Morgunblaðið - 26.10.1999, Qupperneq 22
VimEa
22 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
fíöisKyiduna
á frabaEru versi
Falamarkaðurinn Laugavegi 103
Sími; 562 3311
i‘
Hvað er til ráða þegar tekjur og
útgjöld heimilisins fara ekki saman?
Fjármál heimilanna
Það eru mörg heimili sem glíma við
það um hver mánaðamót að endar ná
ekkí saman. En sem betur fer segir
Elín Sigrún Jónsdóttir að margar
leiðir séu færar. Það er hins vegar
engin ein leið sem hentar öllum.
Hvert leiða síendurteknar skuldbreytingar,
nýjar lántökur og óraunhæfar aðgerðir?
Afleiðingar slíkra aðgerða birtast skýrt í vanda þeirra heimila er leita sér
aðstoðar Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.
Dæmið hér fyrir neðan er byggt á meðaltali tölulegra upplýsinga um
fjárhagsstöðu 1.000 heimila hjóna eða sambúðarfólks sem eiga tvö börn.
Tekjur Nettótekjur, barnabætur og vaxtabætur +181.657 kr.
Framfærslukostnaður Almennur kostnaður heimilis þ.m.t. reksturs einnar bifreiðar og dagheimilisgjalda. Útgjöld í lágmarki. -140.000 kr.
Greiðslugeta Mismunur tekna og framfærslukostnaðar heimilisins. +41.657 kr.
Mánaðarlegar afborganir Umsamdar afborganir þ.e. húsnæðislán, bílalán, greiðslukort o.fl. -95.147 kr.
Um hver mánaðarmót vantar -53.490 kr.
ÁSTÆÐUR, eðli og umfang vand-
ans eru svo margbreytilegar. Al-
geng viðbrögð við greiðsluvanda eru
að hringja í bankann og fá yfu’drátt-
inn hækkaðan og einsetja sér að
greiða hann niður smátt og smátt,
þrátt fyrir að raunin sé nú oft önnur.
Eða að skuldbreyta skammtíma
neysluláni til lengri tíma, jafnvel til
15 ára. Aðrir velja að sækja um ein-
hvers konar veltikort, nú eða taka
enn eitt lánið og fleyta vandanum
áfram um ókomna tíð.
En hvert leiða síendurteknar
skuldbreytingar, nýjar lántökur og
óraunhæfar aðgerðir? Afleiðingar
slíkra aðgerða birtast skýrt í vanda
þeirra heimila er leita sér aðstoðar
Ráðgjafarstofu um fjármál heimil-
anna.
Dæmið sem birt er í meðfylgjandi
töílu sýnir þá stöðu sem algengust
er hjá þeim heimilum sem óska að-
stoðar Ráðgjafarstofu um fjármál
heimilanna. Það sem vantar um hver
mánaðamót leiðir til þess að vanskil
hlaðast upp. Að meðaltali nema van-
skil þessara fjögurra manna fjöl-
skyldna um 1.600.000 auk eftir-
stöðva lána sem eru um 6,5 milljón-
ir. Eignir eru metnar á 4,9 millj. kr.
Neikvæð eign er því um 3,2 millj. kr.
Vandinn er mikill og mikilvægt er
að tekin sé raunhæf ákvörðun um
framhaldið. Fram að þeim tíma sem
fjölskyldurnar leita sér aðstoðar
hafa þær yfirleitt verið í langan tíma
að fleyta þessum bolta á undan sér.
Vanti um 30.000 krónur á mánuði
kann sú tala að nokkrum mánuðum
liðnum að vera orðin 60.000 að teknu
Munið að leita aðstoðar
áður en í óefni stefnir.
Stofnið ekki til nýrra
skuldbindinga nema vera
viss um að greiðslugeta
sé næg.
tilliti til vaxta, dráttarvaxta, inn-
heimtugjalda, stimpilgjalda og lán-
tökukostnaðar vegna nýrrar lántöku.
Allt er reynt til að halda fjárhagn-
um gangandi. Þetta dæmi sýnir
glöggt þann vanda sem við er að etja
í dag. Það er svo létt að taka lán.
Lánastofnanir lána án þess að kanna
raunverulega greiðslugetu. Slík lán-
taka er oftast tryggð með ábyrgð
þriðja manns. Slík óraunhæf lántaka
hefur leitt marga á algerar villigötur
skuldbreytinga. Lánum sem tryggð
eru með ábyrgð þriðja manns er
skuldbreytt aftur og aftur og vand-
inn hleðst upp eins og snjóbolti.
Lántakendur skuldbreyta lánum
vegna þess að greiðslugeta þeirra
leyfir ekki afborgun á láninu, skuld-
breyting er í fjölmörgum tilfellum
óraunhæf leið til þess að fría
ábyrgðarmann um stundarsakir fyr-
ir því að taka á sig lán sem hann hef-
ur ábyrgst. En heildarmyndin ligg-
ur ekki fyrir þegar ákvörðun er tek-
in. Ein skuldbreytingin til leysir
ekki heildarvandann.
Að hafa heildarsýn
Eitt ráð má gefa öllum þeim sem
glíma við þennan vanda og það er að
taka ekki ákvörðun nema að hafa
heildarsýn yfir fjárhagsstöðu heim-
ilisins. Óg að hafa þekkingu á þeim
úrræðum og leiðum sem í boði eru.
Ekki þá síst hvaða kostnaður hlýst
af einstakri ákvörðun, t.d. einstakri
skuldbreytingu eða lántöku. Mikil-
vægt er að dæmið sé reiknað til
enda. Það er mikilvægt að þeir sem
eiga við fjárhagsvanda að stríða leiti
sér faglegrar ráðgjafar. Bankar og
sparisjóðir veita fjölþætta ráðgjöf
og mikilvæga þjónustu í formi
greiðslujöfnunar og greiðslu reikn-
inga. En þeim sem eiga í verulegum
vanda stendur til boða að leita til
Ráðgjafarstofu um fjármál heimil-
anna, er veitir öllum landsmönnum
endurgjaldslausa ráðgjöf og þjón-
ustu á þessu sviði.
Tillögur til lausnar
greiðsluvanda
Eins og fyrr segir er ekki til nein
lausn á greiðsluvanda sem öllum
hentar. Mikilvægt er að birta heild-
aimynd af fjárhagsstöðunni eins og
hún er. Og hætta ekki tillögugerð
fyrr en reikningsdæmið er komið á 0
og helst í plús. Oft er þörf á að flétta
saman fleiri en eitt úrræði, þegar
unnið er að gerð tillagna til lausnar
vanda. Sem dæmi um tillögur má
nefna að auka tekjur, draga úr út-
gjöldum, skuldbreyta lánum, fresta
greiðslu lána, selja eignir og finna
ódýrara eða hentugra húsnæði.
Þá er eitt úrræðið að leita til
ábyrgðarmanna, semja við lána-
drottna um niðurfellingu að hluta
eða öllu leyti og leita nauðasamning-
ar við lánadrottna.
Ástæður vanda
Að lokum er vert að hugleiða það
hverjar rætur greiðsluerfiðleika ís-
lenskra heimila eru. Algengast er að
fjárhagsvanda megi rekja til þess að
tekjur eru ekki í samræmi við fram-
færslukostnað heimilisins, breyting-
ar hafa orðið á fjölskyldu- eða at-
vinnustöðu eða að skuldsetning sé
ekki í samræmi við greiðslugetu.
Gerirþú kröfur til þeirra bœtiefna, sem þú kaupir?
Auðvitaö gerir þú það! Þess vegna viljum við benda þér á
BlO-bætiefnin frá danska lyfjafyrirtækinu Pharma Nord.
■ BlO-bætiéfnin eru framleidd samkvæmt ströngustu kröfum um lyfja-
framleiðslu.
■ BlO-bætiefnin eru hrein náttúruleg bætiefni.
■ Á bak við hvert bætiefni liggja margra ára rannsóknir og þróunarvinna,
sem tryggir hámarksvirkni.
■ Hvert hylki og tafla eru sérpökkuð í þynnupakkningum. Það auðveldar
alla meðhöndlun og tryggir hreinlæti.
BIO-QUINON 010
BIO-BILOBA
BIO-SELEN+ZINK
BIO-CHROM
eykur úthald og orku.
skerpir athygli og einbeitingu. Dregur úr hand- og fótkulda.
er áhrifaríkt andoxunarefni.
stuðlar aö bættu sykurjafnvægi líkamans, dregur úr þreytu
og tilefnislausu hungri.
BIO-CALCIUM • BIO-CAROTEN • BIO-E-VITAMIN • BIO-FIBER • BIO-GLANDIN
BIO-HVÍTLAUKUR • BIO-MAGNESÍUM • BIO-MARIN • BIO-ZINK
BlO-bætiefnin - fyrir þá, sem gera kröfur!
Thorarensen lyf
Vatnagörðum 18 • Sími 530 7100
Nýtt
Muscletech-
fæðubotarefni
FÆÐUBÓTAREFNI frá
kanadíska fyrirtækinu Muscle-
tech eru nú fáanleg á Islandi.
Muscletech-línan inniheldur
fjölmargar tegundir bætiefna.
Hér á landi eru nú þegar fáan-
legar fimm tegundir. Umboðs-
aðili Muscletech á Islandi er
SJ bætiefni ehf. en allar nánari
upplýsingar má finna á nýrri
heimasíðu fyrirtækisins
www.muscletech .is
simon
RAFSÓL
SKIPHOLT 33 • REYKJAVÍK
SÍMI: 553 5600
www.rafsol.is
Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir
Það vinna að staðaldri 4-5 starfsmenn við
framleiðslu á ferskum kartöflum hjá Beint í
pottinn ehf. í Þykkvabæ.
Beint í pottinn ehf. framleiðir m.a.
ferskar afhýddar kartöflur í ten-
ingum og skífum fyrir heimili.
Ferskar afhýddar kartöfl-
ur í neytendaumbúðum
FYRIRTÆKIÐ Beint í pottinn ehf.
hóf starfsemi í nýbyggingu sinni í
Þykkvabæ á síðasta ári og hefur
síðan þá framleitt ýmsar afurðir úr
ferskum kartöflum fyrir stóreldhús,
s.s. veitingastaði og mötuneyti. Fyr-
irtækið er um þessar mundir að
setja nýjungar á markaðinn ætlaðar
heimilum og smærri eldhúsum en
það eru ferskar afhýddar kartöflur
pakkaðar í loftþéttar geymsluþoln-
ar umbúðir. Að sögn Jens Gíslason-
ar framkvæmdastjóra, er um að
ræða kartöfluteninga og skífur sem
fólk getur hitað upp í umbúðunum,
en bakkamir þola bæði venjulega
bakaraofna sem og örbylgjuofna. Á
umbúðunum eru leiðbeiningar og
uppskriftir að ýmsum réttum og
eins er hægt að nota kartöflurnar
beint út í ýmsa ofn- eða pottrétti
eða hita á annan hátt.