Morgunblaðið - 26.10.1999, Page 18

Morgunblaðið - 26.10.1999, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Sektargreiðsla fyrir áfengissmygl TVEIR menn, rúmlega fertugir, hafa í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdir til greiðslu sektar fyrir áfengis- og tollalaga- brot. Var öðrum þeirra gert að greiða 100 þúsund krónur í sekt en hinum 400 þúsund krónur auk þess sem nokkurt magn áfengis og vindlinga sem hann hafði í fórum sínum var gert upptækt. Málsatvik eru þau að annar mannanna, sem var skipverji á Stuðlafossi smyglaði nokkru magni áfengis, vindlingum og skinku þegar skipið kom frá Lipaya í Rússlandi í febrúar á síðasta ári. Hluti vamingsins fannst við húsleit hjá hinum manninum, en varninginn af- henti skipverjinn hinum í því skyni að hann kæmi honum í verð. Sá sem ætlaði að selja varninginn var m.a. ákærður fyr- ir að hafa selt og afhent hluta áf- engisins til ungmenna undir 20 ára aldri. NOtUð kælitæki Notaðar vörur á góðu verði til sölu í Kringlunni frá 13-18 í dag og næstu daga. Vinsamlegast hafið samband við verslunar- stjóra. innrettingar! Nýkaup Þar semferskleikinn býr Kringlunni • www.nykaup.is Námskeið um börn með slaka hljdðskynjun Hægt að greina börn í áhættuhópi í leikskóla HÆGT er að greina þau börn sem eru í áhættuhópi vegna lestrarörð- ugleika strax í leikskóla. Þær Dagný Annasdóttir, sérkennslu- og talmeinafræðingur, og Sigurlína Jónsdóttir, fagráðgjafi í tónmennt og forskólakennslu á Akureyri, hafa í sameiningu þróað námskeið ætlað leikskólakennurum og kenn- urum, sérkennurum og foreldrafé- lögum í fyrstu bekkjum grunnskóla um þetta efni. Þær hafa haldið námskeiðið víða um land við góðar undirtektir og einnig héldu þær er- indi á Haustþingi Bandalags kenn- ara á Norðurlandi eystra íyrir nokkru. Dagný og Sigurlína kenndu sam- an í Barnaskóla Akureyrar fyrir um fimm árum, Dagný var í sér- kennslu og Sigurlína vann að til- raunaverkefni sem snerist um að færa tónlistarkennslu út í grunn- skólana. A þeim tíma voru í skólan- um nokkrir drengir sem bjuggu við slakan málþroska og hljóðgrein- ingu, en í kjölfar þess að þær reyndu að rétta þeirra hlut fóru þær að vinna saman og þróuðu að- ferð sem gerir bömum sem eiga við lestrarerfiðleika að stríða auðveld- arafyrir. „Öll börn hafa jákvæðar vænt- ingar til lestrarkennslu, en því mið- ur eiga sum þeirra erfiðara með að ná tökum á lestrinum en önnur. Við höfum verið að kynna leið sem gagnast leikskóla- og grunnskóla- kennurum til að undirbúa þessi börn og gera þeim kleift að læra að lesa með góðu móti og koma þannig í veg fyrir að fyrsta reynslan af lestrarkennslunni verði neikvæð," sagði Dagný. Þær sögðu að oft færi dýrmætur tími á fyrstu grunnskólaárum barn- anna til spillis, mál þeirra sem verða undir á þessu sviði velktust oft of lengi í kerfinu, öllum til ama. Meiri líkur á að misþroska börn eigi í erfíðleikum Á námskeiðinu benda þær á þau einkenni sem leikskóla- og grunn- skólakennarar ættu að vera vak- andi fyrir hjá börnunum, en þau eru málþroski, fín- og grófhreyfing- Fyrir bíiskurmn Fytir fcvot Skolvaskar intra skolvaskarnir eru framleiddir á vegg eða innfelldir (borð. Stærðir: 48x38xl9cm 54x45x23cm Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 564 1088 - Fax: 564 1089 fýéWi Morgunblaðið/Kristj án Sigurlína Jónsdóttir, fagráðgjafi í tónmennt og forskólakennslu á Akureyri, og Dagný Annasdóttir, sérkennslu- og talmeinafræð- ingur, hafa þróað námskeið sem fjallar um börn með slaka hljóð- skynjun. ar, sjónskynjun, heyrnræn skynjun og áttun. Það sem einkennir þau börn sem eru í áhættuhópnum vegna hugsanlegra lestrarörðug- leika er ýmislegt þótt Dagný segi að ekkert sé algilt í þessum efnum. Þannig eru meiri líkur á að mis- þroska börn muni eiga í erfiðleik- um, sem tengist beint framburði og málþroska, með að læra að lesa og svonefnd eyrnabólgubörn eru einn- ig í áhættuhópnum. Málþroski þeirra er stundum minni en þeirra sem ekki hafa átt við eyrnabólgu að stríða. Þá nefna þær þau börn sem standa illa félagslega, fá litla at- hygli heima fyrir og eru verr undir lestrarnám búin. Þá eru einnig í þessum hópi böm sem eiga við má- lörðugleika að etja og hljóðörðug- leika. Þessi börn eru með eðlilega greind en af einhverjum ástæðum eiga þau erfitt með mál eða að að- greina hljóð. Megininntak námskeiðsins fjall- ar um börn með slaka hljóðskynj- un-hljóðgreiningu. Aðferð þeirra Dagnýjar og Sigurlínu er sú að þjálfa upp hljóðskynjunarþáttinn með aðstoð tónlistar og örva mál- þroska barnanna. Sigurlína hefur útbúið gott námsefni fyrir leik- skólakennara sem þjálfar upp heyrnræna, sjónræna, hreyfi- og áttunarþáttinn, sem allir eru for- sendur fyrir árangursríku lestrar- og skriftamámi. Hefja þarf umræður Þær segja nauðsynlegt að opna umræður um þessi mál meira. Með því að vinna markvissar á leikskól- anum yrði hægt að vinna mikilvægt fyrirbyggjandi starf. Aldrei sé hægt að koma alveg í veg fyrir lestrarörðugleika barna, en með því að grípa fyrr inn í verði þeir vægari og ekki eins langvarandi. Vænni dilkar í ný- liðinni sláturtíð FALLÞUNGI dilka sem slátrað var hjá sláturhúsi Kaupfélags Eyfirðinga í nýliðinni sláturtíð var heldur meiri en í fyrra eða 15,8 kíló á móti tæplega 15,5 ár- ið á undan. Óli Valdimarsson sláturhús- stjóri sagði að dilkarnir nú hefðu verið nokkru vænni en vant er en þó ekki feitari. Stærsti dilkurinn kom frá Hóli við Dalvík og vó 32,4 kíló. Slát- urtíðinni lauk nú í lok vikunnar. Samtals var slátrað 23.270 fjár, þar af voru dilkar 20.930 og fullorðið fé var 2.340. Þetta fé lagði sig á 349 tonn. Að sögn Óla tóku bændur með sér heim samtals 37,5 tonn sem er nokk- uð mikið miðað við meðalár Ekki hafa verið teknar saman tölur um slátursölu en Óli sagði það sína tilfinningu að hún væri heldur minni en síðustu ár. Hann sagði að sláturtíðin hefði verið heldur lengri nú en í fyrra eða fimm dögum þannig að sal- an dreifðist yfir lengri tíma. Þá hefði ekki verið opin slát- ursala á Dalvík svo sem verið hefur undanfarin ár og það gæti haft eitthvað að segja. Loks nefndi hann að veðrið hefði ver- ið einstaklega gott alla slátur- tíðina og þegar svo væri vildi fólk oft draga það að taka slátur og vaknaði svo upp við það að sláturtíðin væri búin þegar loks ætti að hefjast handa við slátur- gerð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.