Morgunblaðið - 26.10.1999, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 39
smanna
í skýrslunni er bent á að vinna verði
áfram að útfærslu á núverandi launa-
kerfi, en eitt af markmiðum þess sé að
taka í auknum mæli tillit til aðstæðna í
hvená stofnun fyrir sig og vinnufram-
lags og færni starfsmanna. Einnig sé
nauðsynlegt að skoða hvort það fyrir-
komulag sem nú tíðkast við ákvörðun
launa forstöðumanna samræmist nógu
vel þeirri þróun sem átt hefur sér stað
í launamálum hins opinbera.
Nálægð við yfirmann
skiptir miklu
Könnunin leiðir í ljós að starfsmenn
fámennari stofnana eru almennt
ánægðari með stjórnun stofnunarinnar
sem þeir starfa hjá en starfsmenn
stærri stofnana. Jákvæð afstaða til
stjórnunar virðist þannig fylgja ná-
lægð við æðsta yfirmann. Niðurstöð-
urnar gefa til kynna að starfsmenn
telji nálægð stjórnenda við starfsfólk
stuðla að betri upplýsingamiðlun til
starfsmanna og meira samráði við þá
um ákvörðunartöku.
Að mati starfsmanna höfðu for-
stöðumenn góða faglega þekkingu,
báru hag stofnunarinnar fyrir brjósti,
treystu starfsfólki og veittu því
umbun í samræmi við það. Aberandi
var að starfmenn töldu umbun ekki í
samræmi við árangur sinn í starfi og
er það óháð stærð og tegund stofnun-
ar.
Eitt úrlausnarefni sem bent er á í
skýrslunni varðar áhrif starfsmanna
á stjórnun stofnana. Þar segir að
vinna þurfi að bættri upplýsingamiðl-
un innan stærri stofnana og auknum
áhrifum starfsmanna á ákvarðana-
töku. Ómar bendir jafnframt á að
skapa þurfi farveg sem tryggir að
starfsmenn fái að tjá sig og einna
helst þurfi að styrkja starfsmanna-
stjórnun hjá stórum stofnunum. Það
er í takt við það sem er að gerast er-
lendis, þar sé verið að finna nýjar
leiðir til að stjórna stofnunum og
regluveldi sem byggjast á boðvaldi
séu að verða úrelt. Nú sé almennt lit-
ið svo á að yfirmenn þurfi að vera
leiðtogar sem líta á starfmannahóp-
inn sem liðsheild og starfar saman að
settu markmiði.
Annar hver ríkisstarfsmaður sæk-
ir endurmenntunarnámskeið
I könnuninni kemur fram að nokkuð
virðist skorta að vandað sé til ráðninga
hjá sumum stofnunum. Umtalsverður
hluti ríkisstarfsmanna sem þátt tóku í
könnuninni þekkti dæmi um að ráðið
hefði verið í starf hjá stofnuninni á
öðrum forsendum en hæfni umsækj-
enda. í skýrslunni er lagt til að skoðað
verði hvort ástæða sé til þess að setja
nánari reglur um það hvernig staðið
skuli að ráðningum og skipun ríkis-
starfsmanna. Ómar bendir á að hér sé
um að ræða upplifun starfsmanna en
staðfestir jafnframt að fáar reglur séu
til um hvernig eigi að standa að ráðn-
ingum.
Ríkisstarfsmenn eru fremur vel
menntaður hópur. Hlutfall háskóla-
menntaðra er töluvert hærra meðal
þeirra en á vinnumarkaðinum í heild,
eða 43%. 45% hefur framhaldsskóla-
eða starfsmenntun og 12% grunn-
menntun eingöngu. Ríkisstarfsmenn
eru jafnframt duglegir að sækja sér
endurmenntun og gefa niðurstöður
könnunarinnar til kynna að annar hver
ríkisstarfsmaður sæki endurmenntun-
arnámskeið árlega. Er það heldur
hærra hlutfall en þekkist á almennum
vinnumarkaði.
Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn
sóttu slík námskeið í meira mæli en
aðrir og þátttaka virðist aukast með
lengri starfsaldri. Þá töldu þrír af
hverjum fjórum sem sóttu slík nám-
skeið að hæfni þein’a í starfi hefði auk-
ist í kjölfarið og kom sú afstaða
sterkast fram meðal háskólamennt-
aðra starfsmanna. Þó virðist sjaldgæft
að endurmenntun leiði til breytinga á
starfssviði eða til stöðu- eða launa-
hækkunar nema samið hafi verið um
slíkt fyrirfram.
í skýrslunni er bent á að bæta þurfi
fræðslu- og enduimenntunarmál
stjórnenda ríkisstofnana þannig að
þeir séu betur færir um að takast á við
aukna ábyrgð og flóknara starfsum-
hverfi. Einnig að taka þurfi meira mið
af starfsmarkmiðum stofnana við
skipulagningu á símenntun ríkisstarfs-
manna og styðjast þurfi við nýjar að-
ferðir í starfsþróunarmálum.
Tækifærið sem Banda-
ríkjamenn glötuðu
Hvelfingin mikla í London, sem helguð verður menntun á nýju árþúsundi.
Höfundur eftirfarandi
greinar, sem birtist í The
Washington Post
sl. sunnudag, er James
Reston yngri, höfundur
bókarinnar „Síðasti
heimsendir: Evrópa
um árið 1000“. Hér
talar hann til landa sinna,
Bandaríkjamanna, sem
hann sakar um andlegan
doða varðandi væntanleg
árþúsundamót, og setur
fram nokkrar hugmyndir
um það, sem gera ætti.
Vill hann m.a., að
þeim Leifi Eiríkssyni og
Guðríði Þorbjarnardóttur
verði gert jafn hátt
undir höfði og
Kólumbusi.
EKKI er lengur neinum
blöðum um það að fletta, að
þessi þjóð er búin að missa
af því tækifæri, sem er ár-
þúsundamótin. Það vantar ekki blaðr-
ið um tölvuvandann, um hégóma eins
og hvort árþúsundið byrji árið 2000
eða 2001, um áhyggjur af kampavíns-
bii-gðum eða tilstandinu á Times-
torgi og á Mall en víst er, að Banda-
ríkjamenn eiga ekki eftir að upplifa
neitt eftii-minnilegt þegar þar að
kemur. Hugmyndaleysið er algjört
hvert sem litið er, hjá stjórnmála-
mönnum og fræðimönnum, pi’estum
og fjölmiðlum. Við verðum að horfa
til annarra þjóða ef við viijum finna
eitthvað, sem glatt getur hug og
hjarta. Til Englands, Italíu, Israels,
jafnvel bara til Kanada.
Arþúsundamót eiga að vera tími
íhugunar og endurskoðunar. Tákn-
rænir tíma kalla á táknrænar athafnir
og tímamót af þessu tagi geta öðlast
merkingu ef þau verða tilefni til nýrrar
og frumlegrar hugsunai’. Það er ekki
hægt að hugsa sér betra tækifæri en
árþúsundamót til að láta sig dreyma
um framtíðina og gera upp við fortíð-
ina. Það skiptir máli fyrir framtíðina
að sættast við fortíðina, það leysii’ úr
læðingi ímyndunaraflið og draumana.
Bandarískir listamenn og hugsuðir,
þeii’, sem byggja upp, og skyggnast
fram á vegginn ættu að vera í sviðs-
ljósinu en það hefur ekkert verið gert
til að virkja þá. Afleiðingin er sú, að
auðugasta og voldugasta þjóðin á
jarðríki mun leggja lítið sem ekkert af
mörkum. Bandarískir stjórnmála-
menn tala um árþúsundamótin eins
og koffínlaust tvö hundruð ára afmæli
og láta sér nægja að uppnefna yfir-
standandi framkvæmdii’ og kalla þær
„árþúsunda-11 þetta eða hitt. Stjórn-
völd fá enn eitt tækifærið til að tala
um „forna frægð“ og „sjálfstæðisyfir-
lýsinguna" enda lætur það vel í eyrum
og meiðir engan en hefur bara ekkert
að gera með tímamótin framundan.
Hvar eru fræðimennirnir?
Árþúsundamótin ættu að vera okk-
ur tilefni til nýrrar uppfræðingar en
hvai’ eru lærimeistararnir? Hvar eru
sagnfræðingarnir og heimspeking-
arnir, skáldin og prestarnir, sem geta
vísað okkur fram á veginn? Við ei’um
með forseta, sem hefur orðið sér til
skammar og er því ófær um að lyfta
anda heilar þjóðar á þessari sögulegu
stund. Hér er enginn menningari’áð-
herra eða annar fullti’úi lista og
mennta, sem komið getur í stað Clint-
ons. Hillai’y, sem átti að sjá um þessi
mál og hleypti af stokkunum Árþús-
undaráði Hvíta hússins til að „hvetja
til margvíslegi'a framkvæmda og at-
hafna í anda okkar sögulega og
menningai’lega ai’fs“, er nú á kafi í
holræsamálunum í Schenectady, New
York.
Árþúsundamótin ættu að vera okk-
ur tilefni til að hoi’fa um öxl gagnrýn-
um augum. Sjáum hvað sú „guðlega“
stofnun kaþólska kirkjan er að gera.
Hún ætlar að minnast þeirra með því
að ganga í gegnum sögulegan hreins-
unareld. Til að öðlast sáluhjálp og til
að búa sig betur undii’ þriðja árþús-
undið ætlar hún að horfast í augu við
skugga fortíðarinnar: Við Galileo, Jan
Húss, Jóhönnu af Örk og við dapui’-
lega þögnina um gyðingaofsóknirnar
á dögum síðari heimsstyrjaldar.
Horfst í augu við fortíðina
Skyldi þessi þjóð þui’fa á slíkum
hreinsunareldi að halda? Yrði það svo
erfitt fyrir okkur að gera upp við for-
tíðina, við þi’ælahaldið og þjóðarmorð-
ið á indíánum og finna einhvei’ja að-
ferð til að færa þessa drauga inn í
þjóðarvitundina? „Japanskar afsakan-
ir“ enx ekki okkar háttur en með góð-
um vilja og dálítilli útsjónarsemi ætt-
um við að geta fundið viðunandi lausn.
Fyrir nokkrum vikum fengum við
ágætt dæmi um viðurkenningu af
þessu tagi, er tekinn var grunnur að
safni á Mall, sem helgað verður am-
erískum indíánum. Kannski verður
það okkai’ merkOegasta framlag til
ái-þúsundamótanna enda tOheyi’ðu
600 ár af síðustu 1.000 árunum fi’um-
byggjum landsins, indíánum. Engum
datt jxó í hug að tengja safnið væntan-
legum tímamótum og Clinton-stjórn-
in hafði ekki fyrir því að hafa þá með í
í’áðum um hátíðahöldin.
Ef við bregðum 1.000-ára kíkinum
á sögu okkar og mannkynssöguna,
hlýtur það að hvetja okkur til að leita
nýrra leiða. Bandai’ískir fi’æðimenn
hafa þó sái’alítið um þetta fjallað.
Bækurnar, sem gefnar hafa verið út
um ái’þúsundaskiptin, ei-u fáar og lít-
ilvægar. Eina undantekningin er um-
fjöllun U.S. News um áx’ið 1000 en
önnur tímarit og fjórai’ helstu sjón-
varpsstöðvarnar hafa einblínt á þessa
öld en ekki árþúsundið enda er það
myndin, sem er upphaf og endir alls
hjá þeim.
Kii'kjan og Opinberunarbókin
Jafnvel hin kristna kirkja virðist
undarlega treg til að flagga sínum
eigin texta enda eru áhyggjur
manna af yfirvofandi ragnarökum
samofnar Nýja testamentinu. Innan
kirkjunnar er vissulega rætt og í’itað
um burðartíma Krists og í sambandi
við það hvenær öldinni ljúki en það
er ekki rætt um það, sem ætti
kannski að ræða. Það er eins og
kirkjan fyi’irverði sig fyrir Opinber-
unarbókina og telji hana jafnvel
hættulega. I Rétttrúnaðarkirkjunni
er aldrei lesið úr henni fyi’ir altari
vegna þess hve auðvelt er að túlka
hana með ólíkum hætti. I kaþólsku
kii’kjunni er hún hluti af tíðagerðinni
á þriggja ára fresti og hana ber ekki
upp á næsta ári. Bandarískir prestar
þora ekki að glíma við táknmál Opin-
berunarbókai’innar af ótta við að ýta
undir nýjan David Koi’esh eða aðra
slíka söfnuði. Þessar hrífandi
dæmisögur skulu bara áfram vera
uppspretta, sem skáldsagnahöfund-
ar geta ausið af.
Bi’etar í fai’arbroddi
Hér er sem sagt enga leiðsögn að
hafa og því verðum við að beina sjón-
unum eitthvað annað. Bretar ei’u
augljóslega í fararbroddi. 1992 skip-
uðu þeir nefnd, sem fékk það verk-
efni að skilgi’eina hvað árþúsunda-
mótin væru; hvernig skyldi halda
upp á þau og hvernig skyldi greiða
fyrir það. Bresk stjónvöld ætla að
nota tækifærið til að hreyfa við allri
þjóðinni. Fyrir hagnaðinn af rík-
islottóinu verður hverjum bæ og
hvei’ju þorpi boðið að hressa upp á
leikhúsið, bæjargarðinn eða söguleg
minnismerki og gera það að sínu
framlagi á þessum tímamótum. Tony
Blair forsætisráðherra hefur flutt
fyrirlestur um árþúsundamótin við
Oxford-háskóla og ái’þúsundahvelf-
ingin, sem er stæi’ri en Georgíuhvelf-
ingin í Atlanta og eingöngu helguð
menntun, er næstum fullbúin í
Greenwich. Settur hefur vei’ið upp
fræbanki og í hann verður safnað
fræjum alls staðar að úr heimi til að
sýna margbreytileika lífsins á þess-
um tíma. Póstþjónustan breska ætlar
að gefa út fi’ímerki til að minnast
uppfinningamanna, könnuða,
skemmtikrafta, verkmanna og vís-
indamanna í breskri sögu. Bi’etar ei'u
ekkei’t feimnir við að halda því fi-am,
að almenningur eigi heimtingu á „ár-
þúsundaupplifun". Hvað er að gerast
í Bandai’íkjunum? Ekkert.
Þótt seint sé má kannski vax-pa
fram nokkrum hugmyndum.
Bandan'kin eru eina vestræna rík-
ið, sem hefur engan menningai’ráð-
herra eða einhvern, sem fer með mál-
efni þjóðararfsins. Ef við viljum
verða fulltrúar einhvers annars en
auðs og valda, jú og lýðræðislegra
hugsjóna, á nýrri öld, þá verðum við
að hætta að ókyrrast í hvert sinn sem
„menninguna" ber á góma. Við eigum
að líta á árþúsundamótin sem ferm-
ingu, sem manndómsvígslu og nú fá-
um við gott tækifæri til að huga betur
að upphafinu.
Leifur og Guðríður
Bandai’íkjaþing samþykkti 1892 að
gera 12. október að Degi Kólumbus-
ar, sem hefði „fundið" Amei'íku, en
hann fann ekki Ameríku. Hann fann
nokkrai’ eyjar í Karíbahafi og hófst
síðan handa við að hneppa hina inn-
fæddu í þrældóm. Það er því engin
furða þótt margir skammist sín fyrii’
þennan dag, sem litið er á sem dúsu
upp í Bandaríkjamenn af ítölskum
ættum og er almennt minna virtur en
nokkur annai’ hátíðisdagur.
Sýnt hefur verið fram á með rann-
sóknum, m.a. kolefnisrannsóknum,
að það voru aðrir Evrópumenn, sem
fundu Ameríku miklu fyrr, norræni
landkönnuðurinn Leifur Eiríksson
árið 1000. I Kanada hefur verið
komið upp þjóðgarði í L’Anse aux
Meadows til minningar um fyrstu
byggð víkinga þar. Það er líka al-
mennt viðurkennt, að þriðja Vín-
landsferðin var að undirlagi Guðríð-
ar Þorbjarnai’dóttur, eiginkonu
bróður Leifs, en hún bjó um tíma á
Manhattan-eyju og átti þar fyi-sta
evrópsk-amei’íska barnið, sem vitað
er um. <*
Þingið hefur samþykkt Vínlands-
fund Leifs og ætti því að bi-eyta
fyrrnefndum degi í Dag landkönnuð-
anna. Leifi Ein'kssyni og öði’um
þeim, sem könnuðu Ameríku, á að
gei’a jafn hátt undir höfði og Kól-
umbusi og jafnvel Guðríði Þorbjarn-
ardóttur líka. Á þessum degi ætti
líka að minnast könnuða okkar tíma,
geimfaranna. NASA, bandai’íska
geimferðastofnunin, ætti að nefna
næstu geimferjuferð eftir Leifi Ei-
ríkssyni til að vekja athygli á þessu
nýmæli.
Hættum öllu fánýtu hjali og efnum
til almennilegrar umræðu um þá
merkingu, sem árþúsundamótin geta
haft fyrir okkur Bandaríkjamenn. Á
þessari ögurstund fléttast fortíð og
framtíð saman á mikilfenglegan og
dulai’fullan hátt. Látum þetta tæki-
færi ekki úr gi-eipum okkar ganga í
kampavínsþoku og glampanum frá ■ •
mislyndum tölvuskjá.