Morgunblaðið - 26.10.1999, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 29
Skógar og vötn Finnlands
TÖIVLIST
G e i s I a p I ö t ii r
SIBELIUS
Jean Sibelius: Sinfónía nr. 1 í e-
moll, op. 39. Sinfónía nr. 3 í C-dúr,
op. 52. IBjómsveit: Sinfóníuhljóm-
sveit Islands. Hljómsveitarstjóri:
Petri Sakari. Utgáfa: Naxos
8.554102. Lengd: 67’35. Verð: kr.
690 (Japis).
ÞEIR sem að jafnaði kaupa sér
geisladiska þekkja ábyggilega þá til-
finningu vonbrigða þegar nýi diskur-
inn sem var að bætast í safnið skilur
lítið annað eftir en tómleikatilfinn-
ingu. Tónlistin hefur engin áhrif á
mann - hvorki góð né vond - bara
engin! Platan fer upp í hillu og á það-
an oft ekld afturkvæmt. Samt heyrir
það til undantekninga að
spilamennskan á geislaplötum þeim
sem komast á markaðinn sé illa und-
irbúin og þar af leiðandi léleg eða að
upptakan sé tæknilega slæm. En
tónlist er bara allt annað en kerfi af
nótum eins og sumir virðast halda.
Það eru ill-útskýranlegir hlutir eins
og næmi, tilfinningar, skilningur og
innsæi sem gerir tónlist að því sem
hún er. Og ekki má gleyma spilagleð-
inni sem ætíð verður að vera fyrir
hendi.
Ég hef áður í þessum dálkum lýst
ánægju minni með nýútkomnar
geislaplötur Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands. Og það er sérstaklega gleðilegt
að geta haldið áfram að gleðjast yfir
árangri okkar kai'la og kvenna,
„strákanna okkar“, á þessu sviði, því
þessi diskur með Fyrstu og Þriðju
sinfóníu Sibeliusar vekur tilfinningai’
í bijósti manns. Maður gerir sér
grein íyrii- því hve feikilega íín þessi
tónlist hins finnska tónjöfurs er. Hún
„svínvirkar" undir stjóm Sakaris og
hljómsveitin svai-ar einstaklega vel
hljómsveitarstjóra sínum, sem
greinilega hefur unnið heimavinnuna
af kostgæfni.
I hinni hárómantísku Fyrstu sin-
fóniu (1898) leyfir Sakari sér talsvert
frelsi í mótun hendinga og er ekkert
feiminn við að mála andstæður í
hraða og styrk sterkum litum. Hann
nýtur þess greinilega að gefa drama-
tíkinni lausan tauminn í þriðja kaflan-
um og lokakaflinn er eldglóandi og
spennuþrunginn frá upphafi til enda.
Undir lok kaflans ber rómantíkin
hljómsveitarstjórann gersamlega of-
urliði og hann leyfir sér og hljóm-
sveitinni bókstaflega að smjatta á
breiðri og viðkvæmnislegri laglínunni
(nr. 4,8’45 -10’47). Þetta er skemmti-
legt og ber vott um mikinn kjark á
tímum þar sem tilfinningasemi er
næstum skammaryrði.
Hin undurfallega Þriðja sinfóma
(1905) fær hér óvenju „létta“ með-
ferð. Fyrsti kaflinn er spilaður hrað-
ar en gengur og gerist og lögð
áhersla á bjart yfirbragð hans.
Strengjasveitin fer hér á kostum og
er sérstaklega velhljómandi og ná-
kvæm. Annar kaflinn, sem er reynd-
ar eitt fallegasta hljómsveitarstykki
Sibeliusai-, er friðsæll og hæfilega
þunglyndislegui- í túlkun Sakaris.
Engin viðkvæmni hér! Sama má
segja um sérkennilegan lokakaflann,
sem hefst á stuttu leifturhröðu sker-
sói og lýkur á tignarlegu stefi sem ef
til vill má helst líkja við sálmastef.
Nálgun Sakaris við þriðju sinfóníuna
er allt að því andrómantísk og því er
túlkunin talsvert frábi’ugðin þeirri
fyrstu enda verkin mjög ólík - samin
hvort á sinni öldinni. Þótt árin sem
skilja þau að séu ekki ýkja mörg eru
áratugir á milli þeirra í anda. Þetta
skilur Sakari að sjálfsögðu og beitir
því allt annaiTÍ túlkun við seinna
verkið.
Sinfóníuhljómsveit Islands er hóp-
ur úrvalshljóðfæraleikara sem ætlar
sér að ná árangri í eitilharðri sam-
keppni á alþjóðlegum markaði.
Hljómsveitin spilar því eins og hún
eigi lífið að leysa. Leikur hennar er
innblásinn og ákafur og hvað eftir
annað fær maður á tilfinninguna að
maður sé staddur á tónleikum. Ekki
vegna þess að menn geri hér einstaka
(og eðlileg) mistök í hita leiksins líkt
og á tónleikum heldur vegna þess hve
eðlilegur hljóðfæi-aslátturinn er - á
útlensku heitir þetta víst „spontan".
Upptaka þeirra Bjarna Rúnars
Bjamasonar og Þóris Steingrímsson-
ar er í hæsta gæðaflokki og tekst
þeim að vanda að gera Háskólabíó að
miklu betíi tónleikasal en hann er í
raun og vem. Því eru 690 krónur íyr-
ir miða á tónleika á Islandi sannköll-
uð kjarakaup!
Enn og aftur: Til hamingju Sinfón-
íuhljómsveit Islands!
Valdemar Pálsson
Silki í Galleríi
Nema hvað
VERSLUNIN Vefurinn stendur
fyrir sýningu á silkiefnum frá Chase
Erwin í Galleríi Nema hvað, Skóla-
vörðustíg 22c, dagana 25.-30. októ-
ber. Chase Erwin er einn af helstu
alþjóðlegu framleiðendum sem sér-
hæfa sig í silki. Nýja línan inniheldur
glitrandi Organza-silki með speglum
handsaumuðum í silkið. Hönnuður
og eigandi Chase Erwin, er Ragna
Erwin.
Silkefnin era nýkomin frá sýningu
Decorx í London og Index í Dubai.
Galleríið er opið frá kl. 10-18.
BASTA'
f SAsta
J£c°ne
W/stick
sMcone i
0MISSANDIIVETRARAKSTRINUM
BASTA BASTA basta
de-icer íut&rW mrgr*-
ekkert hrím á rúöum
engar frosnar læsingar
engar frosnar hurðir
auðveld gangsetning i kuldanum
rakavörn fyrir rafkerfið
Olíufélagið hf
www.esso.is
íþróttir á Netinu v'i> mbl.is
ALLTAf= e/TTH\SA£> NÝTl
Viðeigum
afmæ i
í tilefni af 50 ára afmæli okkar bjóðum
við glæsilegar vörur á frábæru
afmælistilboði út þessa viku.
Auk þess kynnum við fjölmargar
spennandi nýjungar
í rafmagnsrúmbotnum,
heilsulatexdýnum o.fl.
Verið velkomin í verslun okkar að Skútuvogi 11 og kynnið
ykkur eitt fjölbreyttasta úrval dýna og rúmbotna á landinu.
AFNIÆLISTILBOÐ
15-30% AFSLATTUR
AFMÆLISTILBOÐ
Rafmagnsrúmbotnar
15% afsláttur
VERSLUfJlN
IfSTADÚN
SNÆLAND
Skútuvogí 11 • Sími 568 5588
SÉRVINNSLA : Svefnsófar og svampvörur eftir máli