Morgunblaðið - 26.10.1999, Síða 51

Morgunblaðið - 26.10.1999, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 5 Námsferð Garðyrkjuskólans til Englands haustið 1999 - fyrri hluti Glæsileg höggmynd í garðinum í Wisley. SÚ HEFÐ hefur skapast við Garðyrkjuskóla ríkisins að hver ár- gangur skólans fer í náms- og kynn- isferð til útlanda einu sinni á náms- tímanum. Ferð þessi er farin að hausti annars skólaárs nemendanna og skipulögð með góð- um fyrirvara. Nemend- ur standa sjálfír straum af kostnaði við ferðina og fara ýmsar leiðir í fjáröflun sinni, selja nánustu ættingjum kló- settpappír í áskrift, halda bingó með dular- fullum vinningum, gefa út blað og margt fleira. Þó má segja að drýgst- ur hluti farareyrisins komi inn á sumardag- inn fyrsta en þá er opið hús í Garðyrkjuskólan- um og sjá nemendur um að skipu- leggja dagskrá allan daginn. Kennt er á fimm brautum við Garðyrkju- skólann, blómaskreytingabraut, garðplöntubraut, skrúðgarðyrkju- braut, umhverfísbraut og ylræktar- braut og var lögð á það áhersla að hver nemendahópur sæi eitthvað sem tengdist viðkomandi sérgrein. Að þessu sinni var farið til Suður- Englands. Með nemendum í för voru skólastjóri og tveir kennarar en síðar bættust tvær kjarnorku- konur í hópinn, þær Jóhanna Katrín Helgadóttir, stjómmálafræðingur, sem þarna var í hlutverki túlks, og Ragnhildur Skarphéðinsdóttir, landslagsarkitekt, sem leiddi skrúð- garðyrkjunema í allan sannleika um garðamenningu Lundúnaborgar. Námsferðin hófst með heimsókn í garð Konunglega breska garðyrkjufélagsins (RHS) í Wisley. Garð- ur þessi var stofnaður fyrir hartnær 100 ár- um og hefur vaxið að umfangi með árunum. Á hverju ári heimsæk- ir um hálf milljón manna garðinn og fjölgar gestum ár frá ári. Mikill fjöldi garð- yrkjumanna starfar í garðinum auk þess sem þar eru um 30 nemendur í garðyrkju- námi. Garðurinn er tæpir hundrað hektarar að stærð og í raun má segja að einn dagur dugi engan veginn til að gera honum nógu góð skil. Þar er að finna um fjörutíu þúsund mismunandi teg- undir af garðplöntum en ai'fí virðist ekki þrífast þar vel að sama skapi. I Wisley fara fram umfangsmiklar prófanir á garðplöntum þar sem metið er hvort viðkomandi plöntur séu nógu góðar til ræktunar í görð- um. Þær plöntur sem sleppa í gegn- um síuna fá sérstaka vottun, AGM (Award of Garden Merit) og þykir það að sjálfsögðu mjög eftirsóknar- vert. Allur hópurinn fékk leiðsögn um garðinn fyrir hádegi en því mið- ur rigndi eins og hellt væri úr fötu allan tímann, nema rétt í hádeginu þegar allir sátu inni á veitingastað garðsins og snæddu hádegisverð. Að hádegisverðinum loknum fór hver braut og skoðaði viðkomandi deild garðsins en garðinum er skipt upp í fjölmargar deildir; umhverfis- deild, grænmetis- og ávaxtadeild, viðhaldsdeild, sem sér um umhirðu á grasflötum og fullvöxnum trjám, fjölæringadeild o.fl. Eftir gönguferð um garðinn gerðu garðyrkjunem- arnir (og kennararnir) sitt besta til að eyða gjaldeyrinum sínum í bóka- búð garðsins en hún hefur, merki- legt nokk, sérhæft sig í garðyrkju- bókum! Annan dag ferðarinnar skiptist nemendahópurinn í þrennt, blóma- skreytinganemarnir fóru og heim- sóttu garðyrkjuskólann Writtle Col- lege en þar er mjög góð blóma- skreytingadeild. Garðplöntubraut, ylræktarbraut og skrúðgarðyrkju- braut keyrðu upp til Birmingham og þrömmuðu þar um risavaxna garðyrkjusýningu. Sýning þessi nefnist Glee og er haldin árlega í september en þar sýna um 1.000 fyrirtæki afurðir sínar, hvort sem um er að ræða plöntur, mold, potta eða annað sem tengist garðyrkj- unni. Umhverfisbrautin eyddi deg- inum í Windsor Great Park en hann liggur umhverfis Windsor kastala og er engin smásmíði. Yfirgarð- yrkjumaður drottningarinnar var með nemendunum fyrir hádegi en eftir hádegi tók yfirskógarvörður hennar hátignar við og það verður að segjast eins og er að þetta hljóm- ar eins og setning úr ævintýrinu um Mjallhvíti. Það er varla hægt að fara til Eng- lands án þess að koma við í konung- lega grasagarðinum í Kew. Þar eyddi bróðurpartur hópsins þriðja deginum. Maðurinn sem ætlaði að taka á móti hópnum var svo hepp- inn að hann komst óvænt í fræsöfn- unarferð til Kína og lagði af stað að morgni þessa dags en vinnufélagar hans hlupu í skarðið og stefndu hópnum inn í nýbyggt gróðurhús sem kostaði væna fúlgu. Kew garð- urinn var stofnaður í kringum 1750 og þar eru enn til tré sem gróður- sett voru við stofnun garðsins. Eins og í Wisley þá er Kew garðurinn það stór að hópurinn fékk einungis nasaþefinn af því sem þar er að finna en þarna gafst tækifæri til að skoða aðstöðuna bak við tjöldin^r Blómaskreytingabrautin hélt hins vegar af stað til Leeds til að heim- sækja fyrirtæki á blómaskreytinga- sviðinu. Guðríður Helgadóttir, fagdeildarstjóri garðplöntubrautar. BLOM VIKUNMR 424. þáttur llmsjón Sigríður Hjartar AIU GLYSINGÁ FUIMOIR/ MANIMFAGNAÐUR Verzlunarskóli íslands Fræðslufundur um forvarnir og vímuefni verður haldinn í dag, þriðjudaginn 26. október, kl. 20.00 í hátíðarsal skólans (2. hæð). Þar mun Einar Gylfi Jónsson, sálfræðingur, flytja erindi um þátt foreldra í forvörnum og Eiríkur Pétursson, rannsóknarlögreglumaður, talar um vímuefnamál frá sjónarhorni lögreglu. Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að fjölmenna. Norræna stjórnsýslusambandið Aðalfundur íslandsdeildarinnar verður haldinn í Borgartúni 6föstudaginn 29. október 1999 kl. 16.00. HUSNÆÐI I BOOI íbúð til leigu í miðborg Barcelona Leigist allt frá viku upp í mánuð. Upplýsingar í síma 899 5863, fyrir hádegi (Helen). LISTMUNAUPPBOÐ Listmunir Erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð. Fyrirviðskiptavini leitumviðað verkum eftir Þórarinn B. Þorláksson, Jón Stefánsson, Ásgrím Jónsson, Kristínu Jónsdóttur, Gunnlaug Blöndal og Gunnlaug Scheving. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14, s. 551 0400. KENNSLA VINNUEFTIRLIT RIKISINS Administration of occupational safety and health Bíldshöfða 16 ■ Pósthólf 12220 • 132 Reykjavík Réttindanámskeið fyrir bílstjóra um flutning á hættulegum farmi Athugið að vegna mistaka birtist röng dagsetning um fyrirhugað námskeið á Reyðarfirði í auglýsingu í Morgunblaðinu sunnudaginn 24. október 1999. Rétt dag- setning er 4.-7. nóvember 1999. Fyrirhugað er að halda námskeið, ef næg þátt- taka fæst, fyrir stjórnendur ökutækja, sem vilja öðlast réttindi (ADR-skírteini) samkvæmt reglu- gerð nr. 139/1995 til að flytja tiltekinn hættuleg- an farm á vegum á íslandi og innan Evrópska efnahagssvæðisins. Reyðarfirði 4.-7. nóvember 1999: Grunnnámskeið og flutningur í tönkwn. Námskeiðsgjald er kr. 28.000, fyrir grunnnám- skeið og kr. 9.100 fyrir námskeið um flutning í tönkum. Greiða skal staðfestingargjald kr. 10.000 fyrir grunnnámskeið og kr. 5.000 fyrir síðara námskeiðið í síðasta lagi viku fyrir upp- haf námskeiðanna. Skráning og nánari upplýsingar hjá umdæmis- skrifstofu Vinnueftirlits ríkisins, Bláskógum 3, 700 Egilsstöðum, s. 471 1636, fax 471 2017, netfang vinnueftirlit@ver.is. V FELAGSSTARF Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi verður haldinn í dag, þriðjudaginn 26. október, kl. 17.00 í Valhöll, Háaieitisbraut 1, Reykjavík. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Félags sjálfstæðismanna í Hliða- og Holtahverfi. V Félagsfundur Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, heldur félagsfund í Valhöll, Háaleitisbraut 1, miðviku- daginn 27. október nk. Fundurinn hefst kl. 20.00 stundvíslega. Dagskrá: Kosning uppstillingarnefndar. Gestur fundarins, Stefania Óskarsdóttir, stjórn- málafræðingur, ræðir um konur og lýðræði. Sjálfstæðiskonur, fjölmennum! Stjórnin. TIL SOLU Pallanet Þrælsterk og meðfærileg. Hentug í skjólgirðingar. Rúllur 3x50 m og 2x50 m. Verð pr. fm 99.50 m. vsk. HELLAS, Suðurlandsbraut 22, s. 551 5328,568 8988, 852 1570, 892 1570. SMAAUGLYSINGAR ATVINNA Hárskerar — hárskerar Hárskera vantar é litla rakara- stofu. Vinnutími samkvæmt samkomulagi. Upplýsingar í sfma 862 5186. FELAGSLIF □ Hamar 5999102619 I □ HUN 5999102619 VI □EDDA 5999102619 I - 1 ATKV I.O.O.F. Rb. 1 ■ 14910268- m | Aðaldeild KFUK, Holtavegi ^ Fundur í kvöld kl. 20.30. Biblíu- lestur í umsjá Kristjáns Búason- ar. Allar konur velkomnar. augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.