Morgunblaðið - 26.10.1999, Page 38

Morgunblaðið - 26.10.1999, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MENNIN GARLEGT JAFNVÆGI HÁSKÓLAREKTOR, Páll Skúlason, gerði fólksflutningana til höfuðborgarsvæðisins að umræðuefni við brautskrán- ingu kandídata í Háskólabíói á laugardag. Rektor sagði að til þess að sporna við þessum flutningum þyrfti að skapa menn- ingarlegt mótvægi við höfuðborgarsvæðið úti á landi. I ræðu sinni sagði rektor: „Höfuðborgarsvæðið virkar í dag eins og segull einmitt vegna þess að þar er blómlegt og öflugt menningarlíf sem á ekki sinn líka neins staðar á landinu. Þess vegna verður sú þróun sem nú á sér stað ekki stöðvuð nema með því að skapa menningarlegt mótvægi við höfuðborgar- svæðið. Til þess eru tvær leiðir sem hvorug hefur verið farin. Önnur er sú að mynda annað eða önnur svæði á landinu sem hefðu burði til að laða til sín fólk vegna fjölbreytts og skapandi menningar- og atvinnulífs. Hin leiðin er að berjast fyrir við- horfsbreytingu með því að opna augu fólks fyrir margvíslegum kostum þess að búa úti á landi, ekki síst þeim að njóta frið- semdar og nábýlis við náttúruna sem ekki finnst í fjölmenninu „fyrir sunnan“.“ Nýlega birtist grein hér í Morgunblaðinu, viðtal við Márten Johansson í fínnska innanríkisráðuneytinu, um þróunarsjóði ESB. Finnar telja að ýmislegt í byggðastefnu þeirra hafi heppnazt vel og hafi skilað miklu í héruðum, sem áður áttu í vök að verjast. Kjarninn í stefnu Finna hefur verið sá að há- skólar og hagvöxtur fari saman. I viðtalinu segir: „Háskólar á vel völdum stöðum úti um landið hafa verið kjarninn í svæða- þróun. Það er ekki tilviljun að alls staðar þar sem er vöxtur í Finnlandi, þar eru háskólar." Reynsla Finna er að háskólarnir gera því aðeins gagn að starfsvettvangur þeirra gagnist svæð- inu á einhvern hátt og ýti undir atvinnuuppbyggingu þar. Há- skólinn í Joensuu einbeitir sér að rannsóknum á sviði skógnýt- ingar og umhverfis, sem gagnast skógiðnaðinum á svæðinu. A sama hátt þjónar háskólinn í Oulu sínu svæði með rannsóknum í rafeindafræði, líftækni og læknavísindum. Ahersla á svæðið þýðir þó ekki að háskólinn eigi ekki að horfa lengra. Fyrsta hlutverk háskóla er að vera alþjóðlega tengdur. Það skiptir máli að háskólarnir veiti straumum að utan inn í nágrenni sitt. Þessi ummæli og reynsla Finna í byggðamálum er einkar at- hygliverð, ekki sízt vegna þeirrar reynslu, sem við Islendingar höfum á sama sviði, þ.e. Háskólanum á Akureyri. Eftir stofnun hans hefur myndast vísir að svæði, sem hefur haldið sínu gagnvart höfuðborgarsvæðinu vegna þess að með háskólanum hefur myndast menningarlegur kjarni norðan heiða, sem er í raun eina mótvægið við „seguláhrif* höfuðborgarsvæðisins, sem nú er á landsbyggðinni. Það er því augljóst að ígrunda þarf vel á hvern hátt unnt er að skapa blómlegt og arðbært mannlíf í öllum landsfjórðungum, svo að unga fólkið sjái ein- hvern akk í því að búa þar um ókomna tíð. Ummæli háskóla- rektors verða hvatning til þess. RÚSSAGULLIÐ SU VAR tíðin, að staðhæfíngar Morgunblaðsins um fjár- stuðning kommúnistaflokka í Austur-Evrópu við Sósíalista- flokkinn hér og tengda aðila voru afgreiddar af vinstrimönn- um, sem lygar einar. Þegar Morgunblaðið birti fyrr á árum upplýsingar um þetta efni voru þær oft byggðar á heimildum, sem á þeim tíma var ekki hægt að skýra frá opinberlega. Frá því kalda stríðinu lauk hafa hins vegar smátt og smátt komið fram upplýsingar úr skjalasöfnum í Rússlandi, austurhluta Þýzkalands og víðar, sem sýna að þessar fréttir Morgunblaðs- ins frá fyrri tíð voru réttar. Á föstudagskvöld birti Stöð 2 athyglisverða frétt, þar sem frá því var skýrt að Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalista- flokkurinn hefði fengið tæplega 30 milljóna króna fjárhags- stuðning frá sovézka kommúnistaflokknum á árunum 1956 til 1966. I fréttum sjónvarpsstöðvarinnar kom fram, að sovézka leyniþjónustan KGB hefði séð um að koma þessum peningum til Sósíalistaflokksins. í gærkvöldi upplýsti Stöð 2 svo, að upp- lýsingar hennar væru fengnar frá norskum fræðimanni. Fjárstuðningur kommúnistaflokka Sovétríkjanna, Austur- Þýzkalands og sennilega að einhverju leyti kommúnistaflokks- ins í Tékkóslóvakíu eða tengdra aðila þar við sósíalista á ís- landi er söguleg staðreynd. Hann varpar ákveðnu ljósi á þá pólitísku baráttu, sem háð var fyrr á árum. Saga stjórnmála- átakanna á Islandi á árum kalda stríðsins verður ekki skilin til fullnustu nema þessar upplýsingar komi fram. Æskilegt hefði verið, að þeir sem að þessu stóðu skýrðu sjálfír frá málavöxt- um. Á meðan þær upplýsingar koma ekki fram verðum við að byggja á gögnum úr skjalasöfnum fyrrverandi kommúnista- ríkja. Itarleg könnun á starfsumhverfi ríkisstarf Viðhorf til launa Hversu sammála ertu eftirfarandi staðhæfingu? Ég er ánægð(ur) með laun mín Laun mín eru í samræmi við vinnuframlag mitt Laun mín eru sambærileg við laun annarra í hliðstæðum störfum hjá ríkinu Laun mín eru sambærileg við laun annarra í hliðstæðum störfum í einkageiranum 5,5% Mjög eða frekar sammála Hvorki sammála né ósammála Frekar eða mjög ósammála Fáar konur eru í stj órnunarstöðum Ríkisstarfsmenn eru almennt ánægðir með starfsumhverfi sitt, vinnuaðstöðu og vinnu- fyrirkomulag. Meirihluti þeirra telur sig þó vera undir miklu vinnuálagi og margir segjast fínna fyrir streitu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna. Omar Kristmundsson ritstjóri skýrslunnar sagði Rögnu Söru Jónsdóttur frá helstu niðurstöðum hennar. / ARIÐ 1998 voru ríkisstofnanir hérlendis tæplega 250 talsins. Það jafngildir því að nærri ein stofnun er á hverja þús- und íbúa. Ríkisstofnanir hérlendis eru því margar en fámennar, sú minnsta var með 1,5 stöðugildi og 45% stofnana voru með færri en 20 stöðugildi. í skýrslunni er bent á úrlausnarefni vegna mikils fjölda ríkisstofnana. Þar segir að setja þurfi viðmiðunarreglu um lágmarksstærð þeirra og skil- greina þurfi formlega hvaða rekstrar- viðfangsefni teljast sérstakar ríkis- stofnanir. Stöðugildi ríkisstarfsmanna í dag- vinnu voru rúmlega 16.000 á árinu 1998. Hlutfall opinberra starfsmanna af virku vinnuafli hérlendis er tæplega 20% sem er nokkuð hærra hlutfall en meðaltal OECD-rikjanna en lægra en á öðrum Norðulöndum. Hlutfall ríkis- starfsmanna af virku vinnuafli var um 11% árið 1998. Þrátt fyrir mikla fjölgun ríkisstarfs- manna á síðastliðnum fjórum áratug- um, hefur þeim fækkað verulega á síð- ustu þremur ái’um, eða um 28%. Vegur þar þyngst flutningur grunnskóla til sveitarfélaga og hlutafélagavæðing Pósts og síma. Ekki hefur áður verið gerð sam- bærileg könnun á viðhorfí opinberra starfsmanna að sögn Ómars og er um- rædd könnun ein sú umfangsmesta sem gerð hefur verið á þessu sviði hér- lendis. Þó hafa minni kannanir um til- tekna hópa ríkisstarfsmanna verið gerðar og eru þær notaðar til viðmið- unar. t Kynhlutfall stjórnenda ríkisstofnana í okt. 1998 Forstöðumenn I KARLAR 84,4% 15,6% Aðrir stjórnendur með a.m.k. 10 undirmenn 61,3% 38,7% Aðrir stjórnendur með færri en 10 undirmenn 60,2% Undirmenn 39,8% 34,9% 65,1% KONUR Konur í stjórnunar- stöðum fáar Könnunin leiðir í Ijós að hlutfall kvenna í stjórnunarstöðum hjá rík- inu er mjög lágt. Þrátt fyrir að 54% ríkisstarfs- manna séu konur, er eng- in kona forstöðumaður ríkisstofnana átta ráðu- neyta af fjórtán. Hjá tveimur ráðuneytum er ein kona forstöðumaður og hjá einu ráðuneyti eru þær þrjár. Um fjórir af hverjum tíu millistjórn- endum eru konur en að- eins tæplega tveir af hverjum tíu forstöðu- mönnum. Ómar segir þessar niðurstöður verulega sláandi. I skýrslunni segir að þegar litið sé til núgildandi ráðningar- fyi’irkomulags og meðalstarfsaldurs stjórnenda sé ljóst að langt sé í að þessi hlutföll breytist nema gripið verði til sértækra aðgerða. Skoða þurfi til dæmis hvort unnt sé að auka hlut kvenna með því að færa forstöðumenn mai’kvisst til í starfi. Ómar bendir á að það sé mjög at- hyglisvert, í framhaldi af þessum stað- reyndum um kynferði stjórnenda, að kvenkyns stjórnendur fái heldur betri einkunn en karlar þegar spurt var um afstöðu svarenda til stjórnunarhátta. Hann segir að þótt munurinn hafí að jafnaði ekki verið mikill hafi hann komið fram í afstöðu svarenda til ílestra þeirra stjórnunarþátta sem spurt var um. Streita farið vaxandi undanfarin tvö ár í könnuninni kemur fram að átta af hverjum tíu ríkisstarfsmönnum eru ánægðir í starfí og er hlutfallið sam- bærilegt við það sem gerist á almenn- um vinnumarkaði. Meirihluti svarenda í könnuninni var jafnframt ánægður með vinnuaðstöðu sína og vinnufyrirkomulag, þótt hlutfallið væri breytilegt eftir stofnunum. Þrátt fyrh’ ánægju meirihluta starfsmanna er mikið vinnuálag og steita áber- andi. Um 20% þátttak- enda töldu sig sig nær alltaf vera undir miklu vinnuálagi en 40% oft. Þá töldu tæplega fjórir af hverjum tíu sig nær alltaf eða oft finna fyrir streitu. Ómar segir margt benda til þess að streita meðal starfsmanna hafi aukist sl. 2 ár og hún mælist sérstaklega innan ákveðinna hópa, til dæm: is starfsmanna sjúkrastofnana. I skýi’slunni segir að þessir þættir geti haft í för með sér heilsufarsleg vanda- mál, haft áhrif á einkalíf og starfsanda. Greina þurfi betur þennan vanda og meta hvernig bregðast skuli við hon- um. Yfírmenn ánægðari með laun en almennir starfsmenn Ómar bendir á að niðurstöður könn- unarinnar bendi til þess að breytingar sem átt hafa sér stað undir formerkju- um nýskipunar í ríkisrekstri hafi haft umtalsverð áhrif. Forstöðumenn ríkis- stofnana meti breytingar þessar á já- kvæðan hátt en afstaða annarra starfs- manna sé ekki eins jákvæð. Nokkur munur kom jafnframt fram á afstöðu til launa eftir stöðu starfs- manns innan stofnunar og eðli starfs. Starfsmenn með mannafoiTáð voru að jafnaði ánægðari með laun sín en aðr- ir. Þá var hlutfall þeirra sem ánægðir voru með laun sín fremur lágt og held- ur lægra en meðal starfsmanna á al- mennum vinnumarkaði, en áberandi lítill hluti taldi laun vera í samræmi við vinnuframlag. Óverulegur munur kom fram á afstöðu svarenda til launa eftir kynferði, aldri eða menntun. Ómar Kristmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.