Morgunblaðið - 26.10.1999, Page 48

Morgunblaðið - 26.10.1999, Page 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SOLVEIG SVEINBJARNARDÓTTIR + Solveig Svein- bjarnardóttir fæddist á Isafirði 21. ágúst 1907. Hún andaðist á St. Jós- efsspítala í Hafnar- fírði 16. október síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Sveinbjörn Kristjánsson, kaup- maður, f. 8.8. 1874, d. 26.3. 1946, og Daníelína Brands-. dóttir, f. 4.7. 1877, d. 15.6. 1970. Syst- urnar voru sjö en tvær létust í frumbernsku. Þær fímm sem fullorðinsárum náðu voru: Anna, f. 8.10. 1905, d. 14.8.1992, Solveig, f. 21.8. 1907, d. 16.10. 1999, sem hér er minnst, Þórunn, f. 16.9. 1909, d. 24.2. 1993, Daníelína (Lína), f. 16.3. 1913, d. 13.11. 1996, og María, f. 11.8. 1914, d. 19.11. 1990. Solveig ólst upp á fsafírði og gekk í skóla þar. Hún starfaði sem gjaldkeri í Landsbanka Islands á ísafírði frá 1925 til 1938. Hinn 11. maí 1939 giftist hún Lofti Bjarnasyni, útgerðarmanni, f. 30.4. 1898, d. 15.7. 1974. Þau bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði. Börn þeirra eru: 1) Krist- ján, f. 17.3. 1943, kvæntur Auðbjörgu Steinbach, og eru börn þeirra Loftur, f. 18.5. 1987, og María, f. 10.8. 1988, en áður átti Auðbjörg Guðmund, f. 17.10. 1979. 2) Birna, f. 26.5. 1946, var gift Gísla Torfasyni, þau skildu. Þeirra börn eru Solveig Birna, f. 7.1. 1973, og Loftur Bjarni, f. 12.3. 1974. Minningarathöfn er í Frí- kirkjunni í Hafnarfírði í dag klukkan 11 og útför frá Hall- grímskirkju í Saurbæ, Hval- Ijarðarströnd, í dag klukkan 14. Komin er kveðjustund. y, Elskuleg tengdamóðir mín, Sol- veig Sveinbjarnardóttir, er látin eft- ir stutta sjúkdómslegu. Solveig var stórbrotin kona og af þeirri kynslóð sem nú er óðum að hverfa. Hún fæddist á ísafirði 1907 og ólst þar upp ásamt fjórum systr- um sem allar hafa kvatt. Isafjörður og Vestfirðir voru henni ailtaf kærir. Sem ung kona vann hún í Lands- bankanum á ísafirði og var gaman að hlusta á hana segja frá því þegar allt var handskrifað og reiknað í hugan- um. Á þessum árum tók hún þátt í ,j, ýmsu sem fátítt var í þá daga. Hún gekk um Strandimar ásamt vinkonu sinni, sigldi til Spánar og Portúgals með saltfiskflutningaskipi ásamt vin- konu sinni, var á gönguskíðum, fór til Danmerkur á húsmæðraskóla og tók sér ýmislegt fyrir hendur. Frá þessu gat hún sagt með svo góðu minni, nefndi nöfn manna, firði og jafnvel dagsetningar. Stofnað 1990 Útfararþjónustan ehf. Aðstoðum við skrif minningarrgreina Rúnar Gcirmundsson, útfararstjóri Sími 567 9110 Hún giftist Lofti Bjarnasyni 11. maí 1939. Þau bjuggu alla tíð í Hafn- arfirði, fyrst á Áusturgötu 12, síðan að Álfaskeiði 38. Þau eignuðust tvö börn, Kristján og Bimu. Loftur lést í júlí 1974. Á sumrin dvöldu þau í sumarbústað sínum hjá Straumi við Hafnarfjörð og síðar í Hvalstöðinni í Hvalfirði eftir að hvalveiðar hófust. í Hvalfírði átti hún góðar stundir og þar leið henni alltaf vel. Þar var hún nú 21. ágúst sl. er hún varð 92 ára, því þar vildi hún helst vera. Nokkrum dögum síðar fór hún á sjúkrahús vegna veikinda sem hún taldi vera smávægileg en svo reynd- ist ekki vera. Eg kynntist Solveigu 1982 og varð vinátta okkar alltaf dýpri og inni- legri og aldrei bar skugga á. Það var þroskandi fyrir mig og mjög dýr- mætt að eiga hana fyrir vin (tengda- móður). Gátum við rætt allt milli himins og jarðar og voram við sem jafnöldrar. Solveig fylgdist vel með öllum fréttum alla tíð. Fyrir nokkrum árum missti hún sjón þannig að hún gat ekki lesið blöð en hún hlustaði á útvarp og fékk hljóð- snældur frá Blindrabókasafninu, sem hún hafði mikla ánægju af. Hún bjó heima í skjóli Birnu dótt- ur sinnar sem hugsaði sérlega vel um móður sína og á hún bestu þakk- ir skildar fyrir væntumþykju sína. Börnunum mínum var hún yndis- leg amma og eiga þau nú dýrmætar LEGSTEINAR Graníf HELLUHRAUN 14 220 HAR4ARFJÖRÐUR HEIMASÍÐA: www.granit.is SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 minningar um hana sem ég ætla að reyna að halda við. Að leiðarlokum kveð ég þig, elsku Solveig, og þakka þér samfylgdina og bið góðan Guð að geyma þig. Þín tengdadóttir, Auðbjörg. Elsku amma. Okkur barnabörnin langar að þakka þér allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Þú fylgdist alltaf vel með okkur og varst ávallt umhyggjusöm. Þú sagð- ir skemmtilega frá gamla tímanum og fylgdist vel með nútímanum. Við munum sakna þín í Hvalfirðinum en vitum að þú verður með okkur þar. Það verður tómlegt á Álfaskeiðinu að fara ekki niður til þín. Hvíl í friði, elsku amma, við mun- um sakna þín. Þín barnaböm. „Þið vorað svo góðar vinkonur." Þegar þetta var sagt við mig eftir fráfall móðursystur minnar, Solveig- ar Sveinbjarnardóttur, kom það mér á óvart. En það hefði ekki átt að gera það. Frá því ég man eftir mér hefur Solla frænka verið stór hluti af lífi mínu. Þá var hún Solla stóra en ég Solla litla. Þar til ég varð fjög- urra ára bjó fjölskylda mín á neðstu hæðinni á Álfaskeiði 38, Solla og Loftur á miðhæðinni og amma Daní- elína á þeirri efstu. Vegna starfa föður míns, Ragnars Stefánssonar, fluttumst við búferlum oft bæði ut- anlands og innan en Solla og Loftur á Álfaskeiðinu vora fastur punktur í tilveranni. Þegar við komum heim til Islands var alltaf farið fyrst til Sollu og Lofts og þar var öll móður- fjölskyldan mætt til að taka á móti okkur. Þegar við bjuggum nógu nærri eyddum við aðfangadags- kvöldum hjá þeim og mörg sumur gistum við í gestabragganum í Hval- stöðinni. Einn vetur á námsáram mínum bjó ég á neðstu hæðinni hjá Sollu og Lofti. Eftir lát Lofts var ég ferðafélagi Sollu til Finnlands og Japans. Mörg undanfarin sumur höfum við einnig ferðast saman innanlands svo ég minnist nú ekki á allar dagsferðir Inner Wheel kvenna sem Solla bauð mér í. Betri ferðafélaga var ekki hægt að hugsa sér. Þótt sjónin hafi daprast og liðagigt hafi gert vart við sig lét hún það ekki aftra sér frá því að leggjast í ferðalög. Mér er sér- lega minnisstæð ferðin er frænku- hópurinn vitjaði heimahaganna á Isafírði. Þó að Solla hafi verið komin talsvert yfir áttrætt tók hún ekki annað í mál en að fara í sjóferð inn Djúp til að líta á æðarvarpið þótt hluti ferðarinnar hafi verið á gúmmíbát og landað hafi verið í stórgrýttri fjöra. Milli Sollu og móður minnar, Mai'- íu, yngstu systur hennar, vora alltaf sterk tengsl. Vai'la leið sá dagur að þær hringdust ekki á. Eftir lát mömmu fyrir níu áram átti ég ævin- lega bakhjarl í Sollu. Margoft hringdi hún í mig þegar henni fannst of langt liðið síðan hún heyrði í mér og í ófá skiptin bytjaði hún svona: „Værir þú ekki til í að koma í smáheimsókn?" Og ævinlega fór ég rikari en ég kom því fram til hinsta dags íylgdist hún mjög vel með bæði fjölskyldumálum jafnt og þjóðmálum. Eg kveð nú með söknuði ástkæra móðursystur og yndislega vinkonu. Sólveig Stefánsson. Það var á einum af sólríkustu dög- um þessa hausts að Solveig Svein- bjarnardóttir lagði upp í sína hinstu ferð. Solveigu, eða Sollu frænku eins og hún var alltaf kölluð á mínu heimili, kynntist ég fyrir tuttugu og þremur áram þegar ég giftist syst- ursyni hennar, Ragnari, syni Maju, yngstu systur hennar. Því háttaði þannig til að við byrjuðum okkar bú- skap á neðri hæðinni á Álfaskeiði 38. Mér hefur alltaf þótt vænt um þessi ár ekki síst vegna þess að þarna byrjuðu tengdaforeldrar mínir einnig sinn búskap. Hafnarfjörð þekkti ég lítið þar sem ég hafði alist upp vestast í vesturbænum þ.e. á Seltjarnarnesinu og var ekki alveg viss um að ég gæti búið lengi svo langt frá heimahögunum. Það er til merkis um það hve vel mér var tekið i firðinum að hér bý ég enn. Hjá Sollu var gott að búa og fæddust tveir eldri synir okkar á þessum ár- um. Þeir nutu frá fyrstu tíð athygli hennar og umhyggju sem og öll önn- ur börn í þessari fjölskyldu því Solla var mjög barnelsk. Aldrei hefur sá afmælisdagur liðið að hún hafi ekki annaðhvort komið færandi hendi eða slegið á þráðinn. Það var notalegt að vita af henni þegar ég var að stíga mín fyrstu skref í barnauppeldis- málum og alltaf gaf hún sér tíma til þess að skreppa niður í morgunkaffi og athuga hvernig gengi. Tengslin við Sollu hafa alltaf haldist mikil þótt við flyttum af Álfaskeiðinu hvort sem við höfum búið hér heima eða erlendis. Eftir lát Maju tengda- móður minnar fyrir níu áram hafa mín börn svo og öll barnabörnin not- ið ríkulega hennar umhyggju. Solla var afar svipíríð kona og yfir henni var mikil reisn, hún fylgdist vel með öllu. Þrátt fyrir háan aldur og væga heilsukvilla sem honum fylgja hélt hún sér ótrálega vel og einhvern veginn fannst manni hún ekkert eldast. f dag kveð ég því kæra vinkonu, maðurinn minn ástkæra móðursyst- ur og börnin mín umhyggjusama ömmusystur. Að lokum votta ég börnum hennar, tengdadóttur og barnabörnum samúð mína. Lilja Jónsdóttir. Elsku Solla frænka, mig langar í nokkram orðum að kveðja þig. Alltaf hefui- verið mikill samgangur á milli fjölskyldna okkar og á mínum yngi’i áram var heimili þitt eins og mitt annað heimili. Mér er það mjög minnisstætt að þegar bræður mínir fóra í sveit út í Skáleyjar, þá fór ég nokkur sumur í „sveit“ upp í Hval- fjörð til þín og Lofts áður en foreldr- ar mínir fluttust norður til Akureyr- ar. Síðar meir átti ég eftir að vinna átta sumur uppi í Hvalstöð, leynt eða ljóst undir þínum verndarvæng. Solla mín, ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Ég man þegar ég var í „fóstri" hjá þér uppi í Hvalstöð. Þá fannst mér stundum þú vera dálítið ströng og hafðir ákveðnar reglur, sem ég hafði ör- ugglega mjög gott af og margt var það sem þú kunnir skil á og kenndir mér, svo sem að afhýða appelsínur. Ég man hvað ég var dolfallinn yfir þessari tækni sem þú notaðir og ég nota þá aðferð ennþá í dag. Margt er það sem ég get ennþá lært af þér og tekið til eftirbreytni, svo sem þitt jákvæða hugafar, alltaf sást þú það jákvæða í fólki og aldrei heyrði ég þig hallmæla neinum. Einnig hvað þú fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu og hvað þú varst opin fyrir nýjungum á öllum sviðum. Ég bið Guð að blessa þig, elsku Solla mín, ég veit í hjarta mínu að nú ert þú aftur komin í káta systra- hópinn, með mökum og vinum og hjá ykkui' ríkir gleði og friður. Birna, Kristján og Auðbjörg og fjölskyldur ykkar, Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Stefán Brandur. Mér er kær minningin um Sol- veigu Sveinbjarnardóttur. Síðast sá ég hana í Hvalfirðinum. Það var dag- inn sem Loftur hefði orðið 100 ára. Við Kristrán áttum leið um og litum inn. Auðvitað sagði aldurinn til sín, sjónin hafði daprast en innri hlýju stafaði frá henni eins og alltaf. Rödd- in var söm, alúðin og gestrisnin. Það sópaði að þeim hjónum Sol- veigu og Lofti Bjarnasyni. Hann var einn af fremstu athafnamönnum landsins um óratuga skeið, mikill persónuleiki og ógleymanlegur öll- um sem honum kynntust. Oft reyndi mikið á hann, sjávarafli er svipull og sveiflur á mörkuðum. En hann var framsýnn og forsjáll og lánsamur í skjótum ákvörðunum, enda bjó hann yfir mikilli þekkingu. í sínu erilsama starfi naut hann Solveigar, sem var mikil húsfreyja, stóð fast að baki manni sínum, greind, gáfuð og skemmtileg. Þau hjón vora höfðingj- ar heim að sækja, vinföst og vin- mörg og drengir góðir. Lífið í Hvalfirðinum var sérstakt og laut sínum lögmálum. Við voram nokkrir, sem höfðum verið þar árum saman, sumir áratugum saman. Við bundumst sterkum vináttuböndum, ólíkir, sumir hrjúfir, en bestu karlar inni við beinið allir saman og öllum þótti okkur vænt um Loft og Sol- veigu. Hún gaf þessu litla samfélagi svip, mildaði það, og við fylgdumst grannt með þegar við sáum hana koma gangandi í sólskini og sunnan- vindi sem er oft í Hvalfirðinum. Mér finnst ég standa á planinu og mynd- in blasir við mér. Með þessum fáu línum fylgja sam- úðarkveðjur okkar Kristránar með þakklæti fyrir árin í Hvalnum. Söknuður ykkar, Birna og Kristján, eftir Solveigu er sár og djúpur, og fjölskyldunnar allrar. Solveig var mikil kona, einstök kona, og hún bar sig vel til hinstu stundar. Blessuð sé minning hennar. Halldór Blöndal. Solveig Sveinbjarnardóttir er í dag kvödd hinstu kveðju. Þar með er lokið langri og farsæOi ævi merkrai' konu. Með Solveigu er genginn síðasti fulltrúi þeirrar kyn- slóðar fullorðins fólks, sem næst mér stóð í æsku. Að kynnum okkar Solveigar vai' lagður grannur, þegar faðir minn og Loftur Bjarnason hófu árið 1936 samstarf um útgerð togar- ans Venusar frá Hafnarfirði, faðir minn sem skipstjóri, Loftur sem framkvæmdastjóri. Með þeim tókst brátt vinátta, sem entist meðan báð- ir lifðu. Loftur hafði á þessum áram umsjón með rekstri fleiri fiskiskipa. Ég kynntist síðar eðliskostum hans sem snjalls útgerðaimanns, en mér er minnisstætt frá æskuáranum, hversu annt honum var um velferð fjölskyldu minnar aOrar, glaðværð hans og örlæti við okkur systkinin. Bráðkaupsdag þeirra Solveigar og Lofts vorið 1939 bar upp á af- mælisdag minn. Mér hefur fundist það vera til marks um ástríkt hjóna- band þeirra, að þessa dags var oft minnst síðar með mikilli gleði. Milli Lofts og Solveigar og foreldra minna var ávallt mikill samgangur, byggður á vináttu og virðingu. Þau tryggðabönd hafa síðar færst yfir til barna þeirra og barnabarna. Þegar hugurinn reikar yfir liðna tíð, staðnæmist ég gjarnan við það, hversu vel Solveig studdi Loft í störfum hans og áhugamálum. Eitt stærsta verkefni Lofts á lífsleiðinni var uppbygging Hvals hf. Hann var foimaður stjórnar félagsins frá upp- hafi þess 1947 til æviloka 1974 og jafnframt framkvæmdastjóri þess að undanskildum rámlega tveim fyrstu áranum. Segja má, að Solveig hafi verið hægri hönd hans við reksturinn. Á vertíðum héldu þau heimili í hvalstöðinni í Hvalfirði. Sú sérstæða starfsemi, sem þarna fór fram, dró að sér mikla athygli ferða- manna. Þangað komu m.a. erlendir vísindamenn og gestir íslenski'a stjórnvalda. Mjög gestkvæmt var hjá húsbændunum í hvalstöðinni og móttökur ávallt höfðinglegai', þótt stundum væri fyrii’vari lítill. Eftir andlát Lofts hygg ég að Solveig hafi sótt alla aðalfundi Hvals hf., hinn síðasta fyrir 5 mánuðum. Kristján son sinn, sem tók við af Lofti sem framkvæmdastjóri, hefur hún stutt með ráðum og dáð. Til hinstu stund- ar vora henni kærar þær husjónir, sem starfsemi Hvals hf. byggðust á. Henni var að því raun, hversu hægt hefur miðað að því að eyða óvissu um hvert framhaldið verður um hlutverk fyrirtækisins. Það er mér mikil gæfa að hafa notið vináttu og trausts þeirra Lofts og Solveigar. í starfi sínu var Loftur mér íyrirmynd um margt, sem ekki verður numið af bókum. Líf Solveig- ar bar vitni tráarstyrk, staðfestu og einlægri umhyggju fyrir náungan- um. Megi minningin um hana gefa afkomendum hennar og vinum gleði og styrk. Fyrir hönd fjölskyldu minnar færi ég systkinunum Bimu og Kristjáni og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Árni Vilhjálmsson. Fyrir réttu úri efndu þeir sem vora að alast upp á þeim hluta Álfa-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.