Morgunblaðið - 26.10.1999, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Jim Smart
Á bullandi
uppleið
Hor-
móna-
stríð
LEIKLIST
í s I e n s k a 6 p e r a n
Draumasmiðjan ehf.
BANEITRAÐ SAMBAND Á
NJÁLSGÖTUNNI
Höfundur: Auður Haralds. Leik-
stjóri: Gunnar Gunnsteinsson. Leik-
arar: Gunnar Hansson, Katla Mar-
grét Þorgeirsdóttir, Hildigunnur
Þráinsdóttir, Sveinn Þórir Geirs-
son, Sjöfn Evertsdóttir og Margrét
Kr. Pétursdóttir. Leikmynd: Vignir
Jóhannsson. Búningar: María 01-
afsdóttir. Gervi: Ásta Hafþórsdótt-
ir. Lýsing: Ingvar Bjömsson. Tón-
list: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson.
Myndvarpi: Sævar Guðmundsson.
Dansar: Selma Björnsdóttir. Laug-
ardagur 24. október.
ÞAÐ er umhugsunarvert hversu
mörg leikverk unnin upp úr skáld-
sögum eru á fjölum íslenskra leik-
húsa þessa dagana, verk ætluð
bömum, fullorðnum og unglingum.
Draumasmiðjan frumsýndi á
sunnudagskvöldið leikgerð sem
Auður Haralds hefur unnið upp úr
vinsælli unglingabók sinni Baneitr-
að samband á Njálsgötunni. Það er
kannski rangt að segja að leikverk-
ið sé ætlað unglingum, því eins og
aðstandendur sýningarinnar segja
er það einnig ætlað öllum sem eiga
ungling og hafa verið unglingar. Og
satt að segja held ég að allir fram-
antaldir geti haft nokkuð gaman af
sýningunni. Hér er fjallað á ban-
eitraðan hátt um samband ungl-
ingspilts við móður sína og um-
hverfið. Hinn landsþekkti svarti
húmor Auðar Haralds nýtur sín vel
í smellnu leikverki þar sem téð
mæðgin takast á í bráðíýndnu orða-
skaki og látæði.
Flétta verksins er skemmtileg,
móðir unglingspilts ákveður að
segja honum og hormónum hans
stríð á hendur og beita hann sama
vægðarleysi og hann sýnir henni í
óbilgjörnum kröfum sínum, ein-
strengingslegum skoðunum og til-
litslausu háttalagi. Samskipti
þeirra einkennast af eitruðum at-
hugasemdum og bréfum sem hún
skilur eftir handa honum víðsvegar
um íbúðina. Smám saman áttar
pilturinn sig á því að móðir hans er
kannski ekki eins galin og hann í
upphafi gengur út frá. Inn í sam-
skipti mæðginanna fléttast síðan
samband piltsins við stelpu úr
Hafnarfirðinum og ýmsa fulltrúa
samfélagsins.
Gunnar Hansson fer með hlut-
verk hins sextán ára gamla Kon-
ráðs sem er „unglingurinn" upp-
málaður: frekur, uppstökkur og
latur hugsjónamaður sem þolir
ekki móður sína. Gunnar var frá-
bær í hlutverkinu og það var auð-
velt að gangast inn á að hann væri
ekki deginum eldri en sextán og
enn í stríði við hormónana. Með
hlutverk móðurinnar fer Katla
Margrét Þorgeirsdóttir. Þótt Katla
Margrét færi ágætlega með hlut-
verkið sannaðist hér að erfiðara er
að leika „upp fyrir sig“ í aldri en
„niður“. Lummuleg hárgreiðsla og
hallærislegur klæðnaður var ekki
nóg til að gera Kötlu Margréti nógu
„gamla“ í hlutverkið. A hinn bóginn
náði Katla Margrét að skapa per-
sónu sem var skemmtilega afslöpp-
uð og virtist kippa sér lítið upp við
hormónana sem herja á soninn.
Hildigunnur Þráinsdóttir leikur
Lillu, vinkonu Konráðs, og hún náði
ágætlega að túlka unglingsstúlku,
enda hefur hún oft fengist við að
leika persónur yngri en hún sjálf
er. Þau Sveinn Þórir Geirsson,
Sjöfn Evertsdóttir og Margrét Kr.
Pétursdóttir fóru með nokkur
aukahlutverk í sýningunni og fórst
þeim flest vel úr hendi. Sveinn
Þórir var bráðfyndinn í litlu hlut-
verki Heimis, vinar Konráðs, svo
og sem faðir Lillu. Þá var Margrét
stórfín sem móðir Lillu.
I raun er húmor þessarar sýn-
ingar á tveimur plönum. I fyrsta
lagi er textinn hlaðinn húmor og
íroníu sem er í sjálfu sér tímalaus
og flestir unglingar og foreldrai-
þeirra ættu að kannast við. I öðru
lagi er tími verksins, níundi áratug-
urinn, önnur uppspretta húmors,
þ.e.a.s. þessi nýliðna fortíð sem orð-
in er svo skemmtilega hallærisleg
þar sem hún er ekki nógu gömul til
að vera orðin „töff' á nýjan leik.
Þannig voru gervin á persónunum,
klæðnaðurinn og hárgreiðslan,
endalaus uppspretta hláturs. Gervi
Ástu Hafþórsdóttur og búningar
Maríu Olafsdóttur áttu stóran þátt
í að skapa þann kómíska þátt sem
verkið er grundvallað á.
I leikmynd Vignis Jóhannssonar
er blandað saman raunsæi og stíl-
færslu, þar sem ofur hversdagsleg
húsgögn eru sett inn í stílfærðan
ramma þar sem sterkir litir og
hrein form eru ráðandi. Heildar-
myndin er síðan skerpt með þunga-
rokkstónlist og samanklipptum
myndskeiðum á sjónvarpsskjá.
Aðal þessarar sýningar er hins
vegar tvímælalaust texti Auðar
Haralds sem hefur íyrir löngu
sannað að hún er með bestu grínist-
um sem við eigum. Allir ættu að
geta hlegið sig máttlausa af þeim
baneitruðu setningum sem verkið
samanstendur af.
Soffía Auður Birgisdóttir
TOJVLIST
N«skirkja
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR
Elgar: Sellókonsert. Franck: Sin-
fónía í d. Sigurður Halldórsson,
selló; Sinfóníuhljómsveit áhuga-
manna u. slj. Gunnsteins Ólafs-
sonar. Sunnudaginn
24. október kl. 17.
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT
áhugamanna hefur hafið sitt 10.
starfsár og er komin vel á legg
sem fastur liður í tónlistarlífi
Reykjavíkur. Hún hefur jafnt og
þétt sótt í sig veðrið á liðnum ár-
um, og fer að verða mikilvægur
tengiliður milli áhugamennsku og
atvinnumennsku, sem hingað til
hefur skort í rótlitlum jarðvegi ís-
lenzkrar fagurtónlistar. Eins kon-
ar dvalar- eða skiptistöð fyrir ým-
ist tómstundaáhugamenn eða
langt komna nemendur á fram-
haldsbraut; hvort heldur sem
flytjendur, stjórnendur eða tón-
höfunda. Að vísu kann að hafa
verið algengara áður fyrr í vest-
rænum samfélögum, þegar sér-
hæfing var minni en nú er, að
tónlistariðkendur færu slíka milli-
leið, þótt enn sé töluvert um það
erlendis. A móti vegur aukin þörf
nútímans á símenntun og svig-
rúmi til að hliðra til og skipta um
stefnu þegar fólki hentar, eins og
þegar hefur sézt hér með tilkomu
öldungadeilda menntaskóla og
opnari og styttri námsleiðum há-
skóla. Mætti jafnvel líta á SA sem
n.k. óopinbera „tónlistaröldunga-
deild“.
Til áréttingar um fyrrgetið
hlutverk erlendra áhugamanna-
sveita á árum áður var fyrra tón-
skáldið á efnisskrá hinna fjölsóttu
tónleika SÁ sl. sunnudag kjörið
dæmi. Því Edward Elgar (1857-
1935) hlaut mestalla sína menntun
einmitt sem fiðluleikari og síðar
útsetjari og stjórnandi í slíkri
hljómsveit í Worcester, þar sem
faðir hans var píanóstillari og
kirkjuorganisti. Formlegt tónlist-
arnám hans var lítið sem ekkert,
en samt náði hann að verða þekkt-
asta tónskáld Breta af sinni kyns-
lóð. Sellókonsertinn (frumfluttur
1919) var síðasta mikilvæga
hljómsveitarverk Elgars. Hann
hefur notið vinsælda um heim all-
an síðan á 4. áratugnum, og þær
hafa sízt dofnað eftir rómaða inn-
spilun Jaqueline Du Pré og Barb-
irollis. Einleikshlutverkið var hér
í góðum höndum Sigurðar Hall-
dórssonar, sem lék víðast af ör-
yggi og innlifun.
Sumum tónverkum dugir þó
ekkert minna en framúrskarandi
túlkun. Að öðrum kosti hættir
þeim til að verða einsleit og jafn-
vel langdregin. Meðal þeirra er að
hyggju undirritaðs sellókonsert-
inn, sem lifnar ekki almennilega
við, nema beitt sé t.a.m. ýtrustu
dýnamík, hrynskerpu og sveigjan-
leika í tempói. Slíkt er aftur á móti
meðal þess sem jafnan er erfiðast
að kreista fram úr áhugamönnum
á fáum æfingum, eins og hér var
ekki laust við að heyra, en þó var
margt vel gert undir atorkusamri
stjórn Gunnsteins Olafssonar.
Undirtektir hlustenda voru líka
ljómandi góðar, og varð að endur-
taka hraða þáttinn áður en linnti.
Betur tókst hljómsveitinni til í
sinfóníu Francks, sem er hið
áheyrilegasta verk, þrátt fyrir
svolítið þurrpumpulegan fyrsta
þátt og orgelskotna orkestrun, en
henni hefur svo sem einnig verið
núið Bruckner um nasir. Til-
brigða-miðþátturinn er hins vegar
innblásinn af skemmtilega epísk-
um „einu sinni var“ frasagna-
randa, og Fínalinn er meistaraleg-
ur bæði að hugmyndaauðgi og
formrænni gerð, þar sem vitnað
er í efni fyrri þátta undir lokin.
Ekki var að vísu allt hnífjafnt
samtaka í leik hljómsveitarinnar,
kannski einna heyranlegast í fiðl-
um, en í heild náðist góð snerpa,
og spilagleðin var auðfinnanlega á
sínum stað. Einna mest í pjátrinu,
sem skartaði fítonsglampandi
lúðrablæstri svo undir tók og
rúmlega það á kraftmestu stöðum
lokaþáttar.
SÁ hefur greinilega farið fram.
Þegar á allt er litið, mætti jafnvel
kalla hana hljómsveit á bullandi
uppleið.
Ríkarður Ö. Pálsson
Frá allri villu
klárt og kvitt...
TÖJVLIST
S a I u r i n n
KÓRTÓNLEIKAR
Ýmis inn- og erlend lög, þ. á m.
frumflutt Afmælisósk eftir Mist
Þorkelsdóttur. Kór Snælandsskóla
u. stj. Heiðrúnar Hákonardóttur.
Undirleikur: Ingrid Karlsdóttir,
fiðla; Martial Nardeau, flauta;
Kristinn Örn Kristinsson, Lóa
Björk Jóelsdóttir, píanó. Laugar-
daginn 23. október kl. 16.
EF Snælandsskóli er 25 ára
gamall um þessar mundir, er
hann ugglaust meðal yngstu
grunnskóla á því sjö hreppa
þéttbýlissvæði sem útlendingar
nefna einu nafni Reykjavík.
Fram kom af lokaávarpi skóla-
stjórans, að þótt kór skólans
væri ekki nema fjögurra ára
gamall, væri hann þegar kominn
í hóp beztu skólakóra landsins.
Er það vissulega markverður ár-
angur, enda uppbygging kór-
starfs á grunnskólastigi vanda-
samt verk. Um það, svo og hvað
lægi að baki yfirskriftinni Ut-
gáfutónleikar, var hins vegar
ekkert nánar frá greint í tón-
leikaskrá, og mætti af því álykta,
að hinir fjölsóttu tónleikar kórs-
ins í Salnum á laugardaginn var
undir meginfyrirsögninni Fagur
er Fossvogsdalur hafi fyrst og
fremst verið ætlaðir aðstandend-
um.
Fyrrnefnd fyrirsögn er úr
upphafslínu skólasöngs Snæ-
landsskóla eftir Mist Þorkels-
dóttur við ljóð herra Sigurbjörns
Einarssonar, með hverju kórinn
hóf dagskrá umræddan laugar-
dag við flautuleik Martials Nar-
deau í fylgirödd. Næstu fjögur
lög voru við undirleik Lóu Bjark-
ar Jóelsdóttur, en eftir það tók
Kristinn Orn Kristinsson við á
slaghörpu í síðustu 15 söngatrið-
um að Afmælisósk Mistar Þork-
elsdóttur slepptri, þar sem fimm
nemendur sáu um einfaldan
meðleik á fiðlur, tambúrín, þrí-
horn og handtrommu.
Efnisvalið var fjölbreytt,
vandað og á köflum seinni hlut-
ans allkröfuhart, með hliðsjón af
íslenzkum aðstæðum og tak-
mörkunum barnakórsmiðilsins
almennt. Kannski veldur aðeins
viðkynningarleysi þess er sjald-
an fer að hlýða á barnakóra, ef
söngurinn verkaði framan af
svolítið dapur, því að stopulli
reynslu fenginni er mann farið
að gruna, að úthverft og glað-
hlakkalegt viðmót sé varla aðal-
einkenni íslenzkra barna á söng-
palli. Kann að hafa hnykkt þar á,
að hraðaval stjórnandans var yf-
irleitt fremur hægt og varfærn-
islegt. Þó virtist heldur lifna yfir
krökkunum í Sumarið okkar eft-
ir Ólaf B. Ólafsson (úts. Eyþórs
Þorlákssonar) og upp frá því.
Samhljómur kórsins var ann-
ars mjög góður, svo og texta-
framburður, sem kom á óvart,
miðað við dagfarsframburð ung-
menna. Nokkuð tíð mannaskipti,
eða alls fimm, þar sem yngstu
aldurshópar duttu ýmist inn eða
út, rugluðu óundirbúinn áheyr-
anda eilítið í ríminu, en áttu sér
væntanlega hagnýtar ástæður,
og gengu alltjent viðunandi hratt
hjá jafnstórum kór og hér var,
eða kringum 50 manns. Meðal
bezt heppnuðu atriða fyrir hlé
mætti nefna Brimströndin heima
(Theodorakis) og Seint kemur
vor (Kabalevski); falleg lög og
vel sungin, þótt ívið hægt væru.
Afmælisósk eftir Mist
Þorkelssdóttur var frumflutt
fyrst eftir hlé við áðurnefndan
samleik kórfélaga; fremur hægt
en snoturt lag í þrískiptum takti
og vel flutt, þótt eflaust hefði
mátt flytja af aðeins meiri krafti.
Hið álenzka Vem kan segla för-
utan vind hljómaði mjög fallega,
og hvað hressileika varðar bar
finnsk-íslenzka flökkulagið Á
Sprengisandi í úts. Jóns Ásgeirs-
sonar höfuð og herðar yfir flest
annað.
Af því sem á eftir kom vöktu
e.t.v. mesta eftirtekt þrjú sam-
læg atriði næstaftast á skrá.
Fyrst hið hrífandi ferska Te
Deum Þorkels Sigurbjörnssonar
við texta Sigurbjörns Einarsson-
ar, þar sem Erna Niluka Njáls-
dóttir söng nokkrar laglegar ein-
söngsstrófur. Kórinn fór
furðulétt með flúrsönginn í
Sound the trumpet eftir Purcell,
og Panis angelicus eftir César
Franck, þar sem Ingrid Karls-
dóttir lék látlaust en fallega með
kórnum á fiðlu, var kyrrlátt og
líðandi.
Kór Snælandsskóla lauk tón-
leikunum með tvísöngssálmalag-
inu Gefðu að móðurmálið mitt,
þar sem orðsnilld Hallgríms Pét-
urssonar hefur hlotið sérkenni-
lega viðbótarskírskotun nú á
tímum yfirþyrmandi ensku-
áhrifa, og því ekki óviðeigandi
niðurlag á söngframkomum ís-
lenzkra ungmenna. Píanóundir-
leikur var í heild vel út færður,
og söngur kórsins var á sama
veg; fágaður og vel mótaður und-
ir vandvirkri handleiðslu Heið-
rúnar Hákonardóttur.
Ríkarður Ö. Pálsson