Morgunblaðið - 26.10.1999, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Islandsklukka Kristins E. Hrafnssonar valin í samkeppni um útilistaverk
Stflhreint og
fallegt verk
Morgunblaðið/Kristján
Kristinn E. Hrafnsson og Borghildur Óskarsdóttir skoða líkan af
Islandsklukku Kristins, sem dómnefnd valdi til frekari útfærslu.
DÓMNEFND á vegum Akureyrar-
bæjar í samkeppni um útilistaverk í
bænum í tilefni aldamóta mælir
með því að verk eftir Kristin E.
Hrafnsson verði tekið til frekari út-
færslu og framkvæmda. Verkið ber
nafnið Islandsklukkan - sögulegt
minnismerki á Akureyri og er eitt
af fimm verkum sem barst í lokaðri
samkeppni. Staðsetning verksins, í
tillögu höfundar, er í námunda við
Háskólann á Akureyri og tengist
göngustígum og útivistarsvæði við
Glerá.
Akureyrarbær ákvað fyrr á þessu
ári að efna tO samkeppni um úti-
listaverk, í tilefni af því að þúsund
ár eru liðin frá því að kristni var
lögtekin á Islandi og landafundum í
Norður-Ameríku. Samkeppnin var
öllum opin og bárust 62 tillögur. I
kjölfarið voru fimm tillögur valdar
inn í lokaða samkeppni. Sýning á til-
lögunum fímm var opnuð í Deigl-
unni sl. laugardag, þar sem niður-
staða dómnefndar var jafnframt
kynnt af formanni hennar, Sigurði
J. Sigurðssyni forseta bæjarstjóm-
ar.
Ánægjuleg vika
Það er skammt stórra högga á
milli hjá Kristni E. Hrafnssyni en
sl. föstudag vígði borgarstjórinn í
Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir, vatnspóst sem Kristinn
hannaði. Vatnspósturinn er sá fyrsti
af mörgum sem Vatnsveita Reykja-
víkur mun setja upp víðs vegar í
borginni á næstu árum en verkið er
byggt á upprúllaðri garðslöngu
steyptri í brons.
Kristinn sagði í samtali við Morg-
unblaðið á Akureyri á laugardag, að
þessi vika hefði verið mjög ánægju-
leg fyrir sig og reyndar hafi allt árið
verið óvenjulegt að mörgu leyti.
Hann hefur í samstarfi við Stúdíó
Granda verið að skipuleggja úti-
svæðið við nýju Kringluna í Reykja-
vík, sem afhjúpað verður formlega
um miðjan næsta mánuð.
„En þetta er mín vinna og það
fylgir því mikil ábyrgð að takast á
við svona stór verkefni." Kristinn
eignaðist dóttur fyrir fáum vikum
og hann sagði allt þetta smámál í
þeim samanburði. „Að eignast barn
er stóri atburðurinn í lífinu, hitt er
bara vinna.“
Hugmyndin einföld og skýr
í umsögn dómnefndar um Is-
landsklukku Kristins segir að hug-
myndin að baki verkinu sé einföld
og skýr. „Stór klukka er látin tákna
söguna með margvíslegum
skírskotunum. Grunnform verks-
ins, efni og stærðarhlutföll, eru
fengin úr Hóladómkirkju og trjá-
tegundin hlynur frá N-Ameríku. Is-
landsklukkan er verk mjög í sam-
ræmi við tilefni samkeppninnar.
Söguleg ártöl á klukkunni og hug-
myndin að slá inn tímann á tylli-
dögum gefur því sögulegt og
skemmtilegt yfirbragð. Hugmynd
að staðsetningu fellur vel að um-
hverfinu. Verkið er stílhreint og
fallegt," segir ennfremur í umsögn
dómnefndar.
I greinargerð Kristins kemur
fram að hlynurinn er afar mikilvæg-
ur hluti verksins og því verði stað-
setning/gróðursetning hans að vera
í áberandi samhengi við staðinn
sem klukkunni er valinn. Því er það
að milli verksins og hlynsins er
lagður stígur með handriði sem
liggur eins að honum en ekki í aðrar
áttir út frá trénu.
Auk Sigurðar J. voru í dómnefnd-
inni þau Sigfríður Þorsteinsdóttir,
Þröstur Asmundsson, Ingileif Thor-
lacius og Alda Sigurðardóttir. Aðrir
sem áttu tillögur í samkeppninni
voru Borghildur Óskarsdóttir,
Helgi Þorgils Friðjónsson, Vignir
Jóhannsson og Finna Birna Steins-
son.
Bangsadag-
ur á bóka-
safninu
ALÞJÓÐLEGUR bangsadag-
ur verður haldinn á Amtsbóka-
safninu á Akureyri á morgun,
miðvikudaginn 27. október og
er safnið eitt 357 safna á Norð-
urlöndum sem heldur upp á
þennan dag sem er afmælis-
dagur Teddy Roosevelts
Bandaríkjaforseta sem m.a. er
þekktur fyrir að þyrma lífi
bjarnarhúns eitt sinn þegar
hann var að veiðum.
Meðal þess sem á dagskrá
verður er að Guðbjörg
Ringsteð sýnir bangsa úr safni
sínu, þar á meðal bangsa Krist-
jáns Þórs Júlíussonar bæjar-
stjóra. Bragi förubangsi sem
ferðast hefur á milli íslenskra
bókasafna frá síðasta bangsa-
degi kemur í heimsókn á sögu-
stund. Þá munu safngestir
sýna bangsa sína og bókasafns-
bangsinn Matheus verður til
sölu. Þeir gestir sem koma í
heimsókn á Amtsbókasafnið fá
viðurkenningarskjal um að
þeir séu bangsa- og bókavinir.
Gestum verður boðið upp á
hlaupbangsa og eins geta þeir
tekið þátt í happdrætti.
Loks má geta þess að allir
þeir sem heita eitthvað í lík-
ingu við bjöm, t.d. Björn,
Birna, Guðbjörn, Bjarnfríður,
fá felldar niður sektir ef ein-
hverjar eru sem og ókeypis lán
þennan dag.
Listamaður fær starfslaun
Aðalheiður Ey-
steinsdóttir valin
Morgunblaðið/Kristján
Aðallieiður Eysteinsdóttir situr með Brák dóttur sína í
vinnustofunni i Gilinu.
Á slysadeild
með höfuðhögg
FARÞEGI í bifreið var fluttur á
slysadeild Fjórðungssjúkrahússins
á Akureyri eftir að tveir fólksbílar
skullu harkalega saman á mótum
Austurbrúar og Drottningarbraut-
ar laust fyrir kl. 2 aðfaranótt síð-
asta sunnudags.
Öðrum bílnum var ekið norður
Drottningarbraut en hinum að
Austurbrú þegar óhappið varð.
Farþegi í annarri bifreiðinni hlaut
höfuðhögg við áreksturinn og var
fluttur á slysadeild. Báðir bflarnir
eru mikið skemmdir og voru
dregnir brott af slysstað.
Síðar sömu nótt, eða rétt eftir
kl. 4, var ekið á nautgripi á Ólafs-
fjarðarvegi, norðan við bæinn
Hvamm. Tvær kvígur drápust við
áreksturinn, bifreið varð óökufær
eftir hann en engin slys urðu á
mönnum sem í henni voru.
MENNIN GARMÁL ANEFND
Akureyrar samþykkti á fundi
sínum nýlega að veita Aðalheiði
Eysteinsdóttur myndlistar-
manni starfslaun Akureyrar-
bæjar til sex mánaða. Starfs-
laun til listamanna eru nú veitt
tvisvar ári, á sumardaginn
fyrsta og fyrsta vetrardag.
Aðalheiður gat ekki verið við-
stödd athöfnina á laugardag þar
sem hún er stödd í Hollandi og
er að selja upp sína fyrstu einka-
sýningu utan landsteinanna.
„Það er flestra manna mál
sem til þekkja að listakonan sé
uin þessar mundir í mikilli sókn
enda hefur hún ákveðið að
helga sig list sinni eingöngu. Ég
er sannfærður um að ódrepandi
dugnaður hennar, útsjónarsemi
og einlæg ástríða til listrænnar
sköpunar verður henni dijúgt
veganesti í erfíðu og áhættu-
sömu starfi listamannsins,"
sagði Þröstur Ásmundsson, for-
maður menningarmálanefndar.
Aðalheiður er Siglfirðingur
að ætt og uppruna en hefur bú-
ið á Akureyri til Ijökla ára. Hún
stundaði nám í Myndlistarskól-
anum á Akureyri frá
1989-1993. Undanfarin ár lief-
ur hún haft vinnustofu í Gilinu
og samhliða rekið Ljósmynda-
kompuna og gengist þar fyrir
margvíslegum sýningum. Aðal-
heiður hefur tekið þátt í mörg-
um samsýningum og haldið sjö
einkasýningar.
Blaðbera
vantar [ eftirtalin hverfi á Akureyri,
norðurhluta á Eyrinni, Giljahverfi, Borgarsíðu/Móasíðu.
Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur
í bæinn.
Góður göngutúr sem borgar sig.
I Morgunblaðið,
lí> Kaupvangsstræti 1, Akureyri,
1 sími 461 1600
Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsing-
ar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega
54.000 eintök á dag. Höfuðstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru yfir
300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2.
nóvember 1913.
Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaðsins.
Nýr formaður Samfylkingar á Norðurlandi eystra
Framsókn tapar á gælum
sínum við Vinstrigræna
ÖRLYGUR Hnefill Jónsson, héraðs-
dómslögmaður á Húsavík og vara-
þingmaður, var kjörinn formaður
Samfylkingarfélagsins á Norður-
landi eystra á stofnfundi á Akureyi'i
sl. laugardag. Samfylkingarfélagið á
Norðurlandi eystra er sjötta félagið
sem stofnað er á landsbyggðinni og
er nú aðeins eftir að stofna slík félög
í stærstu kjördæmunum tveimur,
Reykjavík og Reykjanesi.
Örlygur Hnefill sagði í samtali við
Morgunblaðið að Samfylkingin hefði
átt mjög undir högg að sækja og þá
ekki síst í hans kjördæmi en að stað-
an færi mjög batnandi. „Það kemur
ýmislegt til, það urðu vandræði í
kringum uppstillingar- og prófkjörs-
mál hér í kjördæminu og fór ekki
framhjá neinum. Þá erum við í sama
kjördæmi og ágætur félagi okkar
Steingn'mur J. Sigl'ússon, sem ekki
var sammála því að fara þá leið sem
við fórum. Einnig stóðu á okkur
spjót annarra flokka, Sjálfstæðis-
flokkur og Framsóknarflokkur litu á
okkur sem ákveðna ógnun við
flokkakerfið. En eins og ég hef bent
á var frekar verið að hampa Vinstri-
grænum og ég geng svo langt að
segja að Framsókn hafi í gælum sín-
um við þá hér í kjördæminu í síðustu
kosningum fórnað einum þing-
manni.“
Örlygur Hnefill sagði Framsókn-
arflokkinn aldrei hafa tekið neitt á
Vinstrigrænum, heldur hamast á
Samfylkingunni. Vinstrihreyfingin
hafi því komið sterk út úr síðustu
kosningum og að kosningabaráttan
hafi verið henni auðveld. „Þessh'
hlutir eiga eftir að breytast og ég hef
trú á því að Framsóknarflokkurinn
muni skoða sína stöðu í litrófinu, nú
þegar skoðanakönnun mælir Vinstri-
hreyfinguna - grænt framboð jafn-
vel stærri en Framsóknarflokkinn.
Eg á því ekki von á að að Framsókn
klappi þeim mikið lengur og fari nu
að veita þeim einhverja viöspyrnu."
Sem fyrr segir er eftir að stofna
Samfylkingarfélög á Reykjanesi og í
Reykjavík en Örlygur sagði að þegar
því væri lokið kæmi að því að stofna
flokk Samfylkingarinnar á landsvísu.
Aðspurður um foringjaefni sagði Ör-
lygur Hnefill að Samfylkingin hefði
innan sinna raða margt hæft og gott
fólk, sem mundi koma upp í þeirri
umræðu, „án þess að ég vilji nefna
einhver nöfn á þessu stigi málsins".
Fimm þingmenn Samfylkingarinn-
ar fluttu ávörp á stofnfundinum á
Akureyri, Svanfríður Jónasdóttir,
Margi'ét Frímannsdóttir, Rannveig
Guðmundsdóttir, Þórunn Sveinbjarn-
ardóttir og Einar Már Sigurðsson. Þá
reifaði Aðalsteinn Baldursson, for-
maður Verkalýðsfélags Húsavíkm' og
formaður Alþýðusambands Norður-
lands, stöðuna í kjaramálunum
framundan og svaraði fyrirspurnum.