Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 26.10.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 4?T skeiðsins í Hafnarfirði, sem iyrstur byggðist, til samkomu meðal „frum- býlinganna". Þetta voru jafnaldrar Birnu og Kristjáns, barna Solveigar Sveinbjarnardóttur og Lofts Bjarnasonar, fæddir á fímmta ára- tugnum og í byrjun þess sjötta. Eldri kynslóðinni var einnig boðið að taka þátt. Þótt flestir „frumbýl- inganna" væru löngu farnir af Álfa- skeiðinu var þátttaka mjög góð. Gömul kynni voru rifjuð upp og mik- il og góð stemmning ríkti. Aldurs- forseti í þessum hópi var Solveig, þá 91 árs. Erfítt var að ímynda sér að þar færi kona komin á tíræðisaldur, svo ern sem hún var. Hún naut þess að hitta fyrrum nágranna, spurði frétta og hafði engum gleymt. Þannig sé ég hana íyrir mér gegn- um árin, njótandi sín í félagsskap annarra. Hún hafði lifandi áhuga á fólki og þjóðfélagsmálum og fór ekki í manngreinarálit. Við Birna kynntumst smástelpur á „frumbýlisárunum" og sátum síð- an saman allan barnaskólann. Sú vinátta sem þá tókst með okkur hef- ur haldist æ síðan. Eg var heima- gangur á Álfaskeiði 38 öll mín bernsku- og æskuár og kynntist því vel heimilisfólkinu. Þetta var glæsi- legt heimili, heimilisbragui' skemmtilegur og þar var oft mjög gestkvæmt, enda voru þau Solveig og Loftur gestrisin og vinmörg. Þarna bjuggu auk Solveigar, eigin- manns hennar og barna, Daníelína, móðir hennar, og á neðri hæðinni fólk tengt þeim hjónum fjölskyldu- eða vináttuböndum. Eg minnist þarna Maju, systur Solveigar og hennar fjölskyldu, Önnu og Egils og ekki síst Syi'e systkinanna sem Sol- veig reyndist hinn besti vinur. Sol- veig var með afbrigðum trygglynd og ræktarsöm. Þess nutu ekki að- eins systur hennai' fjórar og fjöl- skyldur þeirra, heldur vinkonurnar frá ísafírði og íjölmargir aðrir ætt- ingjar og vinir þeirra Lofts og barna. Einnig sýndi hún starfs- mönnum hjá Hval og Venusi mikla tryggð og vinsemd og átti við marga þeirra töluverð samskipti. Sterkur persónuleiki Solveigar mótaði samskipti hennar við annað fólk. Hún laðaði að sér fólk með lífskrafti sínum og áhuga á lífinu. Hún hafði mjög ákveðnar skoðanir og hélt þeim á lofti án þess þó að vera dómhörð á persónur. Skoðanir okkar fóru ekki alltaf saman og mér þótti hún oft nokkuð stjórn- söm, en það varpaði þó ekki skugga á samskipti okkar, enda var hún ekki langrækin. Hún var hreinskil- in og sýndi ávallt mikið æði-uleysi þegar á móti blés. Missir Solveigar var mikill þegar Loftur féll frá fyrir 25 ái-um, en hún bar ekki tilfinning- ar sínar á torg, þá fremur en endranær, og hélt sínu striki. Þau Loftur höfðu átt gott líf saman. Þau báru einlæga virðingu hvort fyrir öðru og studdu hvort annað með ráðum og dáð. Solveig var svo lánsöm að halda andlegri reisn allt til hinstu stundar. Líkamleg heilsa hennar var einnig lengst af góð, ef frá er talin mjög skert sjón allmörg síðari árin. Þrátt fyrir háan aldur bjó hún alla tíð á eigin heimili - síðustu árin í skjóli Birnu dóttur sinnar, þar til fyrir nokkrum vikum að hún var lögð inn á sjúkrahús. Aðdáunarvert var hvernig hún, eftir að sjónin hvarf henni að mestu, nýtti sér hljóðvarp- ið og snældur frá Blindrabókasafni Islands til að fylgjast með fréttum sér til ánægju og lífsfyllingar. Ekk- ert virtist fara fram hjá henni. Hún kom hins vegar oft að tómum kofun- um hjá okkur sem yngri vorum. _ Eg þakka Solveigu samíylgdina. Eg met mikils þá tryggð sem hún og hennar fólk hafa sýnt mér. María Þ. Gunnlaugsdóttir. Það voru forréttindi að fá að eiga vináttu Solveigar Sveinbjarnardótt- ur, sem er kvödd í dag. Solveig var fyrir margra hluta sakir einstök. Hún var gædd einstæðum hæfileik- um í mannlegum samskiptum. Hún naut þess að hitta fólk og ræða við það um málefni sem skiptu máli. Hún hafði sterka nærveru og fólki leið vel í félagsskap hennar. Hún sagði skoðun sína á hverju máli óhikað en hafði engu að síður aðgát í nærvem sálar. Hún var ákaflega ræktarsöm og hafði ríka samúð með þeim sem voru bágstaddir. Hún eignaðist stóran vinahóp sem hún fylgdist alla tíð vel með. Kynslóðabil var henni nær óþekkt íyrirbrigði og því urðu vinir barna hennar og síðar bamabarna hennar vinir. Hlutverk hennar sem eins konar húsfreyja í hvalstöðinni um áratugaskeið var mjög óvenjulegt en óhætt er að full- yrða að fáir vinnuveitendur hafí not- ið jafn mikils trausts og vináttu starfsmanna en þau hjón, Solveig og Loftur Bjamason. Solveig naut þeirrar gæfu að eld- ast lítt þótt ámnum fjölgaði og sjón- in dapraðist. Hún var alltaf jafn ung í anda og minnið brást henni aldrei. Langri og gifturíkii ævi er lokið. I dag er mér efst í huga þakklæti fyr- ir allar góðu minningarnar um ein- staka konu. Bjami Þórðarson. Það var í janúar 1973, eldsumbrot á Heimaey og fímm þúsund manns yfirgáfu heimili sín og fluttu upp á fastalandið. Landsmenn bragðust skjótt við að útvega húsnæði fyrir Eyjamenn. Þeirra á meðal vora Sol- veig og Loftur. Við fjölskylda mín fengum leigða litlu íbúðina á jarðhæðinni hjá þeim í Álfaskeiðinu. Vinkona Solveigar, sem bjó þar þá, vildi fyrir alla muni flytja sig annað svo við gætum feng- ið íbúðina, og var okkur vel tekið. Með okkur tókust góð kynni. Þó að aldursmunur væri mikill, reyndist Solveig mér sem besta vinkona. Þetta tímabil okkar í Hafnarfirði var ég mikið ein með börnin okkar tvö þar sem eiginmaður minn var mikið úti í Eyjum við vinnu. Þann tíma kom Solveig niður til mín á hverju kvöldi að bjóða góða nótt, og fannst mér það mjög notalegt. Það var alltaf gaman að spjalla við Solveigu, hún var mjög sérstök kona, alltaf hress og skemmtileg. Hún var mjög lagleg fullorðin kona, augun dökk og falleg, og á sumrin varð hún svo fal- lega sólbrún og hraustleg. Haustið okkar í Hafnarfirði tókum við slátur saman ásamt Birnu, dóttur þeirra hjóna. Við saumuðum vambir og suðum slátrið í eldhúsinu mínu niðri og höfðum allar gaman af, og ekki síður Loftur, sem kunni vel að meta þessa sláturgerð okkar. Loftur kall- aði son okkar, þá um tveggja ára, litla flensai’ann, en það vora hval- skurðarmenn í Hvalfirðinum kallað- ir. Þessi tími okkar í Hafnai’firði, eitt og hálft ár, er okkur fjölskyld- unni mjög minnisstæður, einmitt fyrir tilstilli þeirra Solveigar og Lofts og það var með trega að við fluttum aftur til Eyja. 1 gegnum árin höfum við hitt Sol- veigu og Loft, meðan hann lifði, í Hvalfirðinum hjá foreldram mínum, sem unnu þar, annað hvort í kaffi í bragganum hjá þeim, eða í Solveigar bragga. Síðast þegar við hittum Sol- veigu í Hvalfirðinum kom hún í kaffi í ferðabfiinn til okkar ásamt Sol- veigu frænku sinni, og sagði okkur fi’á Japansferð, sem þær frænkur höfðu nýlega farið í saman. Hún rifj- aði líka upp skútusiglingu, sem þau Loftur höfðu eitt sinn farið í, en inn- réttingar ferðabílsins minntu hana á innréttingar skútunnar. Það var alltaf gaman að hitta Solveigu. Nú sakna ég þess að hafa ekki hitt hana oftar, en oft á ferðum okkar höfum við keyrt um Álfaskeiðið og rifjað upp vera okkar þar og ákveðið að í næstu ferð skyldum við heimsækja Solveigu. En úr því verður ekki nú. Við kveðjum Solveigu með sér- stöku þakklæti og virðingu. Ástvin- um hennar vottum við fjölskylda mín okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning Solveigar. Jóna Andrésdóttir. Kveðja frá Kvenfélagi Fríkirkjunnar í Hafnarfirði Já, nú er lífsljós frú Solveigar slokknað, efth’ langan og góðan lífs- feril. 93 ár voru góður tími og far- sæll. Solveig vai- afai’ vel gerð kona og afar hlýleg og viðræðugóð. Hún hafði alveg sérstaklega gott minni og fylgdist vel með öllu sem var að gerast hvort sem það var hér í félag- inu okkar eða í einhverju sem snerti samfélagið, hún var vel heima í öllu. Mín kynni af frú Solveigu vora þegar ég gekk í Kvenfélag Fríkirkj- unnar árið 1990. Það var þétt og gott handtakið sem ég fékk þá frá henni þegar hún bauð mig velkomna í félagið. Fríkirkjan og kvenfélagið vora henni afar kær og sýndi hún því alla tíð mikla ræktarsemi bæði í orðum og verkum. Hér á yngri áram starfaði hún mikið fyrir félagið og var í ýmsum nefndum þess. Þau era ómetanleg öll verkin sem hún lagði til félagsins okkar. Frá því ég kom í félagið okkar held ég að frú Solveig hafi mætt á alla fundi félagsins fyi’ir utan einn fund á síðastliðnum vetri, hún komst þá ekki vegna lasleika. Þá sendi hún samt til okkar félagskvenna kærar kveðjur. Á síðastliðnu ári varð kven- félagið okkar 75 ára og þá ákváðum við félagskonur að gera okkur daga- mun og halda upp á þessi tímamót. Var ákveðið að halda í rútuferð aust- ur í Þorlákshöfn og skoða þar hina fallegu kirkju og síðan var ekið í gegnum Eyrarbakka og Stokkseyri. Síðan lá leiðin að Básum í Ölfusi og þar var borðað og gert ýmislegt sér til gamans fram eftir kvöldi. I þessa ferð fór frú Solveig með okkur orðin þetta fullorðin og hafði mikla ánægju af. Þetta sýnir best dugnað- inn og viljann sem frú Solveig hafði. Mér var það sérstök ánægja og gleði þegar ég fékk þann heiður að gera frú Solveigu að heiðursfélaga í Iívenfélagi Fríkirkjunnar á 90 ára afmælisdegi hennar 21. ágúst 1996. Þá var ég nýtekin við sem formaður félagsins. Solveig átti þennan heiður svo sannarlega skilinn fyrir vel unnin störf, kæi’leika og velvilja í garð fé- lagsins okkar sem við þökkum nú. Solveig var sú persóna sem seint gleymist í minningunni, hún var kærleiksrík og vinaföst og gaf mikið af sér og lét svo margt gott af sér leiða í gegnum lífsgöngu sína. Við félagskonur sendum þér nú að leiðarlokum sérstakar þakkir fyrir ánægjuleg samstarfsár því þau eru orðin mörg og allar glaðar og góðar stundir sem við áttum saman. Eg enda svo þessi minningarbrot frá okkur kvenfélagskonum. Farð þú í friði, kæra Solveig okk- ar. Friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt. Börnum Solveigar sendum við innilegar samúðarkveðjur, Kristjáni og hans fjölskyldu, Birnu og hennar börnum. Kæra Birna okkar, sem er ritari í okkar stjórn. Mundu að góð móðir er gulls ígildi sem við geymum í okkar hjarta. Þú varst henni stoð og stytta og gafst henni ást og mikla umönnun. Guð veri með þér og gefi þér styrk í sorginni. Fyrir hönd Kvenfélags Fríkirkj- unnar. Ingibjörg Þorgeirsdóttir formaður. Kveðja frá Inner Wheel, Hafnarfirði Láttu gott af þér leiða. Þessi orð, sem era einkunnarorð Inner Weel þetta starfsár koma upp í hugann er við kveðjum Solveigu Sveinbjai-nar- dóttur, heiðursfélaga klúbbsins. Hún var einn af stofnfélögum Inner Wheel klúbbsins í Hafnarfirði 1976 og starfaði í klúbbnum alla tíð síðan. Hún var í hópi virkustu félaganna. Hvort sem um var að ræða venju- lega fundi, skemmtifundi eða ferða- lög mætti Solveig ávallt og lét hvorki aldur né dapra sjón hin síðari ár aftra sér frá því. Markmið Inner Wheel era m.a. að auka sanna vin- áttu og efla mannleg samskipti. Sol- veig átti mjög vel heima í félagsskap með slík markmið því hún hafði bæði áhuga og ánægju af samskiptum við aðra og ræktaði vináttu sína við fjöl- marga sem hún kynntist á lífsleið- inni. Það var henni einfaldlega eðlis- lægt að láta gott af sér leiða. Inner Wheel félagai’ þakka Solveigu sam- fylgdina og senda fjölskyldu hennar innilegai’ samúðai’kveðjur. Kristín Guðmundsdóttir, forseti Inner Wheel, Hafnarfirði. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, AUÐUR J. AUÐUNS, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í dag, þriðjudaginn 26. október, kl, 13.30. - 3 Jón Hermannsson, Kolbrún Jóhannesdóttir, Einar Hermannsson, Kristín Guðnadóttir, Margrét Hermanns Auðardóttir, Sigfús Björnsson, Árni Hermannsson, Erla Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær bróðir minn og frændi okkar, HAFSTEINN SVEINSSON, Jökulgrunni 6 v/Hrafnistu, áður til heimilis í Nökkvavogi 16, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Litlu kapellunni í Foss- vogi miðvikudaginn 27. október kl. 15.00. Pétur Sveinsson, Kristín Sveinbjörnsdóttir, Sigurður Pétursson, Ólöf Högnadóttir, Droplaug Pétursdóttir, Áskell Jónsson, Þóra Pétursdóttir, Flosi Jakobsson og barnabörn. + Þökkum innilega þá samúð og vináttu, sem okkur hefur verið auðsýnd við andlát og útför HERMANNS PÁLSSONAR, Vallargötu 16, Vestmannaeyjum. Margrét Ólafsdóttir, Ólafur Hermannsson, María J. Ammendrup, Ingveldur Hermannsdóttir, Sigurður M. Jónsson, Guðbjörg Hermannsdóttir, Bela von Hoffmann og barnabörn. t. + Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, HELGU BENEDIKTSDÓTTUR frá Bergsstöðum. Sérstakar þakkir fyrir góða umönnun á Sjúkra- húsi Húsavíkur. Fyrir hönd aðstandenda. Jónasína Arnbjörnsdóttir, Benedikt Arnbjörnsson, Hólmfríður Arnbjörnsdóttir, Aðalsteinn Arnbjörnsson. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, HULDU GUÐRÚNAR GUÐRÁÐSDÓTTUR, Ásgarði 77, Reykjavík. Garðar Sigurðsson, Rannveig Lilja Garðarsdóttir, Valgeir Ásgeirsson, Sigurður Garðarsson, Ingveldur Magga Aðalsteinsdóttir, Þórey Garðarsdóttir, Hjörtur Blöndal og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.