Morgunblaðið - 26.10.1999, Síða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Kjarvalsstaðir Innan fræðsludeildar Listasafns Reykjavíkur hefur verið unnið að því að bæta tengsl safnsins við
__ . ■ 7 “
grunnskóla á Reykjavíkursvæðinu. Sveinn Guðjónsson ræddi við Olöfu K. Sigurðardóttur um starfsemina og
kynnti sér nýsköpunarverkefnið Safnið og samfélagið, sem unnið var af Helenu Guttormsdóttur.
Hvað læra
skólanemendur
á söfnum?
• Frumkvæði safnsins getur virkað
sem hvati á nemendur til að fræðast
• Söfn eru fyrir alla en ekki aðeins
einhverja fáa útvalda
FRÆÐSLUDEILD Lista-
safns Reykjavíkur _ á
Kjarvalsstöðum og í Ás-
mundarsafni hefur það
hlutverk að skipuleggja fræðslust-
arf sem ætlað er að auka gildi sýn-
inga safnsins. Starfsemin miðar að
því að auðga samband sýningar-
gesta og þeirra listaverka sem til
sýnis eru hverju sinni og mildð lagt
upp úr að miðla þekkingu á verkum
í eigu safnsins með áherslu á Kjar-
val, Ásmund Sveinsson og Eitó
þegar fram líða stundir og verk
hans komin upp í væntanlegum höf-
uðstöðvum safnsins í Hafnarhúsinu
við Tryggvagötu. Einnig eru unnin
fræðsluverkefni í tengslum við aðr-
ar sýningar á söfnunum.
Innan fræðsludeildarinnar hefur
nú um nokkurt skeið verið unnið að
því að bæta tengsl safnsins við
grunnskóla á Reykjavíkursvæðinu
og að sögn Ólafar K. Sigurðardótt-
ur, deildarstjóra, er helsta mark-
miðið að tryggja að allir nemendur
grunnskóla Reykjavíkur fái tæki-
færi til að kynnast þeim hluta ís-
lensks menningararfs sem varð-
veittur er á safninu.
„Fyrsta skrefið er að stuðla að
því að allir nemendur í 6. bekk
grunnskólanna skoði verk Kjarvals,
en verk hans eru alltaf uppi að
minnsta kosti hluta úr skólaárinu,
og nú þegar hefur verið lagður
grunnur að því að það gangi eftir,
en það var gert mögulegt með sér-
stakri fjárveitingu borgarráðs til að
treysta samstarf skóla og menning-
arstofnana borgarinnar,“ sagði Ólöf
aðspurð starfsemi fræðsludeildar
Listasafns Reykjavíkur í þessum
efnum.
Fræðsluhlutverk safna
„Þegar rætt er um safnfræðslu
er eðlilegt að menn velti þeirri
spumingu fyrir sér hvað vaki fyrir
söfnunum? Hvers vegna söfnin
leggi áherslu á að taka á móti nem-
endum og verji tO þess bæði tíma og
peningum,“ sagði Ólöf ennfremur.
„Eins hlýtur sú spurning að vakna
hvort nemendur í grunnskólum eigi
eitthvert erindi á söfn? Fræðslu-
hlutverk safna er ekki hægt að
skýra án þess líta á skilgreiningu
orðsins safn. Samkvæmt skilgrein-
ingu Alþjóðaráðs safna, (ICOM), er
safn varanleg stofnun opin almenn-
ingi, sem ekki er rekin í hagnaðar-
skyni heldur í þágu þjóðfélagsins og
framþróunar og hefur það hlutverk
að safna efnislegum heimildum sem
snerta manninn og umhverfi hans,
standa vörð um þær, rannsaka þær,
miðla upplýsingum um þær og hafa
þær til sýnis, svo að þær megi nýt-
ast til rannsókna, fræðslu og
skemmtunar.
Samkvæmt þessu er eitt af hlut-
verkum safna að miðla upplýsing-
um og þekkingu áfram til almenn-
ings og markmiðið með
safnafræðslu er að lækka þröskuld-
inn á milli safna og almennings og
hluti af þeirri viðleitni er að bjóða
fólki, strax á grunnskólaaldri að
njóta þess sem söfn hafa að geyma.“
Með tilvísun út fyrir safnið
Ólöf sagði að framsetning fræðsl-
unnar væri með ýmsu móti. „Það
fer eftir aldri nemenda og eðli sýn-
inganna. Við höfum haft að leiðar-
ljósi í fræðslustarfinu að framsetn-
ing þess hafi tilvísun út fyrir safnið.
Vera ekki að velta okkur of mikið
upp úr hefðbundinni nálgun mynd-
listarinnar, til dæmis hvemig lýs-
ingin er í málverkinu og þess hátt-
ar, heldur frekar að velta upp þeirri
spumingu hvaða gildi verk hafa fyr-
ir þann tíma sem þau em gerð í og
reyna að tengja þau við það samfé-
lag sem þau era sprottin úr.
Við varðveitum þann hluta
menningararfsins sem er Kjarval
og teljum því skyldu okkar að opna
leið fyrir grannskólanema að hans
verkum og reyna að skýra út hvaða
Morgunblaðið/Sverrir
Ólöf K. Sigurðardóttir deildarstjóri og Helena Guttormsdóttir sem vann nýsköpunarverkefnið „Safnið
og samfélagið". Ungt skólafólk í bakgrunni á sýningunni Borgarhluti verður til.
máli Kjarval skiptir fyrir okkar
menningarsögu. Ef við tökum
dæmigerða heimsókn nemenda úr
sjötta bekk granskóla þá hefst hún
á því að safnaleiðbeinandi tekur á
móti þeim og kynnir þeim safnið, en
margir nemendur era kannski að
koma inn á safn í fyrsta skipti á æv-
inni. Við reynum að benda þeim á að
söfn séu fyrir alla, ekki bara ein-
hverja fáa útvalda. Því næst er farið
á Kjarvalssýninguna og við veljum
úr einstök verk til að skoða sérstak-
lega, þar sem dregin eru fram
helstu myndefni Kjarvals þannig að
þau fái innsýn í hans myndheim.
Síðan vinna nemendur verkefni þar
sem þau era látin taka afstöðu sem
listneytendur. Þegar krakkamir
hafa unnið þetta verkefni fara þau
aftur í gegnum sýninguna með
safnaleiðbeinandanum og þá era
þeirra viðhorf orðin hluti af leið-
sögninni. Að fá nemendur sjálfa til
að tjá sig um verkin er afar mikil-
vægt að okkar mati.“
Viðbót við skólakennslu
Ólöf sagði að hafa bæri í huga að
safnafræðsla væri ekki eiginleg
kennsla. Hún væri hugsuð sem við-
bót við skólakennslu og með henni
gæfist kennuram tækifæri til að
gefa kennslunni aukna vídd og veita
nemendum viðbótarsýn á hinar
ýmsu námsgreinar. I aðalnámsskrá
grannskóla væra háleit markmið
varðandi menningu og þjóðfélag og
í nýrri aðalnámsskrá væri aukið
vægi fræðilega þáttarins, það er
skoðunar, greiningar og mats, í
myndmenntakennslu. Einnig kem-
ur fram aukin krafa um að nemend-
ur sæki söfn og sýningar og að þeir
nýti söfnin til upplýsingaöflunar á
breiðara sviði en hingað til hefur
verið gert.
„í námsskránni era skýr fyrir-
mæli um að safnaheimsóknir skuli
fléttast inn í námið,“ sagði Ólöf enn-
fremur. „Söfnin gegna því þýðing-
armiklu hlutverki gagnvart skóla-
kerfinu og mikilvægt að samfella
skapist í samskiptum skóla og
safna. Virkari miðlun menningar og
lista til nemenda gerir auknar kröf-
ur til listasafna um meiri fjölbreytni
í framsetningu efnis og í þessu sam-
bandi er verið að vinna verkefni á
vegum fræðsludeildar Kjarvalsst-
aða með styrk frá Nýsköpunarsjóði
námsmanna.
Fræðsludeildir safna era í örri
þróun og fylgja þar þeim breyting-
um sem era að verða á sviði upp-
lýsingamiðlunar og tölvutækni. Þó
að þessi þróun eigi vafalaust eftir að
hafa mikil áhrif mun hún aldrei
koma í staðinn fyrir heimsókn í
safn. Okkar hlutverk er að uppfylla
þá þörf sem hveijum og einum er
eðlileg til að njóta menningar og
lista og liður í því er að þroska með
grannsólkanemendum betri með-
vitund um listir og jafnframt hvetja
þá til að vera opna og reiðubúna til
að horfa á lífið frá mörgum sjónar-
hornum," sagði Ólöf K. Sigurðar-
dóttir deildarstjóri fræðsludeildar.
Safnið og samfélagið
Við fræðsludeild Kjarvalsstaða
hefur í sumar verið unnið að nýs-
köpunarverkefni sem ber heitið
„Safnið og samfélagið". Starfsmað-
ur við verkefnið er Helena Gut-
tormsdóttir myndlistarmaður og
kennari, en verkefnið er unnið fyrir
styrk úr nýsköpunarsjóði náms-
manna. Að sögn Helenu fólst verk-
efnið fyrst og fremst í að skoða og
komast að niðurstöðu um nokkra
aðskilda þætti sem tengjast innra
starfi fræðsludeildar Listasafns
Reykjavíkur, breytingum á náms-
skrá og nýjum tæknimöguleikum.
„Upplýsingarnar og niður-
stöðurnar, sem verkefnið skilar,
ættu að skýra og skerpa sýn
fræðsludeildar á þá vinnu sem unn-
in hefur verið og í hvaða átt vænlegt
er að beina áherslum innan deildar-
innar. Þannig hef ég unnið við að
gera fræðilega og hagnýta úttekt á
sviðum innan fræðsludeildar safns-
ins, greint væntingar til safna í
nýrri aðalnámsskrá grannskóla,
reynt að skilgreina hlutverk safna,
eins og Listasafns Reykjavíkur,
fyrir íslenska grannskólakerfið og
komið með hugmynd að skilvirkari
miðlun á þeim upplýsingum sem
safnið geymir, með stefnu mennta-
málaráðuneytisins varðandi upplýs-
ingatækni í huga,“ sagði Helena að-
spurð um umfang verkefnisins.
Helena sagði að eitt af því sem
fræðsludeildin hefði gert til að
skoða þjónustu sína væri að leggja
viðhorfskönnun fyrir þá kennara
sem komu með nemendur í safnið á
ákveðnu tímabili síðastliðinn vetur.
„Við úrvinnslu úr könnuninni kom
meðal annars í Ijós greinileg fylgni
milli þess hvemig safnið kynnir
sýningar inn í skólana og þess
hverjir koma. Til dæmis kynnti
fræðsludeild Kjarvalsstaða sér-
stakt verkefni fyrir sjötta bekk í
tengslum við Kjarvalssýningu í
safninu. Af þeim kennuram sem
svöraðu könnuninni vora 43% að
koma með sjötta bekk. Þetta sýnir
augljóslega hvemig framkvæði
safnsins getur virkað sem hvati inn í
skólana og haft úrslitaáhrif á það
hverju nemendur kynnast á safn-
inu. Þá er það umhugsunarvert að
44% nemendahópanna voru í sinni
fyrstu vettvangsferð á listasafn,"
sagði Helena Guttormsdóttir.
Alþjóðasamtök kvenna í fræðslustörfum
Evrópuþing í Hollandi
FYRSTA Evrópuþing Delta
Kappa Gamma, sem eru al-
þjóðasamtök kvenna í fræðslu-
störfum, var haldið í ágúst síðast-
liðnum í Breukelen í Hollandi. Sjö
íslenskar konur sóttu þingið og
voru þijár þeirra með fræðsluer-
indi. Guðný Helgadóttir, deildar-
stjóri í menntamálaráðuneytinu,
fjallaði um súnenntun, dr. Sigrún
Klara Hannesdóttir, yfirmaður
NORDINFO í Finnlandi, sagði frá
rannsókn á lestrarvenjum og
netnotkun íslenskra bama og
Sigrún Jóhannesdóttir ráðgjafi
fjallaði um samskiptamöguleika í
rafrænu formi auk þess sem hún
sagði frá tveimur tölvuverkefnum
í skólum. Þau eru verkefni Her-
dísar Egilsdóttur um kennsluað-
ferðina „Nýtt land - ný þjóð“ sem
miðast við yngri böm og verkefni
Hörpu Hreinsdóttur um víkinga-
túnann fyrir framhaldsskólanem-
endur. Vöktu erindin mikla at-
hygli. Evrópuþing Delta Kappa
Gamma verður haldið á fslandi
árið 2003.
Delta Kappa Gamma-samtökin
vom stofnuð af konum í Banda-
ríkjunum árið 1929 og em því 70
ára á þessu ári. í samtökunum
sem starfa í 14 Iöndum em nú
rúmlega 150 þús. konur.
Fyrsta deildin á Islandi, Alfa-
deild, var stofnuð í Reykjavík árið
1975. Á íslandi em nú starfandi 8
deildir víðsvegar um landið með
um 190 félagskonur. Nýjasta
deildin, Þeta-deild, var stofnuð
siðastliðið haust á Suðumesjum
þar sem landsþing var haldið í
maí sl. Nýkjörinn forseti lands-
sambandsins er Sigríður Jóns-
dóttir. Meginstefna Delta Kappa
Gamma er að stuðla að auknum
fræðilegum og persónulegum
þroska kvenna í fræðslustörfum
og gæðum í menntun og upp-
eldisstörfúm, að því er fram kem-
ur í fréttatilkynningu frá samtök-
unum. Meðal sjö helstu markmiða
samtakanna er „að efla tengsl
kvenna sem vinna að fræðslu-
störfum víðs vegar í heiminum"
og „að stuðla að æskilegri laga-
setningu og styðja framgang
hvers konar viðleitni til hagsbóta
fyrir menntamál almennt og fyrir
konur í fræðslustörfúm“.
Styrkur samtakanna er að í
hverri deild eru konur með fjöl-
breytta menntun og starfssvið,
kennarar, prófessorar og sljóm-
endur í íjölmörgum skóla- og
menntastofnunum landsins. Hver
deild býr því yfir víðtækri þekk-
ingu og reynslu á sviði mennta- og
menningarmála.
Sigrún Jóhannesdóttir, fyrrverandi forseti landssambandsins,
Sigríður Jónsdóttir, núverandi forseti, og Christina Lindqvist frá
Svíþjóð, forseti Evrópudeildar DKG.
..........'Tí'