Morgunblaðið - 26.10.1999, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 19
Cb LYFJA
Lyf á lágmarksverði
Frumkvöðull í
lækkun
lyfjaverðs á íslandi
Lyfja Lagmula i Reykjavík - Lyfja Setbergi i Hafnarfirði - Lyfja Hamraborg i Kópavogi
Það var fjölmenni og létt
stemmning á opnu húsi á
Dvalarheimilinu Lundi á
Hellu fyrir skemmstu.
Dvalarheimilið
Lundur á Hellu
Aðstand-
endur
fjölmenntu
á opið hús
Hellu - Starfsfólk og aðstandendur
heimilisfólksins á Dvalarheimilinu
Lundi á Hellu héldu fyrir stuttu op-
ið hús á heimilinu fyrir gesti og
gangandi. Um 150 manns komu í
heimsókn og áttu góða stund með
heimilisfólki og starfsfólkinu sem
bauð uppá tertuhlaðborð, en að-
standendur og starfsfólk skiptist á
að baka fyrir samkomur þessar.
Drífa Hjartai-dóttir alþingismað-
ur og formaður stjómar Lundar áv-
arpaði samkomuna, en að því loknu
var slegið á létta strengi með tónl-
istaratriðum að hætti aðstandenda.
Að sögn Jóhönnu Friðriksdóttur,
hjúkrunarforstjóra á Lundi, er inn-
réttingu Dvalarheimilisins ekki enn
að fullu lokið. Nýlega var tekin í
notkun aðstaða fyrir handavinnu og
föndur í kjallara hússins, sem var til
sýnis á opna húsinu.
Þar er einnig óinnréttað rými
sem ætlað er fyrir kapellu heimilis-
ins, en verið er að hanna hana um
þessar mundir. Með tilkomu kapellu
á Lundi verður hægt að kistuleggja
látna heima í héraði og hafa helgi-
hald innan veggja dvalarheimilisins.
^ Morffunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
Páll Jonsson á Hellu kemur
þrjá daga í viku á dvalar-
heimilið og á opna húsinu
sýndi hann handavinnu í
nýju handavinnu- og fönd-
urstofunni.
Með öflugu dreifingakerfi og traustum starfsmönnum komum við
sendingu þinni til skila hratt og örugglega.
fslandspóstur hf. flytur um 80 mllljónlr sendinga af pósti á ári.
Hjá fyrirtækinu vinna um 1300 starfsmenn og það starfrækir87 pósthús um land allt.
POSTURIN N
- með kveðju-!