Morgunblaðið - 26.10.1999, Page 20

Morgunblaðið - 26.10.1999, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBBR 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Ný verðbólguspá Seðlabankans og spá um framvindu verðlags á næsta ári Seðlabankinn spáir 4,6% verðbólgu á árinu Morgunblaðið/Kristinn SEÐLABANKI íslands spáir 3,3% verðbólgu milli ársmeðaltala 1998 og 1999 og 4,6% hækkun frá upp- hafí til loka árs 1999. í júlí síðast- liðnum spáði bankinn að samsvar- andi hækkanir yrðu 3% og 4%. Þá spáir bankinn 4,1% verðbólgu milli áranna 1999 og 2000 en 3,7% verð- bólgu frá upphafi til loka næsta árs miðað við óbreytt gengi frá því sem það er í dag. Þetta kemur fram í nýrri verðbólguspá sem Seðlabank- inn birti í gær. Már Guðmundsson aðalhagfræð- ingur Seðlabankans segir að verð- bólguspáin fyrir næsta ár byggist m.a. á óbreyttu gengi, að launa- hækkanir verði 6,5% milli ára og raunverð húsnæðis á höfuðborgar- svæðinu hækki í byrjun næsta árs. Már sagði að verðbólguspáin byggðist því ekki á sérstakri bjart- sýni en ef gengið styrktist og launahækkanir á næsta ári yrðu eitthvað lægri gæti verðbólgan orð- ið minni. I tilkynningu Seðlabankans segir að spáin geri ráð fyrir meiri verð- bólgu en hægt sé að una við. Þegar Már var spurður hvort Seðlabank- inn myndi grípa til aðgerða, svo sem vaxtahækkana, í ljósi þessa, sagði hann að vaxtamálin væru í stöðugri skoðun og þessi verð- bólguspá kæmi inn í það mat auk annarra þátta svo sem gengisþró- unar. „Við vitum ekki hvernig gengið þróast áfram miðað við núverandi vaxtastig. Það hefur verið að Svíar kaupa þýzkan bankarisa Stokkhdlmi. Reuters. SÆNSKI bankinn SEB hefur tilkynnt að hann ætli að kaupa fimmta stærsta viðskiptabanka Þýzkalands, BfG. Samningur- inn er 1,7 milljarða dollara virði. Samningurinn er liður í þeirri stefnu SEB að víkka út starfsemi bankans á Netinu. Stjómendur SEDB vilja fjölga 320.000 núverandi viðskipta- vinum á Netinu í fimm milljón- ir. Þeir vilja einnig auka umsvif sín í bankastarfsemi á Norður- löndum. BfG var stofnað 1958 og hef- ur um eina milljón viðskipta- vina, 5.300 starfsmenn og 177 útibú víðs vegar í Þýzkalandi. Yfirtakan þarfnast skoðunar yfirvalda, en búizt er við að sameiningunni ljúki um ára- mót. Sparnaður ráðgerður Með kaupunum reynir nor- rænn banki í fyrsta sinn að færa út kvíamar á meginlandi Evrópu og neð þeim hefur ver- ið bundinn endi á margra mán- aða vangaveltur. BfG hefur verið til sölu síðan 1998, þegar framkvæmda- stjóm Evrópusambandsins skipaði Credit Lyonnais að selja 50% hlut sinn til að fá ESB til að samþykkja ríkisað- stoð við C. Lyonnais. Credit Lyonnaise keypti eignarhluta tveggja hluhafa BfG, eignarhaldsfélags þýzkra verkalýðsfélaga, BGAG, og tryggingafélagsins Aaehener & Munchener Beteiligungs AP, áður en bankinn var seldur. hækka og haldi sú þróun áfram með varanlegum hætti leiðir það til lægri verðbólgu,“ sagði Már Guð- mundsson. Búist við litlum verðhækkunum það sem eftir er ársins Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,7% á milli annars og þriðja árs- fjórðungs 1999 sem samsvarar 6,8% verðbólgu á heilu ári. Spá Seðla- bankans frá því í júlí síðastliðnum gerði ráð fyrir 1,3% hækkun sem samsvarar 5,3% verðbólgu á heilu ári. Frávikið er innan tölfræðilegra skekkjumarka, og í verðbólguspá Seðlabankans kemur fram að það stafaði af því að olíu- og bensínverð annars vegar og húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hins vegar hækkaði mun meira en gert var ráð fyrir í júlí. „Meginástæða þess að nú er spáð meiri verðbólgu en í júlí er meiri hækkun verðlags á þriðja ársfjórð- ungi en búist var við. Hins vegar er gert ráð fyrir litlum sem engum verðhækkunum það sem eftir er ársins. Það byggir á venjubundinni árstíðasveiflu verðlags, lækkun bensíngjalds sem þegar er orðin og hækkun á gengi íslensku krónunnar að undanfömu. Þá er ekki reiknað með umtalsverðri hækkun á raun- verði húsnæðis það sem eftir lifir ársins né að bensínverð erlendis gefi tilefni til hækkunar á innlend- um markaði. Bregðist þessar for- sendur verður verðbólga meiri en hér er spáð,“ segir í spá Seðlabank- ans. Reiknað með minnkandi launaskriði Seðlabankinn hefur einnig metið verðlagshorfur næsta árs og spáir 4,1% verðbólgu á milli ársmeðaltala 1999 og 2000 en 3,7% verðbólgu frá upphafi til loka árs 2000. Þessi spá byggir á því að gengi krónunnar haldist óbreytt frá því sem nú er og að meðalhækkun launa á almennum vinnumarkaði að meðtöldu launa- skriði og þegar umsömdum hækk- unum verði um 6'/2% á milli áranna 1999 og 2000. Reiknað er með að launaskrið minnki úr 2% í ár í l‘/2% á næsta ári, m.a. vegna þess að vísbendingar eru um að afkoma útflutnings- og sam- keppnisgreina hafi versnað. Reiknað er með 2% framleiðniaukningu á næsta ári. Forsendur um hækkun innflutningsverðs á þessu ári hafa verið hækkaðar frá því í júlí úr 2Í4% í 3/2% og hefur það áhrif á spána fyrir næsta ár. A næsta ári er reikn- að með U/2% hækkun innflutnings- verðs, m.a. á þeirri forsendu að verð olíu og bensíns á alþjóðlegum mörk- uðum hækki ekki að ráði frá því sem þegar er orðið. Að lokum er gert ráð fyrir að raunverð húsnæðis á höfuð- borgarsvæðinu hækki nokkuð á fyrstu mánuðum næsta árs. Almenn meginforsenda þessarar spár er hins vegar sú að nokkuð hægi á hag- vexti og að mikil ofþensla eftir- spumar að undanfömu hjaðni þegar líður á næsta ár,“ segir í spá Seðla- bankans. Mun meiri verðbólga en í helstu viðskiptalöndum Fram kemur að verðbólgan sem bankinn spáir nú sé mun meiri en í helstu viðskiptalöndum Islendinga og meiri en hægt sé að una. Verði launahækkanir meiri en hér er gert ráð fyrir eða takist illa til í hagstjóm næsta árs gæti verðbólga orðið enn meiri. Skili aðhald í peningamálum sér í hærra gengi og/eða verði launa- hækkanir minni en gert er ráð fyrir í forsendum spárinnar verði verð- bólga minni en hér er spáð. Til dæm- is myndi 1 !/>% hækkun gengis krón- unnar á næstu mánuðum, ásamt því að laun hækkuðu 1% minna á næsta ári en gert er ráð fyrir í spánni, leiða til þess að verðbólga yrði rúmlega 21/2% frá upphafi til loka næsta árs í stað rúmlega 3*/2%. Aukning kaup- máttar launa yrði hins vegar nánast hin sama í báðum tilfellum. Seðlabankinn hefur einnig lagt mat á þróun raungengis krónunnar miðað við þá verðbólguspá sem nú hefur verið birt. Raungengi á mæli- kvarða launa stendur nánast í stað á þessu áii frá því í fyrra en hækkar um nær 2% á mælikvarða verðlags. Á næsta ári hækkar það um rúmlega 4% á báða kvarðana. Mánaðarskýrsla Kaupþings hf. um þróun og horfur á mörkuðum Aukið innstreymi gjald- eyris styrkir krónuna KAUPÞING hf. gerir ráð fyrir frekari styrkingu krónunnar þrátt fyrir að sögulega hafi krónan heldur veikst á síðustu mánuðum ársins vegna aukins innflutnings. Telur Kaupþing að aukið innstreymi gjaldeyris vegna mikils vaxtamunar ætti að stuðla að styrkingu krón- unnar, auk þess sem ekki sé hægt að útiloka frekari vaxtahækkanir af hálfu Seðlabankans til skemmri tíma litið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu greiningardeildar Kaup- þings um þróun og horfur, sem framvegis verður gefin út mánaðar- lega, en hingað til hefur Kaupþing gefið út ársfjórðungslegt yfirlit um stöðu og horfur á mörkuðum hér- lendis og erlendis. Spá Kaupþings um verðbólgu frá upphafi til loka árs er 5,5%, og eru forsendur spárinnar að verðlag hækki að meðaltali um 0,3% á milli mánaða það sem eftir lifir árs. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 5,3% og þriggja mánaða verðbólga mælist 8,3% á ársgrundvelli. I skýrslu Kaupþings kemur fram að nokkur óvissa sé fyrirsjáanleg á næstu vikum á vaxtamarkaði og í Ijósi síðustu verðbólgutalna sé ekki hægt að útiloka frekari hækkanir á stýrivöxtum Seðlabankans. Skilyrði fyrir lækkandi markaðsvöxtum Bent er á að þrátt fyrir að dregið hafi úr skuldum ríkisins megi gera ráð fyrir að áfram verði töluverð út- gáfa á hús- og húsnæðisbréfum. Auk þess hafi sveitarfélögin tekið á sig aukin verkefni frá ríkinu á und- anfömum árum, og þessi verkefni hafi leitt til aukinna fjárfestinga og útgjalda. Áætlað er að hrein láns- fjárþörf ríkissjóðs, húsnæðiskerfis- ins og annarra opinberra aðila verði um 9,1 milljarður, sem er 3,8 millj- arða króna aukning frá fyrra ári, og í skýrslu Kaupþings segir að laus- leg spá fyrir árið 2000 geri ráð fyrir að hrein lánsfjárþörf opinberra að- ila verði 3,4 milljarðar, en sveitarfé- lögin séu að auka skuldir á meðan ríkið hafi möguleika á að greiða þær upp. „Innlendir endurkaupendur, sér í lagi lífeyrissjóðir, virðast ekki nýta tækifærið til að koma inn á markað- inn og tryggja sér skuldabréf með tiltölulega háum vöxtum. Er líklegt að þeir vilji nýta heimildir sínar til fjárfestinga erlendis og bíða með fjárfestingar innanlands á meðan. Þrátt fyrir allnokkra óvissu til skemmri tíma má gera ráð fyrir að þegar til lengri tíma er litið séu skilyrði fyrir lækkandi markaðs- vöxtum,“ segir í skýrslunni. Deutsche Telekom sækir fram i Austur- Evrópu Frankfurt. Reuters. DEUTSCHE Telekom Qarskipta- risinn í Þýzkalandi hyggst kaupa hlut í mörgurn farsímafélögum í Austur-Evrópu með 2 milljarða dollara fjárfestingu, sem vonað er að muni treysta fótfestu fyrir- tækisins á ört vaxandi markaði Austur-Evrópu. Telekom ætlar að kaupa 49% hlut bandariska fyrirtækisins MediaOne í ungversku félögun- um Westei 450 og Westel 900, sam ráða til samans yfir 59% markaðar Unverjalands. Þýzki risinn mun einnig kaupa 22,5% hlut í Polska Telefonia Cyfrowa (PTC), einu helzta far- símafélagi Póllands, og þar með eykst hlutur D. Telekom í PTC í 45%. Færist á nýtt stig Sókn Deutsche Telekom í Austur-Evrópu og kaup keppi- nautarins Mannesmann AG á brezka farsímafélaginu Orange 21. október að keppnin um mark- aðshlutdeild í Evrópu hefur færzt á nýtt stig að sögn sérfræð- inga. „Austur-Evrópa er vanþróuð á fjarskiptasviðinu og Dwutsche Telekom á því auðvelt með að sækja inn á þennan markað," sagði sérfræðingur SB Securities í London, I ágúst keypti Telekom brezka farsímafélagið One20ne fyrir 8,4 rnilljarða punda, en félaginu hef- ur ekki tekizt að komast yfir stórt alþjóðlegt fyrirtæki, sem myndi færa það í röð örfárra fé- laga er munu ráða Iögum og lof- um á alþjóðlegum Ijarskipta- markaði eftir tvö eða þrjú ár. Telekom beið lægri hlut fyrir Oliveitti í tilboðsstríði um Tel- ecom Italia fyrr á þesu ári og gat ekki boðið betur en MCI WorldCom í bandaríska langlínu- fyrirtækið Sprint Corp. Með Austur-Evrópusamningn- um eignast Telekom ráðandi hlut í rússneska fjarskiptafyrirtækinu RTDC (Russian Telecom Development Corp, sem hefur íjárfest í níu svæðisbundnum fjarskiptafyrirtækjum í Rúss- landi. ------------------ BMW fær 10% hlut í Rolls-Royce London. Reuters. ÞÝZKI bflaframleiðandinn BMW AG mun auka hlut sinn í Rolls- Royce Plc í um 10% og það er liður í samningi, sem veitir hinum brezka framleiðanda flugvélahreyfla full umráð yfir sameignarfélagi fyrir- tækjanna um smíði flugvélahreyfla. i @texti: BMW hefur átt 2% hlut í Rolls-Royce síðan 1990, þegar fyrir- tækin komu á fót sameignarfyrir- tækinu BMW Rolls-Royce GmbH til að þróa röð BR700 flugvéla- hreyfla í fyrirtælqaflugvélar og svæðisbundin flugfélög. Nú mun BMW auka hlut sinn í rúm 10%. Bjóða ekki í Rolls Forstjóri Rolls-Royce, John Rose, sagði að BMW hygðist ekki auka hlut sinn um meira en 10% og BMW kvaðst ekki ætla að bjóða í Rolls-Royce. Enginn einn erlendur hluthafi má eiga meira en 15% í fyr- irtækinu og sameiginleg hlutafjár- eign útlendinga má ekki fara yfir 49,5%. „Þeir hafa sagt skýrt og skorinort að þeir sjái enga ástæðu til að auka hlut sinn,“ sagði Rose fréttamönn- um. „Þeir vflja einbeita sér að bfla- framleiðslu og telja þetta skynsam- lega fjárfestingu í ört vaxandi og skyldu fyrirtæki," sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.