnarað-
stöðu samkvæmt Aðalskipu-
lagi Reykjavíkur. Bent er á að
í sérstakri skýrslu um hafnar-
mál á svæðinu er dregin í efa
þörfin fyrir svo mikið land-
svæði fyrir nýja höfn en yfir-
völd hafnarmála í Reykjavík
draga niðurstöður skýrslunn-
ar í efa.
Stærri vega-
framkvæmdir
í tillögunni að norðlægri
þróun byggða er gert ráð fyrir
byggð meðfram Vesturlands-
vegi að Mosfellsbæ og með
Sundabraut yfir í Geldinganes
og í Alfsnesi. Verði þessi leið
valin er talið nauðsynlegt að
ráðast í stærri vegafram-
kvæmdir eins og lagningu
Sundabrautar, breikkun Vest-
urlandsvegar, Sæbrautar og
Reykjanesbrautar auk þess
sem kanna þurfi hvort nauð-
synlegt verður að koma á
nýrri vegtengingu milli Hafn-
arfjarðarvegar og Reykjanes-
brautar (Fossvogsbraut), of-
anbyggðavegi og tengingu um
Hlíðarfót.
I tillögu að suðlægri þróun
byggða er gert ráð fýrir byggð
á Alftanesi og með Reykjanes-
braut í átt að Straumsvík.
Verði sú leið valin er talið
nauðsynlegt að leggja 1. hluta
Sundabrautar, ofanbyggða-
veg, breikka Vesturlandsveg
og Reykjanesbraut auk þess
að kanna hvort þörf er á nýrri
vegtengingu milli Hafnar-
fjarðar og Reykjanesbrautar
(Fossvogsbraut) og um Hlíð-
arfót.
Kársnesveita tekin formlega í notkun
Merkur áfangi 1
fráveitumálum
Kópavogur
KÁRSNESVEITA, sameig-
inleg fráveitudælustöð
Kópavogs, Garðabæjar og
Reykjavíkur, var formlega
tekin í notkun á föstudag.
Megninu af því skolpi, sem
nú rennur í vogana inn af
Skerjafirði, verður þar með
dælt yfir í sameiginlegt frá-
veitukerfí við
Ánanaust og
dælt þaðan út í
Faxaflóa.
Þórarinn
Hjaltason, bæj-
arverkfræð-
ingur Kópa-
vogsbæjar,
segir að Kópa-
vogur eigi
lang stærsta
hlutann í Kárs-
nesveitu.
Garðabær
komi þar á eftir en Reykja-
vík eigi minnsta hlutann.
Hann segir að mest öllu, ef
ekki öllu skolpi sé dælt frá
Garðabæ yfir í Kársnesveit-
una í gegnum þrýstilögn yf-
ir Kópavoginn. Það er
ástæðan fyrir stórum hluta
Garðbæinga í Kársnesveit-
unni. Frá Reykjavík kemur
smávegis skolp frá Suður-
Mjódd undir Reykjanes-
brautina yfir í aðalholræsi
Kópavogs.
Að sögn Þórarins sam-
anstendur kerfið af tveimur
dælustöðvum. Ein stöðin er
við Sunnubraut og hefur
það hlutverk að lyfta skolp-
inu til að það nái sjálf-
rennsli. Þaðan fer skolpið
út fyrir nesið í stóru hol-
ræsi við hafnarsvæðið og
endar í stórri dælustöð við
Hafnarbraut, sem er helsta
mannvirkið í þessu sam-
bandi. Þaðan er skolpinu
dælt í gegnum þrýstilögn
yfir Fossvoginn og inn í
Skerjaijarðarveituna, en
hún er sameiginlegt frá-
veitukerfi Reykjavíkur,
Kópavogs, Garðabæjar og
Seltjarnarness.
Skolpinu dælt út
í Faxaflóa
Með þessu verður mest
öllu skolpi sem nú rennur í
vogana inn af Skerjafirði
dælt út á Faxaflóa í gegn-
um dælustöðina við Ána-
naust. Það sem eftir stend-
ur eru ræsi sem eru á norð-
anverðu Kársnesinu, en
þau liggja þar beint í sjó í
dag. Þórarinn segir að þar
eigi eftir að koma með svo-
kallað sniðræsi, sem felst í
því að leggja meginhoiræsi
norðanvert á nesinu, sem
fer í gegnum allar útrásirn-
ar og safnar saman skolp-
inu og fer með það inn í
dælustöðina við Hafnar-
braut.
Hann segir að menn
reikni með að framkvæma
þetta á næsta og þarnæsta
ári. „En þetta er mikill
minnihluti af skolpinu. Það
er svo mikið sem kemur,
ekki bara af sunnanverðu
Kársnesinu, heldur úr suð-
urhlíðunum, Kópavogsdaln-
um og nýju hverfunum. I
dag fer þetta einfaldlega út
í Kópavoginn, en með til-
komu Kársnesveitunnar
hættir skolpið að mestu að
fara í Kópavoginn."
Morgunblaðið/Þorkell
Kársnesveita, ný fráveitudælustöð, hefur
formlega verið tekin í notkun.
Vínveit-
ingaleyfí í
Reykjavík
orðin 169
Reykjavík
í REYKJAVÍK eru 169 veit-
ingastaðir með vínveitinga-
leyfi. Þar af hafa 17 nýir
staðir fengið leyfi á síðustu
sjö mánuðum og auk þess
liggja fyrir umsóknir frá
tveimur til viðbótar.
Þegar ný lög um vínveit-
ingastaði tóku gildi í júlí á
síðasta ári leið nokkur tími
án þess að ný vínveitingaleyfi
væru veitt. Áð sögn Gunnars
Þorlákssonar'hjá Reykjavík-
urborg var dregið að afgreiða
vínveitingaleyfi á þessum
tíma á meðan beðið var eftir
reglugerð. Reglugerðin kom
svo í mars á þessu ári og frá
þeim tíma hafa 17 ný leyfi
verið veitt. Þegar vínveit-
ingaleyfi er veitt er leitað
umsagnar lögreglu, bygging-
arfulltrúa, heilbrigðiseftirlits
og eldvarnareftirlits, en
einnig þarf að hafa gilt veit-
ingaleyfi frá lögreglunni.
Einnig er beðið um sakavott-
orð og upplýsingar um búfor-
ræði umsækjanda. Auk þess
þarf að leggja fram trygg-
ingu fyrir rekstrarstöðvun og
fer upphæð hennar eftir
fjölda leyfilegra gesta, en
hún er að lágmarki 500.000
krónur og bætast við 250.000
krónur fyrir hverja hundrað
gesti sem leyfi er fyrir. Um-
sóknir eru svo lagðar fyrir
borgarráð sem samþykkir
eða hafnar þeim.
Frjáls afgreiðslutími
hafður til reynslu
í níu mánuði í viðbót
Reglur um frjálsan af-
greiðslutíma vínveitingahúsa
hafa verið í gildi síðan í ágúst.
27 staðir með slíkt leyfi og
Vínveitingaleyfi í Reykjavík r (m.v. 21. október 1999) Staðir sem hafa fengið leyfi frá því I mars 1999 j- Staðir með framlengdan opnunartíma
1 Aöalstræti 10 Fóqetinn 44 Hafnarstræti 1-3 Café Victor X X 87 Lauqavequr11 Tres Locos X 130 Síðumúli35 Kaffi Baunin X
2 Aðalstræti 4 b Club Clinton 45 Hafnarstræti 15 Homið 88 Lauqavegur 116 Keisarinn 131 Skipholt 50c Pítan
3 Aöalstræti 9 Inqólfsbrunnur 46 Hafnarstræti 17 Kaffi Thomsen X X 89 Lauqavegur126 Kínamúrinn 132 Skipholt 70 Amerískur Stíll
4 Amtmannsstíqur 1 Humarhúsið 47 Hafnarstræti 4 Kaffi Borq-Dubliner X 90 Lauqavequr130 BanThai 133 Skólavörðust. 45 Hótel Leifur Eiríksson
5 Arngrimsqata3 Landsbókasafn 48 Hafnarstræti 5 Café Amsterdam X 91 Lauqavequr16 Hótel Skjaldbreið 134 Smiðjustíqur 6 Grand Rokk
6 Austurstræti 12a “5ðai X 49 Hafnarstræti 7 Næturklúbburinn X 92 Lauqavegur 178 Creole og Mex 135 Sóltún 3 Akogessalurinn
7 Austurstræti 14 Kaffi París 50 Hafnarstræti 9 Maxims X 93 Lauqavequr18 Súfistinn 136 Suðurlandsbr. 2 Esja veitinqahús
8 Austurstræti 22 Astró X 51 Haqatorg Hótel Saqa 94 Lauqavequr19 Indokína 137 Suðurlandsbr. 2 Hótel Esja
9 Austurstræti 4 Kabarett 52 Hallveiqarstígur 1 Versalir 95 Laugavequr2 Kofi Tómasar frænda X 138 Suðurlandsbr. 2 Pizza Hut
10 Austurstræti 6 Blái enqillinn X 53 Hlíöarfótur G oq G veitinqar 96 Lauqavequr 20b Á næstu qrösum 139 Suðurlandsbr. 4a Askur
11 Austurstræti 6 Kaffi Austurstræti X 54 Hlíöarfótur Hótel Loftleióir 97 Lauqavegur22 Veitinqahúsiö 22 X 140 Suðurlandsbr. 6 Sælkerabúðin
12 Austurstræti 9 La Primavera 55 Hlíðarfótur Kaffi Nauthóll X 98 Lauqavequr 28b Sjanghæ 141 Sundaqarðar2 Sundanesti
13 Austurstræti 9 Rex X X 56 Hlíðarfótur Keiluhöllin 99 Laugavegur34a Ulle put 142 Sæmundargata Norræna húsið
14 Álfheimar74 Veislueidhúsið 57 Hraunberq4 Nikkabar 100 Lauqavequr45 L.A. Kaffi 143 Templarasund 3 Við Tiömina
15 Álfheimar74 ölver 58 Hraunbær102 Blásteinn 101 Laugavegur45 Vegas 144 TjarnarqataH Ráðhúskaffi
16 Ármúli21 Café Dima 59 Hringbraut Stúdentakjallarinn 102 Lauqavequr54 Svarta kaffið 145 Tryqqvaqata 18 Skipperinn
17 Ármúli 7 Kaffi Jensen X 60 Hrinqbraut 119 Hrói Höttur 103 Lauqavegur59 Lóuhreiður X 146 Tryqqvaqata 20 Glaumbar X
18 Ármúli9 Brodway X 61 Hverafold 5 Gullöldin 104 Lauqavequr72 Veitinqahúsið 147 Tryqqvaqata 22 Gaukur á Stönq X
19 Ármúli9 Hótel ísland 62 Hverfisgata 16a Grái kötturinn 105 Lauqavequr73 Kaffi Vin 148 Tryqqvaqata 26 Pizza 67
20 Baldursqata14 Þrir frakkar hjá Úifari 63 Hverfisqata 19 Leikhúskjallarinn X 106 Lauqavequr73 Punkturinn 149 Tryqqvaqata 4-6 Jónatan Uvinqston M
21 Bankastræti2 Lækjarbrekka 64 Hverfisgata 56 Austur Indíafélagið 107 Laugavequr78 Mónakó 150 Tryqqvaqata8 Amiqos
22 Bankstræti 7a Sólon Islandus X 65 Hverfisgata8-10 Club Seven 108 Laugavequr91 Kaffi 17 151 Vallarqrund 1-3 Staupasteinn
23 Barónsstíqur 11a Arqentína 66 Hveríisqata8-10 Inqólfskaffi 109 Láqmúli 5 Billiardstofan X 152 Vallá Kjalarnesi Enqlar oq Fólk X
24 Bergstaðastræti 1 Kaffibarinn X 67 Hverfisqata 8-10 Spotliqht Club X 110 Ustabraut3 Leikfélag Reykjavíkur 153 Vatnsmýrarv. 10 Fljótt og Gott
25 Berqstaðastr. 37 Hótel Holt 68 Höföabakki 1 Péturs - pub 111 Lóuhólar 2-6 Veisluhúsið X 154 Veqamótastíqur 4 Veqamót
26 Berqþóruqata 21 Vitabar 69 Inqólfsstræti 1a Næsti Bar 112 Lækjargata2 Café Ópera-Rómans X 155 Veltusund 1 Einar Ben
27 Borqartún32 Lykilhótel Cabin 70 Inqólfsstræti 3 Arilöqri 113 Lækjargata4 Jómfrúin 156 Vesturgata 6-8 Naustið
28 Borgartún 6 Borgartún 6 ehf 71 Inqólfsstræti 6 Islenska Óperan 114 Lækjargata 6a Café Ozio 157 Vesturgata2 Kaffi Reykjavík X
29 Bragaqata38a Eldsmiöjan 72 Jafnaselö Jói Risi X 115 Lækjargata6b Andarunqinn 158 Vesturgata3 Hlaðvarpinn
30 Brautarholt 20 Þórshöll 73 Klapparstigur 26 Klaustriö X 116 Lækjarqata8 Kína Húsið 159 Vesturlv.Korpúlfsst Golfklúbbur Rv.
31 Brautarholt 20 Þórskaffi X 74 Klapparstígur 35a Hótel Frón 117 Nethylur 2 Pizza67 160 Viöey Viðeyjarstofa
32 Brautarholt 22 Potturinn oq Pannan 75 Klapparstigur 38 Pasta Húsið 118 Pósthússtræti 11 Hótel Borg X 161 VitastíqurlOa Kaffi Puccini
33 Bústaðavequr 153 Pizza Hut 76 Krinqlan 4-12 Café Bleu X 119 Pósthússtræti 17 Skólabrú 162 Víðivellir Félaqsh. Fáks X
34 Duqguvoqur12 Dúndur-einkasalur 77 Krinqlan 4-12 Eldhúsið X 120 Pósthússtræti 9 Kaffibrennslan X 163 Vonarstræti3 Iðnó
35 EngjateigurH Kiwanis-einkasalur 78 Kringlan4-6 Krinqlukráin 121 Rauðarárstíqur 18 Fosshótel Und 164 Þinqholtsstr. 1 Carúsó
36 Enqjateiqur 17-19 Usta Café 79 Krinqlan 8-12 Hard Rokk Café 122 Rauðarárst. 25-27 Madonna 165 Þinqholtsstr. 2-4 Nellýs Café X
37 Engjavegur Laugardalshöll 80 Krinqlan8-12 Nýja Kökuhúsiö 123 Rauðarárstíqur 33 Kaffi Stíqur 166 Þinqholtsstr. 5 Isafold Sportkaffi X
38 Faxafen 11 Kaffi Mílanó 81 Lanqholtsv.109 Félaqsh.Fóstbræðra F 1 1 £ Hótel Reykjavík 167 Þórsqata 1 Þórsveitinqar
39 Frikirkjuvegur 7 Ustasafn Islands 82 Lauqarásvequr 1 Lauqa-ás 125 Rauðarárstígur 39 Rauöará Steikhús 168 Þönqlabakki 4 Genqhis Khan X
40 Grafarholt Golfskálinn 83 Lauqardalur Kaffi Flóra 126 Reykjavíkurflugv. Flugterían 169 öskiuhlið Perlan
41 Grensásvegur 10 Pizzahúsið 84 LauqavequrlO Asía 127 Seljavegur2 Leikh. Flugfél Lofts
42 Grensásvegur 7 Bohem 85 Lauqavequr103 Eantasía 128 Siqtún 38 Grand Hótel Reykjav.
43 Grensásvegur 7 Genghis Khan 86 LaugavegurH Italía 129 Síðumúli 19 Hótel Vík
mega þeir hafa opið eins lengi
og þeir vilja aðfaranætur
laugardaga, sunnudaga og
helgidaga. Þessi leyfisveiting
er bundin við staði í miðbæn-
um sem eru á svæðinu frá
Klapparstíg að Aðalstræti og
einnig tiltekin athafnasvæði
en þó er skilyrði að vegalengd
í næsta íbúðarhús sé ekki
minni en hundrað metrar.
Akveðið var að þessi frjálsi
afgreiðslutími yrði hafður til
reynslu í þrjá mánuði til að
byrja með en nýlega var sam-
þykkt að reynslutímabilið
yrði lengt um níu mánuði og
yrði því eitt ár. Þetta var gert
í samráði við ýmsa hags-
munaaðila, meðal annars
samtök leigubílstjóra og íbúa-
samtök. Gunnar segir að
reynslan hafi verið sú að þar
sem ónæðis gæti standi það
lengur fram á morgun, en á
móti komi að minni fjöldi
safnist saman í miðbænum.
Einnig bendi fulltrúar áfengis
og vimuvarna á að þetta komi
líklega til að auka neyslu. Þó
var talin ástæða til að fram-
lengja tilraunatímabilið og
segir hann verið sé að búa til
ákveðna mælikvarða sem til-
raunin verði svo metinn með
að ári.