Morgunblaðið - 26.10.1999, Side 53
flH________________________________________________________________ . , ......................................................................-...........—__________________________^Jflflfli________________________________________________________________________________________.^JflMflfl
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞRIÐJUDAGUR 26. OKTÓBER 1999 53—
Kalda stríðið
krufið
FULLYRÐINGAR
þess efnis að á íslandi
hafi verið geymd
kjamorkuvopn og
-sprengjur á sjötta
áratuginum hafa vakið
mikla athygli hér á
landi og víða eriendis.
Fréttirnar eiga rætur
að rekja til rannsókn-
ar nokkurra banda-
rískra vísindamanna á
skýrslu frá varna-
rmálaráðuneyti
Bandaríkjanna um út-
breiðslu og staðsetn-
ingu bandarískra
kjarnavopna frá 1945
til 1977. Þá skýrslu
höfðu rannsakendur fengið í hend-
ur í krafti bandarísku upplýsinga-
laganna.
Enn hvílir leynd yfír stórum
hluta skýrslunnar þar sem strikað
hefur verið yfir orð og setningar
svo ekki megi greina ritmál. Nið-
urstaða vísindamannanna er að
nafn íslands hafi verið máð út með
þessum hætti á tilteknum stað í
skýrslunni og draga megi þá álykt-
un af samhenginu að hér hafi verið
geymd kjamorkuvopn á árunum
1956 til 1959. Bandarísk stjómvöld
hafa hins vegar lýst því yfir við
Halldór Asgrímsson, utanríkisráð-
herra, að niðurstaða skýrsluhöf-
unda sé röng.
Nú hefði mátt ætla að ríkisstjórn
Islands hefði séð ástæðu til þess að
fyrra bragði að greina Alþingi frá
framvindu mála og því hvort leitað
hefði verið svara bandarískra yfir-
valda, strax og ofangreind tíðindi
bárust. Sú varð ekki raunin og því
var það að frumkvæði Samfylking-
arinnar að efnt var til utandag-
skrámmræðu um mál-
ið samdægurs á
Alþingi svo að ræða
mætti með hvaða
hætti stjómvöld hygð-
ust bregðast við full-
yrðingum vísinda-
mannanna.
Davíð Oddssyni,
forsætisráðheri-a, sem
hljóp í skarð utanríkis-
ráðherra í umræðunni,
virtist fyrirmunað að
ræða fregnirnar með
málefnalegum hætti.
Forsætisráðherra
hrökk beint í kaldast-
ríðsgírinn og jós úr
skálum reiði sinnar yf-
ir stjórnarandstöðuna fyrir að dirf-
ast að taka málið upp á þingi. Málf-
lutningur sjálfstæðismanna var
reyndar allur með þeim hætti að
ætla mátti að þeim hefði verið kippt
aftur til fortíðar í einu vetfangi.
Kalda stríðinu er lokið og heims-
mynd okkar hefur gjörbreyst. En
það breytir því ekki að við verðum
að hafa kjark til þess að rýna í for-
tíðina og draga af henni lærdóma
sem nýtast við mótun utanríkis-
stefnu sem tekur mið af breyttri
heimsmynd. í ljósi þessa mun Sam-
fylkingin leggja fram á Alþingi
þingsályktunartillögu þess efnis að
vinnuhópur sérfræðinga fái það
verkefni að rannsaka hemaðarlegt
hlutverk íslands í kalda stríðinu,
jafnframt því að fara ofan í saum-
ana á samskiptum okkar við Banda-
ríkin og Sovétríkin á tímum kalda
stríðsins.
í hálfa öld hafa umræður um ut-
anríkismál hér á landi stjórnast af
afstöðu fólks og flokka til aðildar-
innar að Atlantshafsbandalaginu.
Kjarnorkuvopn
Forsætisráðherra, segir
Þórunn Sveinbjarnar-
dóttir, hrökk beint í
kaldastríðsgírinn.
Kreddur og hugmyndafátækt kalda
stríðsins lifa enn góðu lífi í hugum
ráðamanna eins og málflutningur
forsætisráðherra bar vitni um á
dögunum. Samfylkingin vill snúa af
þessari braut og leggja grann að ut-
anríkisstefnu sem endurspeglar
nýja tíma og breytta heimsmynd.
En slík stefna verður þá aðeins
haldbær og trúverðug að Islending-
ar takist á við það verkefni að
kryfja sögu kalda stríðsins, hvað
okkur varðar, til mergjar.
Höfundur er þingkona fyrir Sam-
fylkinguna í Reykjaneskjördæmi.
Bókhaldskerfi
KERFISÞRÓUN HF.
Fákafeni 11 • Simi 568 8055
www.islandia.is/ketfisthroun
Þórunn
Sveinbjarnardóttir
LANGAR ÞIG AÐ
NÁLGAST
VERKEFNIN FRÁ
NÝRRI HLIÐ?
Rekstrarleigusamningur
£ngin útborgun
29.086 kr. ó mánuði
Fjármögnunarleiga
Utborgun 270.000 kr.
16.582 kr. á mánuði
Rekstrarleiga er miðuS vi8 24 mánu8i og 20.000 km akstur á ári. Fjármögnunarlaiga er miðuð vi8 60 mánuBi
og 25% útborgun, greiSslur eru án vsk. Vsk leggst ofan á Ieigugrei8slur en viBkomandi faer hann endurgreiddan
ef hann er meS skattskyldan rekstur. Allt verS er án vsk.
ATVINNUBÍLAR
FyRIRTÆKJAÞJÓNUSTA
Grjótháls 1
Sfmi 575 1200
Söludeild 575 1225/575 1226
RENAULT
Reykjavík • Skeifunni 17 • Sími 550 4000
Akureyri • Furuvöllum 5 • Sími 461 5000
Umboðsmenn um iand allt
Ergo Pro
Verð frá aðeins kr. 116.700 m/vsk.
TREYSTU fl
• •
TOLVUNfl ÞINfl
Tæknival
Það sem skiptir einna mestu máli í rekstri fyrirtækja
er að geta treyst á tölvubúnað sinn. Á einungis
tveimur árum hafa Fujitsu tölvurnar rækilega
sannað sig sem afkastamiklar og öruggar tölvur
sem sameina ekki aðeins áreiðanleika og mjög
lága bilanatíðni heldur einnig fallega hönnun og
ótrúlegt verð.
Fujitsu er einn af þremur stærstu framleiðendum
PC tölva, fartölva og netþjóna I heiminum.
Njóttu þess að geta treyst tölvunni þinni.
FUJITSU
- óbeislað afl
Ergo Pro
• 400 MHz Intel Ceieron örgjörvi
• 128Mb vinnsluminni
« 4,3GB harður diskur
• 17" skjár
• 10/100 netkort
. Hljóðkort
• Geisladrif
. Hátalarar
• 3 ára ábyrgð
TAKMARKAÐ MAGN
Verð frá kr. 116.700 m/vsk.
«3