Morgunblaðið - 26.10.1999, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 26.10.1999, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ 44 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 AUÐUR AUÐUNS Auður sína pólitísku eldskírn og mun íljótt hafa komið í ljós að þar hafði Sjálfstæðisflokkurinn eignast öflugan og einarðan talsmann. Hún bjó að góðri menntun, þekkingu og reynslu. Sem lögfræðingur Mæðrastyrksnefndar um árabil öðlaðist hún að eigin sögn innsýn í þjóðfélagið, sem hún hefði tæplega ella fengið. Þar fór því saman trúin á einstaklingsfrelsi og jafnrétti og samkennd með þeim sem minna mega sín. _ A vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur starfaði Auður síðan óslitið til ársins 1970. Þar voru henni falin margvísleg trúnaðar- störf. Forseti borgarstjórnar var hún frá 1954 og borgarstjóri um eins árs skeið. I störfum sínum sem forseti borgarstjórnar ávann Auður Auðuns sér virðingu bæði samherja og andstæðinga fyrir réttsýni og örugga stjórn. Allan þann tíma sem hún starfaði í borg- arstjórn átti hún sæti í fræðsluráðj og var formaður þess 1962-1970. í viðtali við Morgunblaðið þegar hún kvaddi borgarstjóm kvað hún starfíð að skólamálunum hafí verið hvað ánægjulegast. Þegar Auður ^hóf störf í borgarstjórn hafði íbú- um Reykjavíkur fjölgað um fjórð- ung kjörtímabilið á undan og sjálf- stæðismenn í meirihluta tóku til óspilltra málanna við að mæta þörfum ört vaxandi höfuðborgar. Það var ekki bara á sviði skóla- mála, sem ný verkefni voru að- kallandi, heldur líka í húsbygging- um, gatnagerð, hitaveitufram- kvæmdum, raforkuframleiðslu og áfram mætti telja. A sjötta og sjö- unda áratugnum risu fjölmargir •jnýir skólar og ýmsar nýjungar komu fram s.s. sálfræðideild skóla. Meðal síðustu verka Auðar sem formanns fræðsluráðs var að ganga frá áætlun um eflingu sál- fræðiþjónustu í skólum, samþykkt um að stofna forskóla fyrir 6 ára börn og tillögum um bókasöfn í skólum. A vettvangi Kvenréttindafélags Islands starfaði Auður Auðuns um áratugaskeið. Þar beitti hún sér íyrir margvíslegum réttindamálum kvenna. Má þar til dæmis nefna mæðralaun, fæðingarstyrk, barna- lífeyri, rétt kvenna í búskiptum og ýmis sifjaréttarmálefni. Félagið naut góðs af lögfræðiþekkingu nennar enda mörg baráttumál á þessum árum einmitt tengd löggjöf landsins. Hún fylgdi þessum mál- um eftir hvort sem var í borgar- stjóm, á Alþingi, þar sem hún átti sæti í fimmtán ár, eða í ríkisstjóm. Auður starfaði lengi í stjórn Menn- ingar- og minningarsjóðs kvenna, sem hefur það að meginmarkmiði að styðja konur til framhaldsnáms, og var hún formaður hans 1960-1976. Auður Auðuns var gerð að heiðursfélaga Kvenréttindafé- lags Islands 19. júní 1985, en þá vora sjötíu ár liðin frá því að ís- lenskar konur fengu kosningarétt. Leiðir okkar lágu ekki saman fyrr en hún hafði lokið sinni form- legu stjórnmálaþátttöku á vett- vangi borgarstjórnar og þings. Enn brann þó sami eldmóðurinn og hún hélt áfram að láta tO sín taka innan Sjálfstæðisflokksins. Með virðulegri framkomu sinni, heitri sannfæringu og rökföstum mál- flutningi hélt hún áfram að hafa áhrif. Hún lá hvorki á skoðunum sínum né liði sínu og hvatti aðrar konur til dáða. Með lífsstarfi sínu markaði hún víða brautryðjenda- spor. Hún sýndi í verki viljans merki. Blessuð sé minning Auðar Auð- uns. Inga Jóna Þórðardóttir. Ég vil minnast frú Auðar Auðuns með þakklæti og vinarhug. Við vor- um sambýliskonur í fjörutíu og fímm ár og áttum mikil samskipti, sem öll vora með eindæmum far- sæl. Hún var svo hreinskiptin og nákvæm mannvera. Sérlega eru mér hugljúfar minningarnar um samverustundir okkar í gai'ðinum, umhverfís heimili okkar á Ægissíðu 86. Við önnuðumst garðinn sameig- inlega, báðum til mikillar ánægju. Hún lét sér mjög annt um blómin og umhirðu þeirra. Við gengum oft um garðinn og töluðum við trén og blómin, sem hann prýddu. Það vora ánægjulegar stundir. Ég kveð frú Auði Auðuns með söknuði og virðingu. Börnum henn- ar og barnabörnum, sem ég ber mjög hlýjan hug til, votta ég samúð mína og sendi þeim hugheilar kveðjur á erfíðri stundu. Laufey. Auður Auðuns var ein heil- steyptasta manneskja sem ég hef kynnst. Hún bar mikla persónu og hafði fágætan hæfileika til að greina aðalatriði frá aukaatriðum og sjá álitamál í stóra samhengi. A níræðisaldri hafði hún mun skýrari sýn á pólitísk markmið og hugsjón- ir en hið kraftmikla unga fólk sem mest kveður að á vettvangi þjóð- mála í dag. Þótt heilsan gengi úr + Okkar ástkæra mágkona og frænka, ÁSDÍS KJARTANSDÓTTIR, Selvogsgrunni 11, Reykjavík, andaðist á kvennadeild Landspítalans mánu- daginn 25. október. Útförin auglýst síðar. Aðstandendur. Elskuleg systir okkar og mágkona, KRISTÍN SIGRÍÐUR VILHELMSDÓTTIR, áður til heimilis í Víðíhlíð 5, andaðist á Landspítalanum laugardaginn 23. október sl. Jón Vilhelmsson, Steinunn Gísladóttír, Halldór Vilhelmsson, Áslaug B. Ólafsdóttir. MINNINGAR Með Ragnhildi Helgadóttur menntamálaráðherra 19. júní 1985. vistinni og líkaminn setti henni skorður síðustu árin, var andinn sem fyrr vakinn og sofinn í málefn- um dagsins. Hún fylgdist grannt með stjórnmálum og lét sig varða hvernig hlutum var skipað. Þegar ég hringdi til hennar íyrir mörgum árum, þeirra erinda að leita ráða í flóknu máli, grunaði mig síst að það yrði upphaf dýr- mætrar vináttu. Hún bauð mér heim til sín og samtal sem ég hafði gert ráð fyrir að tæki um fimmtán mínútur, stóð í fjórar klukkustund- ir. Gilti þetta um samfundi okkar upp frá þessu. Þeir stóðu jafnan lengur en að var stefnt, enda erfitt að rífa sig frá þeirri veislu sem samfundur við Auði Auðuns var. Ég hafði lengi borið virðingu fyrir hinum glæsilega frumherja og ver- ið stolt yfír að vera í sömu röðum og hún, en nú lagðist djúp væntum- þykja í hennar garð við stoltið og virðinguna. Eldurinn sem hún gat tendrað í manni og skotheld rök- semdarfærslan var stöðugt ný upp- götvun, en kannski kom mér mest á óvart við frekari kynni hvað hún hafði gott skopskyn og var skemmtileg. Það var ekki sú mynd sem ég að óreyndu hafði haft af dómsmálaráðherranum íyrrver- andi. Auður Auðuns var ekki haldin hneigð til stefnu undan vindi þegar baráttumál hennar voru annars vegar. Einhverju sinni þegar ungar konur sem höfðu sóst eftir öragg- um sætum á framboðslista, en lent í varamannasætum, stóðu upp hver af annarri á fjölmennum fundi og lýstu ánægju sinni með listann, steig í ræðustól fyrsta konan sem tók lögfræðipróf við Háskóla Is- lands, fyrsta konan sem varð borg- arstjóri í Reykjavík og fyrsta kon- an sem varð ráðherra í ríkisstjórn á Islandi og lýsti á eftirminnilegan hátt undrun sinni á þessari lítil- þægni. Orð hennar féllu í fremur grýttan jarðveg, þar sem ekki var til þess ætlast að menn létu í ljósi annað en velþóknun á skipan mála. Sjálfri fannst mér það jaðra við sjónhverfingu þegar kona á eftir- launaaldri talaði eins og hún stæði í baráttunni miðri og framtíðin væri hennar, meðan jafnaldrar mínir og þaðan af yngi’i konur tjáðu sig eins + GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR frá Ásgarði, Vestmannaeyjum, Hrafnistu, Reykjavík, er látin. Svanhildur Guðmundsdóttir og fjölskylda. + Móðir okkar, systir, tengdamóðir, amma og langamma, LILJA SALÓMONSDÓTTIR VAN BEERS, lést á sjúkrahúsi í Santa Barbara í Banda- ríkjunum sunnudaignn 24. október. Derik Henry Van Beers, Lilja Ingibjörg Mc Alister, Jack Mc Alister, Gyða Salómonsdóttir, Jóhanna Sumarliðadóttir, Sigfús B. Sigurðsson, barnabörn og langömmubarn. og þær væru af kynslóð mæðra sinna. Ég man enn þá kennd undr- unar sem um mig fór, þegar ég skildi að í salnum var fólk sem taldi við hæfi að Auður Auðuns beygði hegðun sína undir flokksfriðinn í máli sem brann á henni og hún taldi sjálfsagt réttlætismál. Henni var mjög í mun að konur væru í forystu í stjómmálum og atvinnu- lífi til jafns við karla, og þótti með eindæmum hversu hægt miðaði í þá átt. Og hún hafði ráð á að tjá sig um þau mál með afgerandi hætti. Enginn fremur en hún. Fyidr kom að ég heimsækti hana í fylgd annarra. Þegar ég faðmaði hana að skilnaði þegar svo bar við nú síðsumars, hvíslaði hún að mér „Þú kemur kannski ein næst! - við þurfum svo margt að spjalla.“ Nú er rödd hennar hljóðnuð. Auður Auðuns setti í raun og sannleika svip á samtíð sína og raddi nýja braut. Framkoma henn- ar á opinberum vettvangi ein- kenndist af reisn og virðulegri ein- urð. Hún mun skipa sérstakan sess í íslenskri stjórnmálasögu og er glæsileg og verðug fyrirmynd fyrir þær konur sem nú eru að komast til áhrifa á Islandi í krafti mennt- unar sinnar og hæfileika. Sjálf sakna ég einstaks vinar og ógleymanlegra samverustunda. Guð blessi minningu Auðar Auð- uns. Linda Rós Michaelsdóttir. Látin er merk kona, Auður Auð- uns lögfræðingur. Hún gekk til liðs við Zontaklúbb Reykjavíkur skömmu eftir stofnun hans 1941 og var þar félagi fram á síðustu ár þegar hún sagði sig úr klúbbnum sökum heilsubrests. Eitt af markmiðum Zontahreyf- ingarinnar er „að bæta lagalega, stjórnmálalega og félagslega stöðu kvenna", ekki síst í hinum svoköll- uðu þróunarlöndum þar sem margt hefur áunnist íyrir tilstilli Zonta. Þessi stefnumál samtakanna era mjög í takt við lífsstefnu Auðar. Hún var brautryðjandi á þessum sviðum hér á landi. Hún sýndi kjark og áræði þegar hún fyrst kvenna nam hér lögfræði, hún var fyrsta kona sem varð borgarstjóri Reykja- víkur og fyrsta kona hér til að setj- ast í ráðherrastól. Hún var konum fyrirmynd að þessu leyti, ekki með háværam yfirlýsingum heldur með því að sýna hvað hægt var að gera. Auður var mjög virk í Zonta- klúbbnum. Hún var þrisvar for- maður og einkenndust störf henn- ar af vandvirkni og nákvæmni. Hún gætti þess að félagarnir fylgd- ust með því sem var að gerast á er- lendum vettvangi auk þess sem hún hvatti til vinnu að innlendum verkefnum. Vegna menntunar sinnar var hún sjálfkjörin í laga- nefnd klúbbsins þar sem hún vann að þýðingu og mótun íslenskra laga Zonta og endurskoðun þeirra þeg- ar þörf var á. Þá vann hún að samningu skipulagsskrár Margrét- arsjóðs, en sá sjóður var stofnaður af klúbbnum árið 1944 fyrir tilstilli Margrétar Rasmus í þeim tilgangi að aðstoða þá sem brautskráðust frá Málleysingjaskólanum, en starfssviðið hefur síðan verið víkk- að. Þá var Auður formaður undir- búningsnefndar fyrir norrænt Zontaþing sem hér var haldið 1977. Auður var alla tíð áhugasöm um málefni Zonta og vann þar mikið eins og sést af framansögðu og er þó ekki allt upp talið. Hún vann störfin af látleysi og öryggi, fum- laust, og nýttist því tíminn vel, enda hefði henni varla tekist ann- ars að sinna samtímis stóru heimili, erilsömum störfum og félagsmál- um. Félagar í Zontaklúbbi Reykja- víkur þakka Auði Auðuns hin fjöl- mörgu störf hennar í þágu klúbbs- ins og minnast hennar með virð- ingu og þakklæti. Börnum hennar og öðrum aðstandendum eru send- ar einlægar samúðarkveðjur. F.h. Zontaklúbbs Reykjavíkur, Þuríður J. Kristjánsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.