Morgunblaðið - 26.10.1999, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LlSTgH
TÓNLIST
t -----------------------------
“ Langholtskirkja
^ EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Lög og útsetningar eftir Þorkel
! Sigurbjörnsson, Jón Þórarinsson,
i Atla Heimi Sveinsson, Jón Leifs,
| Jón Nordal, Ragnar Björnsson,
i Hjálmar H. Ragnarsson og Jónas
| Tómasson. Margrét Bóasdóttir
sópran; Björn Steinar Sólbergsson,
orgel. Sunnudaginn 24. október kl.
20:30.
r ___________
'
f EFNT var til svokallaðra út-
i, gáfutónleika í Langholtskirkju sl.
^ sunnudagskvöld; augsýnilega í til-
, efni af nýútkomnum hljómdiski sem
i var til sölu í anddyri kirkjunnar.
| Tónleikamir voru stuttir, eða ekki
: nema um hálfa klukkustund. A móti
kom, að lögin á efnisskránni mörg
hver voru gulls ígildi, svo litlar ger-
semar mannsandans Drottni til
dýrðar og sálunni til upplyftingar
séu metnar á máli sem nútíminn
•f skilur. Jafnvel heiðingjar og efnis-
hyggjumenn geta sem kunnugt er
haft ánægju af góðri kirkjutónlist,
og hér var valið verk í nánast hverju
Til dýrðar o g
upplyftingar
rúmi, ýmist frumsamið eða þjóðlag í
vandaðri útsetningu.
Margrét Bóasdóttir og Bjöm
Steinar Sólbergsson fluttu fyrst
þrjú íslenzk þjóðlög, Lilja, Einn
Guð í hæðinni og Bænin má aldrei
bresta þig, í fallegri orgelumgjörð
Þorkels Sigurbjörnssonar. Radd-
skipan nýja Langholtskirkjuorgels-
ins var notuð á afar smekklegan
hátt, jafnt hér sem síðar. Fyrst með
dúnmjúkum tréflautupípum, en í
sálmforleik Jóns Þórarinssonar
næst á eftir við þjóðlagið Jesú, mín
morgunstjarna var stefgrunnurinn
(cantus firmus) hæfilega undirstrik-
aður með kliðmjúku krúmmhomi.
Eftir hið snotra lag Askels Jónsson-
ar Maríuvers kom spekingslega du-
lúðug útlegging Atla Heimis
Sveinssonar á ljóði Helga Hálfdan-
arsonar, Lærdómstími ævin er;
sérkennileg blanda af „lærðum“
barokkstíl og nútímaumhverfi sem
ósjálfrátt vekur eftirtekt. Svo var
óneitanlega einnig farið um krass-
andi litríka orgelmeðferð Jóns Leifs
á Faðirvorinu, þar sem sópraninn
þurfti að glíma við háa legu, en
tókst engu að síður vel upp.
Bjöm Steinar fór á kostum í
glæsilegri Toccötu Jóns Nordal íyr-
ir orgel, sem sviptist á mOli kraum-
andi eldgosalýsinga, öi’vadrífu tóna-
runa og englakórskenndra líðandi
hljóma og tæpti jafnvel á tilhlaupi
að fúgubyrjun. Engu síður má segja
að Noack-barokkhljóðfærið hafi
brillerað í skemmtilegum radda-
skiptingum organistans, og má
vænta að „Gamli Nói“ verði brátt
eftirlæti fimustu orgelleikara, enda
hljómfagurt, skýrt með afbrigðum
og sem sniðið fyrir hljómburð
kirkjunnar.
Jón Leifs kom aftur við sögu með
þremur sálmalögum. Hið snilldar-
lega Vertu Guð faðir, faðir minn
hverfur aftur til róta kirkjusöngs
með gyðinglegum melismum í söng-
línu, sem Margrét fór mjög fallega
með. Næstu lög Jóns tvö voru
minna unnin í orgeli en þó áhrifa-
mikil, sérstaklega Allt eins og
blómstrið eina. Fremur hefðbund-
inn en vel saminn sálmforleikur
Ragnars Bjömssonar við þjóðlagið
Himna rós, leið og ljós var afar fal-
lega raddvalinn og sunginn, og Guð
sem skapar líf og ljós eftir Hjálmar
H. Ragnarsson minnti í nærri dans-
andi hægri 6/4 pastorale hrynjandi
sinni við nútímalegt en kliðmjúkt
hljómaval á jólanótt í Betlehem á of-
anverðri 20. öld.
Joseph Ognibene slóst í hópinn
með hornblæstri í síðasta atriði,
Magnificat Jónasar Tómassonar,
sem sungið var á íslenzku í streym-
andi kirkjutónháttaleitri útfærslu
og endaði með einsöng sópransins
án undirleiks. Allt í forláta góðri og
látlausri túlkun þeirra þremenn-
inga, sem segja má að hafi einkennt
þessa heillandi tónandakt þegar frá
upphafi.
Ríkarður Ö. Pálsson
Ljóð og
djass í
Kaffíleik-
húsinu
LJÓÐA- og djassveisla verð-
ur í Kaffileikhúsinu í kvöld
kl. 21. Lesið verður úr Ijóða-
bókum sem út hafa komið
hjá Máli og menningu og
Forlaginu í ár. Þeir höfundar
sem fram koma eru: Arthúr
Björgvin Bollason, Gyrðir
Elíasson, Jónas Þorbjarnar-
son, Sigurbjörg Þrastardótt-
ir, Sindri Freysson og Elías
Mar.
Sigurður Flosason saxó-
fónleikari leikur djass, en
Sigurður er að senda frá sér
djassplötu sem nefnist
Himnastiginn. Með Sigurði
leika Eyþór Gunnarsson á
píanó og Gunnar Hrafnsson
á bassa.
Morgunblaðið/JEG
Sýningargestir þakka Páli Stefánssyni fyrir að lokinni sýningu hans í Winnipeg. Við hlið Páls er Svav-
ar Gestsson aðalræðismaður Islands í Kanada.
Winnipeg. Morgunblaðid.
HÚSFYLLIR var á ljósmynda-
sýningu sem Páll Stefánsson hélt
í Winnipeg fyrir skömmu. Sýn-
ingin var haldin á vegum Þjóð-
ræknifélags Islendinga og Nátt-
úruskoðunarfélags Manitoba og
létu sýningargestir vel af mynd-
um Páls.
Sýningin var hluti af ellefu
sýningum Páls víðs vegar um
Kanada, allt frá Vancouver til
Halifax. Að sögn Páls hefur ver-
ið góð aðsókn á allar sýningarn-
ar og bæta varð við aukasýningu
í Toronto.
„Eg fékk boðið fyrir ári og þó
svo ég hafi í raun ekki haft tíma
til að fara í þessa ferð þá fannst
mér við skulda Vestur-íslending-
um að sýna þeim íslenskt lands-
Iag áður en þeir gleyma landinu
alveg,“ sagði Páll.
Sýningargestir létu vel af
Páll
Stefánsson
sýnir myndir
í Winnipeg
myndum Páls. „Ég hef dáðst að
myndum hans í Iceland Review í
nokkur ár svo það var skemmti-
legt að heyra hann segja frá
þeim,“ sagði Geir Olson, Vestur-
Islendingur á fertugsaldri.
Svavar Gestsson, aðal-
ræðismaður íslands í Kanada,
ávarpaði gesti að lokinni sýn-
ingu og sagði myndir Páls von-
andi eiga eftir aðhvefja marga
til að heimsækja Island. Milli
sýninganna hefur Páli gefist tími
til að skoða sig um í Kanada og
taka myndir af kanadískri nátt-
úru.
„Munurinn á Islandi og Kan-
ada er sá að heima þarf maður
að aka í einn til tvo tíma til þess
að finna öðruvísi landslag. Hér
þarf maður að aka í fjóra daga
áður en landslagið breytist.“
Páll sagðist mjög ánægður
með ferðina það sem af er en frá
Winnipeg hélt hann til Toronto
og þaðan liggur leið hans til Hal-
ifax þar sem síðasta sýningin fer
fram.
„Reyndar var ég sektaður fyr-
ir að fara of nálægt skógarbirni
með unga. Ég reyndi að útskýra
fyrir lögreglunni að það væru
engir skógarbirnir á íslandi og
ég hefði haldið að þetta væri
hundur. Hann sektaði mig samt.
Sektarmiðinn verður ágætis
minjagripur," sagði Páll.
Djasstríó á fyrstu
háskólatónleikum
Á FYRSTU háskólatónleikum
vetrarins í Norræna húsinu á
morgun, miðvikudag, kl. 12.30,
leika Hilmar Jensson á rafgítar,
Jóel Pálsson á kontrabassaklari-
nett og Matthías M.D. Hemstock á
slagverk.
Þeir félagar hafa um árabil leik-
ið saman, en aldrei áður sem tríó.
Þeir námu allir við Berklee tónlist-
arháskólann í Boston og kenna við
Tónlistarskóla FÍH. Verkið sem
þeir leika á tónleikunum er frum-
samið og byggist jafnt á spuna
sem skrifuðum fyrirmælum. Verk-
ið nefnist Verkur og er í þremur
hlutum.
Jóel gerði nýverið samning við
útgfufyrirtæki Naxos og á næstu
mánuðum kemur út hjá þeim
geislaplatan Prím en sú plata kom
út á Islandi á síðasta ári. Á plöt-
unni leika Hilmar og Matthías auk
annarra íslenskra djassleikara.
Hilmar hefur leikið víða um
heim og sent frá sér nokkrar
geislaplötur, nú nýlega kom út
platan hans Kerfill.
Matthías er slagverksleikari og
hefur leikið með mörgum hljóm-
sveitum, m.a. Sinfóníuhljómsveit
Islands og rokksveitinni Unun og
á fjölda geislaplatna.
Omblíður
leikur
TOJVLIST
L i s t a s a f n í s I a n d s
KAMMERTÓNLEIKAR
Upphaf tónlistarhátíðar í Musica
Antiqua Quatuor Mosaíques flutti
verk eftir J.S. Bach, Schumann og
Beethoven. Sunnudagurinn 24.
október 1999.
ÞAÐ má segja að hið mikilfeng-
lega verk List fúgunnar, eftir J.S.
Bach, hafi hann hugsað sem eins
konar uppgjör við samtíð sína.
Hann vissi sem var að þær vinnu-
aðferðir sem hann hafði lagt metn-
að sinn í að kunna sem best, voru
ekki lengur taldar áhugaverðar og
ný tónhugsun var að verða til og
því hætta á að margslungnar
kontrapunktískar vinnuaðferðir
gætu gleymst. Mosaik-kvartett-
inn, sem í efnisskrá er ekki kynnt-
ur, nema hvað hljóðfæraleikararn-
ir heita, hóf tónleikana á fyrstu
fúgunni (Contrapunctus I) í List
fúgunnar og að slepptum öllum
rómantískum hugleiðingum, er
þetta einföld fúga án sérstakts
mótstefs eða umsnúnings á stefinu
og kemur stefið sjö sinnum fyrir,
að lokinni, hefðbundinn framsögu
stefsins. Á eftir þessari fallegu
fúgu kom sú fimmta (Contra-
punctus V) og þar er stefið breytt
og ýmist leikið í spegilmynd eða í
réttri skipan og auk þess skarað
innbyrðis og því er þessi fúga
nefnd strettó-fúga. Sjötta fúgan
(Contrapunctus VI) er í frönskum
stíl og einnig skilgreind sem
strettó-fúga en þar er stefgerðin
úr þeirri fimmtu notuð en á móti
spegilmynd í styttri nótnagildum,
sem undir lokin eru sköruð með
ýmsum hætti. Síðasta fúgan sem
Mosaik-kvartettin flutti var nr. 9,
sem er tvöföld fúga, með nýju stefi
á móti lengdri gerð aðalstefsins.
Flutningur Mosaik-kvartettsins
var mjög vel mótaður og mátti vel
heyra stefgerðirnar, án þess að of-
gert væri í styrk. Þá var flutning-
urinn ekki síðri í kvartett op. 41/1
eftir Schumann, sem hann samdi
eftir að hafa verið einn og langt
niðri og reynt að „drekkja sorgum
sínum með bjór og kampavíni", á
meðan Clara var á tónleikaferða-
lagi um mánaðartíma. Það glaðn-
aði yfir tónskáldinu er konan kom
heim og um sumarið hóf hann að
semja þrjá strengjakvartetta. Það
var sá fyrsti, af þessum þremur,
sem Mosaik-kvartettinn flutti.
Þetta er elskuleg melodísk tónlist,
með töluverðum tilþrifum t.d. í
Skersó-kaflanum og síðasta kafl-
anum, Presto. Þarna gat að heyra
fallegt samspil og var t.d. hægi
þátturinn mjög fallega fluttur,
með syngjandi ljúfum tónblæ.
Aðalverk kvöldsins var kvartett
op. 135, síðasti kvartettinn eftir
Beethoven, magnað verk, sem
samtímamenn meistarans kunnu
ekki að meta og er sjálfsagt ennþá
ekki allra. I fyrsta kaflanum er
Beethoven á góðri leið með leysa
stefin upp í stutt stefbrot, sem er
eins konar forspá um punktastíl-
inn hjá Webern. Skersó-formið,
sem Beethoven hefur brotið upp,
er einnig stuttstefja leikur. í mið-
hluta þessa kafla gerir meistarinn
nokkuð sem fór í taugarnar á
hlustendum, hann endurtekur
sama stefbrotið í 50 takta og er
það leikið á aðra fiðlu, lágfiðlu og
selló en fyrsta fiðla ein tiplar yfir í
áttunda- og þaðan af lengri stökk-
um. Sérkennileikin heldur áfram í
hæga þættinum og í lokaþættinum
spyi- Beethoven „Muss es sein“,
sem hann hrynklæðir í upphafs-
stefinu í hinum hæga inngangi
kaflans og leikið er af lágfiðlu og
selló. Beethoven þráspyr en í upp-
hafi hraða kaflans kemur svarið
„Es muss sein“. Þessi kafli er átök
meistarns við þá erfiðu gátu,
„hvort eitthvað sé, sem verði að
vera til“ en verkið í heild er til-
raun til að svara spurningunni um
hina erfiðu ráðgátu allífsins og
telja margir, að hér nái meistarinn
að yfirstíga orðlegt merkingar-
leysi tónlistarinnar og standi á ög-
urbrún þess, að tónlistin skiljist
sem orð. Leikur Mosaik-kvartetts-
ins var mjög áhrifamikill, túlkunin
sterk en aldrei um of. Áhrifamest-
ur var leikurinn í „skersóinu" en
ákaflega glæsilega mótaður í loka-
kaflanum, sem var litaður sterkum
andstæðum í styrk og hrynsterku
tóntaki, er einnig gat verið óvenju
fagur og þýður í hljóman, svo sem
heyra mátti sérstaklega í kvartett
Schumanns. Þrátt fyrir fallegan
leik í Schumann, voru það fúgurn-
ar eftir J.S. Bach, sem slógu stóra
tóninn og voru óvenju vel leiknar,
sérstaklega sú níunda, tvöfalda
fúgan, sem er einkar lifandi tónlist j
og naut sín sérstaklega í þýðri
hljóman Mosaik-kvartettsins.
Jón Ásgeirsson