Morgunblaðið - 26.10.1999, Page 28

Morgunblaðið - 26.10.1999, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Forseti Kma í opinberri heimsókn í Frakklandi Ziang Zemin, forseti Kína, sagði lýði-æði vera afstætt hugtak á blaðamannafundi með Jacques Chirac, Frakklandsforseta, í París í gær. Hafnar gagnrýni á mannréttindabrotin París, Peking. Reuters, AP. JIANG Zemin, forseti Kína, sem er í opinberri heimsókn í Frakklandi, hafnaði í gær gagnrýni á mannrétt- indabrot kínversku kommúnista- stjórnarinnar og kvaðst ekki vita hvað vaki fyrir þeim sem hafa efnt til mótmæla í tilefni af ferð hans til Bretlands og Frakklands. Hann kvaðst m.a. hafa heyrt þá kröfu að Tíbet fengi sjálfstæði en sagðist sannfærður um að Jacques Chii-ac Frakklandsforseti styddi hana ekki. Chirac kaus að svara ekki um- mælum Jiangs og virtist vera í varnarstöðu eftir að hafa sætt gagnrýni fyrir að bjóða kínverska forsetanum að gista á sveitasetri sínu í Correze í miðhluta Frakk- lands um helgina áður en opinbera heimsóknin hófst. Franskir emb- ættismenn sögðu þó að Chirac hefði rætt Tíbetmálið ítarlega við Jiang og innt hann eftir því hvort kín- verska stjórnin vildi ræða við Dalai Lama, trúarlegan leiðtoga Tíbeta. Ekki var greint frá svari kínverska forsetans. „Evrópusambandið gagnrýndi okkur nýlega í ársskýrslu um mannréttindamál. I okkar huga er sú gagnrýni tilefnislaus. Hún er íhlutun í innanríkismál Kína,“ sagði Jiang á blaðamannafundi með Chirac í París og bætti við að lýð- ræði væri afstætt hugtak sem þyrfti að laga að hverju ríki. „Ég sagði Chirac að lönd okkar væru ólík landfræðilega og hvað þróunar- stig varðar, þannig að það væri öld- ungis eðlilegt að þau hefðu ólík við- horf til mannréttindamála.“ Chirac og Jiang ræddu mann- réttindamál í þrjár klukkustundir á sveitasetri franska forsetans á laugardag. Kínverski forsetinn sagði síðar að það hefði verið yfir- gripsmesta samtal um þetta mál- efni sem hann hefði átt við erlendan þjóðarleiðtoga. „Hann lét í ljósi vilja til að koma á umbótum á þessu sviði jafnt og þétt, án þess að stofna félagslega stöðugleikanum í hættu,“ sagði Chirac. Nokkrir félagar í Amnesty International og hreyfingunni Fréttamenn án landamæra (RsF), sem berst fyrir frelsi fjölmiðla, hengdu upp veggspjöld á framhlið skrifstofu kínverska ríkisflugfé- lagsins í París til að mótmæla mannréttindabrotum og skertu frelsi fjölmiðla í Kína. Robert Men- ard, formaður RsF, var fluttur á lögreglustöð. Um 500 manns mótmæltu einnig komu kínverska forsetans í París á sunnudag, héldu á fána Tíbets og lýstu Jiang sem einræðisherra. Marc Blondel, formaður frönsku verkalýðssamtakanna FO, gagn- rýndi stjórnina í Kína fyrir að virða réttindi verkamanna og kvenna að vettugi og heimila barnaþrælkun. Jiang lýsti því yfir að Kínverjar myndu staðfesta samninginn um allsherjarbann við kjarnorku- sprengingum í tilraunaskyni þótt öldungadeild Bandaríkjaþings hefði hafnað honum. Hann tilkynnti enn- fremur um helgina að Kínverjar hygðust kaupa 28 flugvélar af Air- bus Industries fyrir andvirði 175 milljarða króna. Tugir félaga í Falun Gong handteknir Kínverska lögreglan hélt í gær áfram að þjarma að andlegu hreyf- ingunni Falun Gong og handtók nokkra tugi liðsmanna hennar sem komu saman á Torgi hins himneska friðar í Peking til að mótmæla nýju frumvarpi sem kveður á um hert eftirlit með „villutrúarsöfnuðum". Kínversk lögregluyfirvöld birtu einnig skýrslu þar sem félagar í Falun Gong eru sakaðir um að hafa stolið og dreift 59 opinbenim leynd- arskjölum með það að markmiði að hvetja til uppreisnar gegn komm- únistaflokknum og stjórninni í Pek- ing. Talið er að skýrslan sé liður í undirbúningi réttarhalda yfir for- ystumönnum Falun Gong. Pat Buchanan segir sig úr Repúblikanaflokknum og gengur í Umbótaflokkinn Sækist eftir útnefningu sem forseta- frambjóðandi Falls Church, Washington. AP, Reuters. BANDARÍSKI stjórnmálamaður- inn Pat Buchanan sagði sig í gær úr Repúblikanaflokknum og gekk til liðs við Umbótaflokkinn. Lýsti hann því jafnframt yfir að hann hygðist sækjast eftir útnefningu sem fram- bjóðandí ílokksins í forsetakosning- unum á næsta ári. Buchanan, sem er sextugur og starfaði í Hvíta húsinu í valdatíð Richards Nixons og Ronalds Reag- ans, hafði fyrir löngu gefið í skyn að svona kynni að fara og kom yfirlýs- ing hans því ekki á óvart. Fullyrti Buchanan á fréttamannafundi í gær að Repúblikana- flokkurinn hefði yfirgefið hann með því að snúa baki við þeim íhaldssömu gild- um sem hann hefði staðið fyrir í áratugi. „Okkar rómaða tveggja flokka kerfi er orðið að snöru og blekkingum, svik- um við þjóðina," sagði hann. Buchanan, sem hefur nokkram sinnum gefið kost á sér til útnefn- ingar sem forsetaframbjóðandi repúblikana, var fagnað af um 300 stuðningsmönnum sínum á fundin- um. Gagnrýndi hann hlutverk fjár- málamanna og ítök flokksforyst- unnar í bandarískum stjórnmálum og hvatti landsmenn til að koma saman undii- merkjum „nýrrar föð- urlandshyggju". Hét hann því að næði hann kjöri myndi hann ekki senda bandarískt herlið til að taka þátt í átökum á erlendri grandu, nema hagsmunum og öryggi banda- rísku þjóðarinnar væri ógnað. „Við munum kalla hermenn okkar heim, þar sem þeir eiga að vera, og byggja heraflann og baráttuandann upp að nýju,“ sagði Buchanan. Yfirvofandi barátta við Donald Ti-ump Frammámenn innan Repúblik- anaflokksins óttast að verði af fram- boði Buchanans, muni hann draga tU sín atkvæði fólks, sem ella hefði kosið frambjóðanda repúblikana. Ekki er þó víst að Buchanan hljóti útnefningu Umbótaflokksins, enda hafa aðrir lýst yfir áhuga á að hreppa hnossið. Þeirra áhrifamest- ur er fasteignajöfurinn Donald Trump, sem þarf varla að hafa áhyggjur af fjármögnun kosninga- baráttunnar. Trump lýsti því yfir á sunnudag að hann myndi segja sig úr Repúblikanaflokknum, sem hann teldi vera kominn of langt tU hægri. Kvaðst hann vona að Umbótaflokk- urinn gæti vaxið og dafnað á miðju bandarískra stjórnmála og sagði miklar líkur á því að hann sæktist eftir útnefningu sem forsetafram- bjóðandi flokksins. Trump fór ófögi'um orðum um væntanlegan keppinaut sinn, en hann kallaði Buchanan „Hitlersvin" og sakaði hann um kynþáttafordóma og gyð- ingahatur. Stjómmálaskýrendur telja að keppni Tramps og Buchanans um útnefningu geti snúist upp í valda- baráttu á milli Ross Perots, stofn- anda flokksins, og Jesse Ventura, fjölbragðaglímukappans sem varð nýjasta stjarna flokksins er hann náði kjöri sem ríkisstjóri í Minnesota á síðasta ári. Flokks- menn sem halda tryggð við Perot styðja Buchanan, en fylgismenn Venturas hallast frekar að Ti-ump. Pat Buchanan á fréttamannafundi í Falls Church í gær, þar sem hann tilkynnti um flokkaskiptin. SÉRVERSLUN MEÐ HLJÓMTÆKI • SKIPHOLTI 25 • 105 REYKJAVIK • SÍMI 51 I 6333 • INFO@ROGB.IS þig alltaf langað til að heyra hvað hann er að segja Við biðjumst velvirðingar á því að flest hljómtæki okkar hljóma svo skýrt að þú heyrir gjarnan eitthvað sem þú áttir ekki von á. Conrad-Johnson CAV50 lampamagnari WWW.ROGB.IS REYNISSON & BLÖNDAL

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.