Morgunblaðið - 26.10.1999, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 35
LISTIR
Fjósakona á
faraldsfæti
BÆKUR
F r æ ð i r i t
FJÓSAKONA FÓR ÚT
í HEIM
Sjálfsmynd, skáldskapur og raun-
veruleiki í ferðasögum Onnu frá
Moldnúpi, eftir Sigþrúði Gunnar-
sdóttur. Bókmenntafræðistofnun
Háskóla Islands, 1998.126 bls.
Prentumsjón: OSS prentþjónusta.
ANNA frá Moldnúpi sendi frá
sér sjö bækur á árunum 1950-1972,
flestar þeirra ferðasögur. Bækur
hennar, sem allar voru gefnar út af
henni sjálfri, hafa notið vinsælda
og eru enn lesnar en um þær hefur
hins vegar lítið sem ekkert verið
fjallað á bókmenntalegum vett-
vangi og höfundurinn ekki ratað í
bókmenntasögurit. Nú hefur Sig-
þrúður Gunnarsdóttir bókmenntaf-
ræðingur gert þar bragarbót á og
kom rannsókn hennar á ferðasög-
um Önnu út í ritröðinni Ungum
fræðum hjá Bþkmenntafræðistofn-
un Háskóla íslands fyrir síðustu
jól.
Ferðasögur hafa löngum verið
vinsælt lestrarefni og hefur áhugi
fræðimanna á þessu bókmennta-
formi farið vaxandi á síðari árum.
Þann vöxt má meðal annars rekja
til uppgangs svokallaðra
eftirlendufræða (post-colonial stu-
dies) þar sem samskipti „herra-
þjóðar" og nýlendu (eða fyrrum
nýlendu) eru í brennidepli en
ferðasögur eru einmitt kjörinn
vettvangur fyrir rannsóknir á
menningarárekstrum og -tilfærsl-
um af ýmsum toga. Sem bókmenn-
taform ber ferðasagan einnig í sér
margbreytilega möguleika til sjálf-
stjáningar þess sem skrifar og er
þessi þáttur hennar í aðalhlutverki
í rannsókn Sigþrúðar. Hún skoðar
sögur Önnu fyrst og fremst sem
sjálfsævisögulega texta og setur
þær í samhengi við slíka texta eftir
aðrar konur og kenningar um þá
auk þess sem þær eru bornar sam-
an bæði við ferðasagna- og ævis-
agnahefð.
Fræðimenn sem rannsaka sjálfs-
ævisöguleg skrif kvenna hafa bent
á að dagbækur, bréf og önnur
óhefðbundnari form hafi oftar en
ekki verið sú leið sem konur velji
sér til sjálfstjáningar fremur en hin
hefðbundna ævisaga. Þeir telja að
krafan um afmarkað og óskipt sjálf
í miðju frásagnarinnar sem smám
saman leiði í ljós samfellda og heila
ævi (sem sé þó aðeins blekking)
gangi þvert á sjálfsskilning kvenna
og leiðir Sigþrúður rök að því að í
ferðasagnaskrifum sínum hafi
Anna fundið leið til að skrifa sjálf-
sævisögulega án þess að skrifa eig-
inlega sjálfsævisögu og má því
kannski segja að þarna séu á ferð-
inni nokkurs konar dulbúnar sjálf-
sævisögur. Niðurstaða Sigþrúðar
er sú að sögur Önnu sverji „sig
ekki í ferðasagnahefðina nema að
efninu til“ því frásagnaraðferð
þeirra minni „sterklega á sjálfsæv-
isögur annarra kvenna, einkum
þeirra sem staðsettar eru neðar-
lega í mannfélagsstiganum sam-
kvæmt ríkjandi gildismati" (118).
Fróðlegur kafli um greinaskrif
Önnu og ritdeilur í
dagblöðum kynnir
hana til sögunnar og
verður þar strax
ljóst hve rækilega
hún skilgreinir sig
út frá stétt sinni og
kynferði sem al-
þýðukonu utan af
landi sem eigi ekki
upp á pallborðið hjá
þeim sem stýri
menningar- og þjóð-
félagsumræðu dags-
ins. Þessi kafli og
kaflinn um viðtökur
verka Önnu varpa
Ijósi á og styðja
meginumræðu bók-
arinnar um þá mótsagnakenndu
sjálfsmynd sem lesa má úr ferða-
sögunum. Þar beitir höfundur á
sannfærandi hátt kenningum sem
meðal annars eru byggðar á skoð-
un á sjálfsævisögum bandarískra
blökkukvenna þar sem mikils mis-
ræmis gætir á milli þeirrar myndar
sem textanum er ætlað að draga
upp af viðfangi sínu og þess raun-
veruleika sem persónan býr við.
Myndinni er líkt við styttu sem
konan smíðar af sjálfri sér og segir
Sigþrúður styttu Önnu frá Mold-
núpi vera ferðalanginn, konúna
sem „flakkar um heiminn, frjáls og
engum háð. Hún er menntuð,
menningarlega sinnuð, talar tungu-
mál og er rithöfundur. Hún ratar í
ævintýri og lendir í erfiðleikum en
bjargar sér alltaf sjálf út úr þeim
aftur. Raunveruleiki Önnu er hins
vegar Island þar sem hún er langt í
frá að vera sveipuð nokkrum ævin-
týraljóma. Hún er fátæk og ómenn-
tuð alþýðukona sem slysast til að
gefa út þokkalegar bækur, ef
marka má orð þeirra sem rit-
dæmdu bækur hennar" (67). Bók
Sigþrúðar er skemmtileg aflestrar
og röksemdafærslan sannfærandi
og skýr en þó má setja spumingar-
merki við einstaka full-
yrðingar, til dæmis þá
að sjálfsævisögur karla
fjalli ætíð um opinbert
líf eða sögulega atburði
(bls. 46). Hér er verið að
vitna til tiltekinna kenn-
inga um ævisögur karla
og kvenna en draga má í
efa að ævisögur karla
falli allar svo fullkom-
lega að hefðinni. Sig-
þrúður segir einnig að
sjálfið í texta Önnu „sé
greinilega sjálf konu,
sem kemur sér á fram-
færi á sama hátt og aðr-
ar konur í öðmm text-
um“ en þó bendir hún
víða á að það sé ekki aðeins kyn-
ferði heldur einnig aðrir þættir
eins og litarháttur og þjóðfélags-
staða sem móti tjáninguna hverju
sinni. Hér er það þó síður en svo
ætlunin að andmæla rannsóknum
sem sýnt hafa fram á mikinn mun á
sjálfsævisögulegum skrifum karla
og kvenna heldur einungis að ár-
étta þann mismun og fjölbreyti-
leika innan hvors hóps sem Sig-
þrúður gerir vissulega einnig að
umræðuefni í umfjöllun sinni.
Það er ánægjuefni að fá vandaða
umfjöllun um verk Önnu frá Mold-
núpi og óskandi að hér verði ekki
látið staðar numið. Að mínu mati
væri einnig fróðlegt að skoða nánar
ferðasagnaþátt bókanna og þann
menningarlega farangur sem föm-
konan tekur með sér að heiman og
mælir síðan það sem fyrir augu ber
við, en sú umræða er tekin upp í
kaflanum „Fjósakonan og föður-
landið". Fjósakona fór út í heim
sýnir glögglega fram á að það ber
að skoða bækur Önnu sem sjálf-
sævisögulega texta - en um leið
eru þær ferðasögur því ferðasagan
og sjálfsævisagan þurfa nefnilega
alls ekki að útiloka hvor aðra.
Kristín Viðarsdóttir
Nýjar bækur
• SÖGUR af Snæfellsnesi -Páls-
ætt undan Jökli-1 Ævir og al-
darfar. II Niðjatal
Páls Kristjánssonar
af Snæfellsnesi er í
samantekt Óskars
Guðmundssonar.
I fréttatilkynn-
ingu segir: „Um er
að ræða sagnfræði-
legt ættfræðirit sem
skiptist aðallega í
tvo þætti; Ævir og aldafar undir
Jökli og niðjatal Páls Kristjánsson-
ar. I fyrri hluta bókarinnar er sagt
frá ævikjörum og tilurð Pálsættar
sem hefur að viðmiði Pál Kristjáns-
son bamakarl og kennara (1856-
1921). Sögð er saga hans og móður
hans, Guðrúnar Jónasdóttur (Sam-
sonarsonar) á síðustu öld. Reynt er
að varpa ljósi á ævikjör fólksins og
aldafar undir Jökli á þessum tíma.
Itarlegur kafli er um forfeður og
mæður Páls. Miðlað er af ýmsum
þjóðlegum fróðleik af Snæfellsnesi.
Einn þáttur bókarinnar fjallar um
ættingja sem fóra til Ameríku og
annar um konur Páls, þær Kristínu
Hannesdóttur og Vilborgu Gísla-
dóttur. í niðjatalinu era böm Páls
talin upp og niðjar þeirra og
tengdafólk.
Höfundur hefur unnið að verkinu
í mörg ár og víða leitað fanga.
Margvíslegar heimildir varpa ljósi
á lífsbaráttu fólksins íyrir og eftir
síðustu aldamót.“
Utgefandi er Pjóðsaga. Höfund-
ur ritar formála og heimildarlýs-
ingu í lok bókar. Bókin er 256 bls.
Ritnefnd bókarinnar skipa, auk
höfundar, Kristján Valdimarsson
ogPáll Bragi Kristjónssson. Hafliði
Benediktsson sá um umbrotið en
Steindórsprent-Gutenberg prent-
aði. Bókband: Félagsbókbandið
Bókfell hf. Verð 4.900 krónur.
Sigþrúður
Gunnarsdóttir
Páll
Kristjánsson