Morgunblaðið - 26.10.1999, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 31
LISTIR
Tímarit
• HA USTHEFTI Skímis er komið
út, 173. árg. í heftinu eru m.a. grein-
ar um íslenskar bókmenntir að
fomu og nýju, náttúru og þjóðemi,
blótsiði fommanna og verald-
arvefinn. I greininni Islenska akade-
mían: Kotungur í andófi, ræðir Viðar
Hreinsson um jarðbundin og al-
þýðleg sjónarhom í verkum Steph-
ans G. Stephanssonar, Halldórs Kilj-
ans Laxness og Bills Holms. Kristín
Unnsteinsdóttir skoðar ævintýrið
um Kisu kóngsdóttur. I greininni
Mannblót í Semnónalundi og á
Þórsnesþingi ber Jón Hnefill Aðal-
steinsson saman lýsingar á blótsið-
um í verkum Tacitusar og í íslensku
fomritum. Þá skrifar Guðmundur
Hálfdanarson grein um íslenska
náttúra. Róbert H. Haraldsson birt-
ir í heftinu grein um dauða guðs.
Sveinbjöm Rafnsson skrifar um
samhengi Marlínusspár og Völuspár
og Lóa Aldísardóttir um verald-
arvefinn í samskiptum manna.
Tvö Skírnismál era í heftinu:
Landið, þjóðin, tungan _ og fræðin,
eftir Kiistján Amason og Agúst Þ.
Amason fjallar um stjómarskrár-
festu. Tvær greinar um bækur era
einnig í heftinu: Jón Karl Helgason
ber saman nýlegar borgarsögur
skáldanna RÖgnu Sigurðardóttur,
Sjóns, Jóhamars og Jóns Gnarrs og
Hermann Pálsson fjallar um bók
Helga Guðmundssonar, Um haf inn-
an.
Skáld Skírnis að þessu sinni er
Óskar Ami Óskarsson og era birt
eftir hann fjögur framsamin ljóð.
Myndlistarmaður Skímis er Ragn-
hildur Stefánsdóttir og skiifar
Gunnar J. Amason um sneiðmyndir
herrnar.
Útgefandi er Hið íslenska bók-
menntafélíig. Ritstjórar eru Sveinn
Yngvi Egilsson og Svavar Hrafn
Svavarsson. Hausthefti SMrnis er
280 bls.
Bowfínger gerir
bíómynd
KVIKMYJVDIR
Háskólabíó
BOWFINGER ★★1/z
Leikstjóri: Frank Oz. Handrit:
Steve Martin. Aðalhlutverk: Steve
Martin, Eddie Murphy, Heather
Graham, Terence Stamp, Robert
Downey jr. Universal 1999.
BANDARÍSKA gamanmyndin
Bowfinger segir frá gersamlega
lánlausum kvikmyndaframleiðanda
í Hollywood, sem aldrei hefur getað
gert neitt af viti. Kannski velur
hann ekki réttu handritin, sem flest
virðast heita eitthvað eins og Hold-
ugt regn. Kannski velur hann ekki
rétta samstarfsfólkið; tökuliðið er
flóttamenn á mexíkósku landamær-
unum. Þegar hann ákveður að nota
stærstu hasarmyndastjörnu
draumaverksmiðjunnar í nýjustu
fimmauramyndina sína veit stjarn-
anekkiafþví.
Gamanleikarinn Steve Martin
fer með annað aðalhlutverkið og
gerir handrit þessarar geðþekku
gamanmyndar um spaugilegar
hliðar þess að gera kvikmyndir í
Hollywood án þess að eiga krónu.
Martin hefur áður farið með hlut-
verk hins viðkunnanlega utan-
garðsmanns og gerir það vel. Eddie
Murphy fer með tvö hlutverk og
gerir þeim báðum fín skil. Hann er
annarsvegar stórstjarnan, sem
haldin er óstjórnlegri ofsóknar-
kennd, og hins vegar bjánalegur
bróðir hennar, sem stígur ekki í vit-
ið. Með þeim er m.a. Heather Gi'a-
ham, sem notar líkama sinn ákaf-
lega frjálslega til þess að komast
áfram í kvikmyndaheiminum, og
Terence Stamp en hann leikur dul-
arfullan stjórnanda trúarsöfnuðar.
Bowfinger er sárasaklaust grín
gert íyrir stundargamanið eitt.
Leikstjórinn Frank Oz heldur utan
um söguna án mikilla tilþrifa og
handrit Martins fer stundum langt
yfir strikið en það er viðkunnanleg-
m- blær yfir myndinni sem tengist
lýsingunni á samstöðu undirmáls-
fólksins og viðleitni þess til þess að
koma sér áfram. Sumir eru í þessu
af skefjalausri alvöru og í því ljósi
virkar myndin best.
Arnaldur Indriðason
London
frá kr.
Helgarferö
frá kr. 24.990
Heimsferðir kynna nú einstök tilboð til heimsborgarinnnar London í nóvember og
nú seljum við sfðustu sætin í vetur á hreint ótrúlegu verði flugsæti frá aðeins
13.890 krónum.
Hvergi í Evrópu er jafnmikið um að vera í listum og menningarlífi og hjá Heims-
ferðum getur þú valið um gott úrval hótela, frá 2 - 4 stjörnu og að sjálfsögðu nýt-
ur þú góðrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Verð kr. 13*890
Flugsæti með flugvallarsköttum,
8.nóv., 15.nóv.
Gildir frá mánudegi til fimmtudags.
Verð kr. 24.990
Flug og gisting á Bayswater INn hótel-
inu í London með morgunmat.
Austurstræti 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600 ♦ www.heimsferdir.is
^ogva/larskattar
innifaldir.
G,Jdlr 11- nóvember.
HEIMSFERÐIR
Meginstraumar og
undirstraumar
Dagný Páll S.
Krisljánsdóttir Árdal
MEÐAL útgáfubóka Há-
skólaútgáfunnar eru Heim-
spekisaga eftir Gunnar Skir-
bekk og Nils Gilje. Stefán
Hjörleifsson þýddi.
Saga and Philosophy and
Other Essays er eftir Pál
Skúlason. Inngangur er eftir
Paul Ricoeur. Flestar grein-
arnar eru samdar með flutn-
ing og birtingu á erlendum
vettvangi í huga og fæstar
þeirra hafa birst á íslensku.
Æska og sagá. Söguvitund
íslenskra unglinga í evrópsk-
um samanburði eftir Braga
Guðmundsþon og Gunnar
Karlsson. I bókinni er greint
frá því hvernig Islendingar
koma út í nýlegri evrópskri könnun
á söguvitund og skoðunum ungl-
inga.
Kristnitakan á íslandi/ Under
the Cloak er eftir Jón Hnefil Aðal-
steinsson. Þó að svo virðist sem
heimildir um kristnitökuna liggi
ljósar fyrir er enn margt á huldu
um það með hvaða hætti sú saga
raunverulega gerðist.
Undirstraumar eftir Dagnýju
Kristjánsdóttur. í þessari bók er
fjallað um bókmenntatexta margra
og ólíkra höfunda og rætt um bók-
menntasögu á líðandi stund.
Fyrirheitna landið. Sögur Bib:
líunnar. Jón Þórisson ritstýrði. í
því úrvali sem hér er birt hefur ver-
ið lögð áhersla á að velja þekkta
kafla úr Biblíunni.
Tungumál veraldar eftir Baldur
Ragnarsson er bók sem tilgreinir
þau tungumál veraldar sem þekkt
eru.
Elskulega móðir mín, systir,
bróðir, faðir og sonur. Fjölskyldu-
bréf frá 19. öld. Sýnisbók íslenskrar
alþýðumenningar. Sigrún Sigurð-
ardóttir tók saman. Ritstjórar Sig-
urður Gylfi Magnússon og Kári
Bjamason. Bók þessi fjallar um
bréfaskipti reykvískrar alþýðufjöl-
skyldu á síðari hluta 19. aldar.
Island á nýrri öld. Gunnar G.
Schram ritstýrir. Tuttugu þjóð-
kunnir íslendingar skyggnast inn í
framtíðina við aldarhvörf og lýsa
þeirri framtíð sem þeir sjá að bíði
Islands.
Svona er ísland í dag eftir Marg-
aret Kentta og Gabriele Stautner.
Safn greina um íslenskt þjóðlíf,
ríkulega myndskreytt.
Það er yfir oss vakað. Prédikanir
séra Haralds Níelssonar. Safn
predikana eftir einn mesta áhrifa-
mann í kristnisögu íslands og
trúarlífi þjóðarinnar.
Hönnun eftir Thomas Hauffe.
Magnús Baldursson þýddi. Sögu-
legt ágrip hönnunar frá 19. öld og
fram á okkar daga.
Hávamál í Ijósi íslenskrar menn-
ingar eftir Hermann Pálsson. Ein-
hver helsti tilgangur Hávamála er
að fræða námsfúst fólk um listina
að lifa og kenna því að meta vináttu,
visku, gestrisni, orðstír, kurteisi,
ástir, hófsemi, sælu og örlög.
Hafið eftir Unnstein Stefánsson.
Skýrir þekkingu okkar á eðli og eig-
inleikum hafsins.
Maður og menning er eftir Har-
ald Olafsson. Fjallað um skilning og
skýringar á eðli manns og menn-
ingar frá sjónarhorni mannfræð-
innar.
Söngur steindepilsins. Hólmfríð-
ur Gunnarsdóttir ritstjóri. í bókinni
er fjallað um reynslu fólks af því að
fá krabbamein eða að vera
aðstandandi krabbameins-
sjúklings:
Borg og náttúra er eftir
Trausta Valsson. Reykjavík
mótaðist, líkt og íslensk
menning og búseta, í nánu
samspili við höfuðskepnurn-
ar jörð, vatn, loft og eld.
Maður undir himni. Ung
fræði 3., höfundur Andri
Snær Magnason. Ritröðinni
Ung fræði er ætlað að koma
á framfæri framúrskarandi
BA-ritgerðum nemenda í ís-
lensku og almennri bók-
menntafræði við Háskóla Is-
lands. Höfundurinn fjallar
um trú í ljóðum Isaks Harð-
arsonar.
Trú í sögum. Studia Islandica 56.
Halla Kjartansdóttir fjallar um
trúarátök í sögulegum skáldsögum
Gunnars Gunnarssonar frá fjórða
áratugnum.
Umbrot. Bókmenntir og nútími
eftir Ástráð Eysteinsson. I umbrot-
um era 27 greinar um nútímabók-
menntir, íslenskar og erlendar.
Passions, Promises and Punish-
ment eftir Pál S. Árdal. Þetta er
safn greina um heimspeki eftir einn
kunnasta heimspeking Islendinga.
Heilagra meyja sögur. íslensk rit
13. Kirsten Wolf annaðist útgáfuna.
Islenskar þýðingar frá 13. og 14. öld
á latneskum sögum um kvendýrl-
inga, alls rúmlega 20 talsins.
Ræður Hjálmars á Bjargi.
Framheimildir í sagnfræði 1 eftir
Magnús Stephensen. Örn Hrafn-
kelsson sá um útgáfuna. Bók Magn-
úsar Stephensens, sem var fyrst
gefrn út árið 1820, er byggð á sam-
ræðum á milli bóndans Hjálmars á
Bjargi og barna hans og er lýsing á
þeirri samfélagsgerð sem hann
taldi til fyrirmyndar.
Vitjun sína vakta^ ber. Safn
greina eftir Jón Ólafsson úr
Grannavík. Guðrún Ingólfsdóttir
og Svavar Sigmundsson ritstýrðu.
Ritið veitir sýn á helstu hugðar- og
viðfangsefni Grunnavíkur-Jóns.
SIEMENS
Haust-Búhnykkur!
M..
Siemens
uppþvottavél
. SE 34200
Ný
þvottavél
fra
Siemens
WM 54060
Sannkölluð hjálparhella
í eldhúsinu.
Einstaklega hljóðlát og
sparneytin. Fjögur þvottakerfi,
tvö hitastig (nauðsynlegt fyrir
viðkvæmt leirtau), fjórföld
flæðivörn með Aqua-Stop.
Þetta er uppþvottavél eins
og þú vilthafahana.
^ Á þessu fína verði núna: ^
49.900 kr. stgr.
Berðu saman verð,
gæði og þjónustu!
Umboösmenn um land allt!
Þvottavél eins og allir vilja eignast!
• Algjör rtýjung:
Sérstakt krumpuvarnarkerfi
• Tekur 6 kg
• Óvenjustór lúga
• 15 þvotta- og sérkerfi
• 35 mínútna hraðkerfi
• 1000sn./mín.
• Allar innstillingar mjög auðveldar
• Glæsileg hönnun
• Vélin er algjörlega rafeindastýrð
• Þvottavirkniflokkur A
• Orkuflokkur A
• Mjög þýðgeng og hljóðlát þvottavél
Á frábæru kynningarverði:
,900 fcr.
stgr.
á 0SMITH&
Y NORLAND
Nóatúni 4 • 105 Reykjavík
Sími 520 3000 • www.sminor.is