Morgunblaðið - 26.10.1999, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNBNGAR
ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 45.
i
f
ANDRIFREYR
ARNARSSON
+ Andri Freyr
Arnarsson fædd-
ist á Landspítalan-
um 10. maí 1993.
Hann lést á Barna-
spítala Hringsins 14.
október sfðastliðinn
og fór útfor hans
fram frá Hafnar-
Qarðarkirkju 25.
október.
Mig langar í örfáum
orðum að minnast lítils
frænda míns, Andra
Freys, sem verður
ávallt hetja í mínum huga. Hann háði
harða baráttu af æðruleysi og þolin-
mæði við erfíðasta sjúkdóm okkar
tíma. Ég minnist þess þegar þið
komuð í heimsókn til okkar vestur í
Litla-Holt, hve gaman okkur
Gumma þótti að sjá svo hrausta
stráka leika sér og ærslast og að sjá
hvað þeir voru samrýndir bræðurnir.
Missir Egils er mikill.
og gefi ykkur styrk í
þessari miklu sorg. Við
sendum einnig fjöl-
skyldum ykkai' innileg-
ar samúðai'kveðjur.
Helga, Guðmundur
og Sigmar Atli.
Ég veit um lind, sem ljóðar
svo ljúft að raunir sofna,
um lyf sem læknar sárin
og lætur sviðann dofna.
Um lítið blóm, sem brosir
svo blítt, að allir gleðjast.
Um rödd, sem vekur vonir,
þá vinir daprir kveðjast.
Ég þekki gleði góða,
sem græðir allt með varma
og sælu, er svnkur aldrei,
en sefar alla harma.
Ég veit um stjörnu, er vakir,
þó vetrarmyrkur ríki,
- um ást, sem er á verði,
þó ástir heimsins sríki.
degi tók ég á móti nemendum 1.- K í
Öldutúnsskóla. Þar var prúður og
fallegur hópur barna saman kominn
með nýjar skólatöskur og eftirvænt-
inguna blikandi í augunum. Þau voru
að stíga sín fyrstu spor í grunnskóla.
Þegar mér var tjáð að einn nemandi
minn, Andri Freyr, gæti ekki komið
strax, sökum veikinda sinna, dimmdi
sem snöggvast í huga mínum og ég
hugsaði um hve stutt væri á milli
áhyggjulausrar æsku og þeirrar sem
þarf að glíma við erfiðleika og sorg.
Ég fór heim til Andra Freys og hitti
þar yndislegan dreng sem var
áhugasamur og spenntur með nýja
skóladótið sitt, svo tilbúinn að
menntast og byrja í skóla. Mér þótti
mjög vænt um að vera með honum
þessa stuttu stund. I skólanum
ræddum við um Andra Frey og
hlökkuðum til að fá hann í hópinn.
Nokkrir nemenda minna voru með
honum í leikskóla og sögðu okkur
hinum hve góður drengur hann væri
og góður vinur. Við söknum þess að
fá ekki að vera með Andra Frey og
kynnast honum betur. Við trúum því
að hann sé nú lítill engill hjá Guði,
laus við allar þjáningar og baði sig í
hinu dýrðlega ljósi himnaríkis. Með
þessari bæn viljum við í K-bekknum
kveðja Andra Frey:
Ég gái út um gluggann minn
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifumar,
ég reyndar sé þig alls staðar.
Þá napurt er.
Það næðir hér
og nístir mig.
(Vilhj. Vilhj.)
Ég man þegar ég sagði Sigmari
frá sjúkdómi Andra Freys, útskýrði
fyrir honum að lyfin sem hann þyrfti
gerðu hann fyrst mjög veikan og
honum myndi stundum líða mjög illa,
en þau myndu samt smátt og smátt
lækna hann. Honum fannst þetta
mjög skrýtið og spurði í barnslegri
einlægni af hverju hann fengi þá
ekki bara send lyf frá útlöndum sem
myndu lækna hann strax. Ég sagði
honum að ekki væri búið að finna
upp svo góð lyf við þessum sjúkdómi.
Hann setti þá hljóðan og hugsaði sitt
og sagði svo eftir langa þögn að nú
væri hann búinn að ákveða hvað
hann ætlaði að verða þegar hann
yrði stór. Hann ætlaði að verða upp-
finningamaður og finna upp lyf sem
myndu strax byrja að lækna fólk
með krabbamein og að því þyrfti þá
ekki að líða svona illa á meðan lyfin
væru að lækna þau. Hann bætti svo
við: „Ég vildi óska að ég væri orðinn
fullorðinn svo að ég gæti strax fund-
ið upp lyf fyrir Andra.“ Við óskuð-
um þess svo sannarlega líka, að við
gætum eitthvað gert til hjálpar í
stað þess að þurfa að standa svo van-
máttug hjá. Við dáðumst að krafti
ykkar og æðruleysi í hvert sinn er
við komum í heimsókn til ykkar, hve
sterk þið gátuð verið og dugleg að
styðja Andra Frey í gegnum alla erf-
iðleikana.
Mamma er ég sigli út á heimisins breiðu höf
heiman fyrsta sinni er dýrmætust sú gjöf
er gafst þú ungum syni því gjöful var þín
hönd
gleðinnar og kærleikans mér sýndi lönd.
(Olafur G. Þórhallsson)
Eftir að við fluttumst til Noregs
hefur mér þótt erfitt að geta ekki
komið í heimsókn til ykkar og reynt
að styðja við bakið á ykkur á ein-
hvern hátt. Við vitum öll að núna líð-
ur honum vel, í styrkum höndum
Lilju ömmu sinnar og Lalla frænda
sem hann hitti aldrei en kynntist í
gegnum minningar ykkar.
Elsku litli frændi, okkur langar að
lokum að kveðja þig með þessum
orðum langafa Sigmars Atla:
Það hefði átt að hylja þína gröf með baldurs-
brá
' og byrgja þig í hvítra rósa múg,
því vetrarnóttin döpur og draumlaus flýgur
hjá
með dökkra vængja súg.
I lotning hefði lotið þér hin hljóða blómahirð
og hjúfrað þig með trega í faðmi sér,
í ástúð hefði hún vaggað þinni vöggu í skóg-
arkyrrð
ogvakaðyfirþér.
(Guðmundur Böðvarsson)
Elsku Kiddý, Smári og Egill
Þorri, missir ykkar er mikill, guð
geymi ávallt litla sólargeislann ykkar
Það allt, sem ég hef talið,
er eitt og sama: barnið,
sú guðsmynd björt er gæfan
og græðir jafnvel hjamið.
A meðan lífið lifír
það ljós mun aldrei deyja.
Og mannsins björg og blessun
er bamsins stjömu að eygja.
(Hulda.)
Sumarið kveður og haustið boðar
komu sína. Loftið kólnar, laufin fölna
og skólinn byrjar. Á björtum haust-
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfí Jesú, þér ég sendi,
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesú, að mér gáðu.
Kæru Kristín, Arnar Smári, Egill
og aðrir ástvinii', við sendum ykkur
innilegar samúðarkveðjur og biðjum
Drottin að blessa ykkur og styðja í
ykkar miklu sorg.
Halla Sigurgeirsdóttir, umsjón-
arkennari l.-K Öldutúnsskóla.
ERLA
HÖSKULDSDÓTTIR
+ Erla Bergþóra
Höskuldsdóttir
fæddist í Reykjavík
9. febrúar 1934.
Hún lést á sjúkra-
húsi í Kent á
Englandi 11. októ-
ber síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju 22. október.
Hví fóinar jurtin fríða
og fellir blöð svo skjótt?
Hví sveipar bamið blíða,
svo brátt hin dimma nótt?
Hvíverðurvonogyndi
svo varpað niður í gröf?
Hví berst svo burt í skyndi
hin besta lífsins gjöf?
(B.H.)
pripi frá hinum ýmsu
löndum sem var svo
gaman að skoða.
Eftir að mamma lést
sáumst við sjaldnar, þá
helst í afmælum eða í
heimsókn hjá ömmu.
Hún amma á erfitt með
að skilja að hún sé búin
að missa tvær dætur
sínar úr þessum hræði-
lega sjúkdómi.
Hver minning dýrmæt perla
að liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af al-
hug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Elsku Erla frænka. Við eigum
erfitt með að trúa því að þú sért búin
að kveðja okkur fyrir fullt og allt.
Okkur systurnar langar að minnast
þín, móðursystur okkar, með nokkr-
um orðum.
Það var alltaf svo gaman að koma í
heimsókn til þín. Við komum oft til
þín þegar við vorum litlar stelpur
með mömmu. Þú áttir svo glæsilegt
heimili. Við löbbuðum um stofuna
þína í langan tíma bara til að skoða
alla fallegu hlutina þína.
Þú ferðaðist mikið og áttir minja-
Við viljum votta hennar nánustu
okkar dýpstu samúð. Megi Guð
styrkja ykkur í þessari miklu sorg.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
GekkstþúmeðGuði,
Guð.þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Guðbjörg Erlingsdóttir, María
Erla Erlingsdóttir.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
INGVELDUR STEFÁNSDÓTTIR,
Reynigrund 41,
Kópavogi,
lést á kvennadeild Landspítalans sunnudaginn
24. október.
Rögnvaldur Bjarnason,
Stefán Rögnvaldsson, Herdís Jónsdóttir,
Bjarni Rögnvaldsson, Helga Guðnadóttir,
Birgir Rögnvaldsson, Guðrún Bergþórsdóttir,
Rósa Rögnvaldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
MARTEINN BJÖRNSSON
verkfræðingur
og fv. byggingarfulltrúi Suðurlands,
Víðivöllum 10,
Selfossi,
lést föstudaginn 22. október sl.
Útför hans fer fram frá Selfosskirkju laugar-
daginn 30. október kl. 13.30.
Arndís Þorbjarnardóttir,
Björn Marteinsson, Ólöf Helga Þór,
Guðrún Marteinsdóttir, Kristberg Kristbergsson,
Hlín Kristbergsdóttir,
Gunnar Sveinn Magnússon.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og systir,
LILJA JÓNSDÓTTIR,
Aðalgötu 5,
Keflavík,
lést föstudaginn 22. október.
Ari B. Oddsson,
Guðrún Jóna Aradóttir, Sigurður J. Ögmundsson,
Sigríður Aradóttir, Guðmundur Finnsson,
Ari B. Sigurðsson, Finnur Sigurður Guðmundsson,
Jón Oddur Sigurðsson, Arnar Páll Guðmundsson,
Helga Jónsdóttir, Lúðvík Jónsson.
+
Eiginmaður minn, sonur, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
HAUKUR SKAGFJÖRÐ JÓSEFSSON
húsgagna- og húsasmíðameistari
frá Sauðárkróki,
síðast til heimilis
í Faxatúni 6,
Garðabæ,
verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju fimmtu-
daginn 28. október kl. 13.30.
Guðrún Stefánsdóttir Hjaltalín,
Jósef Stefánsson,
Sigríður Dúna Hauksdóttir,
Elín Hauksdóttir, Alfreð V. Sigurjónsson,
Helga Kristín Hauksdóttir, Reynir Kristjánsson,
Erla Björk Hauksdóttir, Gunnlaugur Reynisson
og afabörn.
+
JÓN ODDSSON
hæstaréttarlögmaður,
Ásbúð 102,
Garðabæ,
er látin.
Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 28. október kl. 13.30.
Valgerður Bára Guðmundsdóttir,
Kristín Anna Jónsdóttir, Kristinn H. Kristjánsson,
Björgvin Jónsson, Sigríður Dóra Magnúsdóttir,
Guðmundur Baldursson, Bonnie Laufey Bupuis,
Marta María Oddsdóttir, Þórður Magnússon,
Kristín Oddsdóttir, Odd Lund ?
og barnabörn.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÞÓRUNN JÓHANNSDÓTTIR,
Garðatorgi 7, Garðabæ,
áður til heimilis
í Þrastahrauni 1, Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju mið-
vikudaginn 27. október kl. 15.00.
Jónína B. Jónasdóttir, Steinn Jónsson,
Hallgrímur Jónasson, Ingibjörg E. Ásgeirsdóttir,
Jónas Þór Jónasson, Bjarnheiður Gautadóttir,
Edda Jóna Jónasdóttir
og barnabörn.