Morgunblaðið - 26.10.1999, Page 52

Morgunblaðið - 26.10.1999, Page 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 JS--------------------------- MORGUNBLAÐIÐ DANS Haukur Freyr Hafsteinsson og Hanna Rún Óladóttir komu, sáu og sigruðu. Arnar Georgsson og Tinna Rut Péturs- dóttir tóku sig vel á dansgólfinu. Grétar Ali Khan og Jóhanna Berta Bern- burg í öruggum Paso Double-sporum. Jón Þór Jónsson og Unnur Kristín Óladóttir. ÞAÐ var á haustdögum 1989 sem Dansskóli Jóns Péturs og Köru var stofnaður. Fyr- ir ungt fólk, þau Jón Pétur Úlfljótsson og Köru Arngrímsdóttur, eigendur skólans, var það stór ákvörðun að leggja út í stofnun fyrir- tækis sem þessa. Nú hefur skólinn “^erið starfræktur í 10 ár og er stærri en nokkru sinni fyrr og því má með sanni segja að þetta hafi verið þeim mikið gæfuspor. Nemendur skólans eru á öllum aldri og felst starfsemin aðallega í því að kenna fólki almenn- an dans. I tilefni af afmæli skólans var efnt til mikillar og glæsilegrar afmælis- hátíðar í Laugardalshöllinni sl. laug- ardag að viðstöddu fjölmenni. Dans- hátíðin fól í sér keppni, opna öllum danspörum, annarsvegar og hinsveg- ar sýningar frá nemendum skólans, ^fnúverandi og fyrrverandi. Rúsínan í pylsuendanum var svo sýning heims- meistaranna Marcusar og Karenar Hilton, MBE, sem eiga að baki 16 heimsmeistaratitla, bæði sem áhuga- og atvinnumenn. Keppnin hófst á keppendum í A-, B- og D-flokkum. Þetta eru þeir flokkar sem í eru þeir sem eru að hefja sinn keppnisferil í dansi, en eru kannski ekki að keppa í fyrsta sinn. Allir þessir flokkar, ungir sem eldri, dönsuðu suður-ameríska dansa (lat- in) og stóðu sig allir með stakri prýði. Að öðrum flokkum ólöstuðum fannst mér sérstaklega gaman að sjá flokk Börn I, þ.e. börn 9 ára og yngri. Vandvirkur og vel dansandi hópur. Spennandi og glæsilegt Seinni hluti keppninnar var sér- lega spennandi og glæsilegur, en hann samanstóð af keppni og sýning- um. Hann hófst á sýningu yngstu barnanna og dansinn sem sýndur var var Ykt elding úr söngleiknum Grease, stórskemmtilega útfærð sýning með yngsta fólkinu. í þessum hluta var eingöngu keppt í K- og F- riðlum og var það veizla fyrir augað. Yngstu keppendurnir voru í flokknum Börn I-K og voru það börn 9 ára og yngri. Dans þeirra var sér- lega skemmtilegur og líflegur, en þessir keppendur dönsuðu suður-am- eríska dansa. Það voru Haukur Freyr og Hanna Rún sem báru sigur ui' býtum og þarf það ekki að koma neinum á óvart, því þetta eru frábær- ir dansarar og vel með á nótunum. Flokkur Börn II-K dansaði hina sí- gildu samkvæmisdansa (standard) og gerði það af mikilli list. Jónatan Amar og Hólmfríður fóru með sigur af hólmi eftir sérstaklega glæsilega frammi- stöðu á dansgólflnu. Þeim hefur farið gífurlega mikið fram í standard-döns- unum síðan ég sá þau síðast og eru svo sannarlega á réttri leið. Þau hafa staðið sig vel á erlendum vettvangi í sumar og haust og meðal annars var tbeim boðið til keppni í sínum aldurs- rlokki í haust ásamt tæplega 10 öðrum pörum víða að úr heiminum. Efnilegir dansarar Flokkur Unglingar I&II keppti í suður-amerískum dönsum og döns- uðu 5 pör til úrslita. Það voru Björn Vignir og Hjördís Ösp sem sigruðu _að mínu mati mjög örugglega í þess- Stórkostleg sýning á afmælishátíð „Ýkt elding.“ Þessir litlu dansarar gerðu aldeilis lukku í hóp- dansatriði undir stjórn Jóns Péturs. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Marcus og Karen Hamilton voru með eina glæsilegustu danssýningu sem sést hefur. dans, stórglæsilegar danssýningar og falleg umgjörð. Islendingar gætu eignast heimsmeistara Tíu ára afmælishátíð Dansskóla Jóns Péturs off Köru var veisla fyrir augað og Jóhann Gunnar Arnarson skortir orð til að lýsa frammistöðu heimsmeistaranna Marcusar og Karenar Hilton. um flokki, en þau hafa einungis dansað saman síðan síðsumars. Stór- efnilegir dansarar. Flokkur Unglingar I-F dansaði standard-dansana og samkvæmt venju var vel dansað og keppnin spennandi. Sigurvegarar voru Hrafn og Helga. Þau dönsuðu frábærlega vel, og hef ég ekki séð þau dansa standard-dansana svona vel áður. Þau eru greinilega í uppsveiflu! Unglingar II-F kepptu í latin- dönsum og dönsuðu 4 pör í úrslitum. Þetta var sá flokkur sem mér fínnst hafa sýnt jafnmesta framfor, þ.e. öll pörin eru mun betri en á síðasta keppnisári og það töluvert mikið betri. Öruggir sigurvegarar voru samt Hilmir og Ragnheiður, sem hafa náð góðum árangri að undan- förnu á erlendum vettvangi. Sá flokkur sem var e.t.v. einna mest spennandi var Flokkur áhuga- manna-F. Þessi flokkur keppti í lat- in-dönsum. Eftir mjög harða keppni við Árna og Erlu stóðu Isak og Helga Dögg uppi sem sigurvegarar. ísak og Helga Dögg eru sérlega glæsilegir dansarar og eru tiltölu- lega nýbyrjuð að dansa saman. Þau hafa verið að gera mjög góða hluti í haust og var meðal annars boðið að taka þátt í móti í Hong Kong á haustdögum. Síðastur en ekki sístur var Flokk- ur fullorðinna, sem dansaði latin- dansa. Þessir dansarar eru búnir að stunda dans með góðum árangi'i mörg undanfarin ár. A síðustu miss- erum hafa þau verið að færa sig uppá skaftið og eru farin að stunda dans með frjálsri aðferð. Það var gaman að sjá þessa dansara á gólfínu á laugardaginn. Öruggir sigurvegar- ar voru Björn og Bergþóra, sem eru margfaldir Islandsmeistarar. Þessi danskeppni var í alla staði mjög glæsileg og skemmtileg. Eg vil leyfa mér að segja að þetta hafi verið ein glæsilegasta, ef ekki sú glæsileg- asta, keppni sem ég hefi séð hér á Fróni. Það hélst allt í hendur; góður Rúsínan í pylsuendanum var þó sýning Marcusar og Karenar Hilton, MBE. Þetta er án efa glæsilegasta danssýning sem fyrir augu manna hefur borið hér á landi. Kann ég í raun engin lýsingarorð til að lýsa því hve stórkostleg þessi sýning var, þó er íslenskan rík af lýsingarorðum! Marcus kynnti sýninguna og á milli dansa skipti Karen alltaf um kjól. Meðal þess sem Marcus sagði á ís- lensku var að þeim hjónunum þætti gaman að vera loksins komin til Is- lands. Hann sagði einnig að dans á íslandi væri í mjög háum gæðaflokki og hann efaðist ekki um að ekki væri langt að bíða þess að íslendingar eignuðust heimsmeistara í dansi. Marcus og Karen hafa sjálfsagt unn- ið til allra stórra titla sem hægt er að hugsa sér á keppnisferli sínum. Þeirra stærsta stund er þó eflaust þegar þau veittu MBE-orðunni (Member of the Order of the Bristish Empire) viðtöku. Ég get ekki lýst þessari sýningu frekar eins og fyrr sagði og læt ég hér því staðar numið. En að lokum: Jón Pétur og Kara, til hamingju með afmæli skólans og stórglæsilega danshátíð! ÚRSLIT Börn I-K, latin 1. Haukur F: Hafsteinssy Hanna R. Ólad...................HV 2. Amar D. Péturss7 Gunnhildur Emilsd...............GT 3. Aðalsteinn Kjartanss7 Tinna R. Pétursd..................KV 4. Karl Bemburg/ Helga S. Guðjónsd.................KV 5. Jón T. Guðmundssy Ingibjörg Sigurðard...............HV Börn II-K, standard 1. Jónatan A. Örlygssy Hólmfríður Björnsd................GT 2. Araar Georgssy Tinna R. Pétursd..................GT 3. Baldur K. Eyjólfss/ Erna Halldórsd....................GT 4. Þorleifur Einarss/ Ásta Bjarnad......................GT 5. Bjöm E. Bjömss/ Herdís H. Amalds..................HV 6. Björn I. Pálss/ Asta B. Magnúsd...................KV Unglingar I-II-K, latin 1. Björn V. Magnúss/ Hjördís Ö. Ottosd.................KV 2. Láms Þ. Jóhannss/ Anna K. Vilbergsd.................HV 3. Jón Þ. Jónss/ Unnur K. Ólafsd...................HV 4. Baldur Þ. Emilss./ Dagný'Grímsd......................GT 5. Hermann Ó. Ólafss./ Kolbrún Gíslad....................GT Unglingar I-F, standard 1. Hrafn Hjartars/ Helga Bjömsd......................KV 2. Sigurður R. Amarss/ Sandra Espesen....................HV 3. Davíð M. Steinarss/ Sunneva S. Ólafsd.................GT 4. Agnar Sigurðss./ Elín D. Einarsd...................GT 5. Friðrik Ámas/ Sandra J. Bernburg................GT 6. Ásgrímur G. Logas/ Bryndís M. Björnsd................GT Unglingar II-F, latin 1. Hilmir Jenss/ Ragnheiður Eiríksd................GT 2. Davíð G. Jónss/ Halldóra S. Halldórsd.............GT 3. Grétar A. Khan/ Jóhanna B. Bernburg...............KV 4. Grétar B. Bragas/ Harpa L. Örlygsd..................GT Ungmenni-F, latin 1. ísak H. Ngyen/ Helga D. Helgad...................HV 2. Árni Þ. Eyþórss./ Erla S. Eyþórsd...................KV 3. Hilmir Jenss./ Ragnheiður Eiríksd................GT 4. Hannes Þ. Egilss/ Linda Heiðarsd....................HV 5. Grétar A. Khan/ Jóhanna B. Bernburg...............KV 6. Eðvarð Þ. Gíslas/ Guðrún H. Hafsteinsd..............ÝR Fullorðnir, latin 1. Björn Sveinssy Bergþóra M. Bergþórsd.............GT 2. Jón Eiríkssy Bagnhildur Sandhoit...............GT 3. Eyjólfur Baldurssy Þórdis Sigurgeirsd................GT 4. Eggert Claessen/ Sigrún Kjartansd..................KV 5. Kristinn Sigurðssy Fríða Helgad......................GT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.