Morgunblaðið - 26.10.1999, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 __________________________________MORGUNBLAÐIÐ
LÍSTIR
Erró opnar sýningu í Galerie National du Jeu de Paume í Parfs í kvöld
Erró
„Það er
eitthvað
á seyði“
París. Morgunblaðið.
SÝNING á verkum Errós verður
opnuð í einu virtasta galleríi Parísar-
borgar, Galerie National du Jeu de
Paume, í kvöld. Telja sumir að sýning-
in muni marka tímamót á ferli Errós
en á henni verða meðal annars sýndar
myndir sem Parísarbúar hafa ekki séð
áður. Aðspurður segist Erró ekki hafa
neina tilfínningu fyrir því hvaða þýð-
ingu þessi sýning muni hafa.
„Það er eitthvað á seyði, ég veit
bara ekki hvað. Það er æsingur í fólki
út af sýningunni hérna, ég fínn fyrir
miklum áhuga, ekki síst á pólitísku
Magritte, eitt verkanna á sýningunni í París.
y ^kf//A J
myndunum, sem kemur mér á óvart.
Sýningin er afskaplega vel unnin og
fagmannlega staðið að allri kynningu.
En þetta hefur gerst svo hratt, það
eru aðeins þrír mánuðir síðan við hóf-
um undirbúning en vanalega tekur
tvö ái' að setja upp sýningu sem þessa.
Við verðum að sjá til. Þó er ljóst að
þessi sýning á eftir að skapa mér auk-
ið rými og frelsi. Eftir hana get ég
gert það sem mig langar til.“
Daniel Abadie, stjórnandi Jeu de
Paume, hefur valið 60 myndir á sýn-
inguna sem hefur yfírskriftina
Myndir frá öldinni. Sagan er í
brennidepli en segja má að sýningin
eigi að vera eins konar aldarspegill.
A henni er að fínna myndir Errós af
mörgum sögufrægustu persónum
tuttugustu aldarinnar, myndir um
stríð aldarinnar, pólitík hennar,
listasöguna, neysluhyggjuna, tækni-
hyggjuna, Evrópusambandið, eitur-
lyfín og svo framvegis.
Erró segist ánægður með að þetta
skuli vera þematísk sýning en ekki
einhvers konar yfírlit um feril hans.
„Mér fínnst alltaf eins og það eigi að
fara að setja mann í jörðina við svo-
leiðis uppákomur, grafa mann. Hér
eru það fyrst og fremst sagan og
pólitíkin sem teknar eru fyrir og
margt verður því útundan af verkum
mínum en það verður hægt að sýna
það seinna.“
Viðstaddir opnunina í kvöld verða
meðal annarra Björn Bjarnason
menntamálaráðherra og franski
menningarmálaráðherrann.
Sýningin stendur til 2. janúar árið
2000 en mun næst verða sett upp í
Belgíu. Væntanlega mun hún einnig
fara til Suður-Ameríku og Denver í
Bandaríkjunum auk Helsinki.
Börn og uppalendur
Náttúrustemmning eftir Jón Axel á sýningunni í Galleríi Sævars Karls.
Sem í helgidómi
í ÚTGÁFU Æskunnar er
lögð höfuðáhersla á útgáfu
prentaðs máls handa börn-
um og unglingum. Jafn-
framt er lögð áhersla á út-
gáfu bóka sem nýtast vel
uppalendum.
Geitungurinn 1 eftir Ama
Árnason með teikningum
eftir Halldór Baldursson er
verkefnahefti handa bömum
sem vilja læra að lesa. BjBmrfóttir
Geitungurinn 2 er önnur
verkefnabók eftir sömu höfunda. I heftinu em
kynntir allir stafír íslenska stafrófsins við lita-
bókarmyndir af dýrum, fuglum eða jurtum úr
íslenskri náttúru.
Þjófur um nótt eftir Árna Amason og Hall-
dór Baldursson er bók með miklu myndefni
handa ungum lesendum um þau Garp og
Gunni.
Sasha eftir Öddu Steinu Bjömsdóttur með
teikningum eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdótt-
ur segir frá íslenskri fjölskyldu á ferð í Ka-
sakstan.
Elvíra er einnig eftir Öddu Steinu Björns-
dóttur með teikningum efth' Margréti Lax-
ness. Sagan fjallar um tíu ára gamla stúlku
frá Filippseyjum. Bækurnar Sasha og Elvíra
eru gefnar út í samvinnu Æskunnar ehf. og
Rauða kross íslands.
Kata Mannabarn og stelpa sem ekki sést er
eftir Kjartan Amason. I upphafi sögunnar
ákveða foreldrar Kötu að selja íbúðina í Kópa-
voginum og flytja út á land. Kata Mannabarn
og stelpa sem ekki sést er nútíma-álfasaga
handa fólki á öllum aldri.
Köflóttur himinn er eftir Karl Helgason,
ritstjóra Æskunnar th margra ára. Þar segir
af Hrefnu og Lilju og kynnum þeima sumarið
sem þær em tólf ára.
Þýddar barna- og unglingabækur
Ég veit af hverju-bækurnar eru í fíokki
bóka sem hafa hlotið miklar vinsældir meðal
barna, foreldra og kennara víða um heim og
hafa jafnframt fengið mikið lof gagnrýnenda.
í flokknum hafa nú komið á íslensku bækurn-
ar Ég veit af hverju dúdúfuglinn dó út og sitt-
hvað fleira um útdauðar dýi-ategundir, Dýr í
útrýmingarhættu eftir Andrew Charman í
þýðingu Árna Ámasonar og Ég veit af hverju
kengúmr eru með poka og sitthvað fleira um
afkvæmi dýra eftir Jenny Wood í þýðingu
Guðna Kolbeinssonar.
Möllubækurnar eftir Lucy Cousins fjalla
um Möllu mús. Bækumar sem Æskan gefur
út em Dagur Möllu og Klæddu Möllu.
Þú ert duglegur bangsi litli eftir Martin
Waddel með teikningum Barböra Firth í þýð-
ingu Ama Árnasonar er saga til þess að lesa
fyrir bam áður en það fer að sofa.
Ómögulegir foreldrar er
óvenjuleg bamasaga eftir
Brian Patten, sem er eitt af
þekktari ljóðskáldum Breta.
Teikningar era eftir Arthur
Robins, þýðingu gerði Ami
Amason. Foreldradagurinn
nálgast í skólanum en Benni
og María fyllast kvíða og
skelfingu.
Sannleikann eða áhætt-
una er skáldsaga efth'
sænska rithöfundinn
Anniku Thor í þýðingu Sigrúnar Á. Eiríks-
dóttur. Þetta er saga sem fjallar um vináttu
og svik í hópi þrettán ára stúlkna.
Blaðurskjóða er efth' ástralska höfundinn
Morris Gleitzman í þýðingu Guðna Kolbeins-
sonar. Blaðurskjóða er saga af stúlku sem
lendir í þeim aðstæðum að byrja í nýjum
skóla og afla sér nýrra vina.
Felix og kauphallarævintýrið eftir Nikolaus
Piper er í þýðingu Arthúrs Björgvins Bolla-
sonar. Þetta er bók sem sló í gegn í Þýska-
landi á sl. ári. Hún fjallar um Felix og vini
hans Peter og Giönnu sem ætla sér að verða
rík.
Eva & Adam - með hjartað í buxunum er
fjórða bókin sem Æskan ehf. gefur út eftir þá
félaga Mans Gahrton og Johan Unenge.
Andrés Indriðason íslenskaði. Enn er fjallað í
léttum dúr um tilvistarvanda táninga.
Ógnaröfl er nýr spennubókaflokkur í 9
heftum eftir breska höfundinn Chris Wood-
ing. Þýðandi bókarinnar er Guðni Kolbeins-
son.
Bækur um uppeldis- og kennslufræði
Samskipti foreldra og bai'na eftir Thomas
Gordon í þýðingu Inga Karls Jóhannessonar
ei' endurútgáfa bókar sem sálfræðingarnir
Húgó Þórisson og Vilhelm Norðfjörð hafa
notað til grundvallar námskeiðum sínum á
undanfömum árum. í bókinni er mælt gegn
einhliða valdi uppalenda í samskiptum barna
og fullorðinna.
Litróf kennsluaðferðanna efth- Ingvar Sig-
urgeirsson kom út á árinu í nýrri endurskoð-
aðri útgáfu hjá Æskunni. í bókinni er fjallað
um ýmis granvallaratriði kennslu s.s. fas,
framkomu og verklag kennara.
Að mörgu er að hyggja eftir Ingvar Sigur-
geirsson kom einnig í nýrri útgáfu hjá Æsk-
unni. Þetta er handbók um undirbúning
kennslu.
Gegn einelti er nýtt fræðsluefni sem unnið
hefur verið í samvinnu ITR og Æskunnai'.
Fræðsluefnið er ætlað tómstundaráðgjöfum
og öðrum þeim sem vinna með börnum og
unglingum í félags-, íþrótta- og æskulýðs-
starfí. Forvamir gegn einelti er eftir Vöndu
Sigurgeirsdóttur.
MYNPLIST
Gallerí Sævars Karls,
Bankaslræti 7
MÁLVERK, HÖGGMYND OG
TEIKNINGAR JÓN AXEL
Til 4. nóvember. Opið á verslunartíma.
ANDLEGT inntak, innhverf íhugun og
talnaspeki vh'ðist eiga greiðan aðgang að
listmálurum okkar nú þegar við nálgumst
aldamót og lok líðandi aldatugar. Það er ekk-
ert smáræði sem hangir í loftinu. Eftir að-
eins tæpa þrjá mánuði geta menn farið að
tala um árþúsundið sem var og tuttugustu
öldina sem gömlu góðu dagana.
Það virðist ekki fara milli mála að sýning
Jóns Axels er af þessum meiði. Þó svo að Aðal-
steinn Ingólfsson nefndi það ekki í meðfylgj-
andi texta þá er niðurröðun verkanna með
þeim hætti að minnir á helgidóm. Einkum er
það áberandi þegai' gestir standa milli brjóst-
myndar úr gipsi með lukt augu og Jniggja
metra langrar teikningar af trjám. Á lang-
veggjunum liggja tólf litlar andlitsmyndh' þétt
saman í röð, andspænis fjói-tán þéttskipuðum
smáverkum, ýmist af teiknuðu gijóti eða ein-
földum geometrískum abstraktmálvei'ku m.
Það er ekki laust við að manni líði eins og
hjartardýrinu í málverki Constables, þar
sem það stendur í skógarrjóðri framan við
minnisvarða um málarann Joshua Reynolds
og brjóstmyndunum af heimspekingum fom-
aldarinnar. Umvafið öllum þessum þöglu
táknmyndum menningarinnar skilur dýrið
ekki neitt, þótt það skynji ef til vill að það sé
statt í einhvers konar náttúrulegu musteri
efnis og anda.
Með því að stilla myndum sínum upp með
svo tilkomumiklum hætti gengur Jón Axel
skipaninni - innstallasjón - á hönd og undir-
strikai' það sem löngu er tímabært að lista- j
menn viðurkenni almennt; að málverk séu
einingar í rými, nákvæmlega eins og öll önn-
ur listaverk. Þau verður að hengja með
miklu meiri nærgætni en almennt er venja
því staðsetning þeirra er jafnframt staða
þeirra. Hvað þetta varðar markar sýningin
þáttaskil í ferli listamannsins. Rómantísk
dýpt - jafnvel þótt hún sé eilítið musterisleg
og upphafin - hefur leyst expressjónismann
af hólmi. Trén eru koldökk og kræklótt eins
og viðurinn hjá Caspar Friedrich og brjóst- g
myndin minnir á Kristsmynd Redons í allri P
sinni innhverfu hógværð.
Það er einmitt í slíku samhengi sem litur-
inn skiptir mestu máli, hversu þunnur, gegn-
sær og fölur sem hann er. Ferningarnir fjór-
ir í hornunum fjórum, sem gera kolateikn-
inguna að málverki, ríma afbragðsvel við
restina. Þeir eru eins og augun í andlits-
myndunum tólf, punkturinn yfir i-ið, sem
hleypir lífi í heildina. Þau eru tvímælalaust
brennideplar portrettanna. Staða þeirra í
tóftinni og stefna augnaráðsins yfírskyggir |
andlitsfallið og manngerðina.
Þannig eru það öðra fremur áhersluatriðin
sem skipta sköpum í sýningu Jóns Axels hjá
Sævari. Tilfinning hans fyrir því sem hann
setur saman hefur aldrei fyi'r skinið með svo
nærfærnum hætti. Brjóstmyndin ber þessu
aukna næmi listamannsins fagurt vitni. 1
henni kristallast vitund hans um að ákveðn-
um áfanga sé náð þar sem opnar leiðir liggja
enn einu sinni til ótal átta. Um leið spyi' mað-
ur hvers vegna myndhöggvarinn Jón Axel ;
láti nú fyrst að sér kveða úr því honum ferst Jj
gipsmótunin svona vel úr hendi?
Halldór Björn Runólfsson
Kjartan
Árnason